Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1996 19 Tómas Tómasson í Konunglega leikhúsinu næsta vetur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TÓMAS Tómasson bassa- sðngvari er eitt af nýjum andlit- um á sviði Konunglega leikhúss- ins í Kaupmannahöfn næsta vet- ur. Hann mun fyrst syngja hlut- verk Masettos í Don Giovanni, en siðan hlutverk Kunos í Der Freischutz. Helstu fréttir af efn- isskránni eru annars að sett verð- ur á svið óperan Xerxes eftir Hándel, þar sem tónlistin er upp á gamla móðinn, en sviðsmyndin með nútímabrag. Næsta vetur hefst líka samstarf Konunglega leikhússins og Arkarinnar, nýja listasafnsins fyrir sunnan Kaup- mannahöfn, þar sem leikhúsið setur upp nýja danska óperu. Tómas hefur ekki sungið áður í Konunglega leikhúsinu og þreytir því frumraun sína þar í hlutverki Masettos, en óperan verður frumsýnd 7. október. Að sögn Elaine Padmore óperu- sijóra mun hann einnig þreyta frumraun sína í haust við Covent Garden í London i sama hlut- verki. Padmore sagðist mjög ánægð með að fá Tómas til liðs við óperuna og væntir mikils af TÓMAS Tómasson bassa- söngvari honum eftir góða frammistöðu hans víða annars staðar. Hljóm- sveitarsljóri er ungur Itali, Marco Guidarini að nafni. Der Freischiitz" verður f rumsýnd 19. mars og er einnig ný uppsetning eins og Don Giovanni. Einnig hér heldur ungur hljómsveitarstjóri, Jan Wagner að nafni um sprot- ann, Af öðrum verkefnum Tómasar næsta vetur má nefna hlutverk Colline í La Boheme hjá Scottish Opera, í Royal Albert Hall og í Teatro Regio í Tórínó, en i síðast- nefnda húsinu syngur hann einn- ig Pimen í nýrri uppsetningu á Boris Godunov. Auk þessa syng- ur hann hlutverk Christians í nýrri uppsetningu á Rinaldo í Genf og markgreifann af Cal- atrava í Á valdi örlaganha á lista- hátíðinni í Orange. I ár verða átta nýjar uppsetn- ingar á dagskrá Konunglega leikhússins og þvi fleiri en gaml- ar uppsetningar, sem eru sjö. Þetta stafar fyrst og fremst af sérstöku átaki í tilefni menning- arársins í ár. Auk áðurnefndra nýrra uppsetninga verða sýndar Grímudansleikurinn, ekki sá eft- ir Verdi, heldur eftir þjóðartón- skáldið Carl Nielsen, Meistara- söngvarar Wagners, Dialogues des Carmélites eftir franska tón- skáldið Francis Poulenc, Ara- bella Strauss og óperan Dómur- inn eftir Niels Rosing-Schow, sem verður sýnd í Örkinni. Söngskemmt- un í Selja- kirkju og í Arnesi KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps og Húnakórinn halda sameiginlega söngskemmtun í Seljakirkju í Reykjavík laugardaginn 23. mars kl. 14 og í Arnesi í Gnúpverja- hreppi sama dag kl. 21. Flutt verða sönglög úr ýmsum áttum, dægurlög og fleira. Einsöngvarar með Karlakórnum eru Svavar H. Jóhannsson, Sigfús Guðmundsson og Sigurður Ingvi Björnsson, einnig verður sunginn tvísöngur og þrísöngur. Stjórnandi Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps er Sveinn Árnason og undirleikari á píanó Oeter Wheeler. Húnakórinn er blandaður kór á vegum Húnvetningafélagsins í Reykjavík, söngstjóri er Sesselja Guðmundsdóttir, undirleikari á harmoniku Hafsteinn Björnsson og bassaleikari Kristinn Snævar Jóns- son. KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps HÚNAKÓRINN Yfirvegaður flutningur TONLIST Digrancskirkja ORGELLEIKUR Wolfgang Tretzsch lék verk eftir Mcndclssohn, Antalffy-Zsiross, Petr Eben, Buxtehude og J.S. Bach. Sunnudagurinn 17. mars, 1996 WOLFGANG Tretzsch er einn af þeim ágætu tónlistarmönnum frá Evrópu sem sest hafa að á Islandi og starfar Wolfgang nú sem tónlist- arkennari við Tónlistarskóla Mý- vatnssveitar. Kom hann gagngert suður til að leika á nýja orgelið í Digraneskirkju, sem er íslensk smíð og samkvæmt því sem vitmenn um orgel segja, hefur orgelsmiðnum Björgvin Tómassyni unnist vel og auk þess er orgelið hin fallegasta smíð hið ytra. Vonandi er að íslensk kirkjuyfirvöld kunni að meta íslenska orgelsmíði að verðleikum og að ekki fari fyrir þeirri atvinnugrein sem útlit var um tíma með skipasmíði í landinu, þá íslenskt fjármagn var notað til að greiða erlendum fag- mönnum vinnulaun og þar með halda uppi erlendum fyrirtækjum. Þarna þurfa ráðamenn kirkjumála að hugsa sitt ráð og ef íslenskir orgelsmiðir geta gert það jafnvel, sem stendur til boða úr hendi erlendra smiða, ber þeim skylda til að sjá svo um, að inniendir fagmenn hafi jafnstöðu, samkvæmt fyrirmælum laga, varð- andi tilboð í verk á þessu sviði. Wolfgang Tretzsch er góður orgel- leikari og flutti hann D-dúr sónötuna eftir Mendelssohn nokkuð vel, með stílhreinni raddskipan en þó á helst til látlausan máta. Mendelssohn var tónskáld sem byggði á klassísku jafn- vægi og þykir því ekki frumlegur og þarf því að leika mörg verka hans með nokkurri leikni, því hraði tón- hugmyndanna var það sem lék hon- um vel í hendi og því þarf í flutningi að leggja áherslu á andstæður í hraða og styrk til að gefa þeim lifandi svip. Kóralfantasía og fúga eftir Sezsö Antalffy-Zsiross (1885-1945) er eitt af þeim verkum sem kalla mætti uppdagaða rómantík og þó Momenti d’organo eftir Petr Eben sé nýtísku- legt að gerð, samið 1994, eru þessir smáþættir, sem sumir hverjir eru ekki illa gerðir, í heild ákaflega þreytandi tónsmíð og reyndar nokkr- ir þættirnir hálfgert „meik“ og ótímabær eftirmáli við „módernism- ann“, sem nú er tekinn að halla und- ir flatt, enda er ómstreitan búin að missa það mesta af ferskleika sínum og orðin að fullu viðurkennd í fræð- um skólamanna og þar með dáin sem frumleg tiltekt. Wolfgang Trezsch lék þessi verk ágætlega og smáþætt- ina eftir Eben sérstaklega skýrlega. Tvö næstu verk eru hvað snertir formgerðir fróðleg til samanburðar en það var Magnificat eftir Buxte- hude og h-moll prelúdían og fúgan, með „Undir bláum sólarsali" stefinu, eftir J. S. Bach. Bæði þessi verk lék Wolfgang ágætlega, þó það vantaði háskann í leik hans og að pedallinn væri á stundum og sterkt „registrer- aður“. Wolfgang Trezsch er vandaður orgelleikari en leikur helst til yfirveg- að, sem leiðir til þess að andstæður tónhugmyndanna hverfa að nokkru, svo að á köflum vantar spennu og átök í leik hans. Efnisskráin bar að nokkru merki um þessa afstöðu, flest þeirra háskalaus og því engu til hætt varðandi flutning þeirra. Jón Ásgeirsson Gallerí Sjónarrönd GALLERÍSjónarrönd var opnað á Alnetinu í nóvember 1995, það hef- ur farið fremur hægt af stað en þó hafa mörg hundruð gestir, bæði íslenskir og erlendir litið þar inn. Nú stendur yfir sýning á verkum eftir Arngunni Ýr Gylfadóttur sem hún nefnir Umbreytingar og stend- ur hún út aprílmánuð. í framtíðinni munu fara fram reglulegar sýningar í galleríinu. Sýningarnar koma flestar til með að tengjast umhverfis- og náttúru- skoðun. Slóð sýningarinnar er: http://rvik.ismennt.is/~asr unt/ galleri-sjon.html Söngur, glens og gaman í Súli / i tie l’llsVÍ, Hinar óviðjafnanlegu Borgardætur leika við hvern sinn fingur með spaugi og sprelli og flutningi á mörgum vinsælustu laga sinna. Ásamt þeim koma fram Ragnar Bjamason og stórhljómsveit undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitin Saga Klass leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Innifálin er þrírétmð veislumáltíð, skemmtun og dansleikur. Uppselt alla laugardaga í mars, ennþá laust á nokkrar sýningar í apríl. Athugið! Aukasýning fiistudaginn 22. mars. Verð 4.100 kr. Tryggið ykkur skemmtun ársins og pantið tímanlega. Kynnið ykkur einnig sértilboð á gistingu. Nánari upplýsingar eru veittar í söludeild í síma 552 9900. -þín saga! YDDA F69.67 / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.