Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mótmæli við frumvörp Á SAMEIGINLEGUM fundi opin- berra starfsmanna á Dalvík nýlega var því mótmælt að ríkisstjómin ætli með frumvörpum og frumvarpsdrög- um að „svipta starfsmenn lögbundn- um réttindum sem eru hluti af starfs- og launakjörum opinberra starfs- manna“, eins og segir í ályktun fund- arins. Minnt er á að samninganefnd og kjaradómur hafí fram til þessa lit- ið á lögbundin réttindi sem hluta af launum starfsmanna og nýtt það sem rök fyrir ákvörðunum sínum við gerð kjarasamninga. „Fundurinn leggur til að raunverulegt samráð verði haft við opinbera starfsmenn og að ríkisstjóm- in leiti samninga um þær breytingar sem hún vill koma fram.“ Orlítill snjór eftir í Alfaborg KRAKKARNIR á leikskólanum Álfaborg á Svalbarðseyri voru úti að viðra sig í vikunni enda hefur veðrið leikið við norðan- menn síðustu daga. Sunnanátt- in sem verið hefur ríkjandi hefur enn ekki náð að bræða snjóskaflinn á miðju leiksvæð- inu þannig að börnin geta enn upplifað nokkra vetrar- stemmningu á þessum annars hlýju vordögum. Mjólkursamlagsstjóri KEA um tilfærslu á mjólkurkvóta Erfitt að keppa við niðurgreidda peninga TILFÆRSLA á mjólkurkvóta hefur verið töluvert mikil milli ein- stakra mjólkurframleiðslusvæða á síðustu árum. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu hafa skagfirskir kúabændur verið hvað duglegastir í kvótakaupum en aftur hefur samdrátturinn orðið mestur á framleiðslusvæði Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Bænd- ur á svæði Mjólkursamlags KS á Sauðárkróki hafa bætt við sig um 520 þúsund lítrum á síðustu árum en á sama tíma nemur sam- drátturinn á svæði Mjólkursamlags KEA um 317 þúsund lítrum. um tekjusamdrætti í sambandi við sauðfjárræktina og þeir verða að bregðast við því á einhvern hátt eða hreinlega hætta búskap. Við þurfum líka tekjur og njótum því góðs að auknum mjólkurkvóta á samlagssvæðinu," segir Snorri. Vantar framtíðarstefnu Morgunblaðið/Kristján Þórarinn E. Sveinsson samlags- stjóri Mjólkursamlags KEA segir að samdrátturinn á svæði KEA sé til jafns við að eitt meðalstórt bú hafi lagst af á ári síðustu 3 ár. Hér sé því varla hægt að tala um hrun eða flótta á framleiðslusvæð- inu. Hann segir að bændur á svæð- inu séu stærri en víðast annars staðar og kannski hafí þeir ekki áhuga á meiri framleiðslurétti. Einnig sé erfitt að keppa við bænd- ur um kvóta sem fá niðurgreidda peninga úr stofnsjóði KS. Kvótakaup á svæðinu almenn Snorri Evertsson samlagsstjóri Mjólkursamlags KS segir að Kaupfélagið sé milliliður bænda við kaup á mjólkurkvóta og láni þeim fjármagn til kaupanna, m.a. úr stofnsjóði. Bændur hafa verið að kaupa kvóta á allt að 120 krón- ur lítrann en Snorri segist hafa heyrt af kvóta til sölu á 140 krón- ur. Hann segir að kvótakaup bænda á svæðinu séu mjög almenn og þeir séu með þessu að styrkja sinn rekstur til frambúðar. „Bændur hafa orðið fyrir mikl- Hann segist ekki hafa trú á að mikið sé af kvóta til sölu um þess- ar mundir en gerir ráð fyrir því að í haust verði eitthvað til sölu. Það hafi sýnt sig undanfarin ár að ein- hveijir vilji minnka við sig og jafn- vel hætta búskap. Snorri segist ekki hafa trú á öðru en að ráða- menn sjái til þess að kvótakerfið verði áfram við lýði næstu árin. „Það er hins vegar slæmt að menn skuli ekki hafa einhveija framtíðarstefnu í þessum málum en ég trúi ekki öðru en að kvóta- kerfið verði viðhaft áfram. Menn hafa verið að fjárfesta í kvóta og mér þætti það hreinlega siðlaust að gera breytingar á þessu fyrir- komulagi,“ segir Snorri. Óvissa um búvörusamning Græn- lenskur dagur GRÆNLENSKUR dagur verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri næstkomandi sunnu- dag, 24. mars, og hefst dag- skráin kl. 13.30 með ávarpi Grétars Guðna Guðmundsson- ar formans KALAK. Trommudansari frá Græn- landi kemur fram, Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumað- ur Listasafnsins á Akureyri, flytur erindi um grænlenska myndlist, Helena Dejak sýnir myndir frá Skoresbysundi, Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðing- ur verður með myndasýningu frá gönguferð um Nuussuaq- skagann, Bjarni Olesen sýnir myndir frá standveiði á suður- Grænlandi og Haraldur Örn Ólafsson sýnir litskyggnur frá Paradísar- og Klausturdal á- suður-Grænlandi. íþróttahús í Mývatnssveit Lægsta til- boði tekið SAMÞYKKT hefur verið að ganga að tilboði Sniðils hf. í Mývatnssveit í byggingu íþróttahúss við grunnskólann í Reykjahlíð. Þijú tilboð bárust og bauð Sniðill lægst eða tæpar 49 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun nam tæpum 48 milljón- um króna. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist nú í vor og að byggingunni verði að fullu lokið um næstu áramót. Launasamningi sveitarstjóra Hríseyjarhrepps sagt upp HREPPSNEFND Hríseyjarhrepps hefur sagt upp launasamningi við Jónas Vigfússon sveitarstjóra. Þór- unn Arnórsdóttir, oddviti Hríseyjar- hrepps, sagði að með uppsögn launa- samnings væri verið að grípa til ráðstafana til að lækka kostnað við yfirstjórn hreppsins. Heildartekjur hreppsins væru um 30 milljónir króna og færu um 6 milljónir króna í yfirstjóm sveitarfélagsins. Tvö stöðugildi væru á skrifstofu hrepps- ins. „Okkur þykir launakostnaðurinn of mikill miðað við þær tekjur sem við höfum úr að spila, þetta eru Spamaðarráðstafanir." Samninganefnd Hríseyjarhrepps og sveitarstjórinn hittast á fundi á miðvikudag þar sem staðan verður rædd. „Við ætlum að ræða fram- haldið,“ sagði Þórunn en fyrir ligg- ur að sveitarstjóra verði boðið að gegna stöðunni áfram fyrir lægri laun. Þórarinn E. Sveinsson segir að það sé erfitt fyrir bændur í Eyja- firði að keppa um kvóta við bænd- ur sem hafi aðgang að niðurgreidd- um peningum. „Hins vegar hefur KEA reynt að Iána bændum fjár- magn á eins og góðum kjörum og mögulegt er en við höfum ekki getað svarað 1-2% vöxtum eins og Skagfirðingar hafa fengið í gegn- um sinn stofnsjóð. Skagfirðingar hafa markvisst unnið að því að ná til sín kvóta, m.a. með því að Kaup- félagið er enn að innheimta í stofn- sjóð og lánar enn úr honum. Þann- ig em þeir að innheimta af öllum og lána sumum og á meðan bænd- ur og Kaupfélagið vilja gera þetta eru þeir um leið að halda upp verði á greiðslumarkinu. Þegar menn em að selja kvóta selja þeir hæstbjóð- anda og bændur hér hafa ekkert svarað því og kannski af því að þeir eru nógu stórir. Þá em menn líka farnir að halda að sér höndum vegna óvissu um búvörusamning,“ segir Þórarinn. Minnihluti sveitarstjórnar Skútustaðahrepps gekkaffundi Kanna stuðning fólks við skiptingu sveitarfélagsins FULLTRÚAR minnihlutans í sveitarstjórn Skútustaðahrepps gengu af fundi sveitarstjórn- ar eftir að tillaga þeirra um að sótt yrði um grunnskólaframlag úr Jöfnunarsjóði vegna þeirra barna sem stunda nám í einkaskóla á Skútustöðum var felld. Sveitarstjórn féllst í janúar síðastliðnum á að sækja um framlagið gegn því að foreldrar barna í skólanum undirrituðu yfirlýsingu um að aldrei yrði sótt um slíkt framlag aftur. Leitað var álits félagsmálaráðuneytis á þessari samþykkt sveitarstjórnar og hvort hún væri lögleg. Komust lögfræðingar ráðuneytisins að því að samþykktin væri óeðlileg en ekki var kveðið afdráttarlaust upp úr með að hún væri ólögleg. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ákveðið að halda fast við fyrri samþykkt sína. „Minnihluti sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps hefur áður lýst óánæju sinni og áhyggj- um af þróun sveitarmála hin síðustu ár. Sú Ekki sótt um framlag úr Jöfnunarsjóði staðreynd blasir við að uppbygging ýmissar þjónustu á vegum sveitarfélagsins notast ekki og er ekki notuð nema af hluta íbúanna, með- an hinn hlutinn ýmist verður af með þá þjón- ustu eða aflar sér hennar sjálfur. Þegar uppúr sameiginlegu skólahaldi sveitarmanna slitnaði, vegna óbilgjarnrar afstöðu meirihluta sveitar- stjórnar töldum við þessa þróun vera komna á það stig að í reynd væri sveitarfélagið klofn- að,“ segir í bókun minnihlutans. Hrein óvild í garð minnihlutahóps Ennfremur segir í bókuninni að meirihluti sveitarstjórnar hafi hafnað tillögu minnihlutans um fjárveitingu til einkaskólans á Skútustöðum og jafnframt hafnað að falla „frá þeim ólög- I i i legu og siðlausu kostum sem hún hefur gert hluta íbúanna að hlíta, svo þeir nái eðlilegum rétti sínum til að fjármagna lögboðna upp- fræðslu barna sinna. Verður ekki séð að nokk- uð annað en hrein óvild í garð þessa minnihluta- hóps geti ráðið afstöðu meirihluta sveitar- stjórnar sem m.a. veldur því að Mývetningar verða af nærri 2,5 milljóna króna framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga," segir í bókuninni. Fulltrúar minnihlutans sáu því ekki tilgang með því að sitja fundinn til enda, né aðra slíka fyrr en þeir hafi kannað hug umbjóðenda sinna til skiptingar sveitarfélagsins eða frekari þátt- töku í storfum sveitarstjórnar Skútustaða- hrepps. Þuríður Pétursdóttir í minnihluta sveitar- stjórnar sagði að fundað yrði um stöðu mála og hver yrðu næstu skref og einnig væri fyrir- hugað að efna til fundar með foreldrum barna í einkaskólanum og kanna viðbrögð þeirra við samþykkt sveitarstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.