Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN SVEINBJÖRNSSON frá Snorrastöðum í Laugardal, lést á Ljósheimum, Selfossi, þriðjudaginn 19. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, tengdadóttur og ömmu, HÖNIMU MARÍU ÍSAKS, Búlandi 16, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Krabbameinsfélag- ið njóta þess. Ellý A. Þorsteinsdóttir, Stefán Karl Guðjónsson, Sólrún Margrét Þorsteinsdóttir, Egill Þorsteinsson, Edda ísaks, Elinborg Jónsdóttir og barnabörn. Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ESTERAR ÞORSTEINSDÓTTUR, ferfram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. mars kl. 13.30. Þorgeir Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU S. MAGNÚSDÓTTUR KJÆRNESTED, Hraunteigi 11, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 21. mars kl. 13.30. Pétur Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Þengill Oddsson, Magnús Guðmundsson, Friðrikka Guðmundsdóttir, Ásmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNATAN LÁRUS JAKOBSSON fyrrv. skólastjóri, Leifsgötu 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 15.00. Jakob Jónatansson, Stefán Jónatansson, Ása Benediktsdóttir, Auður H. Jónatansdóttir, Aðalsteinn K. Guðmundsson, Sigrún Ó. Jónatansdóttir, Gestur Björnsson, Benedikt Th. Jónatansson, Gréta Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KATRÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR ballettkennara, Suðurhólum 28, Reykjavik. Friðrika Guðmundsdóttir, Guðjón Erlingsson, Friðrik Erlingsson, Heimir Guðjónsson, Bertha Ragnarsdóttir, Hannes Þór, Knútur Þór og Friðrik Þór Guðjónssynir, Harpa Heimisdóttir, Brynja Scheving. ÓLÖF KRISTÍN STEINSDÓTTIR -J- Ólöf Kristín ■ Steinsdóttir fæddist á Isafirði 18. desember 1915. Hún lést á Sólvangi 11. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðmundsdóttir, f. 24. október 1875 á Hóli í Önundar- firði, d. 23. júli 1929 á Isafirði, og Steinn Sigurðsson, f. 26. október 1879 að Neðrihúsum í Ön- undarfirði, d. 2. desember 1940. Systkini henn- ar voru Guðmundur, f. 1903, d. sama ár. Sigurður Ottó, f. 13. október 1904, d. 1. október 1979. Steinar, f. 4. október 1D05, d. 10. ágúst 1968. Guð- rún, f. 30. september 1907, d. 13. janúar 1953. Ingimundur Magnús, f. 24. september 1910, d. 19. júlí 1982. Sigurbergur, f. 3. apríl 1913, lést af slysför- um 10. september 1944. Gróa, f. 8. janúar 1918, og Brynjólfur Öndfjörð, f. 20. janúar 1921, d. 1. mars 1981. Útför Ólafar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún Lufa okkar er dáin. Ólöf Kristín Steinsdóttir hét hún fullu nafni en við þekktum hana undir nafninu Lufa. Lufa var systir hennar mömmu, frænka sem lét sér annt um okkur öll, systkinabörnin, og átti alltaf til hjartarými fyrir okkur. Fyrst- munum við eftir Lufu frænku þegar hún bjó á Bergstaða- Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubi! og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvu- slög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín er. ekki stuttnefni undir grein- unum. strætinu með bróður sínum, honum Otta, og bróðursyni, Ólafi Steini. Það var þröngt í búi en alltaf var samt nóg til af hjartahlýju og góðvild. Þá fluttu þau á Barónsstíginn og þangað vöndum við komu okkar í hvert sinni er farið var í bæinn. Minnisstæð eru jólaboðin þar sem á borðum var hangikjöt með öllu tilheyrandi og síðast en ekki síst blandaðir ávextir með ijóma. Það var ekki það að ávextirn- ir væru bestir heldur voru það grænu ávaxtaskálarnar sem voru augnayndi. Lufa bjó í leiguhúsnæði fram eftir aldri en svo var það rétt fyrir sextugsafmælið að hún keypti sér íbúð í Möðrufelli. Þar hélt hún upp á afmælið sitt með glæsibrag. En það var erfitt að vera bundin við strætisvagnaferðir svo að hún fékk íbúð í Stigahlíðinni síðla árs 1981. Lufa var mjög félagslynd. Hún lét sig aldrei vanta ef boðið var upp á að spila félagsvist með íjölskyld- unni eða að spila bingó sem var hennar uppáhald. Hún var ánægð- ust ef hún gat verið innan um fólk. Það var henni mikið í mun að halda rausnarlega upp á afmælið sitt. Að leigja sal og bjóða öllum ættingjum og vinum var minnsta mál. Þannig hélt hún upp á sjötugsafmælið í Hafnarfirði, sjötíu og fimm ára í Dagsbrúnarsalnum við Lindargötu og svo núna síðast áttræðisafmælið í Sóknarsalnum. Það var alltaf fjöl- menni í afmælunum hennar Lufu. Fyrir nokkrum árum fékk Lufa smáheilablæðingu en náði sér undrafljótt af því að hún vildi endi- lega drífa sig í bingó. Svo datt hún og lærbrotnaði nokkru seinna. Ekki fór langur tími í endurhæfingu, hún var strax komin á stjá. Við sögðum það okkar á milli að bingóið kæmi henni Lufu á fætur. Tveimur dögum eftir áttræðisafmælið fékk hún blóðtappa í hægri handlegg og fór í aðgerð sem tókst vel. Hún fékk svo athvarf á Sólvangi til þess að ná sér. Það leit vel út með batann og við vorum farin að tala um það við hana að fara að drífa sig í bingó. En sú varð ekki raunin, það var komið að leiðarlokum. Við systkinin kveðjum Lufu okkar að sinni og þökkum samfylgdina. Sigurbjörg, Jakob, Steinn, Guðrún og Ólöf. Kærasta frænkan okkar er dáin. Lufa frænka og Otti frændi voru stór hluti af uppeldi okkar systkin- anna fimm, sem urðum föðurlaus á unga aldri. Eins og klettar stóðu þau við bak okkar. Og allt sem þau áttu að gefa bæði frá hjarta og pyngju var okk- ur falt. Frá þeim fundum við til stolts yfir að tilheyra stórum frænd- garði. Það var nú síðastliðinn desember sem við samglöddumst Lufu með 80 ára afmælið sem systurbörn hennar héldu henni með glæsibrag. Geislandi af gleði og eins og ung stúlka tók hún á móti ættingjum og vinum. Það var gaman að geta verið með í hennar síðustu veislu hér. Lufa elskaði mannamót og all- ir vildu hafa hana í sinni veislu. Hún lifði lífínu lifandi, alltaf gef- andi, glettin, kát og skemmtileg. Ekki líður sá dagur í okkar fjöl- skyldum að ekki sé vitnað í öll orða- tiltækin sem hún hafði á takteinum og ef einhver kvartar og kveinar segir hitt. „Já, en hvað segir ekki Lufa, þetta verður allt betra næst.“ Og þá er brosað á ný. Elsku Lufa, við erum þess full- viss að allt verður betra næst í þinni nýju tilvist. Takk fyrir að hafa feng- ið að kynnast bestu frænku. Far þú í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji pðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Sigríður Vilborg Guðmundsdóttir. Fáein kveðjuorð til Lufu föður- systur minnar, sem lést 11. mars. Minningar leita á hugann og kalla fram ótal myndir af Lufu. Eg var of ung að árum til að muna hana á meðan hún bjó á ísafirði. En eft- ir að þau systkin fluttust til Reykja- víkur komu þau oft til að vitja æskustöðvanna í faðmi fjalla blárra og dvöldu þá auðvitað á Þórs- hamri, gamla heimilinu sínu. Lufa tók okkur systurnar með sér í ferð til Onundarfjarðar, þar sem hún sótti heim ótal frænkur og frændpr á Flateyri og sveitinni í kring. Ég mun hafa verið um 6 ára gömul, en man vel þessa ferð, þar sem svo margt skemmtilegt bar fyrir augu. Lufa var ákaflega ættrækin og trygg sínu fólki, minnug á nöfn og kunni skil á tengslum og skyldleika innan ættbogans stóra úr Onundar- firði. Gott var að koma til Lufu og þeirra systkina í Reykjavík. Ævin- lega gáfu þau sér góðan tíma til að sinna okkur bróðurbörnum sín- um að vestan og gleðja á alla lund. Árin liðu og alltaf voru samskipt- in ánægjuleg, þótt lengra væri á milli funda. Lufa lagði oft leið sína vestur í Dali til okkar og voru það alltaf ánægjulegar stundir. Börnin fengu þá að kynnast frænku sinni, en hún var mjög barngóð. Þau þakka henni að leiðarlokum allt sem hún var þeim. Lufa vildi öllum gott gjöra, gleðja og hjálpa meðan kraft- ar entust. Síðustu árin bjó Lufa ein og undi vel sínum hag. Hún var félagslynd og glaðlynd og átti góða, trygga vini og kunningja. Hún sinnti sínum áhugamálum á meðan heilsan leyfði. Hún Lufa bauð til veislu á átt- ræðisafmæli sínu í desember. Ætt- ingjar og vinir glöddust með henni. Hún fagnaði hverjum og einum og naut dagsins umkringd vinum. Við erum þakklát fyrir þá stund, sem við áttum með henni þá. Fáeinum dögum síðar veiktist hún hastarlega, var flutt á sjúkra- hús þar sem hún eyddi sínum síð- ustu ævidögum. Kraftarnir voru á þrotum og hvíldin kærkomin. Ég vil að lokum þakka Lufu frænku fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig, gestrisni hennar og hlýju og allar stundir sem við áttum sam- an. Guð vaki yfir góðri konu og leiði hana á eilifðarbraut. Helga Steinarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.