Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ £e> HATA > pEGAR MéR Ll ÞOf^ ÞlG J\ILLA, LlÐUKÍtkkVM ILLA Tommi og Jenni PRETENP YOU PIPN'T 5EE ME, ma‘am,And YEARS FROM NOW U)E CAN LA06H ABOUT THIS.. HERE,MARCIE..5NEAK UP BY THE TEACHER'S PE5K, ANP PLU6 IN MV MAIR PRVER.. Hérna, Magga ... laumastu upp að kennaraborðinu og settu hárþurrkuna mína í sam- band. Láttu sem þú sjáir mig ekki, kennari, og eftir nokkur ár getum við báðar hlegið að þessu. BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is FÓLK getur fengið hættuleg brunasár af óvarlegri notkun ljósabekkja, segir Félag íslenskra húðlækna. Notkun ljósabekkja Frá Bárði Sigurgeirssyni: FÉLAG íslenskra húðlækna vill vekja athygli á þeirri hættu sem getur verið fólgin í notkun ljósa- bekkja. Undanfarið hefur borið á alvarlegum brunum eftir notkun ljósabekkja á sólbaðstofum. Á ír- landi lést nýlega ungur maður af völdum brunasára sem hann fékk á sólbaðstofu. Á síðustu mánuðum hafa leitað til húðlækna fjórir einstaklingar með alvarleg brunasár eftir ljósa- bekki. í einu tilviki var um annars stigs bruna að ræða og í öðru til- viki þurfti sjúklingurinn að vistast á lýtalækningadeild og síðar húð- deild. Einnig hafa húðlæknar feng- ið til sín nokkra sjúklinga með væga bruna. Það virðist sammerkt með þess- um einstaklingum að þeir hafi stundað ljós í nokkurn tíma og í tengslum við að skipt hafi verið um perur ljósabekknum brenni þeir skyndilega. Einnig hefur verið um einstaklinga að ræða sem hafa ver- ið óhæfilega lengi í ljósabaði, eða stundað ljósaböðin of þétt. Þessar staðreyndir benda til að eftirliti og ráðleggingum á sólbað- stofum kunni að vera ábótavant. Beinir félagið þeim tilmælum til landlæknisembættisins að þessi mál verði könnuð nánar. Þá sérstaklega hvort embættið geti beitt sér fyrir aukinni fræðslu til almennings og að eftirlit með sólbaðstofum verði aukið. Rétt er að athuga að hér hefur eingöngu verið rætt um bráð áhrif ljósabaða. Enn er ekki nægilega mikið vitað um langtimaáhrif ljósa- baða m.t.t. öldrunar húðarinnar og krabbameinsmyndunar. Sýnt hefur verið fram á að það er hægt að mynda krabbamein í tilraunadýrum með sömu geislum og er að finna í sólbaðsstofulömpum. Út frá þeim gögnum sem fyrir liggja í dag verð- ur að draga í efa þær fullyrðingar sólbaðsstofuiðnaðarins að ljósaböð í ljósabekkjum séu skaðlaus. BÁRÐUR SIGURGEIRSSON,. formaður Félags íslenskra húðlækna. Að ná tökum á tilverunni Frá Jórunni Jörundsdóttur: AÐ NÁ tökum á tilverunni. Hvað er það? Það er námsefni í lífsleikni fyrir 11-14 ára þróað í samvinnu Alþjóðahreyfingar Lions og fræðslustofnun- arinnar Quest, samstarfsverk- efni Lionshreyf- ingarinnar og menntamála- ráðuneytisins, foreldrasamtökin Vímulaus æska styrkja foreldra- þátt, Náms- gagnastofnun gefur námsefnið út. Síðan 1988 hafa 897 kennarar sótt námskeið. Námsefnið hefur fengið viðurkenningu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og UNESCO. Um það bil 6.000 grunnskóla- nemar á aldrinum 11-14 ára fást við námsefnið skólaárið 1995-96. Undanfamar vikur hefur umræð- an um fíkniefnavandann hjá ungl- ingum verið mikil en minna rætt um allan þann fjölda unglinga sem eru í góðum málum og það forvarn- arstarf sem unnið er. Lionshreyfingin á íslandi hefur á undanförnum árum lagt sitt af mörkum til forvarna og færði skóla- yfirvöldum námsefnið „Að ná tök- um á tilverunni". Þetta námsefni var afhent í maí 1989 og hefur kennsla í þessu námsefni verið að aukast jafnt og þétt. Það er vissa okkar Lionsmanna að námsefnið „ Að ná tökum á tilver- unni“ sé það besta sem völ er á í dag. Þar er kennd færni sem kemur að gagni i lífinu. Slík færni er mikil- væg til að auka andlega vellíðan og styrkja góð samskipti við aðra auk þess sem hún auðveldar okkur að kljást við vandamál, álag og streitu daglegs lífs. Markmið okkar Lionsmanna er: Að námsefnið „Að ná tökum á til- verunni" verði kennt í öllum grunn- skólum landsins. Að öllum ungling- um gefist kostur á þessu námsefni. Að vinna saman að því að búa börn- um og unglingum betri heim. Lionsmenn skora á skólayfirvöld að námsefnið „Að ná tökum á tilver- unni“ verði'kennt í öllum grunnskól- um landsins. JÓRUNN JÖRUNDSDÓTTIR, form. Lions Quest nefndar Lions. Jórunn Jörundsdóttir Allt efni sem birtist t Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.