Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 8

Morgunblaðið - 21.03.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Opinber nær- ÞIÐ verðið ekkert gerðir ábyrgir fyrir þessum 22 milljörðum strákar. Ég læt bara hana Ingibjörgu okkar bæta brókarskatti við á sjúka og aldraða. Fyrstu skriflegu samningarnir um leigu á prestssetrum Leiga verði 2 - 3% af fasteignamatinu ODDI á Rangárvöllum. STJÓRN Prestssetrasjóðs ætlar að ráða lögfræðing til að vinna að gerð fyrstu skriflegu leigusamn- inganna fyrir prestssetur á land- in'u. Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, segir að farið verði eftir starfsreglum stjómar Prestssetrasjóðs við gerð leigusamninganna. Starfsreglurnar gera ráð fyrir að árlegt afgjald prests nemi 2% af fasteignamati íbúðarhúss og 3% af fasteignamati annarra mats- hluta prestssetursins. Um lækkun afgjalds í sérstökum tilvikum er sérstaklega íjallað í starfsreglun- um. í 6. grein segir að stjóm prests- setrasjóðs geti að ósk prests lækk- að afgjald fyrir prestsetur þegar aðeins hluti prestsseturs getur nýst presti af ástæðum honum óviðkom- andi eða ef greinilegt sé að fast- eignamat prestsseturs sé hærra en nýtingarmöguleikar eða arðsemi þess. Aðrar ástæður fyrir lækkun geta verið ef breytilegur rekstrar- kostnaður prestsseturs er hærri en eðlilegt getur talist miðað við sam- bærilegar fasteignir eða ef sérstakt álag er á prestssetri sem leiðir til sérstakra skyldna eða umönnunar við jörðina eða staðinn. Að lokum er gert ráð fyrir möguleikanum á því að leiga sé lækkuð vegna lög- legra leyfa. 84 prestsetur á landinu Ragnhildur sagði að eðlilegt hefði verið talið að gera skriflega leigusamninga eða svokölluð haldsbréf um leigu presta á prests- setmm enda væri sá háttur hafður á vegna leiguhúsnæðis nú á dög- um. Um er að ræða nokkuð viðam- ikið verkefni því 84 prestssetur em á landinu öllu. Prestssetrasjóður hefur þegar látið útbúa haldsbréf fyrir prestssetur í þéttbýli og eru prestarnir með samningana til at- hugunar. Stjórnin hefur svo ákveð- ið að fá lögfræðing til liðs við sig til að ljúka samningsgerðinni og er stefnt að því að henni verði lok- ið fyrir næstu áramót. Ragnhildur sagði að enn væri ekki komið í ljós hversu miklar breytingar á leigukjömm samning- amir hefðu í för með sér en búast mætti við að hjá einhverjum hækk- aði leigan. Ekki algilt Guðmundur Þór Guðmundsson, formaður stjórnar Prestssetra- sjóðs, sagði að ekki yrði hreyft við leigukjörum presta sem hefðu tekið við núverandi prestssetrum sínum fyrir gildistöku laga um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins frá 1. janúar árið 1969. Prestunum hefði verið lofað að lögin hefðu ekki áhrif á leiguna og ekki yrði heldur hróflað við henni nú. Hann sagði að aðeins væri um sárafáa menn að ræða og þegar nýir prest- ar tækju við yrðu þeir látnir greiða leigu samkvæmt nýju reglunum. Hann tók fram að þessir aðilar hefðu oftar en ekki sinnt ríkara viðhaldi á eigin reikning en aðrir. Eins o g áður segir miðast leigan við fasteignamat og tekur fast- eignamatið m.a. mið af arðsemi eignarinnar, t.d. hlunnindum ýmiss konar. Leigan verður því hærri eftir því sem hlunnindin á jörðinni eru meiri. Iþróttamaður Reykjavíkur 1995 Yonandi hvatn- ing fyrir stelpur GuðríAur Guðjónsdóttir GUÐRÍÐUR Guð- jónsdóttir hand- knattleikskona og þjálfari Fram hefur leikið 485 leiki með meistara- flokksliði félagsins og verið einn aðal burðarás þess síðastliðin tuttugu ár. Þá á hún að baki 84 landsleiki I handknattleik auk þess að vera markvörður kvennaiandsliðsins í knatt- spyrnu í sjö fyrstu land- sleikjum þess. Guðríður lék knattspymu með Fram og Breiðabliki allt til ársins 1986 að hún lagði takka- skóna á hilluna. Guðríður hefur tólf sinnum orðið ís- landsmeistari innanhúss með meistaraflokki Fram og tíu sinnum bikarmeist- ari. Hún hafði sagt skilið við landsliðið í handknatt- leik fyrir nokkru er hún svaraði kalli landsliðsþjálfarans í vetur og lék gegn Rússum. í þeim leik sleit Guðríður krossbönd í hné og hefur verið frá æfingum og keppni síðan. Hvaða þýðingu hefur þessi viðurkenning, Iþróttamaður Reykjavíkur, fyrir þig? „Hún segir mér að ég hafí á undanförnum árum verið að vinna gott starf og þegar litið er aftur er verið að verðlauna frammistöðu mína undanfarin ár fremur en síð- astliðið ár sérstaklega. Ég er mjög stolt af þessari viðurkenningu og hún kom mér mjög á óvart og er tvímælalaust mesti heiður sem ég hef fengið. Þá er þetta ekki síður heiður og viðurkenning fyrir kvennahandknattleik hér á landi. Óskandi er að þetta verði einnig hvatning fyrir yngri steípur að stunda íþróttir." Fylgir þessari nafnbót einhver kvöð svo sem að kynna íþróttir fyrir ungmennum? „Nei, það gerði það ekki. Nafn- bótinni fylgir veglegur bikar og peningaupphæð sem rann til hand- knattleiksdeiidar Fram.“ Móðir þín, Sigríður Sigurðar- dóttir, var landsliðsmaður í hand- knattleik og önnur tveggja kvenna sem hafa verið útnefndar íþrótta- maður ársins. Varð sú útnefning til að hvetja ykkur systurnar þrjár til að leggja stund á íþróttir? „Að sjálfsögðu var það. En ekki síður faðir minn, Guðjón Jónsson. Þau voru bæði á kafí í handknatt- leik og pabbi var reyndar líka í knattspyrnu. Við lá að ég færi á fyrstu æfínguna er ég var í vöggu og þess vegna kom ekkert á óvart að ég fetaði sömu braut.“ Nú meiddist þú illa í hné í lands- leik á dögunum, hvert verður fram- haldið hjá þér í handboltanum? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Allt þar til í fyrra að ég sleit liðbönd í fíngri hafði ég sloppið nokkuð áfalla- laust í gegnum minn feril. En tvo síðustu vetur hef ég verið óheppin. Ljóst er að fímm til sex mánuðir munu líða áður en ég get farið að beita mér af alvöru. Eg hef verið að gera grín að því að ég hef tvisvar sinn- um gefið út yfirlýsingu um að ég væri hætt, en byrjað fljótlega aft- ur. Þannig að ég vil ekkert gefa út um framhaldið." En löngunin er alltaf til staðar? „Já, það er hún. Okkur hefur líka gengið vel í vetur. Andrúms- loftið er gott í handboltanum og þar á ég marga vini. Starfíð í kringum meistaraflokk kvenna hjá Fram hefur verið yndislegt með góðu fólki eins og Sigurði Inga Tómassyni formanni meistara- flokksráðs kvenna, Jóhönnu Hall- dórsdóttur, Guðríði Halldórsdóttur ►Guðríður Guðjónsdóttir var í síðustu viku útnefnd íþrótta- maður Reykjavíkur fyrir árið 1995. Hún er þjálfari og leik- maður 1. deildar liðs Fram í kvennahandknattleik. Guðriður er 34 ára, gift Hauki Þór Har- aldssyni og eiga þau tvö börn, Guðjón 10 ára og Sigríði 4 ára. Guðríður er íþróttakennari við Fjölbrautaskólann í Ármúla og hefur verið þar í rúm tíu ár. og Kristínu Orradóttur. Þessi hóp- ur hefur starfað með okkur í vetur og í fyrravetur og unnið mikið og óeigingjarnt starf. Það gefur okkur í liðinu mikið að vita af þessu fólki með okkur. Félagsskapurinn hefur haldið mér gangandi. Fram er með elsta liðið í deildinni og sagt er að það sé svo gaman hjá okkur að stelpumar komi aftur þótt þær fari í barnsburðarleyfi, ólíkt því sem víða er. í Framliðinu eru mæður fímmtán barna, þar af eru sex konur sem eiga tvö börn hver. Þetta fínnur þú ekki í öðrum félög- um. Þá hefur velgengnin að sjálf- sögðu skipt máli. Við höfum verið sigursælar og þess vegna hefur verið erfíðara að slíta sig frá fé- lagsskapnum." Er kvennahandknattleikurinn á uppleið eða stendur hann í stað? „Unglingastarfið er öflugra hjá félögunum en oft áður. Eg hef reyndar verið svo lengi að ég hef horft á uppbyggingu á unglinga- landsliðunum í þrí- eða fjórgang. Það hefur verið byrjað af krafti og öll landslið starfað og svo einhverra hluta vegna hefur allt hrunið nema A-landsliðið. Þannig gengur þetta ekki upp til lengdar. Árið 1988 þegar við áttum sterkasta kvenna- landslið sem við höfum átt, að mínu mati, voru öll unglingalið í gangi. Þá var mikið að gerast. Er Slavko Bambír, sem þjálfaði öll þessi lið, hætti hrundi allt. Erla Rafnsdóttir tók við eldra liðinu nokkru síðar en þá var ekkert starf hjá yngri liðunum. Nú er Kristján Halldórsson lands- liðsþjálfari og öll yngri liðin eru að æfa. Nú eigum við fullt af góðum stelpum í átján ára landsliðinu og þeim verður að halda við efnið og skapa verkefni. A-liðið verður að vera til staðar, en ef yngri liðin verða lögð niður geta menn alveg eins flautað A-liðið af um leið. Brottfall stúlkna úr handknattleik hefui' verið mikið undanfarin ár og í vetur eru aðeins tíu lið á íslands- mótinu í öðrum flokki kvenna og mörg þeirra eingöngu skipuð leik- mönnum úr þriðja flokki. Ef félög- unum og HSÍ tekst að halda utan um þann hóp verður hægt að byggja upp gott kvennalið hér með tímanum." Mesti heiður sem ég hef fengið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.