Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 11 FRETTIR Félagsmálaráðherra leggur fram frumvarp um breytingar á vinnulöggjöfinni „Ákvaröanir færðar til óbreyttra félagsmanna“ Verulegar breytingar eru boðaðar á ís- lenskri vinnulöggjöf verði frumvarp félags- málaráðherra um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að lögum á yfir- standandi þingi. Ráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjóm í gær og einnig var samtökum vinnumarkaðar kynnt efni þess. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á fréttamannafundi í gær, að áfangaskýrsla vinnuhóps, með aðild fuiltrúa samtaka vinnu- markaðarins, sem fjallaði um sam- skiptareglur á vinnumarkaði og skilaði af sér fyrir áramót, væri stofninn að frumvarpinu. Starfs- mönnum nefndarinnar var í fram- haldi af skýrslu hópsins falið að semja drög að lagafrumvarpi sem kynnt var í janúar. ASÍ og BSRB höfnuðu þá tillögunum og óskuðu eftir að samtökum á vinnumarkaði yrði veitt svigrúm til að semja sín í milli um breytingar. Páll sagði að vinnuhópurinn hefði haldið 48 fundi og málið ver- ið rætt í þaula. „Alþýðusambandið óskaði eftir því að fá tækifæri til þess að ræða beint við vinnuveit- endur í því skyni að komast að samkomulagi um þessar reglur, þær yrðu ekki lögfestar heldur yrðu þær samningsatriði á milli aðila vinnumarkaðarins. Þeir höfðu frest til 1. mars. Þá voru þeir enn í sam- tölum, sem ekkert hafði komið út úr og ekkert er enn komið út úr þess- um samtölum, þannig að ef á að lögfesta frum- varpið fyrir vorið þá eru _______ síðustu forvöð að leggja það fram núna,“ sagði ráðherra. Heimilt að stofna vinnustaðafélög Pram kom á fundinum að meg- ináhersla væri lögð á að færa vinnulöggjöfina til nútímahorfs og færa ákvörðunartökuna frá forystu félaganna til óbreyttra félagsmanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir fjölmörgum breytingum á gildandi lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem eru frá árinu Miðlunartil- laga getur náð til margra hópa 1938. Opnað er fyrir þann mögu- leika að unnt verði að stofna vinnustaðafélög í fyrirtækjum með að lágmarki 250 starfsmenn sem gætu gert vinnustaðasamn- inga fyrir hönd starfsfólk þess. Til að tryggja að víðtæk samstaða ríki um þetta fyrirkomulag er gert að skilyrði að a.m.k. 3/4 starfsmanna séu félagsmenn í vinnustaðafélagi. Leynileg atkvæðagreiðsla um verkföll Meðal nýmæla í frumvarpinu er að heimilt verður að viðhafa póstatkvæðagreiðslu um gerða samninga og ákvörðun um vinnu- stöðvun. Fari póstatkvæða- greiðsla fram ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Þá eru sett ný skilyrði fyrir boðun vinnustöðvunar sem ná bæði til stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda og eru heimildir samninganefnda og félagsstjórna eða trúnaðarráða til að ákveða -------- vinnustöðvun felldar niður. Einnig er gert að skilyrði fyrir boðun vinnustöðvunar að kröf- ur liggi fyrir, viðræðna ________ hafi verið leitað og sáttasemjari hafi leitað sátta milli aðila. „Þarna er tekið nokkurt vald frá stjórn- og trúnaðarmanna- ráðunum og hugmyndin er að leynileg og skrifleg atkvæða- greiðsla fari fram meðal félags- manna áður en til vinnustöðvunar kemur. Til þess að hefja vinnu- stöðvun þarf fimmtungur félags- manna að taka þátt í atkvæða- greiðslunni og meirihluti að vera samþykkur því. 10,1% félags- manna gætu fræðilega staðið fyr- Morgunblaðið/Ámi Sæberg PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra, Árni Gunnarsson, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra og Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, kynna frumvarp um breýtingar á vinnulöggjöfinni á fréttamannafundi í gær. ir vinnustöðvun ef atkvæði féllu þannig innbyrðis. Þetta er ekki hár þröskuldur og ég tel að það sé ekki hægt með neinum rökum að segja að þarna sé verið að hindra verkfallsrétt eða gera verkalýðshreyfingunni ókleift að standa í verkföllum,“ sagði fé- lagsmálaráðherra. Lágmarksþátttaka við afgreiðslu kjarasamninga Settar eru nýjar reglur um lág- marksþátttöku við afgreiðslu kjarasamninga og miðlunartillögu sáttasemjara og tekin --------- eru af tvímæli um að heimilt sé að fela sam- eiginlegri samninga- nefnd fleiri samnings- aðila samningsumboð. _____ „Samninganefnd verður heimilt að ákveða sameiginlega atkvæðagreiðslu. Undirritaðir kjarasamningar öðlast gildi frá undirskriftardegi, nema þeir séu felldir með meirihluta greiddra atkvæða og minnst fimmtungi atkvæða alls. Fari póstatkvæða- greiðsla fram ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða," segir í greinargerð. Ákvæðum laga um sáttastörf í vinnudeilum verður einnig breytt og þau felld inn í lögin um stéttar- Vald verður tekið af stjórn og trúnaðar- ráðum félög og vinnudeilur nái frum- varpið fram að ganga. Skýrari reglur um miðlunartillögur Sáttasemjara verður heimilt að leggja fram eina sameiginlega miðlunartillögu eða fleiri sem næði til margra hópa sem eiga í vinnudeilum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá eru sáttasemjara fengnar heimildir til að ákveða póstat- kvæðagreiðslu og utankjör- fundaratkvæðagreiðslu um miðl- unartillögu í samráði við aðila vinnudeilu. Til að fella miðlunartillögu þarf meirihluta greiddra atkvæða og minnst þriðjung atkvæða sam- kvæmt atkvæða- og fé- lagaskrá eða að lágmarki 17% að vera á móti. Er hér um verulega breytingu að ræða frá gildandi lögum sem kveða á um lágmarks- þátttöku 20% atkvæðisbærra manna við afgreiðslu miðlunartil- lögu. Lagt er til að samningsaðilar komi sér saman um áætlun um skipulag viðræðna og gerð kjara- samnings í síðasta lagi 10 vikum áður en kjarasamningar eru laus- ir. Nýmæli um at- kvæða- greiðslur Boðun verkfalls SAMKVÆMT frumvarpinu verður boðun verkfalls ein- ungis heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin í al- mennri leynilegri atkvæða- greiðslu með þátttöku a.m.k. fimmtungs atkvæðisbærra fé- lagsmanna og tillagan hafi notið stuðnings meirihiuta greiddra atkvæða. Heimilt verður að viðhafa almenna leynilega póstkosningu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niður- staða hennar óháð þátttöku. Taki vinnustöðvun til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreind- um vinnustað verður heimilt að taka ákvörðun um verkfall með atkvæðum þeirra sem því er ætlað að ná til. Þá þarf helmingur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðshi og meirihluti þeirra að styðja tillöguna. Afgreiðsla kjarasamnings Samningur sem samninga- nefnd hefur undirritað gildir frá undirskriftardegi nema samningurinn sé felldur í leynilegri atkvæðagreiðslu af meirihiuta greiddra atkvæða og minnst fimmtungi atkvæða samkvæmt atkvæða- eða fé- lagaskrá innan fjögurra vikna frá undirritun. Fari fram al- menn póstkosning meðal fé- lagsmanna gildir niðurstaða hennar án tillits til hlutfalls mótatkvæða. Taki kjarasamningur að- eins til hluta félagsmanna eða starfsmanna fyrirtækis er heimilt að ákveða í kjara- samningi að þeir einir séu atkvæðisbærir um hann. Til að fella samninginn þarf meirihluti þátttakenda og minnst þriðjungur atkvæðis- bærra manna að greiða at- kvæði gegn honum. Afgreiðsla miðlunartillögu Til að fella miðlunartillögu sáttasemjara þarf meirihluti greiddra atkvæða að vera á móti og minnst þriðjungur á félaga- og atkvæðaskrá í við- komandi félagi eða um 33% félagsmanna. Þessi regla gild- ir óháð því hvort um póst- kosningu er að ræða eða ekki. Panasonic Ferðatæki RX DS25 Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, útvarpi m/stöðvaminni og fjarstýringu. Hornsófi með innbyggðu rúmi. Verðkr. 15«).(»()() Ekta leður á slitflötum og leðurlíki á grind. Litir: Vínrautt - brúnt - grœnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.