Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 25
Geislandi listfengi
TONLIST
Gcrðarsafn
LJÓÐATÓNLEIKAR
Sigriður Ella Magnúsdóttir og
Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir
Mozart, Beethoven, Schubert, Wolf,
Thomas og þjóðlagaraddsetningar
eftir Britten og Obrador.
Sunnudagurinn 17. mars, 1996.
ÞAÐ er nokkuð langt síðan Sigríð-
ur Ella söng hér síðast, að minnsta
kosti er það vel munað, að hún hefur
ekki nýlega haldið tónleika hér heima.
Tónleikarnir hófust á söngvum eft-
ir Mozart, Komm lieber Mai (1791)
og Die Verschweigung
(1787), lögum sem gerð
eru undarlega einföld en
seiðmagnaðar tónsmíðar
og voru þær fluttar af
miklum innileik. Á sama
hátt og Mozart, stóð
Beethoven við upphaf
„Lieder“ söngsins og
bera sönglög þessara
meistara sterk merki al-
þýðu söngsins, þó lagið
við Mignon ljóð Goethes,
eins og það birtist í „Sex
söngvum" gefnum út
1810, hafi aðeins stærri
svip og einnig Ich liebe
dich, samið 1795. Skil
klassískrar og rómantí-
skrar tónsetningar er að
finna í verkum Mend-
elssohns og er Gruss við
hina undurfögru kveðju
eftir Heine, eitt af því
einfaldasta og um leið
það sem tærast þekkist
í sönglagagerð. Seinna
lagið eftir Mendelssohn
var Neue Liebe, Ijóðið
einnig eftir Heine og er
það til í fijálslegri þýð-
ingu Jónasar Hallgríms-
sonar (Stóð ég úti í
tunglsljósi). Bæði lögin,
gefin út í Sex söngvum
árið 1833, voru afburða
fallega flutt.
Þrátt fyrir að Lieder
hefðin sé talin hafa náð
nokkurri reisn hjá P.E.
Bach er það fyrst hjá
Schubert sem þessi listhefð nær að
blómstra og í raun var frumlegt fram-
lag Schuberts með þeim hætti, að
kalla má, að hann sé í raun skapari
Lieder söngsins. Þegar hann semur
sína söngva var ljóðatúlkun hans al-
ger nýjung, sem fáir skildu, jafnvel
ekki vinir hans og enn færri kunnu
að flytja þessa tónlist. Að syngja
Schubert er sér listgrein, þar sem
hvorki má gera of né van, því túlkun-
in er fólgin í lagferlinu og undirleikur-
inn er með þeim hætti samofin lagi
og efni, að ekki má útfæra hann sem
eftirhermu-túlkun, heldur eitthvað
sem aðeins er gefið í skyn og leika
þarf inn í sjálft sönglagið. Þessa list
kunnu Schumann og Brahms og
lærðu hana reyndar af Schubert.
Sigríður Ella og Gerrit fluttu fjögur
lög eftir Schubert, Lied der Mignon,
Fischerweise, Im Frúhling og Standc-
hen. Mignon ljóð Goethes var sérstakt
viðfangsefni tónskálda og er sagt að
Goethe hafi talið Beethoven misskilja
kvæðið. Flestir eru sammála um að
tónsetningin eftir Hugo Wolf, sem var
einnig flutt á þessum tónleikum, sé
glæsilegasta Mignon lagið, þrátt fyrir
að Wolf hafí verið gagnrýndur fýrir
of mikið tónskraut þar. Það sem er
sérkennilegt við Mignon lag Schu-
berts, er að margt rninnir þar á lag-
gerð Beethovens, er varðar tónteg-
undaskipan, hraðabreytingar og tón-
hugmyndir, enda þekkti Schubert lag
Beethovens, sem var gefið út 1810.
Fischerweise og Im Frúhling eru
glæsilegar tónsmíðar og Im Frúhling
er eitt af þeim lögum sem Schubert
notar í öðrum verkum en stefform
þess notar hann í lokakafla einnar
af síðustu píanósónötunum, A-dúr
sónötunni. Síðasta lagið eftir Schu-
bert var sungið 'með aðstoð sjö ein-
söngvara og voru þar á ferðinni Erla
Berglind Einarsdóttir, Björk Jóns-
dóttir,_ Signý Sæmundsdóttir, Mar-
grét Oðinsdóttir, Soffía Karlsdóttir,
Þuríður Baxter og Matt-
hildur Matthíasdóttir.
Lagið heitir Stándchen
og er af því nokkur
saga. Sagt er að Louise
Gosmar, sem lærði söng
hjá Önnu Fröhlich er
kenndi við konsertor-
íuna, hafi beðið Grillp-
arzer að yrkja ljóð, sem
Schubert var svo beðinn
að tónklæða. Schubert
brást vel við og samdi
tónverk fyrir altrödd,
karlaraddir og píanó.
Eftir að Anna hafði *
minnt Schubert á að hún
hefði ekki karlnemend-
ur, breytti hann verkinu
fyrir kvennakór og var
verkið svo flutt á al-
mennum tónleikum hjá
Fílharmoníska félaginu.
Eftir að hafa hlýtt á
flutning verksins á
Schubert að hafa sagt:
„Ja, hérna, Ekki vissi
ég að þetta væri svona
fallegt."
Þetta er rétt hjá
Schubert og var auk
þess mjög fallega flutt.
Það er einhver sér-
kennilegur galdur
þræddur inn í tónmál
Wolfs, svo sem heyra
mátti í söngverkunum
In der Frúhe, Nimmers-
ate Liebe og að ekki sé
talað um meistaraverk-
ið, Lied der Mignon.
Fjórða Mignon lagið sem þau fluttu
er eftir Ambroise Thomas, aría úr
óperunni Mignon. Tónleikunum lauk
með frönskum hjarðljóðum, og þjóð-
lögum í raddfærslu Brittens og
Obradors.
Þegar rætt er um flutning tónlist-
ar hjá listafólki eins og Sigríði Ellu
og Gerrit Schuil er í raun vart hægt
að ijalla um hvort fyrir sig, til þess
er hlutverk píanós, sönglínu og texta
svo samofið, að eitt er í raun ekki
til án annars, sérstaklega í ljóðasöng
og reyndar einnig í þjóðlaga radd-
færslunum. Það sem einkennir sér-
staklega frábæran leik Gerrits, er
að leikur hans verður aldrei sér-
greindur undirleikur, hann leikur sig
inn í sönglagið. Sigríður Ella Magn-
úsdóttir gerði það sama, söng sig inn
í hljóðumgerð píanósins og því varð
flutningurinn í heild mikil list, hvort
sem túlkunin átti sér dapurlega eða
glaðlega hljóðvist, eins t.d í þjóðlög-
unum um Oliver Cromwell (Britten)
eða í E1 vito (Obradors). Af Lieder
lögunum voru Gruss eftir Mend-
elssohn og öll lögin eftir þá Schubert
og Wolf stórkostlega vel flutt og
hápunktur tónleikanna.
Jón Ásgeirsson
/
Sigríður Ella
Magnúsdóttir
Gerrit
Schuil
Amerísku heilsudýnurnar
Mikið úrval af
Ameriskum
rúmgöflum og
svefnherbergis-
húsgögnum
íslensku, Amerísku og
Kanadisku Kírópraktorasamtökin
setja nafn sitt við og mæla með
Springwall Chíropractic
1 yinrúnö-
Nú er upplagt
að fá sér miða
og vera með I
á föstudag
ag hOtjðU SVO'.
Mundu...
Skafðu fyrst og horfðu svo!
...að skila afrifunni af Happ í Hendi
miðanum á næsta sölustað ef þú
færð þrjú merki Sjónvarpsins.
Þá áttu möguleika á fjölda vinninga
í þættinum hjá Hemma og hver
veit nema þú takir þátt í risaskafinu
og vinnir
uÁBaasm
milljón króna.
wmw
Fylgstu með Happ í Hendi leiknum
á Rás 2 alla virka daga milli kl. 11 og 12.
Þar áttu líka kost á vinningum.
IhJejlectric
japiss
Happ I Hendi f*st í næstu sjoppu
og á bensínstö^vum um land allt.