Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/4 -13/4. ►DAVÍÐ Oddsson for- sætísráðherra tílkynntí á þingflokksfundi Sjálf- stæðisflokksins að hann yrði ekki meðal frambjóð- enda í forsetakosningum í sumar. Hann segir að það hentí sér betur að sinna störfum sem forsætisráð- herra og líti þannig á að hann sé í miðju kafi þar í verki og vilji ekki hverfa frá þvi. ►ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurtaka mótefna- mælingar gegn alnæmis- veiru hjá á sjötta hundrað blóðgjöfum á Akureyri en komið hefur í Ijós í öðrum löndum að sérstakt próf sem notað hefur verið til mótefnamælinga á rann- sóknarstofu Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar frá i haust er ekki i öllum til- vikum áreiðanlegt. ► SEÐLABANKINN hef- ur lækkað vextí á ríkis- víxlum um 0,75%. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri segir hér um óvenju mikla lækkun af hálfu bankans að ræða. Vaxtalækkun Seðlabank- ans leiddi tíl lækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa og spariskírteina. ►TVEIR menn voru hætt komnir þegar bátur þeirra strandaði á skerinu Hrút- ey á Mjóafirði í ísafjarðar- djúpi. Mennirnir biðu björgunar í tvo tíma á síðu bátsins áður en þeim var bjargað um borð í björg- unarbátinn Daníel Sig- mundsson. ►ÍSLENSK sendinefnd fulltrúa frá markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirlqunar verður í Kína 22.-29. apríl vegna hugsanlegrar byggingar 40 þúsund tonna kínversks álvers hér á landi. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra hefur átt fund með fyrsta varafor- seta kinverska þingsins, Tian Jiyun, um málið. Rússneskur landhelgisbrj ótur VARÐSKIPIÐ Ægir fylgdi rússneska togaranum Dmitríj Pokromovítsj eftir skammt utan við 200 mflna landhelg- ismörkin á Reykjaneshrygg í síðustu viku. Togarinn var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 2,4 mflur innan efnahagslögsögunnar. Um síðir ákváðu islensk stjómvöld að aðhafast ekkert í málinu. Óhætt að auka kvóta DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra seg- ir að í ljósi niðurstöðu togararalls Haf- rannsóknastofnunar virðist óhætt að auka þorskveiðikvóta á þessu fískveiði- ári. Mælingar á stofnstærð þorsks gefa til kynna að veiðistofninn sé um 700 þúsund tonn en fyrir ári mældist hann um 560 þúsund tonn. Guðjón A. Krist- jánsson, formaður FFSÍ, vill auka kvót- ann um 50 þúsund tonn þegar á þessu fiskveiðiári. Athugasemdir frá Evrópuráði SÉRFRÆÐINGANEFND Evrópuráðs- ins gerir athugasemd við að réttur launþega til að standa utan stéttarfé- laga sé ekki tryggður í íslensku vinnu- löggjöfínni. Nefndin átelur einnig að verkfallsrétti opinberra starfsmanna séu settar þrengri skorður hér á landi en félagsmálasáttmálinn leyfí. Knattspyrnusigur unglingalandsliðs UNGLINGALANDSLIÐIÐ I knatt- spymu sigraði á móti 16 landsliða á Ítalíu. Liðið sigraði Slóvakíu í úrslita- leik mótsins, 4:3, eftir vítaspymu- keppni. Þorbjöm Atli Sveinsson varð markakóngur mótsins og Ólafur Gunn- arsson markvörður var valinn besti leikmaður mótsins. ísraelar ráðast á Hizbollah í Líbanon ÞÚSUNDIR íbúa þorpa í suðurhluta Líbanons flúðu heimili sín á föstudag vegna loftárása ísraela, sem voru að hefna flugskeytaárása skæmliða í Hiz- bollah-samtökunum á norðurhluta ísra- els. Hizbollah var að svara fyrstu loft- árásum ísraela á skotmörk í Beirút í 14 ár. ísraelskar herþotur réðust þá á bækistöðvar Hizbollah í úthverfum borgarinnar. íranir og Sýrlendingar fordæmdu aðgerðir ísraela, sögðu þær „hryðjuverk“ sem öll arabaríki þyrftu að sameinast um að stöðva. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, léði á fimmtudag máls á samningaviðræðum til að binda enda á árásimar. Meirihluti Majors að- eins eitt atkvæði ÞINGMEIRIHLUTI bresku stjómar- innar minnkaði niður í eitt þingsæti á fimmtudag þegar íhaldsflokkurinn galt afhroð í aukakosningum í Stafford- shire. Verkamannaflokkurinn jók kjör- fylgi sitt um 22% í kosningunum og leið- togi flokksins, Tony Blair, kvaðst ætla að nöta tækifærið til að leggja fram tillögu um vantraust á stjórnina til að freista þess að koma henni frá. John Major for- sætisráðherra gseti neyðst til að boða til þingkosninga áður en kjörttmabilinu lýkur eftir 13 mánuði bíði flokkur hans annan ósigur í aukakosningum. Mjy'or ► STJÓRNARFLOKKUR Suður-Kóreu tapaði þing- meirihluta sinum í kosn- ingum á fimmtudag, en búist er við að hann getí myndað nýja stjórn með ófiokksbundnum þing- mönnum. Flokkurinn fékk meira fylgi eri honum hafði verið spáð og sljóm- arandstæðingar sökuðu hann um að hafa ýkt hætt- una á innrás Norður- Kóreumanna tíl að styrkja stöðu sína í lok kosninga- baráttunnar. Norður-kór- eskir hermenn höfðu nokkrum sinnum farið inn á hlutlaust belti milli ríkj- anna. ► LI Peng, forsætisráð- herra Kína, og Alain Juppé, starfsbróðir hans í Frakklandi, undirrituðu samninga um viðskipti, sem nema jafnvirði 130 milljarða króna, I París á miðvikudag. Áður hafði Li mótmælt áformum Juppé um að ræða mann- réttindamál í skálaræðu fyrir undirritunina en deilan var leyst með því að ræðunni var sleppt. ► DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tsjetsjníju, kvaðst á þriðjudag vera reiðubúinn að taka boði Borís Jelts- íns, forseta Rússlands, um friðarviðræður með að- stoð milligöngumanna. _____________FRÉTTIR____________ íbúar Jakútíu eru bjartsýnir og sinna uppbyggingu landsins af miklum krafti Fundum okkar þjóðarstolt TRÉN eru alveg eins og heima. Sjáðu, þama er þinur!“ segir Sofía Dmitríjevna Efseeva frá Namtsi í Jakútíu, sem hún horf- ir út um stofugluggann á húsi 135 við Langholtsveg. Með henni er Evdokía Gavrilíena Argunova frá Asima í sama landi, sem heldur hundrað hreindýr,, svín og hænur, enda komin á eftirlaun. Konumar em að heimsækja systur sína og frænku, listakonuna Kjuregej Alex- öndm Argunovu, og fannst engu lík- ara en þær væm aftur á heimaslóð- um, hingað komnar í mitt hretið, daginn fyrir páskadag. Ekki urðu þær minna undrandi stuttu síðar, þegar rigna tók án afláts og lítil blóm stungu upp kolli í garði Kjur- egej Alexöndm við fyrmefnda götu. Lýðveldið Jakútía er í norðaust- urhluta Síberíu og markast að stærstum hluta af vatnasviði stórfljótsins Lenu. Að flatar- máli er Jakútía um það bil 30 sinnum stærri en ísland, Frostið getur farið niður í -64° c og mest- ur hiti getur orðið 40° C. Fróst fer aldrei úr jörðu. Sofía Dmitríjevna og Evdokía Gavr- ilíena eru sestar inn í stofu hjá Kjuregej Alex- öndru og eiga vart orð til að lýsa móttökun- um á íslandi, sem þeim fínnst í meira lagi höfð- inglegar. Sofía Dmitríjevna á að baki ferð til Egyptalands en Evdok- ía Gavrilíena er í sinni fyrstu ferð til útlanda. Steinhús, malbik og snyrtimennska Þegar spurt er hveiju þær hafi einna' fyrst veitt eftirtekt nefna konurnar einum rómi steinsteypt hús, malbikaðar götur og snyrtilegt umhverfí. „Okkur hefur liðið af- skaplega vel, rétt eins og við séum heima hjá okkur. Hér er mikið menningarlíf og tekið hefur verið á móti okkur með miklum rausnar- skap,“ segir Sofía Dmitríjevna. Fyrr um daginn höfðu þær meðal annars heimsótt Bessastaðakirkju þar sem þær báðu fyrir landi sínu og þjóð. Milli þess sem rætt er við fulltrúa Morgunblaðsins fara fram fjörlegar samræður á hljómfagurri jakútísku og inn á milli tyrkneskættaðra orða má greina eitt og eitt rússneskt, sem vekur athygli, þótt það komi kannski ekki ýkja mikið á óvart. íbúar Jakútíu eru um ein milljón, þar af eru Jakútar um 39% og Rússar 45,5?4. Spurt er hvort Jakút- ar hafi áhyggjur af arfleifð sinni í kjölfar aukins fijálsræðis, sem veitt hefur annarri menningu en þeirri rússnesku betra brautargengi, með- al annars gegnum sjónvarp. Sofía Dmitríjevna hefur orð fyrir þeim og segir að nú blómstri menning Jakúta sem aldrei fyrr, þeir séu búnir að fínna sitt þjóðarstolt. „Við erum bjartsýn og reynum að byggja upp okkar þjóðfélag." Jakútar kalla sig Sakha á eigin máli, sem meðal annars þýðir gróska eða framför, og var land þeirra nefnt Lýðveldið Sakha við undirritun sambandssáttmálans 1992. Þá hafa yfírvöld í Jakútíu sett á fót sjóð sem nefnist Endurfæðing þjóðar og nýttur er til að styrkja hæfileikaríka Jakúta, jafnt börn sem fullorðna. Jeltsín vel liðinn í Jakútíu Jakútamir em spurðir hvernig þróun síðastliðinna ára hafí breytt lífi íbúa lýðveldisins. Sofía Dmitríjevna hefur orðið og segir kostina þá að markaðskerfið hafi fest rætur hvarvetna og að einnig sé allt með kyrmm lq'ömm í land- inu. Gallamir séu hins vegar, líkt og annars staðar, dýrtíð, breikkandi bil milli ríkra og fátækra og að sumir þegnar fái engin laun greidd svo mánuðum skipti. Forseti lands- ins, Mikhafl Nikolajev, sem kjörinn var í desember 1991, leggi sig hins vegar allan fram við að verða þjóð sinni að liði. Þá er Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti afar vinsæll í Jakútíu að þeirra sögn. „Jeltsín hefur gert mikið fyr- ir okkur Jakúta,“ segja Sofía Dmitríjevna og Evdokína Gavrilí- ena. „Jakútar fá nú 20% af þeim arði sem gull- og demantsnámur landsins gefa af sér í stað þess að bera ekkert úr býtum og einnig er aukin verknámskennsla þeim Jelts- ín og Nikolajev að þakka,“ nefna þær sem dæmi. Framleiðsla Jakúta fer til Eng- lands, Sviss og Kanada og segja konurnar að demantar Jakútíu séu harðari, hreinni og fallegri á litinn. Jakútar vinna næstmest af dem- öntum á eftir Suður-Afríkumönn- um og þykja gæði þeirra vera far- in að ógna markaðsstöðu sunnan- manna verulega, að þeirra sögn. Þá segja þær aukinn fyölda ungra Jakúta leggja leið til fyrrgreindra landa til að mennta sig og að Kanadamenn hafi byggt heilt þorp steinhúsa í Jakútíu, sem sé til mik- illa bóta. Jakútar búa í bjálkahús- um og þar er ekki hægt að mal- bika vegna sífrera. Krabbamein er algengt Evdokía Gavrilíena fæddist 1932 og fékk árið 1971 orðu frá ríkinu fyrir „hetjudáð í móðurhlutverki“ við að fæða sitt tíunda barn. Orð- una ber hún enn í dag á jakkaboð- ungnum, matj geroína, móðir - hetja. Bömin fæddust eitt af öðru frá 1952-1972 og urðu ellefu tals- ins, fímm stúlkur og sex drengir. Nærri má geta að mikið hafí geng- ið á, eða hvað? „Það var mjög mik- il vinna að ala börnin, sjá um heimil- ið og mjólka kýmar á samyrkjubú- inu og oft erfitt að fæða bömin og klæða í gamla daga,“ svarar Evdok- ía Gavrilíena. Samyrkjubúið naut krafta henn- ar í 30 ár og á fimmtugasta ári fór hún á eftir- laun, eins og tíðkast um kon- ur. Maður henn- ar gegndi starfi gjaldkera hjá svæðisstjórn- inni og færði björg í bú með veiðum að hennar sögn. Lést hann fyrir sex ámm úr blóðkrabba. Segir Evdokía Gavrilíena krabbamein al- gengt í Jakútíu, ræðir það ekki nánar, en mikl- ar kjarnorkutil- raunir vom gerðar neðan- jarðar á þessu landsvæði á ámm áður, að gestanna sögn. Sofía Dmitríjevna fæddist árið 1950 og gegnir starfí skólastjóra iðnskóla í Namtsi, skammt frá höf- uðborginni Jakútsk. Maður hennar er svæðisstjóri og eiga þau tvö böm. Segir hún Jakúta sífellt færast til meiri áhrifa á kostnað Rússa og að kynin sameini krafta sína við að byggja upp nýtt þjóðfélag. Vill hún ekki meina að halli á konur í því samstarfí. Heimsótti hún Iðn- skólann í Reykjavík á dögunum og kynnti sér skólastarfið, sem hún segir afar svipað. Kennsla hófst í skólanum, sem hún stýrði fyrir tveimur ámm, og iýkur Sofía Dmitríjevna lofsorði á leiðtoga Jakútíu og Rússlands fyrir að stuðla að uppbyggingu atvinnuvega lands- ms með þessum hætti. Nemendur í skólanum eru 300 og meðal greina sem hægt er að leggja stund á em skinnasaumur og sútun, tölvufræði, hargreiðsla, gasvinnsla, leirlist, husa- og og húsgagnasmíði. Efdokía Gavrilíena er að lokum ínnt eftir því hvort henni finnist áratuga strit og erfiði vera unnið fyrir gýg og að framlag hennar kynslóðar sé gleymt og grafíð í nýju landi. „Ég er mjög bjartsýn og hugsa alls ekki þannig. Ef þess- ar breytingar hefðu ekki orðið væri ég ekki hingað komin,“ segir hún. Þá sýnir hún gull- og demants- eyrnalokka í þjóðlegum stíl, sem Nikolajev forseti gaf henni fyrir tveimur ámm, fyrir unnin störf, hvorki gleymd né grafin, með öll sín böm og 24 barnabörn. Morgunblaðið/Ásdís EVDOKÍA Gavrilíena Argunova og Sofía Dmitryevna Efseeva frá Jakútíu. I j I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.