Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Háeffarar EINN af þingmönn- um stjórnarliðsins, Árni Mathiesen, full- yrðir í grein í Alþýðu- blaðinu í síðustu viku, að upplýsingar við- skiptaráðherra um af- skriftir ríkisbankanna hafi verið til þess ætl- aðar að koma höggi á undirritaðan. Erfitt er raunar að sjá, hvernig hann hefur þá hugsað sér að komast hjá að slá fleiri flugur í því höggi. En stjórnar- þingmaðurinn hlýtur að vita hvað hann er að segja og hefir vafa- laust upplýsingar sínar frá fyrstu hendi úr ríkisstjórn. En þegar upplýsingarnar lágu fyrir var ráðherrann spurður álits á þeim og vafðist svarið ekki fyrir honum. Oábyrgir menn bæru á þessu alla ábyrgð, en því mætti kippa í liðinn með því að einkavæða bankana þá myndu stjórnendur strax taka að stjórna af festu og ábyrgð. Nú Iiggur auðvitað beinast við Öll reynsla úr íslenzkri bankastarfsemi, segir Sverrir Hermannsson, snýr röksemda- færslu ráðherrans alveg á haus. að fínna þessum orðum stað með samanburði í afskriftarmálum og útlánatöpum við stóra háeffið í bankarekstri, sjálfan íslandsbanka. En þá kemur á daginn að þar a.m.k. er ekki að finna sannanir fyrir orð- um bankamálaráðherrans. Hvort heldur sem framlög í afskrift- arreikning eru reiknuð sem hlutfall af heildareign, eða töp- uð útlán, sem hlutfall af heildarútlánum, á því tímabili sem ráð- herrann tiltók í svari sínu á Alþingi, hefir íslandsbanki vinning- inn, sbr. meðfylgjandi súlurit. En að öðru er að gá í þessu sambandi. Þeg- ar Utvegsbankinn var sameinaður háeffun- um þremur - Iðnaðar- banka, Alþýðubanka og Verzlunarbanka - tók ríkið að sér að greiða öll vafasöm útl- án Útvegsbankans - upp á 700 milljónir að sagt var - með peningum skattborgaranna, auk þess sem annar heimanmundur ríkisins við bankasameininguna nam yfir tvö þúsund milljónum króna. Það hefði nú ekki verið ónýtt fyrir Landsbankann ef ríkið hefði t.d. tekið að sér að greiða fyrir hann töpin vegna SÍS eða af fisk- eldinu, svo dæmi séu tekin. En af því sem Útvegsbankinn gekk inn í Islandsbanka dauðhreinsaður af öll- um fortíðarvanda, hljóta hin miklu útlánatöp hans að stafa frá háeff- unum þrem, sem fyrr greinir, eða af ábyrgðaleysi eftir að stóra háeff- ið, íslandsbanki, var stofnað. Öll reynsla úr íslenzkri banka- starfsemi snýr þess vegna rök- semdafærslu ráðherrans alveg á haus þegar hann ályktar að ráðið til að draga úr útlánatöpum sé há- effun. Á hinn bóginn má virða hon- um til vorkunnar, að hann þekkir ekkert til bankastarfsemi. Þó er undarlegt hversu maðurinn er seinheppinn að þessu leyti, eins og hann virtist hafa staðgóða þekk- ingu á ýmsum háeff fyrirtækjum, þar sem ábyrgðin hefir setið í fyrir- rúmi. Starfsfólk Eignarleigunnar Lindar háeff upplýsir t.d. að Finnur Ingólfsson hafi verið þar eins og grár köttur kvölds og morgna og Sverrir Hermannsson Umferðaröryggi í Artúnsbrekku NÝLEGA var sú ákvörðun tekin á Al- þingi, að draga.úr fram- lögum ,til þjóðvegagerð- ar á höfuðborgarsvæð- inu um 36%, én um 17% annars staðar á landinu. Þetta endurspeglar ekki aðeins samsetningu samgöngu- og fjárlaga- nefnda Alþingis, heldur einnig ranglátt kosn- ingafyrirkomulag og kjördæmaskipan í land- inu. Aðeins einn nefnd- armaður af níu í sam- göngunefnd kemur frá Reykj avíkurkjördæmi og enginn þingmaður Reykvíkinga á sæti í íjárlaganefnd, en hana skipa tíu fulltrúar. Ekki er ætlunin, að rekja hér Umferðaröryggi í Reykjavík má ekki fórna, segir Olafur F. Magnússon, fyrir þá fyrirgreiðslupólitík, sem enn tíðkast á Alþingi. dæmi um óhagkvæmar fjárfestingar og aðra sóun á almannafé, vegna þeirrar fyrirgreiðslupólitíkur, sem hlýst af þessu fyrirkomulagi. Hins vegar er það ætlun mín, að andmæla þeirri óheillaráðstöfun, sem frestun á lokafrá- gangi á tvöföldun ak- brauta í Ártúnsbrekku er. Vegna áðumefnds niðurskurðar treystir Vegagerð ríkisins sér ekki til að ljúka fram- kvæmdum í Ártúns- brekku í einum áfanga, þannig að flöskuháls myndast neðst í brekkunni. Þetta felur í sér slysa- hættu, því um 50.000 bílar aka daglega um Ártúnsbrekku. Ég þykist þess fullviss, að borg- arfulltrúar í Reykjavík munu beita sér í þágu borgarbúa í þessu máli og að sérstaklega verði þrýst á þing- menn Reykvíkinga, að þeir hnekki þessari ákvörðun og standi þannig undir nafni. Tvöföldun þjóðvegarins í Ártúns- brekku er arðbær framkvæmd, sem dregur verulega úr siysahættu, sé rétt að henni staðið. Greið umferð um stofnbrautir stuðlar, bæði beint og óbeint, að auknu umferðarör- yggi, því hún dregur úr óþörfum akstri um íbúðarhverfi. Umferðaröryggi í Reykjavík má ekki fórna fyrir þá fýrirgreiðslupóli- tík, sem enn tíðkast á Álþingi. Höfundur er læknir og fuHtrúi í umferðarnefnd Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon Framl. á afskr.reikn. af heildareign. 1990-1994 Meðaltal á ári LÍ 2,138 ÍB 1,382 Bl 616 Landsbanki Búnaðarbanki íslandsbanki Töpuð útlán sem hlutf. af heildarútl.* 1990-1994 Meðaltat á ári LÍ 1.494 ÍB 971 BÍ 446 .andsbanki Búnaðarbankí Islandsbanki miðjan dag og áleit hann raunar vera sérstakan ráðgjafa fram- kvæmdastjórans, Þórðar Yngva Guðmundarsonar. Enda uppskar Þórður Yngvi laun erfiðis síns og ábyrgðar með því að Utanríkisráðu- neytið gerði hann að sérlegum íjár- málaráðgjafa yfír Flugstöðinni í Keflavík. Og ef Finn skyldi skorta éitthvað á í þekkingu sinni á Lind háeff, þá eru hæg heimatökin hjá honum að leita til fóstra síns, Stein- gríms Hermannssonar, yfirmanns Bankaeftirlitsins, um upplýsingar, því hann hefir fengið nákvæmar skýrslur um starfsemi Lindar háeff og er vís til liðsinnis ef hann má vera að vegna Agnesarmála. Þá hefði nú Finnur getað teflt fram öðru glæsilegu háeffdæmi, sem er Kögun háeff með Gunnlaug Sigmundsson í fyrirrúmi, sem vegna frammistöðu sinnar þar og ábyrgðamikilla starfa í Þróunarfé- laginu hefir verið falin enn meiri ábyrgð á hendur sem oddviti háeff- nefndar ríkisbankanna. í hálft ár hefir Kögunarmaðurinn að vísu engu komið í verk nema ausa Landsbankann og starfsmenn hans auri á opinberum fundi fyrir skemmstu, en í honum er eftir sem áður veiðurin meiri, eins og Björn í Mörk rpyndi hafa orðað það. Og þannig áfram af háeffurum, sem hafa verið trúir yfir litlu og þess vegna settir yfir mikið. Og nú þegar Steingrímur Her- mannsson er orðinn sérlegur tals- maður ríkisstjórnarinnar í vaxta- málum og peningamálum getur undirritaður ekki látið hjá líða að lýsa undrun sinni og hneykslun yfir því sem segir í bók Þorvaldar Gylfa- sonar prófessors, á bls. 75: „Og nú er svo komið, að sá stjórnmálaleiðtogi landsins, sem jafnan hefur verið hægt að treysta bezt til að fjalla óskyn- samlega um efnahags- og íjár- mál þjóðarinnar á undanförnum árum, er orðinn bankastjóri Seðlabanka íslands. Yfirgrips- mikil vanþekking hans á efna- hagsmálum er rómuð langt út fyrir landsteinana." Það eru vonandi fleiri en undirrit- aður, 'sem eru hissa á þessum upp- lýsingum. A.m.k. geta allir verið sammála um að oftar megi satt kjurt liggja. Að lokum má ég til með að óska forsætisráðherranum mínum til lukku að hafa slíka burðarása að styðjast við sem þeir eru þremenn- ingarnir Finnur, Gunnlaugur og Steingrímur. Ekki veitir honum af nú þegar hann í annað sinn hefir snúið varaformanninn sinn og fjár- málaráðherra í sundur eins og fúa- spýtu. En þótt fleira kunni að fúna fyrir honum getur hann þó huggað sig við að erfingjarnir munu verða þeim mun fylgispakari við flokkinn, þessir, sem Þorsteinn Pálsson er búinn að arfleiða að lunganum úr þjóðarauðnum og selja annað „til rimelige priser“. Höfundur er bankastjóri. Helgi Hálfdanarson ÍFYRRA NÚ í febrúar var fluttur í út- varpi þáttur, sem sagt var að áður hefði verið þar á dagskrá „í maí í fyrra“. Um það gat enginn efazt, að þessi „maí í fyrra“ var síðast lið- inn maí-mánuður. Þó kann ein- hver að hafa velt því ögn fyrir sér, hvort hér hafi ráðið gömul og góð málvenja. Víst er, að nokk- urt los hefur verið á þeirrí venju. Svo hefur tíðkazt um orðin „í fyrra“, að á milli þess, að svo sé talað, og þess tímamarks, sem til er vísað, sé liðið eitt heilt missiri, sumar eða vetur. Ef á vetrardegi er sagt „í fyrra“, er því átt við atburð á síðast liðnum vetri. Um útvarpsþáttinn, sem frá var greint hér í upphafi, hefði samkvæmt því verið betur sagt: „Þáttur þessi var áður fluttur í maí síðast liðn- um,“ vegna þess að þá var komið fram á sumar, þó skammt væri. í orðabók Menningarsjóðs er skýringin á þessum orðum helzt til óglögg. Þar segir, að „í fyrra“ merki: á síðasta ári. Það er að vísu rétt, ef liðið er heilt sumar eða heill vetur. 1 janúar þætti víst flestum fráleitt að segja „í fyrra“ um það sem gerðist í desember á síðasta ári. Hins vegar getur „í fyrra“ átt við atburð á sama ári. Til dæmis er í desember hægt að segja „í fyrra“ um það sem gerð- ist í marz það sama ár, því liðið hefur heilt sumar í milli. Ef á vetri er sagt „í fyrrasum- ar“, er samkvæmt sömu reglu átt við sumarið á undan síðast liðnum vetri, en ekki það sumar sem síð- ast lauk. Það sumar kallast þá ekki „fyrrasumar", heldur „(síð- astjliðið sumar“ eða „sumar (sem) leið“. í slíkum dæmum getur orðið álitamál, hvort ekki sé ráð að tiltaka heldur ártalið. Annars gilda að nokkru leyti aðrar reglur um orðliðinn „fyrra-“ en orðasambandið „í fyrra“, og fer þar einkum eftir því hvort síðari liður orðsins vísar til árstíð- ar eða dægurs, svo sem greint er í orðabók Menningarsjóðs. Vert er að hafa það í huga, að þau tímamörk, sem hér um ræðir, þykja ekki sem skýrust, þó bundin séu tyllidögum, og er notkun þessara orða því einatt nokkuð óráðin, og svo mun lengi verið hafa. Þar mun það ekki sízt valda lausungu, að átt er við árs- tíðir en ekki almanaksár. Og þá bætir það varla úr skák, að ekki er jafnt á komið með sumri og vetri, þegar ártölin blanda sér í málið; því sumarið er allt á sama árinu, en vetrinum nægir ekki minna en tvö ártöl. Á það skal minnzt að lokum, að æ oftar heyrist sagt sem svo: „Þetta vildi til síðasta surnar" í stað þess að fylgja íslenzkri mál- hefð og segja „í fyrrasumar“ eða „í sumar (sem) leið“ eða „á liðnu sumri“ eftir því hvað við á. Eins er sagt: „Það gerðist síðasta sunnudag" í staðinn fyrir „á sunnudaginn var“, sem er mál- venja, og „næsta þriðjudag" í stað „á þriðjudaginn kemur“. Þá er einnig farið að segja: „Hann kom á mánudeginum“ í stað málvenjunnar „á mánudaginn". í fyrri dæmunum er vitaskuld á ferðum enskt orðbragð, sem vitn- ar eins og svo margt annað um vítaverða vanrækslu skólanna. Ljóst er að of margir kennarar leggjast það undir höfuð að gera nemendum nógu glögga grein fyrir þeim atriðum, sem orðuð eru eftir öðrum leiðum í móðurmálinu en í erlendu máli. Hvaðan þágu- fallið i síðasta dæminu er ættað skal ósagt látið. Þó að hér hafi fremur verið fram haldið þeirri reglunni um orðasambandið „í fyrra", að tekið sé mið af missirum en ekki al- manaksárum, verður því ekki neitað, að ártalaviðmiðun sækir æ meir á málvitund margra, og eins og fyrr segir, hlýzt af því nokkurt misræmi. Þá verða jólin 1995 að teljast ,jólin í fyrra“ undir eins í ársbyrjun 1996, og væri það reyndar í samræmi við orðabók Menningarsjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.