Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 38
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR VIÐEYJARSTOFAI fyrir smærri og stærri hópa Q)(c) Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna, starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin, félagssamtökin og alla hina hópana. GÍ)(9 (hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður veitingastaður. Par svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var. q)(9 Má freista ykkar með ævintýralegri ferð f og sælkeramáltíð á góðu verði? f Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti. || q)(9 Upplýsingar og borðapantanir í símum 562 1934 og 552 8470. I Nokkur orð um Blöndu- virkj unar samninginn (Leikur kattarins að músinni?) ÁRIÐ 1982 gera Rafmagnsveitur ríkisins hinn svokallaða „Heiðar- samning“ við eigendur Eyvindar- staðaheiðar og Auðkúluheiðar, við misjafna hrifningu hjá íbúum svæð- isins, þótt ekki sé mei.ra sagt. Grein 5 í áðurnefndum samningi er eingöngu um uppgræðslu, sem í ljósi íslenskra iaga hefði ekki þurft að semja um, þar sem sá sem eyðir gróðri á að skila honum aftur með uppgræðslu. En bændunum þótti vænt um heiðarnar sínar, enda höfðu þær styrkt búsetu á svæðinu gegnum aldirnar, og þeir lögðu áherslu á að öruggt væri að reynt væri að bæta fyrir þá stóru fórn, sem þar var færð með því að sökkva algrónu landi undir miðlunarlón. Uppgræðslan á Eyvindarstaða- heiði hefur tekist vel, miðað við þær forsendur sem eru, en ljóst er að uppgræðsla á melum, sem standa hátt kemur seint í staðinn fyrir vall- lendisbakkana með Galtará, eða með öðrum orðum fyrir hluta af sterk- asta gróðrinum á Eyvindarstaða- heiði. 11. grein samningsins tekur á réttindum á heiðinni og þær efa- SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Sérútgáfa um Suburnesin Miðvikudaginn 27. mars nk. mun sérblaðið Úr verinu fjalla sérstaklega um sjávarútveg á Suðurnesjum sem farið hefur vaxandi síðastliðin ár. Þar verður m.a. litið á landaðan afla í helstu verstöðvum Suðurnesja síðustu 10 árin, þróun og fjölgun fiskvinnslustöðva, fullvinnslu sjávaraflans o.fl. Auk þess verður umfjöllun um stærsta fiskmarkað landsins, Fiskmarkað Suðurnesja, útflutning á ferskum fiski, nýjungar í fiskumbúðum, viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til klukkan 12.00 mánudaginn 25. mars. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Agnes Arnardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins! semdir sem RARIK hafði um þau. Utdr. úr henni: „Að því er varðar Eyvindarstaðaheiði telja hrepparnir austan Blöndu til fullkomina eignarréttinda að henni samkvæmt afsali frá Hannesi Péturssyni á Skíðastöðum, eins og hann hafi eignast hana með þinglýstum kaup- samningi og afsali dags ll.feb. og 30. ág. 1897 frá Kristjáni Gíslasyni á Sauðárkróki. Afsalið frá Hannesi er talið glatað að svo stöddu. Virkjunaraðili vefengir ekki að kaup- in hafi átt sér stað, þannig að hrepp- arnir séu núna eigendur að þeim réttindum, sem rekja megi til kaup- samningsins og afsalsins, en bendir jafnframt á að ekki sé ljóst sam- kvæmt almennum reglum að virkj- unarréttindi fylgi þeim rétti.“ Það afsal sem hér er rætt um hljóðar nákvæmlega eins og önnur afsöl fyrir landi. (Selt með gögnum og gæðum.) Nú voru heimamenn ákveðnir í að styrkja stöðu sína gagnvart eign- arrétti á Eyvindarstaðaheiði og var lögmaðurinn Guðmundur Pétursson ráðinn til að haida á eignarréttar- máli fyrir hönd hreppanna þar sem skjöl um framsal Hannesar Péturs- sonar til hreppanna virtust glötuð. í það var lögð mikil vinna að safna gögnum og skjölum. Málið var síðan flutt fyrir dómþingi á Blönduósi 8. sept. 1988. Á því dómþingi skeði sá óvænti atburður að upp úr tösku hjá einum heimaaðila kom hinn gamli kaup- samningur, því enn var verið að leita aðskjölum. í framhaldi af því leystist dóm- þingið upp. Sá kaupsamningur sem kom fram á dómþinginu tekur á landakaupum þriggja hreppa. Seyluhreppur og Bólstaðarhiíðarhreppur kaupa Ey- vindarstaðaheiði en Lýtingsstaða- hreppur leggur fram bil félagseignar lögbýlið Kóngsgarð og Háutungur úr heimalandi Stafns, sem hreppur- inn hafði keypt af Eyjólfi Hanssyni bónda í Stafni. Er það sérkennilegur gjörningur að leggja þessi lönd til sameignarfélags ef samskonar eign- arréttur er ekki fyrir hendi og mikið vanmat á forvera okkar, en í sömu mund þykjast menn sækja rök í Grágás. Hvers vegna voru fossar undanskildir þegar Auðkúluheiði var seld á svipuðum tíma ef virkjunar- réttur fylgir ekki þessum landar- eignum? Matsnefnd eru falin mörg verk- efni í áðurnefndum samningi, má þar nefna að meta bætur vegna virkjunarréttinda og hefur hún dæmt bætur vegna þeirra. Voru þær bætur greiddar út til jarðeigenda í Blöndudal, samkvæmt eðli málsins, en þá kom í ljós að Landsvirkjun viðurkenndi ekki eignarrétt hrepp- anna á þeim rétti, vegna Eyvindar- staðaheiðar. I framhaldi af því var hafið nýtt eignardómsmál. Var það rekið fyrir Erla Hafsteinsdóttir mál hefur Dómþingi Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Var málinu þar vísað frá, á þeim forsendum að þau plögg sem sanni eignarrétt á landinu lægju fyrir og Hæsti- réttur staðfesti þá frá- vísun. Þriðja málið var síð- an flutt núna í nóvem- ber eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, og sá dómur hefur fallið þannig í Héraðsdómi að hrepparnir eigi aðeins notkunarrétt þar eða beitarrétt og veiðirétt í vatni. Bæði þessi síðari lögmaðurinn Jónatan Sveinsson flutt fyrir hönd hrepp- anna. Nú hef ég rætt við nokkra lög- fróða menn, hvort tvennskonar eign- arréttur væri á landi, sem væri þing- lesin eign með gögnum og gæðum, en enginn hefur kveðið upp úr með það. Þetta mál er búið að taka það langan tíma að mælirinn er að verða fullur og kostnaður fyrir þá hreppa sem hafa þurft að standa í þessum málarekstri mikill og enn er eftir Það er sérkennilegt að ríkisfyrirtæki geri svo lélegan samning, segir Erla Hafsteinsdóttir, að ekki sé talið eðlilegt að standa við hann. að fá afgreiðslu Hæstaréttar á mál- inu. Að mínu mati hlýtur þó að vera hægt að sækja þann kostnað til Landsvirkjunar, þar sem virkjunar- aðilinn er orsakavaldurinn í öllum þessum málatilbúnaði. í nýbirtum Héraðsdómi kemur fram að í málflutningi lögmanns Landsvirkjunar hafi verið vísað til mikils kostnaðar vegna samninga við eignaraðila Eyvindarstaðaheiðar og er þar efst á blaði uppgræðsla,. Eins og áður sagði lít ég svo á að það sé eðlilegur virkjunarkostnaður. Einnig voru þar nefndar rannsóknir á stöðu veiðimála. Er það ekki eðli- legur þáttur í virkjun á traustri lax- veiðiá að kanna stöðu lífríkis henn- ar, vegna bótaskyldu virkjunaraðila? Finnst mönnum þetta eðlilegur málflutningur! Það er sérkennilegt að ríkisfyrirtæki gera svo slæman samning að ekki sé talið eðlilegt að standa við hann og kostnaður vegna hans sé notaður sem rök í málflutn- ingi gegn samningsaðila fyrir rétti. Fjölmiðlaáróður af þessum toga hefur líka glumið í eyrum manna til þess eins að sverta stöðu bænda hjá almennum borgurum landsins. Harma ég að menn skuli telja sig knúna til slíks málatilbúnings. Höfundur er oddviti Blönduhlíðar- hrcpps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.