Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 6

Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 6
6 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐ árás bandaríska rithöf- undarins Johns Grisham á kvikmyndaleikstjórann Oli- ver Stone í tímaritsgrein og svar Stones í öðru tímariti hafa vakið verulega athygli. Grisham sakar Stone um að ýta undir ofbeldi með hinni umdeildu kvikmynd sinni „Fæddir morðingjar" (Natural Bom Killers) og tekur dæmi af morði í heimabæ sínum sem hann telur mega rekja beint til áhrifa myndar- innar. „Fæddir morðingjar" er ein- hver umdeildasta kvikmynd síðari ára og er talið að um tíu morð víðs vegar í heiminum hafi verið framin vegna áhrifa er morðingjarnir urðu fyrir af myndinni. Ritdeilan hófst með grein eftir lögfræðinginn og rithöfundinn John Grisham, höfund metsölubóka á borð við A Time to Kill, The Firm og The Client, sem birtist í tímaritinu The Oxford American, litlu bókmennta- tímariti sem Grisham á hlut í og gefið er út 'í heimabæ hans Oxford í Mississippi-ríki. Bill Savage myrtur í greininni rekur Grisham saka- mál á heimaslóðum hans. Þann sjö- unda mars árið 1995 var eldri mað- ur, Bill Savage, myrtur á skrifstofu sinni rétt utan við smábæinn Hem- ando, norður af Memphis. Savage, sem var kunningi Grishams, var skotinn tvívegis í höfuðið af stuttu færi og veski hans tekið, en í því voru tvö hundruð dollarar og nokkur greiðslukort. Engin vitni voru að morðinu og það var ekki fyrr en að trygginga- sölumaður átti leið um að lík Savage fannst. Flestir töldu að um rán hefði verið að ræða þar sem að engum gat dottið í hug ástæða fyrir nokk- urn að myrða Savage, sem var ljúf- menni, virtur og dáður af samborg- urum sínum. Ódæðisverk í Ponchatoula Daginn eftir átti sér annað ód- æðisverk stað í fimm hundruð kíló- metra fjarlægð í bænum Ponehato- ula í Louisiana-ríki. Þar var Patsy Byers, 35 ára þriggja barna móðir, á næturvakt í verslun. A miðnætti gekk ung kona inn í verslunina og nældi sér í þrjú súkkulaðistykki. Að því búnu gekk hún að afgreiðslu- borðinu og skaut Patsy í hálsinn af stuttu færi. Kúlan sleit í sundur mænu hennar og hún hneig niður. Unga konan hljóp öskrandi út úr versluninni en kom áftur skömmu síðar. Hún hafði gleymt að ræna búðina. Er hún sá Patsy sagði hún: „Nú, þú ert ekki dauð.“ Patsy grát- bað konuna um að myrða sig ekki og-leiðbeindi henni við að opna pen- ingakassann. Eftir að hafatekið 105 dollara úr peningakassanum hljóp hún út úr versluninni á ný. Patsy Byers lifði skotárásina af en er lömuð á höndum og fótum. Eftirlitsmyndavél verslunarinnar hafði hins vegar skráð atvikið og m.a. náðust nokkrar nærmyndir af andliti ungu stúlkunnar er voru þeg- ar í stað sýndar á sjónvarpsstöðvum í Louisiana. Það bar hins vegar lítinn árang- ur. Yfirvöld í Louisiana höfðu ekki vitneskju um morðið á Savage í Mississippi og öfugt. Brátt fóru morðingjarnir hins veg- ar að stæra sig af afrekum sínum og lögreglunni í Louisiana barst nafnlaus ábending um að stúlka í Oklahoma tengdist morðinu á Patsy Byers. Sarah og Ben handtekinn Hún reyndist heita Sarah Edm- ondson, nítján ára dóttir héraðsdóm- Hvaða ábyrgð ber Hollywood? Rithöfundurinn John Grisham segist telja rétt að kæra Oliver Stone vegna ofbeldismyndar hans Fæddir morðingj- ar. Stone telur hins veg- ar stórhættulegt að reyna að kæfa list í fæðingu ara í bænum Muskogee í Oklahoma. Náfrændi hennar var ríkissaksókn-, ari Oklahoma-ríkis. Afi hennar hafði verið þingmaður og hún var einnig náskyld fyrrum ríkisstjóra og öld- ungadeildarþingmanni. Þann 2. júní 1995 var Sarah Edmondson hand- tekinn á heimili foreldra sinna. John Grisham segir í grein sinni að þó að Sarah og Ben hafí átt ólík- an bakgrunn hafi þau átt vel sam- an. Sarah, fædd inn í áhrifamikla fjölskyldu í Oklahoma, hóf að mis- nota áfengi og eiturlyf þrettán ára gömul. Fjórtán ára var hún send á hæli vegna geðrænna vandamála. Þrátt fyrir mikla eiturlyfjanotkun tókst henni að Ijúka gagnfræðaskóla með sæmdareinkunn en hætti þá námi. Faðir Bens var hins vegar alkóhól- isti er skildi tvívegis við móður hans og framdi loks sjálfsmorð. Ben hafði einnig misnotað eiturlyf og verið í sálrænni meðferð. Hann lauk ekki skyldunámi. Undir áhrifum kvikmyndar Þegar .vitnaleiðslur áttu sér stað síðari hluta janúar á þessu ári kom í ljós hver aðdragandi atburðanna var. Sarah sagði að ferðinni hefði verið heitið til Memphis til að fylgj- ast með tónleikum hljómsveitarinnar Grateful Dead. Til vonar og vara hafi hún tekið með sér skammbyssu föður síns af ótta við að Ben myndi ráðast á hana. Skömmu áður en þau lögðu af stað horfðu þau á kvik- myndina „Fæddir morðingjar". Myndin, sem var mjög umdeild á sínum tíma, fjallar um tvö ung- menni, Mickey og Mallory, sem reika um suðvesturhluta Bandaríkjanna og myrða 52 einstaklinga áður en þau eru handtekin. Þau myrða um fimmtíu til viðbótar er þau flýja úr fangelsi og að því búnu njóta þau frelsisins, eignast börn og lýkur myndinni á því að þau aka hamingju- söm saman um þjóðvegina. í vitnisburði Söruh kom fram að Ben var yfir sig hrifin af „Fæddum morðingjum“ og á leiðinni til Memp- his ræddi hann um að drepa fólk á svipaðan hátt og Mickey ræðir við Mallory í myndinni. Lagði hann m.a. til að þau myndu ráðast á afskekkt bóndabýli, drepa alla íbúa þar og halda síðan áfram. Rétt eins og Mickey og Mallory. Við komuna til Memphis fréttu þau að nokkrir dag- ar væru í tónleikana og þau ákváðu því að halda áfram ferð sinni. Skammt frá Hernando fer Ben aftur MIÐANN FÆRÐLlJ___—-rr^g HJÁ ^vvetta AOP/o a S8>S*LÁ5»,- '■ WOODY Harrelson og Juliette Lewis í hlutverkum Mickey og Mallory í myndinni Fæddir morðingjar. John Oliver Grisham Stone að ræða þessar hug- myndir sínar og sagði Sarah að svo virtist sem að hann væri að ímynda sér að hann væri í myndinni. Þau stöðvuðu við býli Bill Savage og_ spurðu hann til vegar. Á meðan Ben leiðbeindi þeim gekk hann frá skrif- borði sínu í átt til þeirra. Tók þá Ben upp skairtmbyssuna og skaut hann. Heimildir herma að þau Sarah og Ben hafi verið undir áhrifum of- Ben skynjunarlyfsins LSD. Darras „Öflug tilfinning" Sarah segir að eftir morðið hafi Ben hermt eftir þeim hljóðum er Savage gaf frá sér er hann var myrt- ur og gantast með atburðinn. Hann sagði það vera „öfluga tilfínningu" að myrða. Grisham segir þetta svipa mjög til hegðunar Mickey í mynd Stone. Og rétt eins og Mickey hvatti Mallory til að fremja morð hvatti Ben Söruh í raunveruleikanum. „Það er komið að þér,“ sagði hann aftur og aftur. „Við erum félagar." Sarah segist hafa fyllst viðbjóði vegna þessarar kröfu Bens og íhug- að að fremja sjálfsvíg til að koma tii móts við hann. Þess í stað hélt hún aftur á móti ásamt Ben til Pontachoula. Hún segist ekki hafa viljað ræna búð og þaðan af síður myrða einhvern. Þau skorti hins vegar fé og því valdi Ben búð til að ráðast á. Að þessu sinni var Sarah send inn. Hverjir eiga sök í málinu? Grisham spyr, eftir að hafa rakið þessa sögu, hvort að einhveijir aðrir eigi sök í málinu en Ben og Sarah. Hann segist vera þeirrar skoðunar. Ben og Sarah hafi vissulega verið brenglaðir einstaklingar en þau hafi ekki orðið neinum að meini fyrr en eftir að þau sáu mynd Oliver Sto- nes. Hryllilega mynd er setti ofbeldi og morð í dýrðarljóma. Bill Savage Sarha Edmondson Hann segir að Stone hafi á sínum tíma fullyrt að kvikmyndin ætti að vera háðsádeila á, ofbeldisþorsta samfélagsins og fjölmiðla.- „Stone hefur hins vegar ávallt verið háfleyg- ur er hann ver hinar hræðilegu kvik- myndir sínar. Háðsádeila á að vera fyndin óháð því á hvern er ráðist. Það er hins vegar enga kímni að fínna í „Fæddum morðingjum." Hún er viðstöðulaus, blóðug saga sem á að hrella okkur og gera okkur ónæmari fyrir tilgangsleysi tilvilj- anakenndra morða. Myndinni var ekki ætlað að hvetja siðferðilega brengluð ungmenni til að fremja áþekka glæpi. Það ætti hins vegar engum að koma á óvart að sú er niðurstaðan," segir Grisham. Hann gagnrýnir kvimyndafram- leiðendur í Hollywood harðlega og segir þá alltaf koma sér undan því að bera ábyrgð á afurðum sínum með tilvísun í fyrstu grein stjórnar- skrárinnar um málfrelsi. Grisham segist einungis sjá tvær leiðir til að draga úr framleiðslu of- beldismynda af þessu tagi. Peningar skipti meginmáli í þeim báðum enda sé það eina tungumálið sem Holly- wood skilur. í fyrsta lagi væri hægt að hvetja fólk til að sniðganga slíkar myndir. Það sé hins vegar ólíklegt til að bera árangur þar sem ávallt sé til nóg af fólki sem er reiðubúið að greiða sig inn á umdeildar mynd- ir vegna forvitni. Mælir með lögsókn í öðru lagi væri hægt að styðjast: við aðra gamla bandaríska hefð, lög- sókn. „Lítið á kvikmynd sem afurð, afurð sem er framleidd og sett á markað ekki ósvipað brjóstastækk- unum. Þó að kvikmyndir séu enn ekki skilgreindar lagalega sem fram- leiðsluafurðir er skammt í að svo verði. Ef eitthvað fer úrskeiðis varð- andi afurðina, hvort sem er vegna hönnunar- eða framleiðslugalla, og hún veldur tjóni, ber framleiðandinn ábyrgð," segir Grisham. Hann segir að hægt sé að draga upp beint orsakasamhengi milli kvik- myndar Stone og morðsins á Savage. Spyrja megi hvort að Ben hefði orð- ið saklausu fólki að bana ef myndin hefði ekki komið til. Grisham segir Hollywood ávallt hafa brosað að hótunum af þessu tagi. Hláturinn myndi hins vegar þagna fljótlega ef felldur yrði þung- ur dómur gegn Oliver Stones og hans líkum, og jafnvel framleiðanda og kvikmyndaveri. Hann segir þann úrskurð eiga eftir að falla í litlu dómsúsi í miðjum Bandaríkjunum, fjarri Kaliforniu og myndavélum flölmiðla. Kviðdómur muni loks koma að þeirri niðurstöðu að nú sé nóg komið. Þegar búið sé að skapa fordæmið muni margir fylgja í kjöl- farið og gífurlegar fjárhæðir verða í veði. Svar Stones Oliver Stone er vanur gagnrýni fyrir myndir sínar en hann hefur einnig m.a. leikstýrt _ myndunum Platoon, JFK og Nixon. í þetta skipti sá hann hins vegar ástæðu til að fara fram á ritvöllinn og svarar hann ásökurtum Grishams í grein í tímarit- inu LA Weekly sem ber yfirskriftina „Ekki kæra boðberann". í greininni líkir hann gagnrýni á hendur kvikmyndagerðarmönnum og rithöfundum við nornaveiðar fyrri tíma. Hann segir Grisham falla í sömu gryflu og margir aðrir Banda- ríkjamenn samtímans og telja að hægt sé að lækna öll mein með málaferlum. „Hefur verið farið illa með föður þinn? Kærðu Ödipus og notaðu Hamlet sem vitni. Hatarðu móður þína? Kenndu Medeu og Joan Crawford um. Hefur lögfræðingur- inn, eiginmaðurinn þinn, verið þér ótrúr? Kærðu Grisham, þar sem að hann er jú höfundur bókarinnar The Firm,“ segir Stone í grein sinni. Hann segir að af bakgrunni ung- mennanna að dæma hafi það einung- is verið spurning um tíma hvenær þau færu að beita ofbeldi. Hvort að þau hefðu horft á „Fædda morð- ingja“ eða Tomma og Jenna kvöldið fyrir glæpinn hefði líklega ekki skipt meginmáli. Hann segir mynd sína vissulega hafa haft sterk áhrif á marga en hún hafi ekki verið orsök morða þessara. Uppeldi þeirra og brengluðu andlegu atgervi væri frekar um að kenna. Stone segir að í nýlegri könnun hafi komið fram að meðaltáningur eyði að minnsta kosti 15 þúsund klukkustundum árlega fyrir framan sjónvarpið en 11 þúsundir klukku- stundum í skóla. í flestum sjónvarps- þáttum sé að finna ofbeldi. Spyr hann hvort að 15 þúsund klukku- stundir af fyrst og fremst ofbeldis- efni í sjónvarpi hafi ekki meiri áhrif en tveggja klukkutíma kvikmynd hans. Á að kæfa morð- ingja í æsku? „Ég fæ hroll af hræðslu þegar áhrifamikill lögfræðingur og rithöf- undur á borð við Grisham leggur til að ákveðið listaverk hefði aldrei att að lita dagsins ljós. Hann vill láta kæfa listina í fæðingu og telur að samfélagið verði betra með því. Líklega væri hægt að færa sannfær- andi rök fyrir því að kyrkja ætti kaldrifjaða morðingja í barnæsku. En það sama á við börn og list að við vitum ekki fyrirfram hver útkom- an verður. Bæði verður að vernda og fóstra í þágu samfélagsins. Það er nefnilega stutt á milli þess að kæfa list og að kæfa listamenn og síðan þá er styðja þá og svo koll af kolli þar til að við uppgötvum dag einn að við búum í paradís lögfræð- ingsins en helvíti manneskjunnar," segir Stone í lok greinar sinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.