Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 31 MINNINGAR + Erdmuthe Urs- ula Glage fædd- ist í Gross-Ladt- keim nálægt Kön- igsberg hinn 10. maí 1938. Hún and- aðist á Landspítal- anum í Reykjavík hinn 13. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Heinz og Ursula Glage, stórbændur í Austur-Prússlandi sem var. Börn þeirra voru fimm: Erdmuthe (sem kallaði sig venjulega Muthe), Margret, Heide, Götz og Gisela. Muthe ólst upp í Austur-Prúss- landi til sjö ára aldurs en fjöl- skyldan flúði allslaus vorið 1945 undan herjum Rússa og komst við illan leik til Dan- merkur. Þaðan fluttust þau til Celle í Luneburger Heide sum- arið 1948 og komu aftur undir sig fótunum og þar öfluðu systkinin sér menntunar. Hún Þegar við minnumst móður okkar bærast margar tilfinningar í hjörtum okkar. Alla tíð umvafði hún okkur ást og hlýju og var alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda. Nú er hún farin en minning hennar lifir með okkur. Hún veitti okkur gott veganesti sem við munum ávallt búa að. Mamma var afar félagslynd manneskja með mikla lífsgleði sem kom fram í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þessi sterka lífsgleði fór ekki framhjá neinum sem kynnt- ist henni. Hún var mikill náttúruunn- giftist 1973 eftirlif- andi eiginmanni sínum Stefáni Hauki Einarssyni, enskukennara og skjalaþýðanda. Börn þeirra eru Stefán Einar, 22 ára háskólastúd- ent, og Marlín Ald- ís, 14 ára, skóla- nemi. Muthe sótti lista- skóla i Hannover og tók sveinspróf í fatasaumi og hönn- un í Celle. Árið 1963 bauðst henni starf við kjólasaum í Reykjavík. Hér stundaði hún fyrst iðn sína og starfaði síðan lengi hjá Ferða- skrifstofu ríkisins við uppbygg- ingu Edduhótelanna og sem fararstjóri hjá ýmsum fyrir- tækjum í ferðaþjónustu, allt fram á veturinn 1994-1995. Útför hennar fer fram í Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. andi og eitt það skemmtilegasta sem hún gerði var að ferðast um hálend- ið. Mamma tók snemma ástfóstri við land og þjóð. Hún las mikið og hafði mikla þekkingu á sögu og staðhátt- um landsins. A sumrin vann hún sem leiðsögumaður og fór með erlent ferðafólk í hálendisferðir og fræddi það um sögu og menningu landsins. Mamma hafði mikið dálæti á fom- sögum og las mikið af þeim. Sumar bækur las hún nokkrum sinnum og eftir hvern lestur var hún vön að segja okkur hinum á heimilinu frá einhverri nýrri hiið á sögunni sem hún hafði uppgötvað. Brennu-Njáls saga var tíður gestur á náttborði hennar og ein af hennar eftirlætis- bókum. Mamma hafði mikla listræna hæfileika og mikla sköpunarþrá sem birtust í ýmsum myndum. Hún mál- aði og stundaði ýmiskonar handiðn og fékk gjarnan innblástur frá ís- lenskri náttúru. Við kveðjum móður okkar með söknuði en minnumst með gleði þeirra óteljandi góðu stunda sem við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Stefán Einar Stefánsson, Marlín Aldís Stefánsdóttir. í dag kveðjum við kæra vinkonu mína, Erdmuthe Ursulu Glage Ein- arsson, sem var kölluð Muthe í vina- hóp. Muthe var fædd í Prússlandi árið 1938. I lok stríðsins flúði fjölskylda hennar til Danmerkur og flutti síðan til Celle, sem er nálægt Hannover. Þar ólst hún upp, elst fjögurra systk- ina. Eftir hefðbundið skólanám stund- aði hún nám í fatahönnun og að því loknu bauðst henni ágætt starf hjá þekktu hönnunarfyrirtæki í Þýska- landi. En um sama leyti vildu forlög- in því svo til haga, að Muthe kynnt- ist íslenskri konu, sem bauð henni starf við fatahönnun á íslandi. Þetta var árið 1963, sama ár kom hún hingað, hóf starf í sínu fagi og bjó hér allar götur síðan. Sjálf kynntist ég Muthe tveim árum síðar, þegar maðurinn minn sagði mér frá því að frændi hans, Stefán Haukur Einarsson, hefði tek- ið saman við þýska stúlku rétt eins og hann. Ég skal viðurkenna að ég var ekki alltof áfjáð í að kynnast henni í fyrstu, mér fannst víst að ekki væri ég hingað komin til að umgangast Þjóðveija! En innan skamms komu þau Stefán Haukur og Muthe í heimsókn og það tókust fljótt með okkur góð kynni og vin- átta sem aldrei hefur borið skugga á. Muthe vann við saumaskap og fatahönnun bæði hjá ýmsum fyrir- tækjum og á eigin vegum og síðast- liðin 10-15 ár var hún á sumrin leiðsögumaður fyrir. erlenda ferða- menn í ferðum um hálendi íslands. Það starf gaf henni mikið; á haustin kom hún í bæinn endumærð með sólskin í augum og sagði okkur frá ævintýrum og skemmtilegum uppá- komum sem hún rataði í. Hún gaf þessu starfi einnig mikið af sjálfri sér, af áhuga sínum og fróðleik, sí- lesandi var hún öll möguleg rit um ísland sem gerðu hana betur í stakk búna til að koma til ferðalanga sem mestri vitneskju um land, þjóð og sögu. Þetta starf var líka svo ná- tengt því mikla ástfóstri sem hún tók við ísland og varð dýpra og sterkara með hverju ári sem leið. Aldrei heyrði ég Muthe kvarta yfir illum veðrum né heldur löngum og dimmum vetrarnóttum - allt fannst henni jafn fallegt, aðeins misjafnlega fallegt. í veikindum sínum undan- farna mánuði lét hún sig oft dreyma um að komast einu sinni enn upp á Hveravelli. Vinkona mín Muthe var mér og öðrum vinum sínum eitt af þessum litlu undrum heimsins, sem gera hann byggilegan. Allt sem hún tók sér fyrir hendur varð meistaraverk, allt lék í höndum hennar hvort sem hún teiknaði flík, lagði teppi á gólf eða málaði á silki - oft hlaut ég að öfunda hana af þessum gáfum og færni. En það sem mestu skipti var sú vinátta sem hún gaf mér og fjöl- skyldu minni. Hún lét sér sérstak- lega annt um syni mína, sem sáu heimsins ljós nokkrum árum fyrr en hún varð sjálf móðir, og varð með árunum þeirra einlægasta og hrein- skilnasta vinkona. Ég sendi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur Stefáni Hauki og börn- um þeirra Muthe, Stefáni og Marlín. Kærri vinkonu minni þakka ég góða og dýrmæta samfylgd með þakklæti fyrir allt sem hún hefur fyrir mig og fjölskyldu mína gert. Ég rnun sakna þín. Christa Hauksson. Muthe kom til íslands árið 1963 og hún bjóst við því að eiga hér skamma dvöl. En veistu hvað, sagði hún við mig, mér fór fljótlega að finnast sem ég væri loksins komin heim. Hún unni íslandi skilyrðislaust. Hún vildi ekki heyra neina gagn- rýni á ísland - nema ef til vill á stöku stjórnmálamenn. Hún var árum saman leiðsögumaður á há- lendinu og fjöll íslands voru í henn- ar huga mestur sælureitur í heimi. Þegar hún var orðin alvarlega veik sagði hún: Besta meðferð sem ég gæti fengið væri að liggja í viku í tjaldi uppi á fjöllum. Hún las mikið um náttúru og sögu íslands og Njála var bókin sem lá á náttborðinu hennar. Muthe var hæfileikarík kona, list- ræn og smekkvís, fagurkeri reynd- ar. Sjálf var hún einstaklega falleg, en mundi aldrei eftir fegurð sinni. Hún var greiðvikin og hjálpfús með svo eðlilegum hætti að manni fannst ekkert sjálfsagðara en að leita til hennar. Það var ljúft að vera í ná- vist hennar. Börnin hennar, Stefán og Marlín, voru umvafin ást og umhyggju, hún lifði þeirra lífí í stóru og smáu. Sú ást verður þeim dýrmætt veganesti inn í framtíðina og ég er viss um að hún vermir þau og verndar um ókomin ár. Við Árni sendum Stefáni Hauki og börnunum innilegustu samúðar- kveðjur. Lena Bergmann. ERDMUTHE EINARSSON SIGURJÓN ING VARSSON + Signrjón Ing- varsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1945. Hann lést 10. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingvar Þorsteinn Ólafsson, f. 25.10. 1901, d. 25.10.1964, verkamaður í Reykjavík, og kona hans Sigríður Lilja Gunnarsdóttir, f. 7;1. 1909, d. 22.8. 1971. Bræður Sig- uijóns: Gunnar Þór, f. 1926, d. 1974, verkamður í Reykjavík, Óli Þór, f. 1936, raf- virkjameistari í Reykjavík, AI- freð, f. 1944, forstjóri og borg- arfulltrúi í Reykjavík, Ingvar, f. 1949, framleiðslumaður í Dan- mörku. Siguijóni föðurbróður mínum auðnaðist ekki að sækja ísland heim í vor eins og hugur hans stóð til, en í tilefni fimmtugsafmælis hans sl. haust hafði fjölskyldan hans hér heima fært honum íslandsferð í af- mælisgjöf. Veikindi Siguijóns komu í veg fyrir að hann kæmi fyrir áramót. Fastmælum var hins vegar bundið, að hann kæmi í vor. Hlakkaði hann til þeirrar ferðar, enda átti hann djúpar rætur á. íslandi og var ætt- rækinn með afbrigðum. M.a. hafði hann ráðgert að heimsækja fjöl- skyldu mína á Súðavík. Sigurjón fluttist til Englands 1975 ásamt eiginkonu sinni Susy Martin, sem hann kynntist, þegar hún starf- aði á Sólheimum í Grímsnesi. Áttu þau fyrst heimili í Chelmsford í Essex norður af London, þar sem Siguijón stundaði vélavinnu ýmiss konar í nokkur ár, þar til hann gerð- ist vélstjóri í kjarnorkuveri á sama svæði eftir að hann hafði náð tilskild- um réttindum til þeirra starfa. Af miklum dugnaði reistu Susy Sigurjón kvæntist Þóru Júlíusdóttur og áttu þau einn son, Ingvar, f. 1964, starfsmaður SS á Hvolsvelli. Þau skildu. Síðari kona Sigurjóns er Susy Martin Ingvarsson. Þau eignuðust tvo syni, Poul, f. 1976 og Luke, f. 1980. Siguijón lagði stund á ýmis störf í Reykjavík og við virkjanafram- kvæmdir Lands- virlgunar, áður en hann fluttist til Englands, þar sem hann starfaði sem vélstjóri við kjarn- orkuver sl. 14 ár. Utför Sigurjóns verður gerð í dag í Chelmsford í Englandi. og Sigutjón sér myndarlegt heimili í Maldon, þar sem þau ólu upp syni sína tvo, þá Poul og Luke, en í fyrra hjónabandi hafði Siguijón eignast Ingvar, sem er starfsmaður SS á Hvolsvelli. Óhætt er að fullyrða, að heimili þeirra Susy og Siguijóns hafi staðið öllum íslendingum opið. Þau voru afar gestrisin og ánægjulegt að sækja þau heim. Hugur Siguijóns var ávallt bund- inn íslandi og íslenskum málefnum, þrátt fyrir 20 ára búsetu erlendis. Og þegar hann heimsótti ísland lagði hann sig allan fram um að heilsa upp á vini og ættingja, og mátti þá engum gleyma, hvorki gömlum frændum né frænkum. Því miður virðist slík ættrækni á undanhaldi í nútímaþjóðfélagi, en er því dýrmæt- ari þeim, sem hennar njóta. Veikindi Sigurjóns komu upp fyr- ir ári. Hann gekkst undir tvo upp- skyrði, sem gáfu tilefni til að ætla, að hann myndi ná bata. Því miður gekk það ekki eftir og lést hann í sjúkrahúsi 10. mars sl. Siguijón var Reykjavíkurdrengur og eignaðist fjölmarga vini í starfi og leik, áður en hann fluttist utan. Munu eflaust margir hugsa hlýlega til hans yfir hafið, en í Englandi verður hann lagður til hinstu hvíldar. Fjölskylda mín sendir eiginkonu hans og sonum innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Sig- uijóns Ingvarssonar. Sigríður Gunnarsdóttir. Sú harmafregn barst mér frá Englandi 11. mars að vinur minn Siguijón Ingvarsson hafði látist að morgni 10. mars. Ég kynntist Sig- uijóni er hann hóf vinnu á krana með mér hjá Steypustöðinni Verki hf. og síðar hjá mér þar til hann kynntist konu sinni Susy frá Eng- landi og voru þau alltaf boðin og búin að taka á móti okkur er við komum til Englands. Auk þess sem þau höfðu dóttur okkar Freydísi í fjögur sumur og er alltaf mjög kært á milli þeirra. Kveð ég með söknuði góðan vin. Susy mín, Paul og Luke, ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð en minningin um góð- an vin mun lifa. Guð veri með ykkur öllum og styrki. Björn Alfreðsson og fjölskylda. Erfídrykkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR 110TEL LOFTLEMHR t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BJARNI S. GUÐJÓNSSON, Stigahlfð 8, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudag- inn 18. mars. Ásta Þórarinsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ásta Lilja, Elín Marta og Bjarni Gunnar. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, BJÖRÚLFUR RÚNAR ÓLAFSSON, Grundarási 1, sem lést þann 12. mars, verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 22. mars kl. 15.00. Maria Jónsdóttir, Halldóra Elmborg Björgúlfsdóttir. Ólafur Rúnar Björgúlfsson, Elisabet Ólafsdóttir, Erna Björk Jónsdóttir, Inga Helga Jónsdóttir, Guðbjörg María Jónsdóttir, Ingólfur Kári Ólafsson. t Faðir okkar og fósturfaðir, ÓLAFUR MAGNÚSSON, Hnjóti, Vesturbyggð, ■hndaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 18. mars. Egill Ólafsson, Sigriður Ólafsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ólaffa Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.