Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 37

Morgunblaðið - 14.04.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ _________BREF TIL BLAÐSIIMS_ ' Eilítiðbréfkorntilforseta bæjarstj órnar Isafjarðar Frá Sigurði J. Jóhannssyni: VIRÐULEGI forseti bæjarstjómar! Ef spurning skyldi vakna hvers vegna ég vel þá leið að skrifa þér opið bréf, skal ég svara því strax. Eg tel ekki annarra kosta völ en að kalla á áberandi hátt eftir svari við bréfi mínu til bæjarstjórnar ísaijarðar, frá 18. des. 1995, sem sent var þér sem forseta bæjar- stjórnar. Langlundargeð mitt er þrotið. Ég þykist fara nærri um í hvers 9 hendur þú settir bréfið og að | ætlunin hafi verið að fela þeim hinum sama að svara því. Skiljan- legt af þinni hálfu. En, þú áttir að vita betur. Viðkomandi hefur ekki fingurbrotnað við bréfaskrift- ir í máli því, sem bréf mitt snýst um. Það styttist í árs afmæli bréfs- I ins eftirminnilega, sem fulltrúi á j bæjarskrifstofunni var látinn 9 senda mér og var _ upphafið að { máli, sem bæjarráð ísafjarðar tók fyrir og afgreiddi á fundi 23. okt. 1995, að fengnu bréfi lögfræðings míns dags. 16. s.m. Það væri freistandi að rekja sögu þessa máls. Það væri líka lærdómsríkt fyrir þá er þurfa eiga samskipti við bæjaryfirvöld og i kunna að vera á öðru máli en vald- ** hafarnir. Til þess þarf nokkurt ( blaðarými. Læt ég því kyrrt liggja { um sinn a.m.k. Þegar fyrirsjáanlegt var að langt þref við bæjarstjóra myndi ekki skila neinni niðurstöðu, greip lögmaður minn til þess ráðs að skrifa bæjarráði ísafjarðar. í bréfi lögmanns komu fram tvær kröfur: Sú fyrri fjárhagsleg, í hinni síðari . var óskað eftir skýringum á um- ' mælum, sem fram komu í bréfi I ísafjarðarkaupstaðar, dags. 19. { júní 1995, en bréf þetta kom í kjölfar bréfsins dæmalausa frá fulltrúanum. Sem fyrr segir af- greiddi bæjrráð bréf lögmannsins á fundi 23. okt. og fól „bæjar- stjóra að ganga frá erindinu". Það tók bæjarstjórann 3 vikur að setja fingrafar sitt á afgreiðsluna og þá loks „með vísan til viðræðna l við bæjarráðsfulltrúa“ þá, er stað- I ið höfðu að samþykktinni!? Síðan bættist við viku afgreiðslutími hjá 1 bæjarskrifstofunni, sem þá kom þessu stórvirki frá sér í svo miklum .gassagangi, að hluti kröfunnar gleymdist. Fimm mánuðir eru nú liðnir frá afgreiðslu bæjarráðs. Og, Krist- inn, það eru þrír mánuðir síðan ég skrifaði ykkur í bæjarstjórn- inni! Ég er fyrir löngu hættur að búast við svari bæjarstjóra. Þess vegna skrifaði ég ykkur. Þess vegna krefst ég svars af ykkar hálfu. (Okkar í milli finnst mér hreint út sagt ótrúlegt að þið sætt- ið ykkur við að framkvæmdastjóri bæjarins víki sér undan að svara nieð formlegum hætti kröfu af því tagi, sem fram kom í bréfi lög- niannsins og sniðgangi þar með samþykkt bæjarráðs). Það er með ólíkindum, svo notað sé kunn- Uglegt orð úr bréfí bæjarins frá 19. júní, að bæjaryfirvöld ísafjarð- ar skuli leyfa sér að viðhafa aðra eins lítilsvirðingu og felst í þessari framkomu. Telja forráðamenn bæjarins að ekki þurfi að svara bréfum, ef þeim geðjast ekki að efni þeirra? Svo vitnað sé aftur til sama bréfs, þá finnst mér ekki „forsvaranlegt að láta óhreyft" við framkomu af þessu tagi. Þið hafið hreint út sagt ekki gott af því að komast upp með svona vinnu- brögð. 1 - Bréf mitt frá 18. des. var einn- ig sent bæjarstjórn Bolungarvíkur og héraðsnefnd ísafjarðarsýslu, vegna tengsla þeirra við málið. Þykir mér rétt að geta þess, að frá fyrrum sveitungum mínum í Bolungarvík hefur ekkert heyrst utan eitt lítið tíst, líkt og í snemm- komnum vorfugli, þreyttum eftir flugið yfir hafið stóra. Frá héraðs- nefndinni fékk ég hins vegar bréf í janúar. Fyrir það hef ég kvittað með símtali við formann nefndar- innar. Þótti mér fengur að bréfínu og yfir því reisn, sem lítt hefur örlað á til þessa hjá öðrum mót- herjum mínum í þessu máli. Annað sem veldur því að ég sé mér ekki seinna vænna að hefjast handa til eftirrekstrar, er að innan tíðar verður gengið til kosninga í nýju og stærra sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum. Ný bæjarstjórn tekur þá við. Miðað við afrek ykkar í málinu til þessa, kæmi mér ekki á óvart þótt þið telduð þá, að þetta kæmi ykkur ekki lengur við. Það væri ekki ykkar að svara fyrir „syndir for- veranna“. Virðulegi forseti! Velkist mál mitt eitthvað fyrir þér bendi ég þér á að lesa niðurlag bréfs míns frá 18. des. sl., sem bæjaryfirvöld á ísafirði hafa ekki enn haft dug í sér til að svara. Þú hlýtur að geta nálgast það á bæjarskrifstofunni. Að lokum. Má ég minna þig á ummæli er eftir þér voru höfð þegar sameiginlegt framboð vinstri flokkanna svokölluðu í væntanlegum bæjarstjórnarkosn- ingum í nýja sveitarfélaginu skaut upp kollinum og flokki þínum hafði borist bréf þar að lútandi. Þú sagð- ir: „Ég reikna með því að við mætum að minnsta kosti á einn fund og hlustum á hvað er í boði, án nokkurra skuldbindinga, það er ekki annað en sjálfsögð kurteisi að svara hréfum. “ (BB 17. jan. sl. Leturbr.mín) Þar sem ég veit að þetta var ekki kosningaloforð ætlast ég til að þú standir við þessa yfirlýs- ingu, þótt á öðrum vettvangi sé. SIGURÐUR J. JÓHANNSSON, Laugateigi 22. Ásgarður 39 - opið hús. dag kl. 14-17 er þetta skemmtilega raðhús til sýnis og tekur Auður á móti þér og þínum. í húsinu eru 4 svefnherb. og hefur þáð verið töluvert endurnýjað og er í góðu ástandi. Heitt á könnunni, láttu sjá þig. Áhvflandi 3,0 millj. Verð aðeins 8,3 millj. Tunguheiði - Kópavogi. Bílskúr Skemmtileg ca 100 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð i fjórbhúsi ásamt 31 fm bfl- skúr. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Frábær staðsetning. Laus til afhendingar. Verð 8,2 millj. Opið í dag frá kl. 12 til 14. Bifröst fasteignasala, Vegmúla 2 - sími 533-3344. Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Opiö mánd. - loslud. kl. 9 - 18 op laugard. ki. 11 - 14. sunnudaga kl. 12 -14. Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fastcignasali - Ólafur Guftmumlvson. solu.Mjórí Birgir Gcorgvson solum.. Ilorftur llarftaison. sólum. Erlcndur Daviftsson - sölum. KAS’I’EIGNASAI.A - Ármúla 21 - KcvMavfk - Trausl og örugu lijónusta Kvisthagi - sérhæð Mjög góð efri sérh. á þessum eftirsótta stað. Stærð 122 fm auk 34 fm bilskúrs. Áhv. ca 7,0 millj. hagst. lán. Verð 11,3 millj. 7900. Ártúnsholt - einbýli Glæsilegt 250 fm einbýlishús í Kvíslunum. Óskað er eftir skiptum á raðhúsi eða góðri sérhæð í austurborginni á verðbili 11-13 millj. Seljahverfi Góð 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Stærð 96 fm. 3 svefnh. Góðar innr. Fallegt útsýni. Áhv. 5,7 millj. hagst. lán. Verö 7,6 millj. Mögul. á að taka bíl uppí. 4500. Smiðjuvegur - miðbær 102 fm íb. á efstu hæð í þríb. (steinhús). Rúmgóð herb. Eign sem býður upp á mikla möguleika. Verð: Tilboð. 7756. Vesturgata Rumgóð 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð i nýl. húsi. Stærð 104 fm. Gott skipulag. Góðar innr. Mikið útsýni. Áhv. ca 3,5 millj. byggsj. rik. fb. er laus strax. 7893. Vesturberg 54 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð ífjölb. Rúmgóð herb. Parket. Hús nýviðg. að utan. Áhv. 3,8 millj. Verð 5,0 millj. 7889. Engjasel 4ra herb. endaíb. á 3. hæð ásamt stæði í bílageymslu. 3 svefnherb. Stórar suðursv. með miklu útsýni. Stærð íbúðar 102 fm. Áhv. 500 þús. Verð 7,5 millj. Laus fljótl. 7875. SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 37 % (t FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 GLÆSILEGT RAÐHUS VIÐ TJARNARMYRI, SELTJARNARNESI Vorum að fá í einkasölu nýlegt stórglæsilegt raðhús sem er tvær hæðir og kjallgri rgeð innb. bílskúr samtals að gólffleti 252 fm. Á neðri hæð eru 3 saml. stofur, gesta- snyrting, eldhús, þvottaherb. o.fl. Á efri hæð eru 3 svefnherb. og vandað flísal. baðherb. Kjallari með góðu tómstundaherb., geymslum, þvottaherb., baðherb. o.fl. Vönduð gólfefni; parket og flísar. Mikið skáparými. Fallegur arinn. Rækt- uð lóð. Hiti í stéttum. Eign í sérflokki. % -P FASTEiGNAMARKAÐURINN chf Óöinsaötu 4. Símar 551-1540. 552-1700 Til sölu - opið hús Holtsbúð 59 - Garðabæ Til sýnis milli kl. 2 og 5 sunnudag sérstaklega glæsilegt einbýlishús 2ja hæða með 75 fm bílskýli. Upplýsingar gefur Helga í síma 565 6315 og hjá: FJÁRFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Cögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. iíÓLl FASTEIGNASALA Sf 5510090 Grófarsmári 1-3 Gullfallegt 187 fm parhús með innb. bílsk. sem afh. fullfrág. að utan með grófjafnaöri lóð en fokhelt að innan. Verð aðeins 8,9 millj. Mögul. að fá húsin lengra komin ef vill. Fráb. staðsetn. 6699. - HOLL ný tækni aukin þjónusta Opið hús í dag frá kl. 14-17 Hraunbær 102b - 3. hæð Falleg 97 fm 4ra herb. íb. á 3. hæö. Stutt í alla þjónustu. Parket. Flísar. Fráb. útsýni. Áhv. 4,5 millj. í byggsj. og húsbr. Verð 7,4 millj. Jakob býöur ykkur velkomin í dag milli kl. 14 og 17. 4041. Drápuhlíð 42 - kjallari Mikiö endurn. og falleg 72 fm 3ja herb. kjíb. meö sérinng. íb. er laus strax. Nú er bara aö skoöa og flytja beint inn. Verö 6,1 millj. Eiríkur veröur í opnu húsi i dag milli kl. 14 og 17. 3802. Granaskjól 4 - efri sérh. Stórgl. nýuppgerð 5 herb. efri sérhæö í virðulegu tvíb. á einum besta staö í vesturbænum. Áhv. hagst. lán 6 millj. Verö 10,5 millj. Hildur býður ykkur velkomin í dag milli kl. 14 og 17. 7879. Dofraborgir 11 - einb. Bráðskemmtil. og vel skipul. 170 ím einb. á einni hæö sem er til afh. strax fokh. aö innan og fullb. að utan. 4 svefnherb. Góöur garöur. Verö aðeins 8,9 millj. Stefán veröur á staönum mllli kl. 14 og 17 I dag. 5003. Dalhús 80 - einb. Glæsil. og fráb. vel staösett 261 fm einb. meö góöum bílsk. rétt viö stórt óbyggt útvistar- og iþróttasvæöi. Þetta er fráb. staöur til aö ala upp börn, skólinn viö höndina, svo ekki sé talaö um skíöasvæöið. Makaskipti vel hugsanleg. Áhv. 11 millj. húsbr. Verð 18,5 millj. Bergný býöur ykkur velkomin i dag milli kl. 14 og 17. 5019.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.