Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir um tíu árum fannst alvarlegur veirusjúkdómur í villta minkastofninum
á nokkrum stöðum norðanlands. Þar var á ferðinni sýking sem var landlæg
í öllum minkabúum hérlendis á árunum 1970 til 1983 og olli miklum
búsifjum. Var ekki unninn bugur á vandanum fyrr en sýkti stofninn var
allur skorinn og nýr ósýktur stofn keyptur til landsins. Virðist sem búrmink-
ar sem sluppu á sínum tíma hafi smitað villta stofninn. Nú er mikil uppsveifla
í loðdýraræktinni, en Karl Skírnisson dýrafræðingur telur mikla hættu á
ferðum, að veirusýkingin geti teygt sig aftur inn í búin. Þar sé á ferðinni
„tifandi tímasprengja" og í hans huga væri það dauðadómur yfir þeim
búum sem gætu lent í því. Guðmundur Guðjónsson hitti Karl á Keldum
á dögunum og fræddist um sjúkdóminn og þá staðreynd að í áratug
hefur ekkert verið fylgst með þróun sjúkdómsins í villtum minkum.
INKAR til eldis í
búrum voru fyrst
fluttir til landsins
árið 1931, en þá
gekk yfir mikil
bjartsýnisbylgja um arðsemi minka-
ræktar. Strax næsta ár sluppu
fyrstu minkarnir og gerðist það ít-
rekað næstu árin, með þeim afleið-
ingum að villtur stofn náði fótfestu
í námunda við búin, en þau voru
þá öll á suðvesturhorninu. Varð þá
uppi fótur og fit, því villiminkum
var eignað stórfellt tjón sem menn
sáu á lífríkinu, einkum var minkn-
um borið á brýn að ganga nærri
stofnum einstakra fuglategunda.
1951 var bannað að ljölga búum
og á næstu þremur árum var þeim
búum sem fyrir voru gert að leggja
upp laupana. Atti sem sé að útrýma
mink, en það fór á annan veg.
Landnám hans hélt áfram og árið
1970 fannst alls staðar minkur á
íslandi þar sem lífvænlegt gat talist
fyrir hann. Höfðu menn þá játað
sig sigraða og 1969 var aftur leyft
að stofna minkabú. Næsta áratug-
inn voru átta bú stofnuð og norskur
alistofn var keyptur til landsins.
Sýktur minkur
Svo óheppilega vildi til, að norsku
minkana hijáði alvarlegur veiru-
sjúkdómur, Plasmacytosis. Að sögn
Karls Skírnissonar var það vitað
fyrir, en sá galli á gjöf Njarðar að
ekki var unnt að greina hann í ein-
stökum dýrum fyrr en þau voru
komin með sjúkdóminn á lokastigi.
Sjúkdómurinn olli því að minkaeldið
gekk ekki sem skýldi, Karl segir:
„Plasmacytosis er hægfara veiru-
sjúkdómur sem fundist hefur á
minkabúum víða í heiminum, en
ekki hefur tekist að fínna lækningu
við. Sjúkdómseinkennin sjást
sjaldnast fyrr en við 4-5 mánaða
aldur minkanna. Mörg sýkt dýr
.iiýna aldrei sjúkdómseinkenni og
eru þá heilbrigðir smitberar. Önnur
sýkt dýr drepast, en það sem kom
sér kannski verst fyrir minkabúin
var, að hátt hlutfall sýktra læða
varð gelt, auk þess sem sýktar læð-
ur sinna hvolpum verr en ósýktar
og veldur það miklum hvolpadauða.
Það stórlækkar arðsemi minkabúa
þar sem sjúkdómurinn heijar.“
Og Karl bætir við þetta, að þeg-
ar dýrin voru keypt frá Noregi forð-
um hafi ekki verið þekkt aðferð til
að greina sjúkdóminn. Bæði í Nor-
egi og víðar þar sem til greina kom
að kaupa lífdýr, var reynt að halda
sjúkdómnum í skefjum með því að
lóga dýrum sem komu jákvæð út
úr ósérhæfðu mótefnakekkjunar-
prófi, en eins og áður sagði, kom
sú aðferð ekki að gagni fyrr en dýr
voru komin á lokastig sjúkdómsins.
Útkoman var sú, að plasmacyt-
osis lagði undir sig öll íslensku
minkabúin sem rekin voru á áttunda
áratugnum. Þegar loks urðu þátta-
skil í baráttunni gegn sjúkdómnum
árið 1979, voru einungis fjögur bú
enn í rekstri, þijú á Norðurlandi
og eitt á Kjalarnesi. Þáttaskilin
voru í því fólgin, að með nýrri tækni
sem nefnd var andstreymisrafdrátt-
ur, reyndist unnt að greina smitaða
einstaklinga. Kom þá í ljós að gríð-
arleg smittíðni, 86-95%, var í búun-
um þremur á Norðurlandi. Tíðnin
var ekki mæld í Kjalarnesbúinu, en
afföllin þar bentu til þess að ástand-
ið þar væri síst betra. Þegar hér
var komið sögu var hægt að fá
ósýkt lífdýr bæði í Skotlandi og
Danmörku og því ákveðið að stokka
spilin alveg upp. Ósýkt lífdýr voru
keypt og notuð á öllum búum sem
stofnsett voru frá og með árinu
1980 og á árunum 1983-85 var
ráðist í að hreinsa sýktu búin og
ÍSLENSKUR villiminkur. Morgunblaðið/Karl Skfmisson
var það gert með því að lóga öllum
dýrum og þvo og sótthreinsa húsa-
kynnin. Síðan voru fengin ný, ósýkt
lífdýr frá Danmörku. Til þessa dags
hefur íslenski aliminkastofninn ver-
ið heilbrigður, þ.e.a.s. plasmacytos-
is hefur ekki skotið upp kollinum.
„Tifandi timasprengja"
Ekki hafa þó minkar og menn
fengið að svífa áfram á rósrauðu
skýi, því aliminkar hafa alltaf fund-
ið leiðir til að stijúka úr vistinni.
Það gerðu einnig sýkt dýr og eins
og fram kom í inngangi þessa pist-
ils, hafa þau náð að smita villta
stofninn, að minnsta kosti í næsta
nágrenni búanna á Norðurlandi.
„Frá því í maí 1986 og fram í
apríl 1987 leitaði Eggert Gunnars-
son dýralæknir á Keldum, sem ég
stofnaði til samstarfs við, að mót-
efni gegn veirunni í blóði 394 villim-
inka sem bárust mér hvaðanæva af
landinu. Athugunin leiddi í ljós að
mótefni var að fmna í alls 13 full-
vöxnum minkum og einum hvolþi.
Þessi dýr höfðu veiðst í Skagafirði,
Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og
Vopnafirði," segir Karl.
Athuganirnar eru áratugar
gamlar. Hvernig er ástandið í dag?
„Það er nú það! Það er ekki vitað
og það er alvarlegt mál. Það er
nefnilega staðreynd að tilvist sjúk-
dómsins í náttúrunni gerir það að
verkum að minkabúin eru í stór-
hættu og í mínum huga er hér tif-
andi tímasprengja og það væri
dauðadómur fyrir hvert það bú þar
sem smit fyndist, því það eina sem
hægt væri að gera væri að skera
niður stofn búsins, þvo og sótt-
hreinsa svæðið og kaupa ný lífdýr.
Þetta hlýtur að vera minkaeldis-
mönnum sérstakt áhyggjuefni nú
þegar uppsveifla er loks komin í
loðdýraræktina. Það væri súrt að
standa af sér öll mögru árin og fá
svo veirusýkingu í stofninn þegar
góðærið er loks gengið í garð.“
Hvernig ætti sjúkdómurinn að
kornast inn í búin?
„Slíkt myndi helst eiga sér stað
um fengitímann snemma á vorin.
Villtu steggirnir fara þá á flakk
staðráðnir í að makast við eins
margar læður og þeir komast yfir.
Það er staðreynd að þeir sækja í
búin, heimasæturnar þar eru freist-
andi og minkar eru snillingar í að
smjúga þar inn séu þar glufur að
finna. Minkar hafa alltaf getað
sloppið frá búum og ef minkur
kemst út, hví ætti þá ekki minkur
að komast inn.“
Veikin var bundin við Norðurland
fyrir áratug, er þá ekkert vitað um
útbreiðsluna eða smittíðnina í dag?
„Nei, það er ekkert vitað. Á sín-
um tíma fannst veikin ekki í villtum
minkum annars staðar á landinu
og slapp þó eitthvað af mink frá
Lykkjubúinu á Kjalarnesi . Smit-
tíðnin fyrir norðan var mest 25%
af þeim villtu minkum sem við skoð-
uðum og það er töluvert. Það væri
fróðlegt að vita hvort tíðnin hefur
hækkað á öllum þeim stöðum þar
sem hún greindist og eins hvort hún
hefur dreifst víðar. Til þess þarf
nýjar rannsóknir.“
Er ekkert eftirlit í búunum?
„Jú, það er fylgst með heilsufari
aliminkanna. Einu sinni á ári les
Eggert úr blóðsýnum frá minkabú-
unum og þær athuganir fara fram
hér á Keldum. Hingað til hefur
plasmacytosis ekki fundist, en að
mínu viti verður að gera nýjar at-
huganir á villta stofninum hið allra
fyrsta til þess að hægt sé að meta
hvert ástandið er, því hættan sem
er á ferðinni er veruleg."
Hvað er hægt að gera á búunum
til að koma í veg fyrir samneyti
villtra minka og aliminka?
Fyrst og fremst að hafa eftirlitið
í lagi. Það þarf að hindra með öllum
leiðum að villt dýr komist inn í
búin og taka ekkí við dýrum sem
hafa sloppið og leita aftur heim.
Og alls ekki að taka inn villt dýr.
Er engin leið fyrir t.d. veiðimenn
að sjá á villtum minkum hvort eitt-
hvað sé í ólagi?
„Það er afskaplega erfitt fyrir
þá að átta sig á sjúkdómnum. Marg-
ir sýktir minkar sýna engin ein-
kenni. Það væri helst ef minkaban-