Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 1
 64 SIÐUR B/C/D tvgunHiifcÍfr STOFNAÐ 1913 67. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnin í Peking sakar Bandaríkin um vopnaskak Kínaher æfir áfram Peking, Washington, Taipei. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína gagnrýndu í gær Bandaríkjamenn harkalega fyrir „ósvífið vopnaskak" við Tævan en héldu áfram umfangsmiklum her- æfingum sem eiga að hræða Tævana frá því að lýsa yfir sjálfstæði. Kín- verjar skutu á tvær óbyggðar eyjar á Tævansundi í gærmorgun og var sagt að verið væri að æfa landgöngu. „Kína lýsir yfir óánægju sinni með að Bandaríkin skuli með svo grófum hætti skipta sér af innanlandsmálum Kína og gera sig sek um vopna- skak," sagði Shen Guofang, talsmað- ur utanríkisrtðuneytisins í Peking í gær. í gærkvöldi var greint frá því að þeir Warren Christopher, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, og hinn kínverski starfsbróður hans, Qian Qichen, munu hittast á fundi í Haag í Hollandi 21. apríl til að ræða Tæv- andeiluna. Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, William Perry, sagði í gær að Kínverjar skyldu hafa það hugfast að Bandaríkjafioti væri sá öflugasti á Kyrrahafi og varaði þá við að grípa til hernaðaraðgerða gegn Tævan. Reynsluleysi veldur ugg Richard Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við bandaríska kaupsýslumenn í Hong Kong í gær og sagði ríkisstjórn Bills Clintons forseta mæla með því að Kína fengi áfram svonefnd bestukjör í viðskipt- um við Bandaríkin. Á hinn bóginn gæti orðið erfitt að fá þingið til að samþykkja þá ákvörðun. Japanskir hermálasérfræðingar óttast að .stolt og reynsluleysi Kín- verja í heræfingum á sjó geti í sam- einingu valdið slysum og átökum jafnvel þótt markmið stjðrnvalda í Peking sé aðeins að ógna. Stjórn kommúnista telur Tævan vera hérað í Kína en forsetakosning- ar verða á eyjunni á laugardag og lýkur æfingunum ekki fyrr en á mánudag. Forseti Tævans, Lee Teng-hui, er sækist eftir endurkjöri, segist ekki stefna að fullu sjálfstæði en vill auka veg eyríkisins á alþjóða- vettvangi. Bordeaux sigraði Reuter. BORDEAUX sigraði AC Milan með þremur mörkum gegn engu í síðari umferð í áttaliða úrslitum UEFA-keppninnar í gærkvöldi. MílanóliðiðTiafði sigrað með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli og Bordeaux heldur því áfram í undanúrslit. Talið var víst fyrir leikinn að franska liðið, sem er í fjórtánda sæti í frönsku fyrstu deildinni, ætti enga möguleika gegn Itölunum enda hefur AC Milan ekki tapað með þriggja marka mun frá árinu 1978. A myndfnni takast á þeir Cristophe Dugarry, til hægri, sem skoraði tvö mörk fyrir Bordeaux, og AC Milan/C4 Einvígið verð- ur í Bagdad BLAÐASALI fyrir utan dómshúsið þar sem úrskurðað var í skilnaðarmáli Mandela-hjónanna. Moskvu. Reuter. KIRSAN Iljúmzhinov, forseti Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE), sagði í gær að ekki yrði hvikað frá því að halda heimsmeistaraeinvígi þeirra Anatolís Karpovs og Gata Kamskys í Bagdad í írak. Myndi einvígið hefj- ast þann 1. júní líkt og áður hefði verið ákveðið. Forseti FIDE var spurður hvað myndi gerást ef Kamsky, sem er bandarískur ríkisborgari, fengi ekki leyfi bandarískra stjórnvalda til að tefla í írak. Sagðist hann ásamt Kam- sky hafa beðið bandaríska utanríkis- ráðuneytið um leyfi og væri ekki enn útséð um afgreiðslu þeirrar beiðni. Staðfesti hann þó að aðrar stað- setningar kæmu til greina fyrir ein- vígið ef til þess kæmi. „Það gæti verið haldið í ísrael eða Bandaríkj- unum," sagði Iljúmzhinov. Hann sagðist jafnframt reiðubúinn til þess að reyna að sannfæra Sameinuðu þjóðirnar um mikilvægi þess að heimsmeistaraeinvígið verði haldið í arabaríki. Mandela fær skilnað Jóhannesarborg. Reuter, DÓMARI í Jóhannesarborg veitti í gær Nelson Mandela.f orseta Suður-Afríku, skilnað frá eigin- konu sinni, Winnie, eftir tveggja daga vitnaleiðslur þar sem f orset- inn varð að skýra frá hjónabands- vandamálum sínum í vitnastúk- Mandela haf ði meðal annars haldið því fram að eiginkona hans hefði haldið framhjá honum með lögfræðingi Afriska þjóðarráðsins og hún neitaði því ekki. Dómarinn tilkynnti úrskurð sinn nokkrum mínútum eftir að Winnie rak lögfræðing sinn, Isma- il Semenya, og kraf ðist þess að réttarhöldunum yrði frestað þar til hún réði annan verjanda. Dóm- arinn hafnáði kröfunni og sagði að Winnie gæti annaðhvort borið vitni sjálf eða leitt fram vitni. Whinie gerði hvorugt. í dag verður fjallað um þá kröfu Winnie að hún fái helming eigna forsetans. Mandela sakar Winnie um að hafa eytt um efni fram í fatnað, snyrtivörur og skemmtan- ir og safnað skuldum vegna taum- lausrar eyðslusemi. ¦ Vi 11 ekki valda álitshnekki/16 Samþykkt rússnesku dúmunnar um endurreisn Sovétríkjanna vekur ugg Krafist skyndifundar hjá Samveldi sjálfstæðra ríkja Moskvu. Kíev. Reuter. EDUARD Shevardnadze, leiðtogi Georgíu, krafð- ist í gær skyndifundar hjá Samveldi sjálfstæðra ríkja vegna samþykktar dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, um endurreisn Sovétríkjanna. Nokkrir þingmenn í efri deild rússneska þingsins hafa lagt til, að forsetakosningunum í Rússlandi verði frestað af sömu sökum og Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, sagði, að samþykktin yrði til þess, að Austur-Evrópuríki legðu enn meiri áherslu á það en áður að fá aðild að Atlantshafsbandalag- inu, NATO. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gagnrýndi samþykkt dúm- unnar harðlega í gær. Belovezh-samþykktin lýst ógild Rússneskar fréttastofur höfðu eftir Shev- ardnadze að loknum viðræðum hans við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær, að bregðast yrði strax við þeirri stöðu, sem upp væri komin með samþykkt dúmunnar, og efna til fundar hjá Samveldi sjálfstæðra ríkja. Meirihluti kommúnista og bandamanna þeirra í dúmunni samþykkti sl. föstudag að lýsa dauða og ómerka svokallaða Belovezh-samþykkt frá í desember 1991 en með henni voru Sovétríkin leyst upp og Samveldi sjálfstæðra ríkja stofnað í stað- inn. Að því eiga aðild öll sovétlýðveldin fyrrver- andi nema Eystrasaltsríkin þrjú. Hefur samþykkt dúmunnar vakið verulegan ugg í nágrannaríkjum Rússlands og Jeltsín hefur harð- lega fordæmt hana þótt kommúnistar fullyrði, að þeir muni ekki endurreisa Sovétríkin með valdi fái þeir til þess tækifærí. „Samþykktin er grafalvarlegt mál og draga verður dúmuna til ábyrgðar á henni," sagði Jeltsín í gær að loknum fundinum með Shevardnadze en Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, kallaði ummæli Jeltsíns móðursýki. Sagði hann þau til marks um, að Jeltsín væri veikur foringi, sterkir leiðtogar fengju ekki móðursýkiskast, allra síst á sjónvarpsskjánum. Konstantín Títov, héraðsstjóri í Samara, sagði í sambandsráðinu, efri deild rússneska þingsins, í gær, að ráðið yrði að taka af öll tvímæli í þessu efni — annaðhvort tæki dúman samþykktina aftur eða forsetakosningunum yrði frestað. Júrí Lúzhk- ov, borgarstjóri í Moskvu, kallaði samþykkt dú- munnar „pólitískt skemmdarverk, sem skæki sjálf- ar undirstöður rússneska ríkisins". Næg ástæða fyrir NATO-aðild Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, átti í gær viðræður við Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu, og sagði á fréttamannafundi í Kíev, að ekki yrði þolað, að sovétlýðveldin fyrrver- andi yrðu svipt sjálfstæði sínu á nýjan leik. Sagði hann samþykkt dúmunnar vera einstaklega ábyrgðarlausa. Kútsjma sagði, að samþykkt dúmunnar um endurreisn Sovétríkjanna væri ein og sér næg ástæða fyrir Austur-Evrópuríkin til að krefjast aðildar að NATO og það án tafar. Hann ítrekaði hins vegar, að Úkraínumenn myndu ekki æskja NATO-aðildar ogkvað það best fyrir alla, Rússa, vestræn ríki og Úkraínumenn sjálfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.