Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 46

Morgunblaðið - 14.04.1996, Side 46
46 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ í ÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Grindvíkingarfögnuðu fyrsta íslandsmeistaratitli karla vel og lengi Ogleymanleg sigurhátíð bæjarbúa unnist oft þykja þetta sjálfsögð tíð- indi. En að koma hingað og sjá blys og móttökur með þeim hætti sem voru hér verður ógleymanlegt og ég samfagna Grindvíkingum að eignast íslandsmeistara." Meiriháttar upplifun Margeir Guðmundsson er formað- ur Körfuknattleiksdeildarinnar í Grindavík. „Þetta er meiriháttar upp- lifun. Þetta er búið að vera langþráð takmark hjá Grindavík og þá sérstak- lega fyrirliðanum Guðmundi Braga- syni sem er búinn að bíða í áratug eða meira. Við vorum svolítið svart- sýnir þegar við byrjuðum í haust því hópurinn var ekki mjög breiður en síðan kom Ingi Kalli [Ingi Karl Ing- ólfsson] ti! baka og Brynjar Harðar- son gekk til liðs við okkur þannig að það styrkti hópinn og þettá hjálp- aði. Síðan fengum við þennan frá- bæra útlending sem er alveg eins og gullmoli. Ég þykist viss um að það íslandsmeistarar Grindavíkur 1996 Morgunblaðið/Þorkell FREMRI röð frá vinstrl: Helgi Jónas Guðfinnsson, Unndór Sigurðsson, Ingi Karl Ingólfsson, Hjörtur Harðarson, Árni S. Björns- son og Ágúst Bjarnason, aðstoðarmaður. Aftari röð frá vinstri: Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari, Brynjar Harðarson, Marel Guð- laugsson, Guðmundur Bragason, fyrirliði, Rodney Dobard, Páll Axel Vilbergsson, Sigurbjörn Einarsson, Guðlaugur Eyjólfsson, Dagbjartur Willardsson, aðstoðarþjálfari, og Brynjar Pétursson, nuddari. Morgunblaðið/Frímann Traustar stoðir HALLDÓR Ingason er frumkvöðull körfuknattleiks í Grinda- vík og sagt er að hann hafi smíðað fyrstu körfuna sem var sett upp í bænum. Halldór sem er föðurbróðir Guðmundar Bragasonar, fyrirliða liðsins, er til vinstri með Margeiri Guð- mundssyni, formanni körfuknattleiksdeildar, en á myndinni til hliðar er stuðningsmaður nr. 1, Sigríður Guðlaugsdóttir. sem hann sýndi í síðasta leiknum hefur aldrei sést hér á landi áður. Við Grindvíkingar getum þvl verið stoltir af liðinu okkar og þá meina ég hveijum og einum I liðinu því þar eru allir mjög góðir," sagði Margeir. Grét af gleði „Það var yndislegt að vinna I kvöld. Ég var alveg viss um að þetta væri komið í höfn þegar fjórar mínút- ur voru eftir og ég var búin að segja við sjálfa mig að ég ætlaði ekki að gráta á leiknum en ég stóðst ekki freistinguna þegar Gummi tók við bikamum og ég grét og grét en það voru gleðitár. Eg var alveg sátt við það þegar þeir töpuðu á þriðjudaginn því þeir [Keflvíkingar] voru alltaf á. eftir okkur en ég lærði það að mað- ur á ekkert að segja of mikið og bara eiga þetta fyrir sjálfan sig. Ég var dálítið hrædd í leiknum í Kefla- vík þegar munurinn var orðinn fjögur stig en þá hugsaði ég að það gengi ekki og þá bara kom þetta!“ sagði Sigríður sem ber merki stuðnings- manns númer 1 á bakinu í hveijum leik og hefur vakið athygli fyrir styrkan stuðning á hliðarlínunni og verið framarlega í flokki ötulla stuðn- ingsmanna Grindavíkurliðsins. Grindavíkurbær fyrirmyndar- íþróttabær Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri í Grindavík var í hópi stoltra stuðn- ingsmanna á sigurhátíðinni. „Við í bæjarstjóminni metum þennan árangur mikils og teljum þetta mikla lyftistöng fyrir samfélagið í bænum því hér horfa allir í sömu átt á þess- ari stundu og taka þátt í þessari gleði. íþrótta- og æskulýðsstarf bæj- arins á eftir að njóta þessa árangurs og hvetur til virks starfs innan íþróttahreyfingarinnar og með henni. Þá vorum við að fá þær fréttir að ISÍ hefur útnefnt Grindavíkurbæ sem fyrirmyndarbæ hvað varðar aðbúnað til íþróttaiðkana og ekki skemmir það fyrir gleðinni. Grindavíkurbær hefur ætíð styrkt afreksfólk á sviði íþrótta til utanlandsferða og þegar að því kemur að þeir taka þátt í Evrópu- keppni mun reyna verulega á stuðn- ing bæjarbúa," sagði Jón Gunnar við Morgunblaðið. Sigurvíman var ekki runnin af mönnum daginn eftir því allir fánar blöktu við hún og fátt um meira tal- að á vinnustöðum í bænum en titil- inn. Það var auðheyrt að bæjarbúar voru stoltir af strákunum sínum og vonast til að hægt verði að halda í þá fyrir næstu leiktíð svo að fleiri titlar vinnist í Grindavík. ÞAÐ ER óhætt að segja að sigurstemmning hafi ríkt í Grindavík á fimmtudagskvöld þegar bæjarbúar flykktust út á götu til að taka á móti hetjunum sínum og fagna með þeim íslandsmeistaratitli sem körfuknattleikslið bæjarins vann með eftirminnilegum hætti í Keflavík. skrifar frá Grindavik Stemmningin var lík því sem sést hefur erlendis þegar sigurveg- arar eru hylltir því múgur og marg- mmmbbbhb menni safnaðist sam- Frimann an við verslunarmið- Ólafsson stöðina og beið þar. Á svæðinu var fjöldi bíla sem blikkuðu Ijósum og þeyttu flautur þegar rúta með liðið ók inn í bæinn í lögreglu- fylgd og blys var tendrað. Fólk þyrpt- ist um rútuna og fylgdi henni í stæði við félagsheimilið Festi þar sem búið var að auglýsa opið hús. Þar byijaði liðið á því að syngja óopinberan sig- ursöng sigurvegara „We Are the Champions" við mikinn fögnuð þar sem margir tóku undir og ekki var örgrannt um að tár sæist í augna- krókum manna. Það hlýnaði mörgum um hjarta- rætur þegar nýkjörinn formaður UMFN, Kristbjörn Albertsson, steig á svið og flutti liðinu og bæjarbúum hamingjuóskir frá Njarðvíkingum sem hafa háð margar rimmur við Grindvíkinga á körfuboltavellinum undanfarin ár. Hann afhenti Guð- mundi Bragasyni blómvönd og kall- aði síðan á Njarðvíkinginn og þjálf- ara Grindvíkinga, Friðrik Inga Rún- arsson, og afhenti honum blóm. Hann sagði að lokum að hann-ósk- aði liðinu alls hins besta í framtíð- inni en lofaði um leið að Njarðvíking- ar myndu veita liðinu verðuga keppni á körfuknattleikssviðinu næsta vet- ur. Get hætt stoltur Kolbeinn Pálsson formaður Körfu- knattleikssambands íslands flutti lið- inu því næst hamingjuóskir. Hann lætur nú af störfum sem formaður KKÍ eftir næsta þing þannig að þetta er með síðustu störfum hans fyrir sambandið. Hvemig fannst honum keppnin? „Hún var svolítið einkenni- leg því leikimir unnust með miklum mun á hvorn veginn sem var. Engu að síður var þetta mjög skemmtiieg barátta og við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta voru lið núm- er þijú og fjögur í undankeppninni en þau léku mjög skemmtilegan körfubolta. Síðasti leikurinn var mjög vel leikinn af Grindvíkinga hálfu og þar var keppnisskapið númer eitt, tvö og þijú. Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik og gáfu aldrei eftir. Þeir spiluðu vamarleikinn framarlega og það var ástæðan fýrir yfirburðum Grindvíkinga. Það var svo ánægjuleg uppbót í lokin að sjá troðslumar hjá útlendingi Grindvíkinga sem gaf leiknum ákveðinn glans en vegna yfirburðanna hefði hann annars ekki orðið jafn glæsilegur. Vegna þessa endis finnst mér Grindvíkingar svo sannarlega eiga titilinn skilið." Hvernig fannst svo Kolbeini stemmningin í Grindavík? „Við skul- um bara skoða hvernig tekið er á móti liðinu hér. Þar sem titlar hafa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.