Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 13
LANDIÐ
Flateyringum sýndur
góðhugur með
gjafafé frá Kiwanis
Flateyri - í síðastliðinni
viku komu félagar í
Kiwaniskiúbbnum Þorf-
inni á Flateyri saman.
Tilefni fundarins var sú
ákvörðun Kiwanis-
klúbba bæði hérlendis
og erlendis að styðja við
bakið á Flateyringum
með gjafafé. Til að af-
henda gjafaféð voru
mættir Stefán R. Jóns-
son umdæmisstjóri Kiw-
anisumdæmis íslands
og Færeyja og Ömólfur
Þorleifsson kjömm-
dæmisstjóri.
Ákveðið var að hvetja
alla Kiwanisklúbba til
að láta fé af hendi
rakna. Og Kiwanisfé-
lagar létu ekki sitt eftir
iiggja. Alls söfnuðust
1.894.500 í íslenskum
krónum. Auk þessa
framlags hafa sumir
klúbbar greitt beint í söfnunina um
500.000 kr. Samtals höfðu því safn-
ast 2.400.000 kr. í söfnuninni. Þetta
kom fram í ræðu sem Stefán. R. Jóns-
son umdæmisstjóri Kiwanisumdæmis
íslands og Færeyja hélt þegar hann
afhenti þessa rausnarlegu gjöf fyrir
hönd Kiwanisfélaga.
Magnea Guðmundsdóttir oddviti
veitti gjafabréfinu viðtöku. Það kom
fram í ræðu Stefáns að gjafafénu
eigi að veija í kaup á leiktækjum jafnt
úti sem inni í leikskólanum á Flat-
eyri. Ef um afgang verður að ræða
á að veija þeim peningum til kaupa
á íþróttatækjum í nýja íþróttahúsið
sem bráðlega verður
tekið í notkun. Að lokum
lét Stefán þess getið að
það væri ánægjulegt að
vera í forsvari fyrir
hreyfingu sem tekur að
sér svona verkefni, að
safna til þeirra sem þess
þurfa með og einnig um
leið að láta gott af sér
leiða.
Að lokinni ræðu Stef-
áns flutti Magnea Guð-
mundsdóttir oddviti
ræðu. í ræðu hennar
kom fram að þrátt fyrir
þessar hörmungar sem
dunið hefðu yfir, hefðu
Flateyringar fundið fyrir
svo miklum velvilja og
stuðningi bæði hér og
víða erlendis að þetta
hleypti þrótti í samfélag-
ið og kæmi fram í auk-
inni bjartsýni á fram-
haldið. í ræðu hennar
kom einnig fram að frá Færeyingum
hefðu borist 27 milljónir íslenskra
króna í söfnun sem þeir héldu eftir
flóðið. Þessir peningar eiga að fara í
byggingu nýs barnaheimilis.
Að lokinni ræðu afhenti Magnea
umdæmisstjóra Kiwanisumdæmis ís-
lands og Færeyja smágjöf í þakkar-
skyni. Gjöfm ei-u tveir steinar sem
komu niður með flóðinu á tjaldstæð-
ið, sem var á sínum tíma laust við
steina. Steinar þessir eiga að tákna
þau brot sem Flateyringar þurfa að
raða saman eftir flóðið og um leið
mynda þeir grunn að brotunum sem
þarf að raða á í komandi framtíð.
Magnea Guð-
mundsdóttir
veitti gjafafénu
móttöku úr hendi
Stefáns R.-. Jóns-
sonar umdæmis-
stjóra Kiwanis-
umdæmisins.
HÉR sjást hinir brosmildu sjálfboðaliðar Björgunarsveitarinnar Sæbjargar innan um dósafenginn
sem þeir hafa safnað saman af miklu kappi og eldmóð. Þess má geta að Flateyringar eiga staðfest
met frá Verksmiðjunni Vífilfelli, að drekka manna mest af gosdrykkjum og þá aðallega Coca-Cola.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ÞRÍR ættliðir pípulagningamanna, sem starfa við Miðstöðina.
Sigursteinn Marinósson, Marinó Sigursteinsson og Bjarni Olafur
Marinósson ásamt Marý Kolbeinsdóttur, eiginkonu Marinós, sem
sér um afgreiðslu í versluninni.
Þrír ættliðir
pípulagninga-
manna
Vestmannaeyjuin - Miðstöðin,
pípulagnaþjónusta og verslun,
flutti starfsemi sína fyrir skömmu
af Faxastíg, þar sem hún hefur
verið til húsa í áraraðir, að Strand-
vegi 65.
Miðstöðin var stofnuð af Marinó
Jónssyni, föður Sigursteins, sem í
dag rekur Miðstöðina ásamt syni
sínum, Marinó. Sigursteinn hóf
vinnu við pípulagnir árið 1946 og
á því 50 ára starfsafmæli á þessu
ári. Marinó sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann væri bjart-
sýnn á að reksturinn gengi vel á
nýjum stað og hann vonaðist til
að með tilkomu nýja húsnæðisins
gæti Miðstöðin bætt þjónustu sína
við Eyjabúa enn frekar.
Lífeyrissjóður
sjómanna
MEGIN-
NIÐURSTÖÐUR
ÁRSREIKNINGS
LÍFEYRISSJÓÐSINS
1995
ásamt upplýsingum
um starfsemi
sjóðsins á árinu
Á árinu 1995 greiddu 1.152 launa-
greiðendur iðgjöld til sjóðsins fyrir
7.099 sjóðfélaga. í árslok 1995 voru á
skrá hjá sjóðnum samtals 33.726 ein-
staklingar.
f stjórn sjóðsins árið 1995 voru:
Bjarni Sveinsson
Guðjón Jónsson
Guðmundur Ásgeirsson
Guðmundur Hallvarðsson
Gunnar I. Hafsteinsson
Þórhallur Helgason
Framkvæmdastjóri sjóðsins er
Árni Guðmundsson.
Efnahaqsreikninqur 31.12.1995
í þús. kr.
Veltufjármunir ............................4.631.055
Skammtímaskuldir ...........................-155.160
Hreint veltufé ............................4.475.895
Fastafjármunir
Skuldabréf .........................17.327.430
Hlutabréf...............................94.913
Erlend verðbréf .......................429.700
Varanleair rekstrarfiármunir ...........42.442
Hrein eian til areiðslu lífevris ...22.370.380
Ýmsar kennitölur:
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum.............42.9%
Kostnaður sem hlutfall af iðgjöldum............2.58%
Kostnaður sem hlutfall af eignum ............0.18%
Raunávöxtun m.v. lánskjaravísitölu ............6.80%
Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára ................7.18%
Verðbréfakauo 1995:
I þús. kr.
Húsbréf....................................1.725.080
Skuldabréf banka og sparisjóða ..............904.328
Fjárfestingalánasj. atvinnuveganna ..........482.858
Erlend verðbróf .............................352.971
Skuldabréf bæjar- og sveitafélaga............339.334
Ríkisbréf ...................................210.154
Veðskuldabréf ...............................192.934
Skuldabréf sjóðfélaga ......................171.070
Skuldabréf fyrirtækja .......................118.761
Hlutabréf .................................. 29.870
Samtals kr. .........................4.527.360
Yfirlit um brevtinqar á hreinni eiqn til greiðslu
lífevris fvrir árið 1995
[ þús. kr.
Fjármunatekjur, nettó .......................1.073.693
Iðgjöld .....................................1.441.279
Lífeyrir .....................................-618.664
Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur)......- 37.201
Matsbrevtinaar.................................654.881
Hækkun á hreinni eign á árinu................2.513.988
Hrein eian frá fvrra ári ...................19.856.392
Hrein eian í árslok til greiðslu lifevris . .22.370.380
Lífevrisqreiðslur 1995:
í þús. kr.
Örorkulífeyrir ................................287.921
Ellilífeyrir ..................................222.212
Makalífeyrir ...................................72.874
Barnalífevrir ..................................37.401
Samtals kr. ............................620.408
Verðbréfaeiqn 31.12.1995:
í þús. kr.
Húsbréf......................................8.146.473
Skuldabréf Húsnæðisstofnunar ................5.279.243
Skuldabréf banka og sparisjóða ..............2.264.256
Spariskírteini ríkisins......................1.724.020
Skuldabréf sjóðfélaga........................1.469.719
Skuldabréf bæjar- og sveitafélaga ............951.096
Fjárfestingalánasjóður atvinnuveganna..........833.021
Ríkisbréf .....................................456.587
Erlend verðbréf .............................429.700
önnur markaðsskuldabréf........................252.411
Skuldabréf fyrirtækja .........................183.314
Hlutabréf ....................................94.913
Samtals kr. .........................22.084.753