Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Prestarnir Frá Hákoni H. Kristjónssyni: SUMIR prestar halda að boðun orðsins í kirkjum landsins sé alfa og ómega kristninnar og þeir stilla þá málinu þannig upp að annars vegar sé boðun orðsins og þeir sem það flytja í messunni, hvort sem þeir séu lærðir eða leikir, og hins vegar sé hljómlistin og þeir sem hana fiytja, hvort heldur eru lærð- ir eða leikir, - þetta séu tveir þættir messunnar og boðun orðs- ins hafi forgang. Þessu er kolvit- laust stillt upp og regin-misskiln- ingur þröngsýnna manna - þeir gæta þess ekki að tónlistin í kirkj- unni er meira en að organistinn tryllist í tónaflóði við orgelið. Tón- listin er ofin úr mörgum þáttum og einn hinn veigamesti þeirra er sálmurinn sem sunginn er og sem tónunum fylgir - sálmurinn sem kannski hefur verið sunginn ára- tugum sáman, jafnvel öldum sam- an, í kirkjum landsins og er búinn að standast þá eldraun að vera tekinn aftur og aftur upp í end- urnýjaða sálmabók. Einh svona sálmur er meira virði fyrir kristn- ina í landinu en ótal ræður ný- vígðra kristnitækna þótt þær geri vissulega verið ágætar. Sumir prestar segjast ekki vilja hafa marsipanmessur í kirkjunum - ekkert sem dregur að annað en boðun orðsins með skrautgöngu prests fram og til baka. Sumir prestar vilja ekki hafa neina klúbb- starfsemi í kirkjum landsins - þeir líta með tortryggni til þeirra leikmanna sem nenna að standa fyrir hinum ýmsu verkefnum svo sem mömmumorgnum, unglinga- starfi, starfi með öldruðum, o.fl. o.fl., listsýningum, svo sem mynd- list - leiklist - tónlist -, sér í lagi telst óæskilegt ef öldurhúsafólk kynni að lita samkvæmin. Sumir prestar tala niðrandi um kirkjueig- endur — en það eru þeir menn sem nenna að safna fyrir gleri í glugg- ana í kirkjuna - eða bekkjunum, að maður tali nú ekki um þá sem nenna að safna fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Sumir prestar eru trú- boðar - aðrir bíða uppi við altarið þess að einhver sem er trúar þurfí eða trúnaðar þurfi birtist í kirkju- dyrunum. Sumirprestar vilja vera fremstir meðal jafningja - aðrir vilja vera fremstir og hugsa sér sig sitjandi ofan á söfnuðinum og þann eigi ekki að setja á sem erf- itt er að sitja á. HÁKON H. KRISTJÓNSSON, Goðheimum 10, Reykjavík. Þegar eitt egg verður að mörgum hænum Frá Guðrúnu Jacobsen: LESENDUR góðir, sem eruð á leið- inni upp metorðastigann. Varið ykkur, ekki aðeins á „hrollvekjum" fortíðarinnar, sem geta komið aft- an að yður eins og hver annar uppvakningur þegar síst skyldi, heldur verðið þér líka að vera hví- þveginn af allri „synd". Hafið þér einhvern tímann á yngri árum slett úr klaufunum, boðið hinu kyninu upp í til yðar, mótparturinn sagt nei, takk, enda sjálfráða, er ekki að vita hver skollinn getur skeð, þegar þér eruð orðinn þriggja stjörnu persóna. Væntanleg hjá- -svæfa, sem á sínurn tíma' sagði nei, og nei þýðir jú nei, getur í samfloti við slægan lögfræðing eða lögfræðinga, samanber núverandi Bandaríkjaforseta, ekki aðeins reitt af yður aleiguna, heldur Iíka ær- una. Þetta kynferðisáreitniskjaftæði er gengið út í öfgar, líkt og hver annar hvimleiður áróður eða múg- sefjun. Samkvæmt frétt í Tímanum síð- astliðinnlaugardag ku íslendingar hafa bætt á sig 10 kílóum und- anfarinn áratug. Hvað skyldi púk- inn á fjósbitanum vera orðinn þungur á viktinni umrætt tímabil í sögu landsins, þegar athyglisjúkt fólk nærist aðallega á illmælgi um náungann? GUÐRÚNJACOBSEN, Bergstaðastræti 34, Rvík. Nauðgari gengur laus og Bretinn var farinn úr landi dvínaði áhugi fjölmiðla á málinu og ekkert hefur heyrst um það frekar. En ef breski sjómaðurinn ^ar ekki nauðgarinn í málinu þá liggur það ljóst fyrir að nauðgari gengur laus. Þið sem unnið sannleikanum, hvort heldur fjölmiðlar eða hand- hafar réttvísinnar, hvar sem þið finnist í samfélaginu og berið hag þeirra sem beittir hafa verið kyn- ferðislegu ofbeldi fyrir brjósti: Finnið nauðgarann! Frá Jóni Sigurðssyni: EKKI alls fyrir löngu féll dómur í Hæstarétti að breskur sjómaður væri saklaus af ákæru um nauðg- un á íslenskri konu um borð í ís- lenskum togara. Fjölmiðlar fylgd- ust vel með málinu meðan það gekk fyrir dómi og einn þeirra þóttist viss að loka DNA-rann- sóknin sem gerð var í Bandaríkj- unum myndi staðfesta sök Bretans og birti um það frétt daginn áður en niðurstöður voru birtar opinber- lega. Allt kom fyrir ekki. Bretinn var saklaus og fór til síns heima, heim til konu og barns. Um leið : JÓN SIGURÐSSON Árbraut 12, Blönduósi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.