Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 5 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorboði í vetrarríki VORBOÐAR eru af ýmsum toga, en á meðal þeirra fyrstu eru grænir sprotar páskaliljunnar. Þeirri jurt liggur svo á að teygja úr sér að hún lætur snjóinn ekki stöðva sig. Páskaliljan er af ætt- kvísl hátíðarlilja og víst er að það verður hátíðlegt við Landspítal- ann, þar sem myndin var tekin, þegar gular og stórar krónur lilj- unnar fylla beðin. ----♦ ♦ ♦-- Átján mán- aða fangelsi fyrir amfet- amínsmygl HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 37 ára gamlan mann í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa ætlað að smygla 250 grömmum af amfet- amíni inn til landsins. Smyglför mannsins misheppnaðist þegar smokkar með amfetamíninu sprungu í maga hans í Danmörku. Lögreglan í Danmörku handtók manninn þann 19. júní nær dauða en lífi eftir að smokkar með amfet- amíni höfðu sprungið í iðrum hans. Maðurinn var að koma frá Amst- erdam en ætlaði að fljúga til ís- lands í gegnum Kaupmannahöfn. Þegar hann var staddur í danska bænum Padborg, rétt við þýsku landamærin, 16. júní, veiktist hann heiftarlega og lá hálfósjálfbjarga á almannafæri þegar vegfarndi kom og aumkaði sig yfir manninn og bauð honum heim. Heiman frá sér hringdi vegfar- andinn á lögreglu til að koma mann- inum undir læknishendur. Lög- reglumenn sem komu á staðinn fundu hins vegar amfetamín á manninum og fluttu hann á sjúkra- hús. Lagt var hald á 180 grömm af amfetamíni sem reyndust í smokk- um í iðrum hans og í fórum hans. Eftir um fjögurra daga sjúkra- húsvist og gæsluvarðhald í fram- haldi af þvi var maðurinn framseld- ur til íslands og fluttur til landsins í lögreglufylgd. í niðurstöðum Guðjóns St. Mar- teinssonar héraðsdómara segir að maðurinn hafi skýlaust játað sakar- giftir en fyrir honum hafi vakað að flytja inn til landsins verulegt magn hættulegs fíkniefnis. Það sé virt manninum til hagsbóta að hann hafi greiðlega gengist við sakargift- um. Refsing mannsins, sem áður hafði gengist undir fjórar dómsáttir fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni, var talin hæfileg fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar kemur 15 daga gæsluvarðhald hans í Dantnörku. Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar í Kópavogi Skipulagsslj óri fellst á fram- kvæmdirnar SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hef- ur fallist á fyrirhugaðar fram- kvæmdir vegna mislægra gatna- móta Reykjanesbrautar og Fífu- hvammsvegar í Kópavogi og tvö- földunar Reykjanesbrautar frá Nýbýlavegi suður fyrir Fífu- hvammsveg. Skipulagsstjóri gerir þó þau skilyrði að gerður verði hljóðtálmi meðfram byggð í Urðarholti og umhverfis mislægu gatnamótin og að á fimm ára fresti verði mæld hljóðmengun á íbúðarsvæðum umhverfis Reykjanesbraut og brugðist við henni með viðeigandi mótvægisaðgerðum ef hún reynist ofan viðmiðunarmarka mengun- varna- og byggingareglugerða. Vegagerðin er framkvæmda- raðili og hefur verkfræðistofan Hnit hf. í samráði við Vegagerðina unnið frummat á umhverfisáhrif- um framkvæmdanna. Annars veg- ar er um að ræða mislæg gatna- mót Reykjanesbrautar og Fífu- hvammsvegar vegna framlenging- ar Fífuhvammsvegar suðaustur fyrir Reykjanesbraut en þar eru nýbyggingarsvæði Kópavogs. Hins vegar breikkun Reykjanes- brautar frá Nýbýlavegi suður fyrir Fífuhvammsveg, úr tveimur ak- reinum í fjórar, til að auka af- kastagetu hennar. Lagðir verða göngu- og hjólreiðastígar beggja vegna Fífuhvammsvegar, undir brúnum á mislægu gatnamót- unum. Byggð 'vejða undirgöng fyrir umferð gangandi og hjólandi í framhaldi af Digranesvegi og undirgöng sunnan gróðrarstöðva framlengd undir nýjar akreinar Rey kj anesbrautar. ÆuMÍH'.ióuf Aau \ y Ifi/ibyyy: sjúnv^rpsðpjuld ýarij’jjjgf'j 'i’Ablii uú h'jriíi ú ij'jiryiirpi'j júu ffjyíid'jufid í idjvufjfjí. Pú naú'jr jiiiiíúiiiiú ú ðjúíivafpsyJuyyafiUffi u: 3fi^|infJ úiifif ú uuru .. • r nrrrrfHrf^ilMMWyfflSM61^ s innbi'agS'irtvíómnhótslnrar mmm ÍEjfíJ 7^/1 EJSXÍ) Sll innbyggt 4 /JJptaicf 4 °9 h Intemet-* tenSing! Jt W ■■ 'K~v"' 7 ! w 'mmm ", . — - Jjjjjzjbkl-cjj: jjjJjJJ/3J>D3J .. .. 12 ö, tereo-hatal Sjáou þetta Prentana 16.000 kr! Fjarstýnog til að skipta um sjónvarpsrásir og lög í geísladriíinu StyleWriter 1200 Kostaöi áöur meö þessum búnaöi: 210.000 kr. stgr. Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 Heimasíðan: bttp-J/www. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.