Morgunblaðið - 21.03.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 47
Frumvarp um
vinnulöggjöf
1/3 félaga
þarf til að
fella miðl-
unartillögu
í KYNNINGU félagsmálaráðuneyt-
isins á frumvarpi um um stéttarfé-
lög og vinnudeilur, sem greint var
frá í Morgunblaðinu í gær, er villa
í útskýringum á afgreiðslu miðlun-
artillögu sáttasemjara. Þar segir að
tillaga sé felld ef mótatkvæði eru
að lágmarki 17%. Hið rétta er að
frumvarpið kveður á um að til að
fella miðlunartillögu þurfi meiri-
hluta greiddra atkvæða og þriðjung
atkvæða samkvæmt atkvæða- eða
félagaskrá. Þessi regla gildir óháð
því hvort sem um póstkosningu er
að ræða eða ekki.
Þetta þýðir að ef atkvæða-
greiðsla er haldin um miðlunartil-
lögu í t.d. 1.000 manna félagi þarf
a.m.k. þriðjungur félagsmanna að
vera á móti eða 334 til að fella til-
löguna og einnig er áskilið að meiri-
hluti þeirra sem taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni séu henni andvíg-
ir til að tillagan verði felld
Helmingur atkvæða nægir skv.
gildandi lögum
Samkvæmt núgildandi lögum er
krafist 35% þátttöku um afgreiðslu
miðlunartillögu og nægir helming-
ur greiddra atkvæða til að fella
tillöguna. í nýjasta tölublaði Vinn-
unnar, blaðs Alþýðusambandsins,
er ofangreind regla frumvarpsins
gagnrýnd og tekið dæmi af 1.000
manna félagi sem héldi atkvæða-
greiðsiu um miðlunartillögu þar
sem kosningaþátttaka væri 60%.
Ef úrslit verða þannig að nei segja
332, eða 55,33%, já segja 238 eða
39,66% og auðir seðlar eru 30 eða
5%, þá er tillagan felld skv. núgild-
andi lögum með 58,25% atkvæða
þeirra sem afstöðu tóku gegn
41,75%. Skv. frumvarpinu teldist
miðlunartillagan hins vegar sam-
þykkt þar sem mótatkvæðin ná því
ekki að vera a.m.k. þriðjungur fé-
lagsmanna.
Erindi um
náttúrufriðun
og friðlönd
SIGRÚN Helgadóttir, líffræðingur,
heldur erindi fimmtudaginn 21.
mars í stofu 101 í Lögbergi og
hefst það kl. 20.30. í erindinu mun
hún íjalla um náttúrufriðun og frið-
lönd.
Sigrún er með mastersgráðu í
»þjóðgarðafræðum“ frá Edinborg-
arháskóla. Hún hefur starfað sem
landvörður og starfar nú hjá Nátt-
úruverndarráði. í erindi sínu mun
Sigrún fjalla um friðlönd, náttúru-
friðun, náttúruvernd og skilgrein-
ingar á ýmsum hugtökum sem
tengjast þessu viðamikla og mikil-
væga efni. Hún mun ræða um
skipulag innan friðlýstra svæða
hérlendis og segja frá tilgangi ein-
stakra friðlýsinga.
Ráðstefna
um húsnæðis-
kerfið
HÚSNÆÐISKERFIÐ. Miklir pen-
ingar - lítill árangur? er heiti hús-
næðisráðstefnu sem Samband
ungra sjálfstæðismanna gengst fyr-
ir í dag, fimmtudag, í Kornhlöðunni
við Lækjarbrekku kl. 16.30.
Eftirtalin erindi verða flutt:
Magnús Árni Skúlason, hagfræð-
ingur: Er sjálfseignarstefnan liðin?
- Úttekt SUS á húsnæðiskerfinu.
FRÉTTIR
Biðstofa fyrir bömin
ENDURBÆTT röntgenstofa
með biðstofu fyrir börn var
opnuð á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur síðastliðinn fimmtudag.
Markmiðið er að gera börnum
heimsóknir á röntgendeildina
léttbærari. Leitað var til
Sjóvá-Almennra eftir stuðn-
ingi og gaf fyrirtækið tvo raf-
bíla sem Jón Ellert Jónsson
smíðaði. Fá börnin að aka bíl-
unum þegar deildin er heim-
sótt. Við opnun deildarinnar
var frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, viðstödd og
þeir Kasper, Jesper og Jónat-
an fluttu atriði úr Kardi-
mommubænum.
Þórhallur Jósepsson, formaður hús-
næðisnefndar Sjálfstæðisflokksins
og stjórnarmaður í Húsnæðisstofn-
un: Hvað á að gera við 15 milljarða
eigið fé byggingarsjóðs ríkisins?
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum: Félagslega kerf-
ið, nýjar lausnir. Guðlaugur Þór
Þórðarson, formaður SUS: Skatta-
afsláttaleiðin, hugmyndir Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna.
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri íslandsbanka: Hvenær fer
húsnæðiskerfið yfir í bankana? Árni
Gunnarsson, aðstoðarmaður félags-
málaráðherra: Viðhorf nýs félags-
málaráðherra.
Á eftir erindinu verða pallborðs-
umræður. Fundarstjóri verður Hall-
dóra Vífilsdóttir og stjórnandi pall-
borðsumræðna Jóhanna Vil-
hjálmsdóttir.
Sparisjóðirnir
styrkja
Jafningja-
fræðsluna
SPARISJÓÐIRNIR hafa styrkt
Jafningjafræðslu framhaldsskóla-
nema við gerð kynningarþáttar um
fíkniefnavandann. Þátturinn hefur
þegar verið sýndur á þremur sjón-
varpsrásum, m.a. fyrir framhalds-
skólanema sl. föstudag. Þættinum
verður dreift á myndbandi til allra
framhaldsskóla og í 10. bekk
grunnskóla. Styrkur Sparisjóðanna
samsvarar heildarkostnaði við gerð
þáttarins_ eða um einni milljón
króna. Á myndinni eru Magnús
Árnason, Jafningjafræðslunni, og
Ólafur H. Guðgeirsson, markaðs-
stjóri Sparisjóðanna, að ganga frá
samningi um kostun þáttarins.
Sex styrkir úr
af höfuðstólnum, sem varðveittur
er í Noregi, varið til að styrkja
hópferðir Islendinga til Noregs.
Styrkir voru fýrst veittir úr sjóðn-
um 1976 og fór nú fram tuttugasta
úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins
var að þessu sinni 595.134,48.
Styrkumsóknir voru 39 en sam-
þykkt var að styrkja eftirtalda aðila:
Lúðrasveit Tónskóla Vestur-
byggðar, Samkór Suðurfjarða,
Stöðvarfirði, íslandsdeild AIESEC,
barnakór og fermingarböm við
Bakkagerðiskirkju í Múlaprófasts-
dæmi, hóp norskumælandi nem-
enda í grunnskóla Reykjavíkur og
Nordklúbbinn, æskulýðsdeild Nor-
ræna félagsins.
Aðalfundur
og Alexander
Nevskí í MÍR
AÐALFUNDUR félagsins MÍR
verður haldinn í félagsheimilinu
Vatnsstíg 10 laugardaginn 23.
mars kl. 15, en daginn eftir, sunnu-
daginn 24. mars kl. 16, verður hin
fræga kvikmynd Sergeis Eisen-
steins Alexander Nevskí sýnd í bíó-
salnum.
Mynd þessi var gerð fyrir hart-
nær 60 árum og talin í hópi sí-
gildra kvikmynda. Þetta er söguleg
mynd um Alexander Nevskí, rúss-
neskan fursta sem uppi var á þrett-
ándu öld og varði land sitt fyrir
innrás þýskra riddaraliðssveita. Eis-
enstein samdi tökuhandritið ásamt
Pjotr Pavlenko, aðstoðarleikstjóri
var Vassilijev og Edvard Tisse aðal-
myndatökumaðurinn. Með þessari
kvikmynd hófst samstarf Eisen-
steins og tónskáldsins Sergeis Pro-
kofévs og leikarans Nikolajs Tsérk-
asovs.
Aðgangur að kvikmyndasýning-
um MIR er ókeypis og öllum heim-
ill meðan húsrúm leyfir.
stæðasta ástarsaga kvikmyndanna.
Umfjöllum þessarar kvikmyndar er
nátengd daglegu viðfangsefni SÁÁ,
sem er að hjálpa fólki til að komast
út úr vítahring ofdrykkjunnar,
mönnum á borð við söguhetju
myndarinnar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Myndin hefur verið tilnefnd til
Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir
besta leik aðalleikara og fyrir leik-
stjórn.
Miðasala á frumsýninguna er hjá
SÁÁ, Síðumúla 3—5, og í kaffistof-
unni Mýflugunni, Ármúla 17a. Á
fnimsýningardag er miðasala í
Regnboganum.
Karlakór
Bólstaðarhlíð-
arhrepps í
söngför syðra
BlSndu&si. Morgunblaðið.
KARLAKÓR Bólstaðarhlíðarhrepps
heldur í söngferðalag suður á bóg-
inn nk. föstudag og verður með
tónleika sama dag í Logalandi í
Borgarfirði kl. 16 og Vinaminni á
Akranesi um kvöldið. Daginn eftir,
laugardaginn 23. mars, syngur kór-
in ásamt Húnakórnum, kór Hún-
vetningafélagsins í Reykjavík, í
Seljakirkju kl. 14 og söngferðalag-
inu lýkur svo í Félagsheimilinu Ár-
nesi í Gnúpveijahreppi um kvöldið.
Söngdagskráin er fjölbreytt og
er m.a. sunginn ein-, tví- og þri-
söngur með kórnum. Karlakór Ból-
staðarhlíðarhrepps hefur starfað
óslitið í 71 ár. Söngstjóri er Sveinn
Árnason frá Víðimel í Skagafirði
og undirleikari í söngferðalaginu
verður Peter Wheeler tónlistarkenn-
ari á Skagaströnd.
Kúttmaga-
kvöld Lions-
klúbbs
Grindavíkur
LIONSKLÚBBUR Grindavíkur
heldur sitt árlega sjávarréttakvöld
eða kúttmagakvöld eins og það er
kallað laugardaginn 23. mars nk.
Skemmtunin verður haldin í félags-
heimilinu Festi.
Boðið eru upp á 40 mismunandi
sjávarrétti matreidda af Bjarna Óla-
syni. Þá verða a.m.k. 4 aðilar með
sýningarbása á staðnum. Þannig
verður skemmtunin vörusýning um
leið. Það eru einkum aðilar í stoð-
greinum sjávarútvegs sem sýna.
Svo sem verið hefur er þetta ein
aðalfjáröflun Lionsklúbbs Grinda-
víkur. Húsið verður opnað kl. 18.30
vegna vörusýningarinnar og að-
gangur er 3.500 kr.
Hvatar-
skemmtun í
kvöld
SKEMMTIFUNDUR Hvatar verður
haldinn að Háaleitisbraut 1 í kvöld,
fimmtudagskvöldið 21. mars, og
hefst kl. 20.30. Fundarstjóri er
Rósa Ingólfsdóttir.
Gestur fundarins verður Hjálmar
Jónsson, alþingismáður. Kvennakór-
inn syngur, kynntar verða snyrtivör-
ur úr ávaxtasýrum, þá verður fjölda-
söngur, og léttar veitingar.
■ Grikklandsvinafélagið Hellas
heldur árshátíð sína föstudags-
kvöldið 22. mars í gömlu Rúg-
brauðsgerðinni, Borgartúni 6,
efstu hæð. Þar verður á boðstólum-
hlaðborð með grískum réttum. Pét-
ur Gunnarsson, rithöfundur, flytur
ræðu kvöldsins, Þorsteinn frá
Hamri les eigin ljóð frá Grikklandi
og þá verður stiginn grískur dans
undir stjórn Hafdísar Arnadóttur.
Loks kemur í heimsókn Zorba-hóp-
urinn sem um þessar mundir flytur
í Kaffileikhúsinu gríska söngdag-
skrá. Húsið verður opnað kl. 19 en
tilkynna þarf þátttöku.
Sufturlandsbraut 22,
sfmar 568 8988 og 551 5328.
Opið mán.-fim. kl. 16-18,
föst. kl. 12.30-13.30.
Þjóðhátíðar- Frumsýning
gjöf Norð- til styrktar
manna SAA
ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum SÁÁ hefur verið boðið að njóta
þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðar- tekna af miðasölu á frumsýningu
gjöf Norðmanna. Norska Stórþingið kvikmyndarinnar „Leaving Las
samþykkti í tilefni af ellefu alda Vegas“ í Regnboganum næstkom-
afmæli íslandsbyggðar 1974 að andi föstudag kl. 21.
færa íslendingum eina milljón »»Leaving Las Yegas“ fjallar um
norskra króna að gjöf í ferðasjóð. mann sem ákveður áð drekka sig
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins > hel í Las Vegas. Þar kynnist hann
skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum vændiskonu og úr verður ein sér-