Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 47
"1 +- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 47 J • • 4 * 4 4 4 4 Nýtt í kvikmyndahúsunum 4 4 4 4 11 4 I I 4 4 Laugarás- bíó sýnir myndina Nixon LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýning- ar á nýjustu Oliver Stone myndinni, Nixon. Með aðalhlutverk fer Óskars- verðlaunahafinn Anthony Hopkins sem Nixon og Joan Allen sem Pat. Myndin var útnefnd til fernra Ósk- arsverðlauna fyrir bestan leik í aðal- hlutverki, bestan leik í aukahlutverki kvenna, besta frumsamda kvik- myndahandritið og bestu tónlistina. Sagan er um einstaka persónu hins umdeilda 37. forseta Bandaríkj- anna, manns sem alla sína tíð sóttist eftir viðurkenningu og pólitískum völdum, jafnvel eftir að hann var °rðinn æðsti embættismaður þjóðar sinnar. ANTHONY Hopkins Myndin snýst að mestu leyti um aðdragandann að falli Nixons úr valdastóli, hið dularfulla inn- brot í Watergate- bygginguna árið 1972, til þess tíma er Nixon neyddist til að segja af sér emb- ætti árið 1974. En Oliver Stone skyggnist einnig dýpra inn í líf hans. Nixon var sonur fátækra hjóna og þurfti ásamt fjöl- skyldu sinni að þola það áfall að missa tvo yngri bræður sína úr berkl- um. Fylgst er með því er hann óx úr grasi og lét fyrst að sér kveða í bandarískum stjórnmálum, varð þingsmannsefni 33 ára, mistókst að láta kjósa sig til forseta 1960 og hvernig hann fór að því að ná síðan kjöri í tvö tímabil frá árinu 1966. Ennfremur reynir Stone að verpa ljósi á viðkvæmt samband hans við eiginkonu sína Pat sem alla tíð átti erfitt með að umbera alla þá athygli sem beindist að þeim hjónum. Sambíóin sýna myndina Faðir brúðarinnar II m£ SAMBIOIN, Bíóhöllin og Bíóborgin hafa tekið til sýninga nýja gaman- mynd, Faðir brúðarinnar eða „Fath- er of the Bride Part 2", sjálfstætt framhald fyrstu myndarinnar sem kom út árið 1991. George Banks, leikinn af Steve Martin, er hamingjusamlega giftur Ninu Banks, leikin af Diane Kea- ton. Allt virðist vera á réttri leið. Honum gengur vel í starfi, afborg- . anirnar af draumahúsinu eru yfir- staðnar, yngri sonur þeirra er að verða að fullvaxta karlmanni og dóttir þeirra er ánægð í hjónabandi síhu. George Banks finnst hann hafa fullkomlegt vald á lífi sínu. En þá fara einmitt hlutirnir að ger- ast. Dóttir hans og tengdasonur tilkynna nýjan erfingja í fjölskyld- una, og ekki nóg með það, Nina kona hans er ólétt. George er ekki AÐALLEIKARAR myndarinnar Faðir brúðarinnar II. skemmt. Hann er allt of gamall til að vera aftur faðir og allt of ungur til að verða afi. Þegar svo mæðg- urnar leita til Franck Egglehoffer, sem leikin er af Martin Short og sló í gegn í fyrri myndinni sem brúð- kaupsskipuleggjandinn, fer allt á annan endann og George leysir vandamálið á sinn einstæða hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.