Morgunblaðið - 14.04.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 15
Búkolla
sýnir
Skugga-
Svein
Laxamýri. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAGIÐ Búkolla frum-
sýndi nýlega leikritið Skugga-
Svein fyrir fullu húsi í Ljósvetn-
ingabúð.
Var mjög góður rómur gerð-
ur að sýningunni en mikil vinna
hefur verið undanfarið hjá því
fólki sem að sýningunni stendur.
Með helstu hlutverk fara Jó-
hannes Haraldsson, sem leikur
Skugga-Svein, Sigurður Hálf-
dánarson, sem leikur Sigurð lög-
réttumann í Dal, Guðrún Lára
Pálmadóttir, sem leikur Ástu
dóttur hans, og með hlutverk
Haraldar fer Böðvar Baldurs-
son. Ketill skrækur er leikinn
af Sigurði Haraldssyni, Ásdís
Þórsdóttir leikur Grasa-Guddu
og Ragnar Þorsteinsson fer með
hlutverk Lárentíusar sýslu-
manns.
Aðrir leikarar eru Marteinn
Gunnarsson, Tómas Pétursson,
Kolbrún Úlfsdóttir, Benedikt
Arnbjörnsson, Ingólfur Víðir
Ingólfsson, Sigurður Birgisson,
Hólmar Gunnarsson, Erlingur
Vilhjálmsson og Baldur Krist-
jánsson.
Leikstjórinn Sigurður Hallm-
arsson hefur áður leikstýrt hjá
Búkollu, en áhugamannafélag
þetta, sem var stofnað 1992,
skipar nú fastan sess í leikhús-
lífiÞingeyinga.
Áður hafa þau sýnt Biðla og
bijóstahöld, Plóg og sljörnur,
Stútungasögu og Draugaglett-
ur.
Sigurður Hallmarsson segir
að hér á landi færist það í auk-
ana að endurvekja gömul vinnu-
brögð og gamalt handverk og
uppfærsla þessi sé í takt við
það. Sömuleiðis finnst honum
að þegar margt sækir að frá
öðrum þjóðum, bæði gott og illt,
sé full ástæða til að minna okk-
ur á að við eigum þjóðleg gildi
sem okkur finnst sjálfsagt að
hafa í heiðri. Hann segir marga
hafa komið til sín og spurt hvort
LISTIR
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
ELSKENDURNIR. Guðrún Lára Pálmadóttir og Böðvar JÓHANNES Haraldsson í
Baldursson, í hlutverkum Ástu og Haraldar. hlutverki Skugga-Sveins.
ekki væri kominn tími til að
sýna Skugga-Svein enn á ný, en
langt er síðan Þingeyingar
fengu tækifæri að sjá leikritið
heima í héraði.
Ljósvetningabúð, sem kalla
má Leikhús Þingeyinga, var
upphaflega ekki byggt í þeim
tilgangi að sýna þar leikrit, en
segja má að dýptin á sviðinu
gefi marga möguleika og segir
Sigurður að það hafi Iengi verið
áhugamál sitt að sýna í húsinu.
í leikhléi bauð Búkolla frum-
sýningargestum kaffi og konf-
ekt í tilefni dagsins.
l.tlb. 6. árg/96
c_Armani á íslandi!
Umfjöllun um tískukóng.
ma
Engm
kemst með
tærnar
þar sem þær
hafa hælana
Kjörbók Landsbanka íslands hefur í 12 ár verið hagstæðasta og vinsælasta
óbundna bankabók landsins.
Þann tíma hefur innstæða yfir 80.000 þúsund íslendinga vaxið og dafnað
- rétt eins og Vala Flosadóttir 18 ára Evrópumeistari í stangarstökki.
Báðar eru fremstar á sínu sviði hér á landi
og þótt víðar væri leitað.
KJÖRBÓK
langbesta óbundna leiðin
L
Lapdsbanki
íslands
Banki allra landsmanna