Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 39

Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 39 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BÚTUR í tígli hæfir spilum NS ágætlega og þar stöns- uðu fimm pör af tíu í ís- landsmótinu í sveitakeppni. Hin fimm pörin freistuðu gæfunnar í geimi, ýmist fimm tíglum eða þremur gröndum. Þrisvar hafði vörnin betur, en tveir sagn- hafar uppskáru 400. Annar þeirra var Magnús Magn- ússon í sveit Antons Har- aldssonar: Vestur gefur; AV á hættu. Vestur ♦ KG ¥ 10652 ♦ G3 ♦ K10862 Norður ♦ Á8654 V Á3 ♦ D1087 ♦ G4 Austur ♦ D10973 || ▼ DG94 111111 ♦ K6 ♦ D7 Suður ♦ 2 ♦ K87 ♦ Á9542 ♦ Á953 Magnús og Sigurður Vil- hjálmsson sögðu þannig á spil NS gegn Jóni Baldurs- syni og Guðm. P. Arnarsyni í sveit Landsbréfa: Vestur Norður Austur Suður Jón Sigurður Guðm. Magnús Pass 1 spaði Pass 1 grand* Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass krafa. Útspil: Laufsex. Fjórir slagir á tígul gefa sagnhafa samtals átta, en níundi siagurinn er langt undan. Magnús kom þó auga á þrjá möguleika: í fyrsta lagi var hugsanlegt að útspil vesturs væri frá hjónunum í laufi. Annar möguleiki var að fá fimm slagi á tígul (blankur kóngur eða gosi). Þriðji möguleikinn fólst í laufníunni. Eftir nokkra umhugsun stakk Magnús upp laufgosa. Þegar drottningin birtist, var fyrsta vinningsvonin brostin. Magnús drap strax á ásinn, sem var mikilvægt, og fór svo inn í borð á hjartaás til að spila út tíguldrottningu. Tilgangurinn var tvíþættur: Reyna við gosann blankan í vestur og halda austri út úr spilinu. Austur lagði kóng- inn á drottninguna og Magn- ús drap, en ekki kom gos- inn. Þar fór önnur vinnings- vonin og þá var aðeins ein eftir. Tígli var spilað og vest- ur fékk á gosann. Vestur var í vanda: Var laufið frítt? Átti sagnhafí níu slagi? Vestur ákvað að taka K10 í laufi og þar með var laufn- ían orðin að níunda slag sagnhafa. Arnað heilla nr gAÁRA afmæli. í dag, sunnudaginn 14. *J t) UUapril, er níutíu og fimm ára Jóhannes Jóhannsson, kaupmaður, fæddur á Goddastöðum í Lax- árdal. Kona hans var Kristín Magnea Halldórsdóttir. Hún lést 12. október 1967. Jóhannes dvelur nú á Droplaug- arstöðum í Reykjavík. í dag verður jafnframt sextugur Oskar Jóhannesson, Ásvallagötu 3, Reykjavík. Eigin- kona hans er Bergþóra Sigurbjörnsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. Með morgunkaffinu Ást er ... að missa matarlistina. TM Reg U.S. Pat. Ofl. — all rights reservoa (c) 1996 Loa Angelos Times Syndicate SEGJA mér upp? Hvað meinarðu eiginlega? Þegar langafi þinn réð mig til starfa árið 1903 lofaði hann mér því að þetta væri fast starf. ORT sem þú trúir því eða ekki, er þetta eigin upp- finning. ÉG veðja þúsund kalli að minn öskri hærra en þinn. ÞETTA er nú meiri ósvífnin í þessu unga fólki . . . og þá á ég við þessa þrjá menn sem fóru í vagninn á undan þér. Það hefði verið nóg ef tveir þeirra hefðu troðið sér fram fyrir þig. STJÖBNUSPÁ cftir Franccs Drake Afmælisbarn dagsins: Fjölhæfni þín og góðar gáfur tryggja þér vei- gengni í lífinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Varastu óhóflega eigingirni og afbrýðisemi í samskiptum við ástvin, Styrktu frekar sambandið með umhyggju og skilningi. Naut (20. apríl - 20. maí) Hlustaðu ekki á gróusögu, sem getur skaðað náinn vin, og á ekki við rök að styðjast. Tvíburar (21. maí - 20.júní) Þeir sem eru á faraldsfæti gætu varið nokkrum tíma í það í dag að heimsækja gaml- an vin, sem þeir hafa ekki séð lengi. Krabbi (21. júní — 22. júlf) Þú finnur góða lausn á vanda- máli, sem hefur valdið þér nokkrum áhyggjum að undan- förnu. Ástvinir eiga saman gott kvöld. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þú einbeitir þér að lausn heimaverkefnis, og aðstoð ást- vinar er vel þegin. Þegar kvöldar þiggur þú boð í sam- kvæmi. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt auðvelt með að tjá þig í dag, og hugmyndum þínum er vel tekið. Þér berast fréttir sem lofa góðu fjárhagslega. Vog (23. sept. - 22. október) Það getur verið þreytandi að verða fyrir sífelldum truflun- um þegar áríðandi verkefni bíður lausnar. Reyndu að sýna þolinmæði. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef þú ert að vinna að umbót- um heima í dag, ættir þú að þiggja aðstoð frá fjölskyld- unni. Það tryggir góðan árangur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Skrifaðu ekki undir samning nema gengið hafi verið vand- lega frá öllum smáatriðum, svo ekki komi upp misskiln- ingur síðar. ORÐABOKIIM Sprengja - sprengna GÓÐUR kunningi minn og íslenzkumaður ágæt- ur benti mér á nýlega grein hér í Mbl., þar sem verið var að ræða um írska lýðveldisherinn (IRA) og vopnabúr hans. M.a. vék hann að þvi, hvernig blaðamaður sá, sem greinina ritaði, hef- ur m.a. sniðgengið gam- algróna beygingu kvk. no., sem enda á -a í nf. et. Þetta varð til þess, að ég dró fram gamlan pistil um þetta efni, enda virðist hann enn eiga erindi við lesendur og fjölmiðlamenn. I ís- lenzku hefur sú verið aðalreglan, að þessi no. endi á na í ef. ft. Þar má nefna no. eins og byssa - byssna, krafa - krafna, stúlka - stúlkna o.s.frv. Vissulega eru á þessu undantekningar, og fer það m.a. eftir hljóðasamböndum. Hins vegar hefur lengstum verið kennt, að þau orð, sem hafa g eða k i stofni, hafi endinguna -na í ef. ft. Þar má nefna sem dæmi sprengja - sprengna, kirkja - kirkna, leiga - ieigna o.s.frv. Snemma hefur borið á tvískinnungi í beygingu þessara orða. í fjölmiðlum má oft sjá og heyra sagt „þar féll fjöldi sprengja". Samt hygg ég margir segi enn sprengna í þessu dæmi sem og öðrum áþekkum. Eins mun almennt sagt ekkna af ekkja, gangna af ganga, sbr. gangna- menn, o.s.frv. J.A.J. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er óvenju mikið um að vera í félagsiífinu, og þú hefur úr mörgu að velja. Gerðu ekk- ert nema í samráði við ástvin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vinnan er þér ofarlega i huga, þar sem þér býðst tækifæri til að bæta stöðu þína. Þér verður boðið út í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !£* Þú ert að hefja undirbúning ferðalags, sem til stendur á næstunni. Ástvinur er með góða hugmynd, sem vert er að gefa gaum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár a f þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. afsláttur af Gardeur- dömubuxum v/Nesveg, Seltjarnamesi. Sími 561 1660. Buxnatilboð þessa viku Úthlutun styrkja úr Minningarsjóði Theodórs Johnsons Nýlega var úthlutað styrkjum úr Minningarsjóði Theodórs Johnsons fyrir árið 1996. Tilgangur sjóðsins samkvæmt stofnskrá er að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Að þessu sinni var úthlutað fjórum styrkjum hver að upphæð kr. 125 þúsund. Eftirtaldir hlutu styrki að þessu sinni: Sif Einarsdóttir, er við nám í ráðgefandi sálarfræði við University of lllinois í Bandaríkjunum. Áshildur Logadóttir er við nám í efnafræði við Háskóla íslands. Yngvi Björnsson Halldór Sigfússon er í doktorsnámi í tölvunarfræði við University of Alberta í Kanada. er í doktorsnámi í matvælaefnafræði við University of Massachusettes í Bandaríkjunum. Minningarsjóður Theodórs Johnsons var formlega stofnaður 1980 og er eign Háskóla íslands. Stofnfé hans eru eigntr þœr sem ánafnaðar voru Háskóla íslands af Theodór Johnson, hótelstjóra, Reykjavík, með erfðaskrá hans wwmmmwi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.