Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 24
24 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna bandarísku kvikmyndina Before and After
með þeim Meryl Streep og Liam Neeson í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarínnar er
Barbet Schroeder sem síðast gerði Kiss of Death, en handritið skrifaði Ted Tally sem
meðal annars skrifaði handritið að Lömbin þagna.
varpað, kannar Schroeder hvernig
fólk sem virðist lifa tiltölulega
öruggu lífi missir kjölfestuna
vegna einstaks örlagaríks atburð-
ar. Aðalatriðið er ekki glæpurinn
sem framinn hefur verið heldur
afleiðingarnar sem fylgja á eftir.
Hjónin verða bæði í sameiningu
og hvort í sínu lagi að brjóta tii
mergjar allt það sem þau hafa
trúað á og þær reglur sem þau
hafa lifað samkvæmt, og þau
neyðast jafnvel til að taka til end-
urskoðunar trúna hvort á annað.
Myndin er gerð eftir metsölubók
Rosellen Brown sem kom út árið
1992 og eftir að Schroeder og
Susan Hoffman, meðframleiðandi
myndarinnar, höfðu eignast kvik-
myndaréttinn fengu þau Ted Tally
til að skrifa kvikmyndahandritið.
Hann hlaut á sínum tíma Óskars-
verðlaunin fyrir handritið að The
Silence of the Lambs (1991), en
að auki á hann að baki handritin
að myndunum White Palace
(1991), Outbreak (1995) og The
Juror (1996).
Liam Neeson leikur Ben Ryan,
en á undanförnum árum hefur
hann haslað sér völl sem einn
fremsti kvikmyndaleikari sam-
tímans. Hann hlaut einróma lof —
og viðurkenningar fyrir hlutverk
sitt í Schindler’s List (1993), og
skemmst er að minnast hans úr
aðalhlutverkinu í Rob Roy (1995)
þar sem hann lék á móti Jessicu
Lange.
Neeson er írskur og ætlaði sér
að verða kennari en hann lauk
prófí í eðlisfræði, stærðfræði og
leiklist. Hann hætti hins vegar
kennslu árið 1976 og gekk til liðs
við leikflokk í Belfast og tveimur
árum síðar hóf hann að starfa hjá
Abbey-leikhúsinu í Dublin. Þar
kom leikstjórinn John Boorman
auga á hann í leikritinu Mýs og
menn árið 1980 þar sem hann lék
Lenna, og réð hánn í hlutverk ridd-
arans Gawians í myndinni Excali-
bur, sem gerð var 1981. Neeson
lék síðan í fjölmörgum sjónvarps-
„myndum bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum og kvikmyndimar
sem hann hefur leikið í eru orðnar
rúmlega 20 talsins. Meðal þeirra
eru The Bounty (1984), The Missi-
on (1986), Suspect (1987), The
Dead Pool (1988), Darkman
(1990), Under Suspicion (1992),
Husband and Wifes (1992) og
Nell (1994). Hann hefur nýlega
lokið við að leika í myndinni
Michael Collins sem Neil Jordan
leikstýrði, en þar leikur hann írska
þjóðemissinnann Collins, sem var
leiðtogi Sinn Fein og IRA
1916-21.
MERYL Streep og Liam Neeson leika Ryan-hjónin
sem verða að bregðast við fjölskylduharmleik.
BARBET Schroeder, leikstjóri Before and After, leiðbeinir Meryl Streep
og Liam Neeson við tökur á myndinni.
Illur grunur
IMYNDINNI Before and After
leikur Meryl Streep Carolyn
Ryan, sem er virtur barnalæknir
í bandarískum smábæ, en líf henn-
ar og eiginmannsins ■ Ben (Liam
Neeson), fer allt á annan endan
þegar sonur þeirra Jacob (Edward
Furlong) hverfur skyndilega eftir
að kærasta hans fínnst myrt á
hroðalegan hátt. Saman reyna þau
Ben og Carolyn á örvæntingarfull-
an hátt að komast að því hvað
gerðist í raun og veru, og þá hvort
Jacob hafí gert eitthvað af sér eða
hvort hann sé sjálfur í hættu
staddur. Allan tímann eru þau svo
skelfíngu lostin yfir því hvað í ljós
kann að koma. Fjölskyldan hefur
alla tíð verið samhent en hugsunin
um að Jacob kunni að vera morð-
ingi eða álitinn vera það veldur
hjónunum og dóttur þeirra Judith
(Julia Weldon) mikilli sálarangist
og setur allt líf þeirra úr skorðum.
Hjónin bregðast á mismunandi
hátt við þeim harmleik sem haldið
hefur innreið í líf fjölskyldunnar,
en bæði reyna þau að verja son
sinn en á ólíkan hátt þó og af ólík-
um ástæðum. Hvorugt þeirra get-
ur hins vegar veríð öruggt um að
hafa valið réttu leiðina í tilraun
sinni til að koma syninum til hjálp-
ar eða hvort aðgerðir þeirra reyn-
ist verða honum til hjálpar eða enn
MARGT þykir benda til þess að Jacob Ryan (Edward Furlong) hafi átt þátt í dauða kærustu sinnar.
frekari miska.
Leikstjóri og annar framleið-
enda Before and After er Barbet
Schroeder sem er á heimaslóðum
í myndinni en hann hefur sérhæft
sig í gerð ögrandi og siðferðilega
tvíræðra dramatískra mynda.
Hann á m.a. að baki myndimar
Kiss of Death, Single White Fe-
male, Reversal of Fortune og
Barfly, og hvort sem hann er að
fást við smáþjófa eða (meinta)
morðingja, hástéttarfólk eða
dreggjar samfélagsins, túlkar
hann heim þar sem ekkert afdrátt-
arlaust siðferði ríkir. í myndum
hans eru óljós mörkin sem venju-
lega skilja að hið góða og hið illa
eða sekt frá sakleysi, og því erfítt
að henda reiður á sannleikanum
ef hann á annað borð er til. Be-
fore and After sker sig að þessu
leyti ekki frá fyrri myndum
Schroeders. Með því að segja sögu
venjulegrar miðstéttarfjölskyldu,
sem skyndilega lendir í aðstæðum
þar sem öllu lífi hennar er koll-
Fremst meðal jafningja
MERYL Streep hefur um
langt skeið verið talin ein
helsta leikkonan í banda-
rískum kvikmyndaiðnaði
og hefur henni hlotnast
margvíslegur heiður fyr-
ir frammistöðu sína í
flestum af þeim rúmlega
20 kvikmyndum sem hún
hefur Ieikið í til þessa.
Hún var tilnefnd til Ósk-
arsverðlaunanna nú í vor
í tíunda sinn en tvisvar
sinnum hafa henni hlotn-
ast verðlaunin eftirsóttu.
Meryl Streep er 46 ára
gömul og þrátt fyrir mikl-
ar vinsældir hefur hún
oftast nær aðeins leikið í
einni mynd á ári frá því
hún lék í fyrstu mynd
sinni árið 1977, en á þessu
ári verða þó frumsýndar
þrjár myndir með henni
í aðalhlutverki. Und-
anfarin ár hefur Meryl
Streep mest haldið sig
heima á sveitabæ sem hún
og eiginmaður hennar,
myndhöggvarinn Don
Gummer, eiga í
Connecticut, en þar búa
þau með fjórum börnum
sínum sem eru á aldrinum
4-16 ára.
Meryl Streep er fædd
22. júní 1949 í bænum
Summit í New Jersey, en
faðir hennar var stjórn-
andi í Iyfjafyrirtæki þar
og móðir hennar auglýs-
ingateiknari. Leikferill
Streep hófst á sviði í
skólaleikritum, en hún
stundaði nám við nokkrar
virtustu menntastofnan-
irnar vestanhafs, og strax
á skólaárunum var mikils
vænst af henni sem leik-
konu.
Fyrst var hún í Vassar-
háskóla, og í nemenda-
skiptum lærði hún leikrit-
un og sviðs- og búninga-
hönnun í Dartmouth, en
eftir að hafa lokið prófi
frá Vassar innritaðist hún
í leiklistardeild Yale-
háskóla og lauk hún mast-
ersprófi þaðau árið 1975.
Hún fluttis c að háskóla-
náminu loknu til New
York þar sem hún byrjaði
að leika á sviði og 1977
fékk hún hlutverk í mynd-
inni Julia, sem Fred Zin-
neman leikstýrði. Henni
skaut svo rækilega upp á
stjörnuhimininn fyrir
hlutverkið í næstu mynd,
en það var The Deer
Hunter sem gerð var
1978. í henni lék hún á
móti Robert DeNiro, Chri-
stopher Walken, John
Savage og þáverandi sam-
býlismanni sínum, John
Cazale, en hann lést úr
lungnakrabbameini
skömmu eftir gerð The
Deer Hunter. Streep var
tilnefnd til Óskarsverð-
launa fyrir frammistöðu
sína í myndinni og einnig
var hún tilnefnd til Golden
Globe verðlauna fyrir
hlutverkið.
Eftir þetta rak hvert
stórhlutverkið annað á
ferli Meryl Streep og fyrr
en varði var hún orðin
óumdeild sem fremst í
röð skapgerðarleik-
kvenna í bandarískri
kvikmyndagerð. Aðra
Óskarstilnefninguna
hlaut leikkonan fyrir
hlutverk sitt í Kramer vs.
Kramer, sem gerð var
1979, og hreppti hún þá
verðlaunin eftirsóttu og
aftur fyrir Sophie’s
Choice, sem gerð var
1982. Auk þess hefur hún
verið tilnefnd til Óskars-
verðlaunanna fyrir The
French Lieutenant’s Wo-
man (1981), Silkwood
(1983), Out of Africa
(1985), Ironweed (1987),
A Cry in the Dark (1988),
Postcards from the Edge
(1990), og nú síðast fyrir
The Bridges of Madison
County.
Aðrar helsu myndir
Meryl Streep eru Man-
hattan (1979), The
Seduction of Joe Tynan
(1979), Still of the Night
(1982), In Our Hands
(1984), Falling In Love
(1984), Plenty (1985),
Heartburn (1986), She-
Devil (1989), Defending
Your Life (1991), Death
Becomes Her (1992), The
House of the Spirits (1993)
og The River Wild (1994).
Hún hefur nýlega lokið
við að leika í myndinni
Marvin’s Room, en í henni
leikur hún á móti Diane
Keaton, Robert DeNiro og
Leonardo DiCaprio, og á
þessu ári er einnig vænt-
anleg með henni myndin
Portrait of a Lady.