Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI : Afkoma Kísiliðjunnar hf. við Mývatn í fyrra hin besta frá upphafi Hagnaður jókstum 70% milli ára HREINN hagnaður Kísiliðjunnar hf. við Mývatn á síðasta ári nam tæpum 82 milljónum króna saman- borið við 48 milljónir árið 1994. Þetta er mesti hagnaður Kísiliðj- unnar frá upphafi, bæði í krónum talið og sem hlutfall af veltu. Hreinn hagnaður jókst um 70% á milli ára og var í fyrra 15% af tekjum. Metsala og hagræðing Góð niðurstaða nýliðins árs skýrist aðallega af metsölu og af hagræðingu og niðurskurði i rekstri á undangengnum árum að því er segir í ársskýrslu fyrirtæk- isins. „Ekki er hægt að reikna með því að sala aukist frá því sem orðið er. Kísiliðjan verður því að halda vöku sinni og leita sífellt nýrra leiða til hagræðingar og framlegðarauka," segir í skýrsl- unni. Á árinu námu rekstrartekjur, að frádregnum útflutningskostnaði 544,4 milljónum króna en voru 446,3 milijónir árið 1994. Rekstrargjöld námu 426,2 milljón- um króna árið 1995 en 397,7 millj- ónum árið áður. Hækkun rekstrar- gjalda milli ára nemur 7,2% en rekstrargjöld á hvert framleitt tonn lækkuðu hins vegar um 4%. Rekstrarhagnaður án fjármuna- tekna nam 118,2 milljónum króna eða 21,7% af veltu ársins 1995 en var 48,6 milljónir árið áður. Það er 143% aukning hagnaðar milli. ára. Fjármunatekjur jukust hins vegar úr 6,8 milljónum króna árið 1994 í 7,9 milljónir í fyrra eða um 17%. Hagnaður fyrir skatta nemur 127,8 milljónum eða 23,5% af veltu en var 55,7 milljónir og 12,5% af veltu árið áður. Félagið greiðir tæpar 46 milljónir króna í tekju- skatt fyrir liðið ár en greiddi 7,5 milljónir fyrir árið 1994. Árið 1995 framleiddi Kísiliðjan hf. 28.142 tonn af fullunnum kísil- gúr. Er það 12% aukning frá fyrra ári en 58% aukning frá árinu 1993. Framleiðslan í fyrra var er sú næst mesta frá upphafi en mest var hún 29.388 tonn árið 1985. Kísiliðjan hf Úr reikningum 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994t Breyt. Rekstrartekjur 544,4 446,3 +22% Rekstrargjöid 462,2 397,7 +7.2% Rekstrarhagnaður án fjármunaliða 118,2 48,6 +143% Fjármunatekjur og (-gjöld) 8,0 6,8 +17% Hagnaður fyrir skatta 127,8 55,7 +165% Hreinn hagnaður ársins 81,8 48,2 +70% Efnahagsreikningur 31. des.: | Eiqnir: | Veltufjármunir 492,1 365,8 +34,5% Fastaf jármunir 289,3 295,0 -1,9% Eignir samtals 781,4 660,8 +18,2% I Skuidir oq eiqiö fé: \ Skammtímaskuldir 108,7 53,5 +103,4% Eigið fé 672,7 607,3 +10,8% Skuldir og eigið fé samtals 781,4 660,8 +18,2% Sjódstreymi og kennitölur Handbært fé frá rekstri 118,3 78,2 +50,3% 84,8% 93,0% tigmijamiuuaii Veltufjárhlutfali 4,39 6,42 15% aukning útflutnings í fyrra voru flutt út 28.153 tonn af kísilgúr og er það mesti útflutn- ingur Kísiliðunnar frá upphafí en 1985 voru flutt út 27.700 tonn. Aukningin nemur 15% frá fyrra ári en 43% frá 1993. Innanlands- sala nam 37 tonnum og hefur hún verið nær óbreytt um árabil. Rekstrarfjárstaða félagsins er traust. Samkvæmt efnahagsreikn- ingi námu veltufjármunir 492 milljónum króna í árslok en skuld- ir, allt skammtímaskuldir, 108,7 milljónum. Eigið fé nam 672,7 milljónum eða 86% af heildarfé. Ákveðið var á aðalfundi Kísiliðj- unnar í gær að greiða hluthöfum 72 milljónir króna í arð fyrir árið 1995. Ríkissjóður íslands á 51% í fyrirtækinu, Celite Corporation 48,56% og sveitarfélög á Norður- landi 0,44%. Pjórðungs veltuaukning hjá Opnum kerf- um hf. á síðasta ári Arðsemi eigin fjár um 30% MIKILL vöxtur einkenndi síðastlið- ið ár hjá Opnum kerfum hf., um- boðsaðila Hewlett Packard á ís- landi. Hagnaður ársins varð tæpar 30 milljónir króna sem er rúmlega fjórðungi meira en árið 1994. Þá var veltan um 639 milljónir sem er einnig rúmlega fjórðungs aukning frá árinu 1994. Afkoma síðasta árs samsvarar um 30% arðsemi eigin fjár, en arðsemin hefur verið yfir 26% undanfarin fjögur ár. Til að mæta aukningu á síð- Frosti Bergsson asta ári var bætt við starfsfólki, sérstaklega í þjónustudeild, að því er segir í ávarpi Frosta Bergsson- ar, framkvæmdastjóra, í nýút- komnu fréttabréfi. Starfsmenn eru nú 22 talsins en gert er ráð fyrir því að þeir verði orðnir 30 talsins í árslok. Þá er unnið að því að stækka húsnæði fyrirtækisins á Höfðabakka og verður það komið með um 1.400 fermetra rými eftir breytingarnar. Sala á HP Vectra einkatölvum og HP prenturum jókst um 25% á árinu 1995, en mestur vöxtur varð þó í sölu á Unix-vélum eða yfir 40%. Þá hefur fyrirtækið tekið að sér ný umboð m.a. fyrir svonefnda Fiskars rafbakhjarla og Cisco net- búnað. HP-búnaður er ennfremur hluti af lausnum Marels hf. sem seldar eru um allan heim. og 80 Gb diskaplássi. Er þetta stærsta HP Unix vélin sem seld hefur verið hér á landi til þessa. Vélin var keypt vegna kerfisbund- innar skráningar á öllum símtölum sem eiga sér stað í símkerfínu. Gert er ráð fyrir að símtöl á sólar- hring séu að meðaltali 1,5 milljónir talsins. Hewlett Pacard seldi hlut sinn í opnum kerfum á árinu og leystu aðrir hluthafar til sin þann hlut. Við þessa breytingu var hlutaféð fært niður um 10 milljónir króna og er nú að nafnvirði 30 milljónir. Félagið er lokað og eru hluthafar Þróunarfélag íslands, Frosti Bergs- son, Pharmaco hf. auk tveggja starfsmanna. Umræður eru hins vegar hafnar um að opna félagið. Stærsta HP-vélin til P&S Nýlega keypti Póstur og sími HP 9000/800 K 410/4 tölvu með fjórum örgjörvum, 512 mb minni Pharmaco hf. Ur reikningum 1995f:; ”qj^j Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyt, Rekstrartekjur Rekstrargjöld Rekstrarhagnaður án fjármunaliða Fjármagnstekjur og (-gjöld) Hagnaður fyrir skatta +11,2% +7.6% +157% -74% +1.119% Hagnaður ársins Efnahagsreikningur 31. des.: Eígnir: Veitufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals I Skuidir op eigi016:1 Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals Milljónir króna Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri Milljónir króna Handbært fé frá rekstri .cM 38,1 I +289% 108,0^ '11,6% 0 Ríkissjóður 11 milljarða skulda- bréfaútboð íathugun SEÐLABANKINN vinnur nú að und- irbúningi skuldabréfaútboðs fyrir rík- issjóð í þýskum mörkum. Llm er ræða útboð að fjárhæð á bilinu 200-250 milljónir marka, eða sem samsvarar um 9-11 milljarða króna, og mun lán- ið að stærstum hluta renna til endur- greiðslu eldri lána en þó er að hluta til um nýja lántöku að ræða. Að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra í fjánnálaráðuneyt- inu, er ekki um neina stefnubreytingu að ræða að hálfu ríkissjóðs, en bæði Magnús og Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, lýstu því yfír á síðasta ári að draga bæri úr erlendum lántök- um ríkissjóðs á þessu ári. Magnús segir að það hafí alla tíð legið fyrir að taka þyrfti talsvert af erlendum lánum eftir sem áður, m.a. til að end- urfjármagna eldri erlend lán. Hann segir að innlendar lántökur hafí gengið mjög vel það sem af er þessu ári, m.a. hafi selst mikið af spariskírteinum í skiptikjaraútboði Lánasýslunnar í febrúar. Auk um- rædds láns tók ríkissjóður um 2,7 milljarða lán hjá Evrópska fjárfest- ingabankanum í síðasta mánuði. ---------------*■■+■*-------- BSkyB eykur umsvif sín í Evrópu London. Reuter. BREZKA geivihnattasjónvarpið BSkyB hefur gert 270 milljóna punda samning um 25% hlut í þýzku sjón- varpsrásinni Premiere. BSkyB hefur einnig gengið í bandalag með Bertelsmann AG í Þýzkalandi og frönsku fyrirtækjunum Havas og Canal Plus. Premiere, sem er áskriftarsjónvarp með 1.1 milljón áskrifenda, er nú í eigu Canal Plus, Bertelsmann og Kirch Gruppe í Þýzkalandi. Eftir samning BSkyB, mun hvert hinna fjögurra fyrirtækja eiga 25% hlut í Premiere, sem býður upp á kvikmyndir og íþróttir, meðal annars sendingar frá knattspyrnuleikjum í þýzku Bundeslígunni. SkyB sjónvarpið hefur einnig greint frá því að það muni eignast 30% hlutabréfa í nýju fyrirtæki, sem það muni stofna ásamt Bertelsmann, Canal Plus og Havas. Bertelsmann og Canal Plus munu einnig eiga 30% hvor aðili, en Havas fær 10% hlutabréfa án atkvæðisrétt- ar. „BSkyB hefur stigið stórt skref áfram með þessum auknu umsvif- um,“ sagði Sam Chisholm forstjóri. „Við höfum gengið til samstarfs við öfluga aðila til að nýta þau tækifæri, sem fyrir hendi eru á meginlandi Evrópu.“ Pharmaco hf. skilaði tæplega 82 milljóna króna hagnaði í fyrra Margfalt betri afkoma HAGNAÐUR af rekstri Pharmaco hf. á síðasta ári nam tæpum 82 milljónum króna. Hefur hagnaður- inn margfaldast frá árinu 1994 er hann nam tæpum 2 milljónum. Þessa hagnaðaraukningu má að stórum hluta skýra með talsverðri aukningu rekstrartekna umfram rekstrargjöld auk þess sem fjár- magnsgjöld fyrirtækisins lækkuðu talsvert á milli ára eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Að sögn Sindra Sindrasonar, framkvæmdastjóra Pharmaco, eru afkomutölur síðasta árs þó ekki alveg sambærilegar við afkomu- tölur ársins 1994, þar sem að fyrir- tækið varð fyrir talsverðu tapi það ár er það dró sig út úr rekstri íslandslax hf. Hann segist hins vegar vera nokkuð ánægður með þessa afkomu á heildina litið. 50% markaðshlutdeild í lyfjum Sindri segir rekstrarútlitið vera nokkuð gott á þessu ári. Pharmaco hafi verið að bæta við sig nokkrum umboðum að undanförnu og sé markaðshlutdeild þess á lyfja- markaði nú um 50%. „Það verða því engar verulegar sveiflur í lyfja- sölu okkar vegna þess hve stóran hluta markaðarins við erum með,“ segir Sindri. Hann segir jafnframt að ekki sé útlit fyrir mjög hraðan vöxt á lyfjamarkaði. Vöxturinn verði þó alltaf einhver en komi fyrst og fremst til með að stafa af fólksfjölgun og hækkandi með- alaldurs þjóðarinnar. Hins vegar séu nokkrir vaxtar- * ; « möguleikar í lausasölulyfjum sem séu einungis um 10% af lyfjamark- aðnum í dag. Þar sé talsvert svig- rúm til aukningar. Sömu sögu sé að segja af hjúkrunarvöru- og tæknideiid félagsins, en sala á þessum vörum til apóteka hafi farið vaxandi að undanförnu. Hluthafar í Pharmaco í árslok 1995 voru 172 talsins. Á aðal- fundi félagsins nýlega var sam- þykkt að greiða 10% arð til hlut- hafa. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.