Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 21.03.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Samskiptareglur á vinnumarkaði Frá Guðbirni Jónssyni: í GREINARKORNI sem Þórarinn V. Þórarinsson skrifar í febrúar- hefti Vinnuveitendasambandsins, „Af vettvangi", viðrar hann áhyggj- ur sínar af verkalýðshreyfingunni í landinu. Þjóðin hefur að vísu orðið áþreyfanlega vör við þessa föður- legu umhyggju hans fyrir hinni vinnandi alþýðu á undanförnum árum, einkanlega við gerð kjara- samninga. Þótt við gætum hugsanlega orðið sammála um að verkalýðshreyfing- in sé eitt af vandamálum í þjóðfé- lagi okkar, er svo fjarri því, að við lítum það frá sama sjónarhorni. Ég lít á það sem eitt helsta vandamál okkar á leið til eðlilegs endurgjalds fyrir vinnuframlag, að forysta verkalýðshreyfingarinnar eyðir megninu af starfsorku sinni í inn- byrðis átök, um málefni sem eru Iangt fjarri kaupgjaldi og aðbúnaði fólksins á vinnumarkaðnum. En það er afar mikill misskilningur hjá Þórarni að það sé verkalýðshreyf- ingin sem ber ábyrgð á þeim vinnu- brögðum sem verið hafa hjá stóru fyrirtækjunum okkar, þ.e. fyrir- tækjum í flutningi til og frá land- inu, sem og helstu atvinnugreinum tekjuöflunar. Eg veit nú ekki hvort ég á að vera að vekja athygli hans á því, að í öllum þessum samningum eru tveir aðilar, og verkalýðshreyfingin er aðeins annar þeirra. Hinn aðilinn er Vinnuveitendasambandið, sem alltaf kemur fram undir einni harðri og agaðri miðstýringu, svo sem var í Sovétríkjunum sálugu. Vinnuveitendasambandið hefur því alla tíð haft í hendi sér valdið til þess að gera samhliða samninga, á sama tíma; við öll stéttarfélög sem aðild eiga að starfsrekstri fyrir- tækja í tekjuöflun þjóðfélagsins og flutningum. Það er því fyrst og fremst fyrir skort á hugmyndum og víðsýni hjá VSÍ sem þessi verk- föll hafa verið að tröllríða þjóðfélag- inu_ á undanförnum árum. Áhugi VSÍ virðist meira hafa beinst að því að gera verkalýðshreyfínguna áhrifalitla, frekar en nýta agað miðstýringarafl sitt til þess að forða fyrirtækjum og þjóðfélaginu frá óþarfa vinnustöðvunum og tekj- utapi. Þegar þess er gætt, að þetta eru sömu atferlisþættir og urðu þess valdandi að Sovétríkin liðu undir lok, finnst mér tímabært að VSÍ fari að átta sig á þróuninni og tileinki sér vænlegri starfshætti, fyrirtækjunum og þjóðfélaginu tij heilla. Væri þá ekki ráð fyrir VSÍ að athuga hve stór hluti af vinnu- markaðnum er innan vébanda þess og hvernig þau fyrirtæki framfylgja þeim ákvæðum kjarasamninga og laga, sem nú þegar eru fyrir hendi. Lög eru afar lítils megnug í sið- lausu samfélagi. Náisttök á siðleys- inu, er samningaleiðin vænlegri en lagasetning. Mér sýnist að helstu ítök VSÍ á vinnumarkaðnum séu í starfsgrein- um í tekjuöflun þjóðfélagsins og flutningum, en mikið minni þar fyrir utan. Gerir VSÍ sér ekki grein fyrir því, að sá óheiðarleiki sem viðgengst í starfsháttum margra atvinnu- greina nú þegar, innan og utan ykk- ar vébanda, verður grafskrift sam- taka ykkar innan fárra ára, ef ekki verður snúið frá núverandi þróun? Ef VSÍ halda áfram þessa sömu braut, þ.e. að gera verkalýðshreyf- inguna sem óvirkasta, eina aflið sem vill heiðarleg samskipti við ykkur, en litið framhjá óheiðarleikanum í röðum atvinnurekenda, gangið þið beint í gröfina sem ykkar eigin menn eru að grafa samtökum ykkar. VSÍ þarf að átta sig á því, að helsti óvin- ur þess er ekki verkalýðshreyfingin, heldur óheiðarleiki atvinnurekenda í samskiptum við launafólkið. Sá óheiðarleiki er einnig til hjá fyrir- tækjum innan vébanda VSÍ, eins og ykkur hefur verið gerð grein fyrir, en þið ekki enn brugðist við á neinn hátt. I áðurnefndu greinarkorni Þórar- ins segir hann, um afstöðu formanna landssambanda ASÍ til frumvarps- draga um samskipti á vinnumark- aði: „Það er því óskiljanlegt að for- ystumenn landssambanda ASÍ hafi hafnað samstarfi um breytingar; svipt forystu ASÍ samningsumboði um málið og fjötrað sig fasta í óum- breytanleika þess sem nefnt var þrælalög árið 1938.“ Ef við víkjum fyrst að trúverðug- leika forystu ASÍ, og umhyggju Þórarins fyrir velferð launafólksins, getum við litið til þess fyrirbrigðis sem nefnt hefur verið „launanefnd ASÍ og VSÍ“. Þessari launanefnd hefur verið úthlutað vald sem hvergi á sér stoð í lögum, auk þess sem hún hefur aldrei verið formlega stofnuð. Hún e_r skipuð tveimur aðilum frá ASI, en í henni sitja fimm aðilar frá vinnuveitendum. Engar reglur eru til um atkvæða- greiðslur eða vægi atkvæða, svo gætt sé jafnræðisreglna við at- kvæðagreiðslu. Þegar skipað er í svona nefndir, er það náttúrlega grundvallarregla að það séu jafn- margir einstaklingar frá báðum samingsaðilum sem sitja í nefnd- inni, en að það sé ekki eins og þarna er, að atvinnurekendur hafi at- kvæðavægi upp á 71,44% á meðan launafólk hefur atkvæðavægi upp á 28,56%. Væri VSÍ tilbúið að skipta um hlutverk, að hafa tvo menn í nefndinni á móti fimm frá ASÍ? Ég held ekki. Ætli þetta sé ekki ein af ástæð- unum fyrir því að fólk innan ASÍ, er farið að gera sér grein fyrir því að forysta þess hefur einbeitingu til þess að mæta samstilltum, en oftast frekar illa útfærðum vélbrögðum VSÍ. Slægð VSÍ í því að ata forystu- mönnum verkalýðsfélaga saman, er einnig nokkuð athyglisverð. Einkan- lega vegna þess að menn ganga aftur og aftur í þá sjálfræðifjötra sem þið leggið út. Það er glöggt dæmi um skort á rekstrarþekkingu hjá verkalýðsfélögunum. Ef VSÍ væri nú fáanlegt til þess að leggja jafnmikla orku í að útrýma óheiðarleika hjá atvinnurekendum og það leggur í að gera verkalýðs- hreyfínguna óstarfhæfa, myndi það upplifa það undur, að átta sig á, að í raun eigi það og verkalýðshreyfing- in sameiginlegt heildarmarkmið, þ.e. heilbrigðan vinnumarkað. Slíkt næst bara ekki meðan annar aðilinn sér ekkert annað ráð en að vera hælbít- ur á hinum. Verkalýðshreyfingin hefur fulla þörf fyrir aðstoð VSÍ við að koma atvinnurekendum til þess að fara eftir þeim lögum og settum leikregl- um sem nú þegar eru til. í starfi mínu þarf ég að rukka fyrirtæki um háar íjárhæðir sem svikist var um að greiða fyrir vinnuframlag. Þannig hafa einstakar kröfur farið yfir hálfa milljón. Heildarsvindlið, á árs grund- velli, í þeirri atvinnugrein sem ég starfa við, má áætla að séu mörg hundruð milljónir. Vekja má athygli á því að þetta eru allt tekjur sem væru fyrir ofan skattleysismörk og því skattskyldar að fullu. Er VSI ekki að verða tilbúið til að taka á þessum óheiðarleika með verkalýðs- hreyfingunni, eða ætlar það að dunda sér áfram við að vera hælbít- ur á verkalýðshreyfingunni? GUÐBJÖRN JÓNSSON Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Lífeyrissjóöur Tæknifræöingafélags íslands Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 588-9170. Myndsendir: 560-8910. AÐALFUNDUR Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags Islands 25. mars 1996, kl. 20:00 á Kirkjusandi,-5. hæð. 1. Fundarsetning. 2. Ársreikningur 1995 og skýrsla stjórnar. 3. Kaffihlé. 4. Tillögur um breytingar á reglugerð LTFÍ. 5. Kosning tveggja fulltrúa í stjórn og eins varamanns. 6. Önnur mál. Sjóðfélagar eru hvattir til að mceta á aðalfundinn1. Rekstraraðili: Vecðbréfamarkaður lslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands Augnablik, heilbrigðisráðherra! Frá stjórnarkonum í Lífsvog: SAMTÖKIN Lífsvog eru stofnuð af brýnni nauðsyn og beita sér fyrir því að aðstoða fólk sem telur sig hafa orðið fyrir læknamistök- um hjá „besta heilbrigðiskerfi í heimi“ (ef vitnað er í ummæli heil- brigðisráðherra í sjónvarpinu mánudagskvöldið 11. mars sl.) Á aðeins einu ári hafa leitað til félagsins yfir tvö hundruð manns sem telja að á sér hafi verið réttur brotinn á einn eða annan hátt. Við greiningu á vandamálinu má segja að einkum tvennt standi upp úr: Það fyrsta er að mistök er að heilbrigðiskerfið viðurkennir ekki mistök og því ástæðulaust að leita lausna til að fyrirbyggja frekari mistök, heldur er þögnin valin. Annað er að tiltölulega fámenn- ur hópur lækna er valdur að þeim mistökum sem fólk telur sig hafa orðið fyrir, því fær öll stéttin óorð á sig vegna fárra aðila. Komið hefur fram að mikið er barist um hvern og einn sjúkling og eru hagsmunaaðilar ósparir á meðölin í þeim efnum. Sjúklingurinn verð- ur að geta treyst því að hans hags- munir séu hafðir í fyrirrúmi. Hvaða hagsmunum þjónar það að læknir vinni samfleytt í 36 klukku- stundir? Hvers vegna er ekki hægt að tölvuvæða grunnupplýsingar úr sjúkraskýrslum fólks (kenni- tala, blóðflokkur, heimilislæknir og óþol fyrir lyfjum) svo þær verði aðgengilegar læknum á öllum sjúkrastofnunum landsins? Skráin myndi auðvelda samskipti lækna á milli til hagsbóta fyrir sjúkling- inn. Rétt er að einn aðili (heimilis- læknir) beri ábyrgð á því að hafa yfirsýn yfir sjúkrasögu hvers og eins einstaklings því hann/hún hefur læknisfræðilega þekkingu til að beina fólki í rétta átt. Ábyrgð einstaklings á eigin heilsu og fjöl- skyldu minnkar ekki við það. Sjálfsagt er að fræða almenning um hvaðeina sem snýr að bættu heilbrigði og sjúkdómum. Kynna þeim rétt sinn og upplýsa um þær leiðir sem færar eru hveiju sinni. Brýnt er að samtök eins og Lífsvog fái að vinna að hagsmun- um sjúklinga og landsmanna allra í góðri samvinnu við heilbrigðis- kerfið. Koma þarf á móts við fé- lagið og fylgja eftir þeim ábend- ingum sem koma fram. Það þjón- ar hagsmunum allra að lands- menn hafi traust á heilbrigðis- kerfinu en til þess að það megi verða þarf að taka á umkvört- unarefnum og finna lausnir til framtíðar. Mikið af upplýsinguni sem við höfum undir höndum er á þeim nótum að siðferðilega get- um við ekki tekið þátt í að þau verði þöguð í hel. Fyrir hönd samtakana Lífsvogar, ESTER SVEINBJARNARDÓTTIR, GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR,- í stjóm Lífsvogar. Reyknesingar Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, • I kynnir ný tœkifœri til atvinnusköpunar föstudaginn 22. mars 1996 kl. 12.00 á Flug HóteU, Keflavik. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Ný sending frá 0Jj] creotion madenmisdk Buxna- og pilsdragtir - vesti. Lycra-buxur í 5 litum. Stuttkápur og margt fleira. Frá KS. Klaus Steilmann Selection svart/hvítar pilsdragtir. Svartar síðbuxur, 100% ull. Kvenfataverslunin amtion modemoiselle Laugavegi 97, sími 551 7015.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.