Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skorað á ráðherra að
afnema flutningsjöfniin
SKELJUNGUR hf. hefur skorað á viðskiptaráð-
herra að láta afnema lög um jöfnun á flutnings-
kostnaði olíuvara, en Lagastofnun Háskóla Is-
lands komst að þeirri niðurstöðu að 4. grein
laganna stangaðist á við Samkeppnislög og stað-
festi Samkeppnisráð þá niðurstöðu 22. nóvember
síðastliðinn. Að sögn Árna Ólafs Lárussonar,
framkvæmdastjóra hjá Skeljungi, hefur þess
jafnframt verið farið á leit við Samkeppnisráð
að ráðið taki málið fyrir að nýju þar sem við-
skiptaráðherra hafi enn ekkert aðhafst í málinu
og ekkert bendi til þess að úr því eigi að bæta
á yfirstandandi löggjafarþingi. Finnur Ingólfsson
viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að honum hefði ekki borist áskorun
Skeljungs, en málið hefði verið og væri í skoðun
í ráðuneytinu.
Árni Ólafur sagði að erindi Skeljungs hefði
upphaflega verið sent Samkeppnisráði 4. apríl
1995 og það verið í meðförum til og með 22.
nóvember síðastliðins þrátt fyrir tímaákvæði í
samkeppnislögum um afgreiðsluskyldu ráðsins.
Álit Samkeppnisráðs hefði síðan verið birt við-
skiptaráðherra formlega 8. desember, og þannig
væru nú enn liðnir fjórir mánuðir án þess að á
málinu hefði verið tekið.
Ekkert annað kemur til álita
en að afnema lögin
„Flutningsjöfnunarlögin eru ólög og eru í raun
óviðeigandi í þeirri samkeppnisumgjörð sem olíu-
viðskiptin eru í, en þetta hefur verið álit okkar
um margra ára skeið. Það sem enn þrýstir á um
nauðsyn þess að á þessu máli sé tekið er sá ójöfn-
uður sem leiðir af í raun og veru samruna tveggja
keppinauta okkar þar sem dreifing um 70%
magnsins fer um eina hönd en við höldum um
það bil 30%. Það gefur augaleið að í slíku um-
hverfí hlýtur það að orka mjög tvímælis að leggja
þá kvöð á þann smærri sem hefur búið um sig
með hagkvæmni að hann þurfí að dæla fé úr
rekstri sínum yfír í rekstur stóra aðilans.
Það er ekkert annað sem til álita kemur í dag
miðað við þá breytingu sem orðin er í þessari
samkeppni en að þessi lög verði afnumin. Þetta
á ekkert skylt við byggðastefnu, byggðasjónar-
mið eða staðsetningu viðskiptamanna. Olían er
ekkert öðruvísi en aðrar neysluvörur í landinu
og sömuleiðis fleygir sífellt fram þeirri tækni
sem viðhöfð er við dreifinguna, en þetta kerfi
tekur ekkert tillit til þess,“ sagði Ámi Ólafur.
„ÖLL vinna mín í skólanum í
vetur er í tölvunni og ég á engin
afrit. Þetta kemur sér ekki að-
eins mjög illa í prófum í vor held-
ur einnig næsta vor, þegar ég tek
stúdentspróf," segir Birkir Rún-
ar Gunnarsson, nemi í Verslunar-
skólanum, og landskunnur sund-
kappi, en tölvunni, sem hann
notar í skólanum, var stolið fyrir
skömmu. Birkir er blindur og
tölvan er honum nauðsynleg við
skólastarfið.
Verslunarskólinn leggur Birki
til búnað, tölvu, skjá, prentara
og lyklaborð. Birkir notar lykla-
borð með blindraletri og getur
prentað út á því letri og bókstöf-
um, en textinn birtist einnig með
bókstöfum á skjánum. í páskafrí-
inu var tölvunni sjálfri stolið og
blekhylki úr prentara, en skjár,
Vinna
vetrarins
glataðist
lyklaborð og annað skilið eftir.
Líklegt þykir að hún hafi horfið
úr skólastofunni á 3. hæð Versl-
unarskólans föstudaginn 29.
mars, því fólk sem var á nám-
skeiði í stofunni á laugardag tel-
ur að hún hafi ekki verið þar þá.
„Ég hef því miður ekki tekið
afrit af gögnunum í tölvunni, af
því að það er dálítið mál að taka
slíkt afrit oft,“ segir Birkir. „Ég
verð ekki fyrir fjárhagslegu Ijóni
sjálfur, þar sem skólinn á búnað-
inn, en ég bið þjófinn um að skila
mér tölvunni, harða diskinum
eða afriti af efni hans. Það kem-
ur sér mjög illa að missa allar
glósur vetrarins og ég lendi einn-
ig í vandræðum næsta vor, þegar
ég þarf að lesa fyrir stúdents-
próf.“
Þorvarður Elíasson, skóla-
stjóri Verslunarskólans, sagði að
fengi Birkir ekki tölvuna kæmi
það niður á honum við próf í
vor, því ekki yrði hægt að prófa
hann nema munnlega. Annar
kostur væri sá að sleppa prófum
og meta frammistöðu hans í vet-
ur. Hvorugur kosturinn væri
réttlátur miðað við próftilhögun
hjá öðrum nemendum.
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fegurðardrottning kjörin
HARPA Rós Gísladóttir, 18 ára
Garðbæingur, var kjörin fegurð-
ardrottning Reyhjavíkur í feg-
urðarsamkeppni Reykjavíkur
1996 sem fram fór á Hótel ís-
landi í fyrrakvöld. Harpa Rós var
jafnframt kjörin jjósmyndafyrir-
sæta keppninnar. Talið frá
vinstri á myndinni eru Hrafnhild-
ur Hafsteinsdóttir fegurðar-
drottning íslands 1995, Harpa
Rós Gísladóttir, fegurðardrottn-
ing Reykjavíkur 1996, María
Helga Gunnarsdóttir, sem varð í
þriðja sæti í keppninni, og Berg-
Ijót Þorsteinsdóttir, sem varð í
öðru sæti og jafnframt lqörin
vinsælasta stúlkan í keppninni.
Japanskeppnin í handbolta
Island leikur
um gullið
ISLENSKA landsliðið í handknatt-
leik hefur ekki tapað stigi í átta
þjóða keppninni í Japan og leikur
til úrslita í mótinu árla í dag, sunnu-
dag. ísland mætti Suður-Kóreu í
undanúrslitum í gærmorgun og eft-
ir að hafa verið marki undir í hálf-
leik, 13:12, sneru strákamir leikn-
um sér í hag um miðjan seinni hálf-
leik og unnu 27:24.
„Við áttum erfitt uppdráttar í
fyrri hálfleik og vorum mest fímm
mörkum undir, 12:7, en eftir að við
jöfnuðum 21:21 og náðum svo
tveggja marka forystu ókyrrðust
móthetjamir og við héldum fengn-
um hlut,“ sagði Þorbjöm Jensson,
landsliðsþjálfari, við Morgunblaðið
eftir leikinn. Valdimar Grímsson
gerði sjö mörk, þar af eitt eftir hlé.
Olafur Stefánsson var með fimm
mörk og öll í seinni hálfleik. Aðrir
sem skoruðu vom Róbert Sighvats-
son 4, Davíð Ólafsson 3, Dagur
Sigurðsson 3, Júlíus Jónasson 3/3
og Sigurður Bjamason 2.
Lee Suk-Hyung, verðandi mark-
vörður FH, varði vel fyrir Suður-
Kóreu í fyrri hálfleik.
ísland og Noregur leika um gull-
ið en Noregur vann Bandaríkin
29:18 í hinurti undanúrslitaleiknum.
„Leikir íslands og Noregs hafa ver-
ið jafnir undanfarin ár en við erum
staðráðnir í að sigra,“ sagði Þor-
björn.
Fulltrúi ísfirðinga var ekki kjörinn í aðalstjórn Orkubús Vestfjarða
Isfirðingar gengu af fundi
FULLTRÚI ísfirðinga var ekki
kjörinn í aðalstjórn Orkubús Vest-
fjarða á aðalfundi Orkubúsins á
föstudag, þrátt fyrir það að bæjar-
félagið eigi rúmlega þriðjungshlut
í fyrirtækinu.
Þegar þetta var ljóst gengu full-
trúar ísfírðinga af fundinum, þar
sem þeir töldu ástæðulaust að sitja
hann lengur úr því þetta hugarfar
væri uppi, að sögn Halldórs Jóns-
sonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðis-
manna á ísafirði. ísfírðingar hafa
ekki átt fulltrúa í aðalstjóm fyrir-
tækisins um nokkurra ára skeið og
á aðalfundi fyrirtækisins í fyrra var
fulltrúi þeirra einnig felldur í stjóm-
arkjöri.
Aðalstjórn Orkubús Vestfjarða
er skipuð fímm fulltrúum. Tveir
þeirra eru skipaðir af fjármála- og
iðnaðarráðherra, en hinir þrír eru
kjörnir af sveitarfélögum á Vest-
fjörðum.
Fyrir aðalfundinn á föstudag
komu bæjarfulltrúar á Isafirði sér
einróma saman um að gera tillögu
um Kolbrúnu Halldórsdóttur, bæj-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á
ísafirði, í stjórnina. Sú tillaga hlaut
ekki náð fyrir augum kjömefndar
og töldu Isfirðingar þá að blokk
hefði verið mynduð gegn þeim og
þýðingarlaust væri að láta reyna á
málið í kosningum.
Með ólíkindum
Halldór sagði að það væri með
ólíkindum að ekki væri hlustað á
bæjarstjórn ísafjarðar í þessu sam-
starfi um Orkubúið og aðrir yrðu
að svara fyrir af hveiju það væri
ekki gert. ísfirðingar hefðu verið
óánægðir með ákveðna hluti hjá
fyrirtækinu og hefðu þar af leið-
andi viljað ná þeim áhrifum sem
þeim bæri í stjórn fyrirtækisins.
Eftir kosningamar í hinu nýja
bæjarfélagi í norðurhluta sýslunnar
í vor mun það eiga meirihluta í
Orkubúi Vestfjarða og hafa stjórn-
arkjör í hendi sér.
Forsetaembættið er í
eðli sínu pólitískt
►Viðtal við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra um eðli forsetaemb-
ættisins, störf ríkisstjómarinnar
og ýmis önnur mál. /10
Ekkjuveldið í Asíu
►Þótt virðing fyrir réttindum
kvenna sé ekki einkennandi fyrir
ríkin á Indlandsskaga fara konur
þar víða með völd. /16
Hugvitið í askana látið
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er fjallað um fyrirtækið
Taugagreiningu hf. /22
Tifandi tímasprengja
►Veirusjúkdómur sem barst úr
eldisminkum í villiminka gæti vald-
ið erfiðleikum í loðdýraeldi nú. /20
B
► 1-28
Frjáis í fjallasal
►Jón Haraldsson í Gautsdal þekk-
ir erfiði einyrkjans af eigin raun.
Hann er nágranni huldufólks og
hitti dauðan mann á Sauðárkróki.
/1
Manneskjan frá mörg-
um sjónarhornum
►Matti Ó. Stefánsson hefur rekið
nuddstofu í nokkur ár. Hann er
menntaður í Bandaríkjunum í mál-
efnum hugar og líkama. /2
í fótspor jólasveinsins
á Kili
►Jósef Hólmjárn kom nýlega til
byggða eftir 18 daga viðbufðaríka
gönguskíðaferð yfir landið. /14
FERÐALÖG
► 1-4
Sífellt fleiri vilja taka
á móti ferðamönnum
►Fjölgun hefur orðið á starfsleyf-
um til ferðaskrifstofa og skipu-
leggjenda hópferða um Island. /1
Stefnumótun í ferða-
þjónustu til 2002
►Vinna við stefnumótun í ferða-
þjónustu fyrir A-Skaftafellssýslu
til 2002 er að hefjast. /4
D BÍLAR
► 1-4
Legacy Outback á 3,2
milljónir
►Subaru Legacy Outback er hálf-
gildings jeppi, hærri en Legacy og
með stærri hjólum. /1
Reynsluakstur
►Peugeot 406, rúmgóður, fimm
manna, framdrifinn bíll með góð-
um staðalbúnaði. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reylq'avíkurbréf 26
Minningar 30
Myndasögur 36
Bréf til blaðsins 36
ídag 38
Brids 38
Stjömuspá 38
Skák 38
Fólkífréttum 40
Bíó/dans 42
íþróttir 46
Útvarp/sjónvarp 48
Dagbók/veður 61
Mannlifsstr. 8b
Kvikmyndir llb
Dægurtónlist 10b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
erlendar fréttir-
1&6