Morgunblaðið - 21.03.1996, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Óupplýst úthlutunarnefnd
eigin heimsku og þvermóðsku. í
framhaldi af því var krafa mín stað-
fest af stjórn sjóðsins án þess að
leitað væri eftir frekari rökstuðningi
af minni hálfu enda ekki ástæða til
þar sem öll gögn mín lágu fyrir og
ÞANN 13. desember 1993 þurfti
ég, undirritaður, að leita til umboðs-
manns Alþingis með mál sem varð-
aði úthlutunarnefnd Iðju, félags
verksmiðjufóiks, og stjórn Atvinnu-
leysistryggingarsjóðs. Ástæðan var
sú að þann 20. janúar sama ár var
réttur minn til atvinnnuleysisbóta
felldur niður hjá Iðju, auk þess var
stjórnsýsluréttur um andmælarétt
brotinn á mér. Rökin fyrir ákvörðun
úthlutunarnefndar Iðju að fella nið-
hr bótarétt minn voru þau að ég
átti að hafa hafnað vinnutilboði fyr-
ir milligöngu Iðju, sem mér bauðst
ásamt 8 öðrum Iðjufélögum. í vinn-
utilboðinu var skýrt tekið fram að
svara ætti „strax“ og hafa ætti sam-
band við tiltekinn verkstjóra og
hafði ég samband við hann samdæg-
urs. í framhaldi af því hafði ég sam-
band við Hildi Kjartansdóttur,
starfsmann hjá Iðju, og lét hana
vita að ég hefði sinnt umræddu vinn-
utilboði en tjáði henni jafnframt að
ég væri ósáttur við hvemig að
vinnutilboðinu væri staðið og áttum
við nokkur orðaskipti út af því.
Þann 3. febrúar 1993 ætlaði ég
svo að sækja bætur mínar hjá Iðju
þar sem ég hafði ekkert heyrt meira
í sambandi við vinnuna. Ég hitti þar
fyrir umræddan starfsmann hjá Iðju
sem upplýsti mig um það að ég
hefði ekki sinnt vinnutilboði og þar
af leiðandi hafnað vinnu. Ég sætti
mig ekki við afgreiðslu mála og leit-
aði til stjórnar Atvinnuleysistrygg-
ingarsjóðs þann 8. febrúar sama ár,
þar sem ég kærði framangreinda
afgreiðslu. Þann 1. mars tók stjóm-
in mál mitt til meðferðar og stað-
festi úrskurð úthutunamefndar Iðju
-um niðurfellingu bóta. Vísar stjórn-
in þar til 21. gr. laga um hverjir
eigi ekki rétt til atvinnuleysisbóta:
Starfsmenn stéttar-
félaga og úthlutunar-
nefnda þurfa, að mati
Baldvins Þórs Jóhann-
essonar, að kynna
sér betur lög og
reglugerðir.
„Þeir sem neita starfi sem býðst
fyrir milligöngu vinnumiðlunar eða
á annan sannanlegan hátt, enda sé
vinnan heimil að lögum og laun fyr-
ir hana og starfskjör öll í samræmi
við gildandi kjarasamninga."
í einu orði sagt alveg fáránleg
niðurstaða stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingarsjóðs þrátt fyrir að hafa
vottorð frá Vinnumiðlun Reykjavík-
ur og staðfestingu á að ég hafi aldr-
ei hafnað vinnu. Ég sætti mig ekki
við úrskurð stjórnarinnar og þó ég
hafí reynt að koma málum mínum
á framfæri hjá Iðju og Atvinnuleys-
istryggingarsjóði um að taka mál
mitt til endurskoðunar, þá var því
hafnað i ljósi þess að úrskurður
stjórnar sjóðsins væri endanlegur
og þar við sæti. Framkoma sumra
starfsmanna hjá Iðju var auk þess
forkastanleg og ekki mannsæm-
andi; þar á meðal Hildur Kjartans-
dóttir, sem bar mig röngum sökum,
þrátt fyrir að hafa vitað að ég hefð
sinnt umræddu vinnu- tilboði. Það
er alveg furðulegt hvað einn starfs-
maður stéttarfélags getur notfært
sér stöðu si'na og haft svo mikil
áhrif á gang mála eins og raun ber
vitni í máli mínu, ein- göngu vegna
þess að við lentum í orðaskiptum
BIODROGA
Lífrænar
Engin auka ilmefni.
BIODROGA
OPIÐ
UM HELGAR
TIL KL. 21
Skólavöröustíg 8b.
KYNNING I NESAPOTEKI, EIÐISTORGI,
föstudaginn 22. mars'kl. 14-18.
MIKILL AFSLATTUR
Happdrætti - ókeypis húðgreining
Nýtt
greiðslukortatimabil.
Vandamálalaus.nir:
Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur -
glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð húð.
Við ráðleggjum og lögum það sem hægt er.
og að ég var ekki sáttur
við gang mála. Það er
mjög slæmt til þess að
vita að félagsmaður,
sem beittur er órétti af
stéttarfélagi sínu, verði
bara að sætta sig við
það og hreinlega að
hneigja sig og beygja
til að eiga ekki á hættu
að verða traðkaður nið-
ur í svaðið.
Ég leitaði því til um-
boðsmanns Alþingis
með málið og í fram-
haldi af því ritaði um-
boðsmaður Alþingis
bréf, þann 31. janúar
1994, til stjórnar At-
Baldvin Þór
Jóhannesson
vinnuleysistryggingar- sjóðs og ósk-
aði eftir því að stjórn sjóðsins skýrði
afstöðu sína vegna meðferðar máls-
ins og úrskurð hans og skilgreindi
málefnaleg rök vegna þess. Nokkrar
ítrekanir frá umboðsmanni Alþingis
þurfti þar til svar barst frá stjórn
sjóðsins. Mál mitt var í framhaldi
af því á dagskrá stjórnar sjóðsins
þann 31. október 1994, þar varð
sama niðurstaðan, ég hafði hafnað
vinnu. Þann 14. nóvember gafst
mér kostur á að koma fram með
athugasemdir til umboðsmanns Al-
þingis vegna niðurstöðu stjórnar
sjóðsins og sendi ég þær þann 18.
nóvember 1994.
Álit umboðsmanns Alþingis um
mál mitt var það að mér hafí ekki
verið gefinn kostur á því að koma
fram andmælum við greinargerð
úhlutunamefndar Iðju eða að koma
að frekari upplýsingum um málsat-
vik og er málsmeðferðin gagnrýnd,
þar sem greinargerðin byggði að
stómm hluta á frásögn eins starfs-
manns úthlutunamefndarinnar.
Auk þess láðist stjórn sjóðsins að
sjá til þess að aflað yrði vottorðs
frá vinnumiðlun Reykjavíkur um
atvinnuleysi mitt og hafí stjórn At-
vinnuleysistryggingar-
sjóðs ekki vandað með-
ferð málsins sem skyldi
og ekki lagt fullnægj-
andi grundvöll að þeirri
ákvörðun að staðfesta
synjun úthlutunar-
nefndar Iðju um
greiðslu atvinnuleysis-
bóta til mín. Er þetta
lýsandi dæmi - um
óheiðarleg vinnubrögð.
Þann 15. ágúst 1995
var niðurstaða um-
boðsmanns Alþingis
sú, að undirbúningur
að þeirri ákvörðun
stjórnar Atvinnuleysis-
tryggingarsjóðs, að
staðfesta synjun úthlutunarnefndar
Iðju, hafi verið ófullnægjandi og að
stjórn sjóðsins ætti að taka mál
mitt til meðferðar á ný.
Þann 23. ágúst sendi ég stjórn
Atvinnuleysistryggingarsjóðs kröfu
um að mál mitt yrði tekið til með-
ferðar á ný og þar óskaði ég eftir
því að ég fengi þær bætur sem ég
átti inni frá þeim tíma er bótaréttur
minn var að ófyrirsynju felldur nið-
ur og til þess tíma er ég fékk vinnu.
Stjórn sjóðsins tók kröfu mína fyrir
á fundi sínum þann 11. september
og bókaði eftirfarandi: „Stjórnin vís-
ar málinu til úthlutunarnefndar Iðju
og óskar eftir að nefndin taki af-
stöðu til máisins." Þann 25. október
sendi ég ítrekun varðandi kröfu
mína til stjórnar sjóðsins þar sem
ég hafði ekkert heyrt um framgang
mála. Þann 18. desember fékk ég
loks bréf frá Atvinnuleysistrygging-
arsjóði þess efnis að afgreiðsla máls-
ins hefði dregist vegna þess að út-
hlutunarnefnd Iðju hefði neitað að
úrskurða í málinu og vísað því aftur
til stjórnar sjóðsins. Úthlutunar-
nefnd Iðju hunsaði þannig álit um-
boðsmanns Alþingis og fór ekki að
lögum. Undirstrikaði hún þannig
staðfesti það óréttmæti fyrri úr-
skurðar. Einnig var á það bent að
vinnutilboðið væri ekki frá vinnum-
iðlun eins og lög gera ráð fyrir.
Jafnframt var sent erindi til úthlut-
unarnefndar Iðju þar sem henni er
falið að greiða mér bæturnar og
minnt á að hlýta ákvæðum stjórn-
sýslulaga og fyrirmælum stjómar
Atvinnuleysistryggingarsjóðs.
Þann 20. desember 1995 hafði
ég samband við Iðju, mann að nafni
Garðar og innti hann eftir þeim
bótum sem ég átti inni hjá þeim.
Hann tjáði mér að hann kannaðist
ekkert við bætur til mín og hann
vissi ekkert um kröfu þess efnis.
Ég hafði samband við lögmann
stjórnar Atvinnuleysistryggingar-
sjóðs sem aðstoðaði mig við að koma
skilaboðum til Iðju um kröfu mína
og að mér yrðu greiddar bæturnar.
í ljósi þessarar þrautagöngu
minnar um að fá þennan óréttmæta
úrskurð úthlutunarnefndar Iðju leið-
réttan, sem tók mig 3 ár, er mér
spurn: Eru starfsmenn úthlutunar-
nefnda svo óupplýstir um lög og
reglur eða eru þeir bara svona full-
ir af þvermóðsku?
En þar sem um aðeins eitt starf
var að ræða skv. vinnutilboðinu, sem
upphaflega kom öllu þessu af stað,
og við vorum 8 sem fengum það
og áttum að svara strax, og miðað
við það „vesen“ sem ég hef þurft
að ganga í gegnum, þá er mér spurn:
Hvað varð um hina 6 sem ekki fengu
vinnu? Skyldu þeir hafa fengið sömu
útreið og ég?
Mér sýnist að svo virðist sem
kominn sé tími á það að starfsmenn
þess stéttarfélags og úthlutunar-
nefndar, sem hlut eiga að máli,
kynni sér betur lög og reglur og
sæki námskeið í umgengni og
mannlegum samskiptum.
Höfundur er bifvélavirkjanemi.
Skyldur og
ábyrgð bílasala
sali skal staðfesta að fullnægjandi
ástandslýsing sbr. 1. mgr. fylgi öku-
tæki...). í fyrrnefndri Okuþórsgrein
var Vignir spurður hvort hann væri
tilbúinn að gefa skriflega upplýs-
ingar um að logið hefði verið að
honum. Svar Vignis var: „Svo fram-
arlega sem ég get verið öruggur
um að það bitni ekki á mér, þá
í GREIN Vignis Arnarsonar, lög-
gilts bifreiðasala, í Morgunblaðinu
21. desember sl. er eftirfarandi til-
vitnun í lög nr 69/1994: „Bifreiða-
sali skal afla upplýsinga sem stað-
festar skulu skriflega af seljanda,
um akstur og ástand ökutækis.“
Síðan segir orðrétt í grein Vignis:
„Þetta er túlkað þannig að ef eig-
andi hefur tekið upp vél og/eða gír-
kassa og á ekki nótur fyrir því, og
hlutirnir bila, þá eigi að vera hægt
að krefja bifreiðasalann um bætur.“
Þetta er ekki rétt hjá Vigni. Bif-
reiðasalinn ber ekki ábyrgð á
viðgerðinni heldur ber hann
ábyrgð á því að allar þær upp-
lýsingar, sem eru forsenda
kaupanna, séu til staðar og
undirritaðar af seljanda, en
slíkt er þó ekki alltaf fyrir
hendi, eins og gerðist í máli því
sem var til umijöllunar í Öku-
þór 4. tbl. 1995. í umfjöllun
Ókuþórs, sem var greinileg
kveikja að fyrrnefndri grein
Vignis í Morgunblaðinu, var
sagt frá kaupum á notuðum
jeppa. Á söluskilti í glugga bíls-
ins stóð að bæði vél og gír-
kassi væru nýupptekin og að
nótur fylgdu. Síðar kom í ljós
að svo var ekki.
Bílasalar bera ekki
ábyrgð á gerðum
eða frásögnum
annarra, segjaÆvar
Friðriksson og
Stefán Ásgrímsson,
í grein þessari.
Ævar Friðriksson
Stefán Ásgrímsson
geri ég það. Ef seljandinn hins veg-
ar segir, - þetta er bara lygi í bíla-
salanum, - þá stendur orð á móti
orði og hver á þá að bera ábyrgð-
ina?“
En hér er einmitt mergur máls-
ins: Ef bílasalinn hefði haft upplýs-
ingarnar staðfestar skriflega af selj-
andanum, hefði verið hægt að lög-
sækja seljanda, eða kaupandi hefði
náð fram rétti sínum á annan hátt
ef um svik hefði verið að ræða.
Að framansögðu er ljóst að bif-
reiðasalinn ber ekki ábyrgð á því
sem aðrir segja, eða þeim
göllum sem geta leynst í bif-
reiðuhi, en hann á að sjá til
þess að ferilskrá liggi frammi
og staðreyna að ekki hvíli
veðbönd á bifreiðinni og að
allar ástandsupplýsingar séu
skriflega staðfestar af selj-
anda. Einnig ber að vara
sérstaklega við því ef um er
að ræða tjónabifreið, vegna
þess að þær bifreiðar hafa
verulega annmarka í sölu,
m.a. þá að bifreiðaumboðin
vilja ekki kaupa slíkar bif-
reiðar, (t.d. vegna uppítöku
í verð nýrrar). Bifreiðasalar
eru að sjálfsögðu ábyrgir
fyrir þeim tjónum sem við-
Nokkru eftir kaupin brotnaði gír-
kassinn í bílnum og fljótlega eftir
að búið var að gera við hann bilaði
vélin einnig. í umfjöllun Ökuþórs
um málið er haft orðrétt eftir Vigni:
„Ég segi við þig eins og ég hef sagt
við lögmann FÍB, að ef einhver kem-
ur hér inn og lýgur að mér um eitt-
hvað þá liggur það alveg ljóst fyrir
að ég ætla ekki að bera ábyrgð á
þeirri lygi.“
Skrifleg stað-
festing seljanda
Það er ekki ætlast til þess að
bifreiðasalar beri ábyrgð á gerðum
eða frásögnum annarra, en þeir eiga
að sjá til þess að seljandi staðfesti
skriflega þær upplýsingar sem hann
lætur frá sér og áhrif hafa í sam-
bandi við bifreiðakaup. (Lög
69/1994, 4. gr. 2. mgr. - Bifreiða-
skiptamenn þeirra „kunna að verða
fyrir vegna ásetnings eða gáleysis
bifreiðasala," eins og segir í 3. gr.
4. tölulið laga um sölu notaðra öku-
tækja.
Ævar Friðriksson er tækniráð-
gjafi FÍB, Féiags íslenskra bif-
reiðaeigenda og Stefán Ásgríms-
son er ritstjóri Okuþórs, félags-
blaðs FÍB.