Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C/D ffttumttffiMfe STOFNAÐ 1913 63. TBL. 84. ARG. FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Loforð Clintons Bandaríkjaforseta í stuttri heimsókn til ísraels Oflugt samstarf í baráttu gegn hryðjuverkamönnum Jerúsalem. Reuter. BANDARÍKJAMENN hétu ísrael- um í gær fullum stuðningi í barátt- unni við hryðjuverkamenn úr öfga- samtökum múslima sem andvígir eru friðarsamningum milli arabaþjóða og ísraels. Bill Clinton Bandaríkja- forseti kom í sólarhrings heimsókn til landsins í gær og sagði að ísrael fengi 100 milljóna dollara aðstoð (um 6,6 milljarða króna) í þessu skyni og gerður yrði sérstakur tví- hliða samningur um baráttu þjóð- anna gegn hryðjuverkamönnum. Bandarískir embættismenn segja að fá verði samþykki þingsins fyrir fjárveitingunni. „Það skiptir engu hve mikið erfiði það kostar, engu hve langan tíma það tekur, við verð- um að segja við þá [hryðjuverka- mennina]: Við munum leita ykkur uppi. Þið verðið svældir út," sagði Bandaríkjaforseti á fréttamanna- fundi með Shimon Peres, forsætis- ráðherra ísraels. Clinton sagði að Bandaríkjamenn myndu þegar í stað útvega ísraelum margs konar hátæknibúnað til sprengjuleitar og veita liðsmönnum baráttunnar gegn hermdarverka- mönnum sérþjálfun. Skipst yrði á upplýsingum um starfsemi sjálfs- morðssveita fylkinga á borð við Hamas og íslamska jihad. í fylgdar- liði forsetans var John Deutch, for- stjóri leyniþjónustunnar CIA, og mun hann ráðgast við ísraelska embættismenn næstu daga um áður- nefnt samstarf. Stjórn Peres sagðist í gær myndu reka úr landi íslamska heittrúar- Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti spjallar við Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, á fundi ísraels- stjórnar í Jerúsalem í gær en fátítt er að þjóðarleiðtogar fái að shja fundi ríkisstjórna í öðru landi. Yst til vinstri er Ehud Barak, utanríkisráðherra ísraels, en Clinton á vinstri hönd situr bandaríski utánríkisráðherrann, Warren Christopher. Samkynhneigð Klerkur í vanda á Kýpur Nikosiu. Reuter. NOKKUR þúsund manns köst- uðu grjóti í lögreglu í Nikosiu, höfuðborg Kýpur, í gær til að mótmæla réttarhöldum' á prestastefnu yfir klerki sem sakaður er um samkynhneigð. Rúmlega 70 manns slösuð- ust í átökunum sem urðu við bústað Chrysostomos, erki- biskups Kýpur, en lögreglan hafði girt bústaðinn með gaddavír. „Tommis [gælunafn biskups], þú ert djöfullinn holdi klæddur, þú ert hórkarl," æpti fólkið. Stuðningsmenn klerks, hins 39 ára gamla- Pangratios Meraclis, hafa gagnrýnt harð- lega þá ákvörðun biskups að víkja Meraclis frá tímabundið meðan mál hans verði kannað. Klerkur missir hempuna verði hann fundinn sekur. menn sem tengdust hryðjuverka- mönnum. ísraelskir hermenn á Vest- urbakkanum sprengdu í gær í loft upp hús sprengjusérfræðingsins Ya- hya Ayyash er starfaði fyrir Hamas. Hann lét lífið í janúar í tilræði sem talið er að ísraelska leyniþjónustan hafi staðið fyrir. Hamas sagði í gær að haldið yrði áfram að ráðast á ísraela og sakaði Yasser Arafat, forseta sjálfsstjórnarsvæða Palest- ínumanna, um að hafa gengið í lið með óvinunum. Lögreglusveitir Ara- fats hafa handtekið hundruð Hamas- liða síðustu dagana. „Zíonistarnir [Israelar] munu ekki fá að sofa í friði eftir þennan fund," sagði í yfir- lýsingu samtakanna. Göran Persson tekur við af Ingvar Cárls- son sem forsætisráðherra Svíþjóðar Undir ágjöf frá vinstriarminum Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR jafnaðarmenn koma saman til sérstaks fundar í dag þar sem Göran Persson, núverandi fjár- málaráðherra, mun leysa Ingvar Carlsson af hólmi sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra. Samt er búist við, að vinstriarmurinn í flokknum muni gera að honum harða hríð en hann lítur á Persson sem ógnun við sig og ríkisafskiptastefnu flokksins á umliðnum áratugum. Til fundarins var sérstaklega boð- að vegna leiðtogaskiptanna en í gær var búið að skrá meira en 3.000 til- lögur og ályktanir, sem óskað er eftir að fundurinn afgreiði, og eru þær langflestar komnar frá vinstri- arminum. Dagblaðið ¦ Expressen sagði í gær, að meginefni þeirra væri eftirfarandi: Vinnuvikan verði stytt; meiri áhersla verði lögð á að berjast gegn atvinnuleysi en verðbólgu; hætt verði við áætlanir um að loka kjarnorku- verum og einnig við áætlanir um aðild Svíþjóðar að evrópska mynt- bandalaginu. Persson nýtur virðingar á fjár- málamörkuðum og meðal erlendra fjárfesta fyrir aðgerðir til að lækka ríkisskuldirnar en búist er við, að á fundinum í dag verði lagt hart að honum að draga verulega úr niður- skurðinum. Áhyggjur af veíferðinni Svíar hafa miklar áhyggjur af því hvert stefnir í velferðarmálunum en á síðustu árum hefur verið skorið niður á flestum sviðum. Langir bið- listar eru eftir ýmsum læknisaðgerð- um og flestar bætur, til dæmis barnabætur, námslán og atvinnu- leysisbætur, hafa verið lækkaðar. í janúar sl. lét Persson nokkuð undan þrýstingnum innan flokksins og lagði þá fram áætlun um að draga úr atvinnuleysi um helming og hækka sumar bætur örlítið. I skugga sorgar SKUGGI sorgarinnar lá í gær yfir smábænum Dunblane á Skotlandi, þar sem Thomas Hamilton myrti 16 fimm og sex ára börn og 45 ára kennslukonu þeirra í kennslustund á miðviku- dag. Elísabet Bretadrottning lýsti í gær yfir því að hún myndi fara til bæjarins og ríkisstjórnin sagði að rannsókn yrði gerð á málinu. „Stundum geta okkar póli- tísku deilur virst smásmuguleg- ar við hlið hins mannlega og ég held að þetta sé slík stund," sagði John Major, forsætisráð- herra Bretlands, í umræðum á þingi í gær. „Hversu margir f oreldrar tóku utan um börnin sín í gær- kvöldi, horfðu á þau með öðrum hætti en venjulega og gerðu sér i hugarlund sársaukann [sem foreldrar fórnarlambanna urðu fyrir]?" sagði Tony Blair, leið- togi Verkamannaflokksins, sem er þriggja barna faðir og frá Skotlandi. „í dag er þögn í stjórnmálum. Við syrgjum. Við vonum að með tímanum hverfi þessi myrki skuggi." Verslanir voru lokaðar í Dun- blane í gær og skólahald í grunnskóla bæjarins liggur niðri fram í næstu viku. A mynd- inni sést lítil stúlka leggja blóm- sveig á minningarreit um fórn- arlömbin í gær. ¦ Aðkomu lýst sem víti/20 Loforð Kínastjórnar Engin árás áTævan Washington, Reuter. STJÓRNVÖLD í Peking hafa tjáð Bandaríkjastjórn að Kína hyggist ekki ráðast á Tævan, að sögn tals- manns varnarmálaráðuneytisins i Washington í gærkvöldi. Talsmaðurinn, Mike Doubleday, fullyrti þetta í gær og er þetta talið fyrsta opinbera vísbendingin um að Kínastjórn hafi beinlínis heitið Bandaríkjamönnum að gera ekki árás. Ekkert var sagt um það hve- nær áðurnefnd loforð hefðu verið gefin. ¦ Lee segir Tævana/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.