Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 21

Morgunblaðið - 09.05.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 21 ERLENT Meciar aft- urkallar andófslög VLADIMIR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, lýsti yfir því að setningu umdeildra laga, sem ætlað var að sporna við andófi og hefðu gefið víðtækar handtöku- heimildir, yrði slegið á frest um óákveðinn tíma. Samkvæmt lögunum, sem voru keyrð gegnum þingið í mars, en for- seti landsins sendi þangað aftur til frekari umræðu, hefði mátt fangelsa fólk fyrir að skipu- leggja mótmæli, koma röngum upplýsingum á framfæri og andróður eða fyrirhugaðan and- róður gegn ríkinu. Meciar sagði á fyrsta blaða- mannafundinum, sem hann hef- ur haldið í eitt ár, að þetta úti- lokaði ekki „hugmyndina um lög til varnar ríkinu", en þau mættu ekki stangast á við við- tekin mannréttindi. Mikið tjón af eldum í Mongólíu ELDARNIR, sem nú hafa logað í skógum og ökrum Mongólíu í rúmlega þijár vikur, hafa valdið veikburða efnahag landsins miklu tjóni. Að sögn Ians Sloa- nes, sendiherra Breta í Mongól- íu, hefur ekki borist nægileg aðstoð frá útlöndum til að beij- ast við eldana og hjálpa þeim sem misst hafa heimili sín. 17 manns hafa látið iífið í eldunum, sem hafa farið yfir 80 þúsund ferkílómetra svæði. Tjónið er talið nema 120 millj- örðum króna. Neyðarfundi um Líberíu aflýst SVÆÐISBUNDNUM neyðar- fundi um ástandið í Líberíu hefur verið aflýst. Opinbera skýringin var í gær sögð sú að gefa ætti stríðsaðilum í Líberíu kost á því að koma sér saman um að halda samkomulag síð- asta árs um að binda enda á borgarastyijöldina í landinu fyrir leiðtogafund Vestur-Afr- íkuríkja í ágúst, en hermt er að hin raunverulega ástæða sé sú að flestir þeir leiðtogar, sem boðaðir höfðu verið til fundarins í Ghana, ákváðu að hunsa hann. Stríðsglæparéttarhöldin í Haag Sakbomingar úr röðum allra deiluaðila títcr Rpntpr W Haag. Reuter. DÓMARAR í stríðsglæparéttarhöld- unum í Haag yfir Bosníu-Serbanum Dusan (Dusko) Tadic fengu í gær að heyra vitnisburð breska sagnfræð- ingsins James Gow sem er sérfræð- ingur í sögu Júgóslavíu. Skýrt var frá því í gær að dómstóllinn hefði tekið í sína vörslu múslimann Zejnil Delalic liðsforingja sem sakaður er um morð, nauðganir og pyntingar í Celebici-fangabúðunum við borgina Konjic í miðhluta Bosníu. Þýska lögreglan handtók Delalic í Múnchen í mars. Króatinn Zdravko Mucic, sem stjórnaði búðunum, var handtekinn í Vín í mars og verður réttað í málum þessra manna og tveggja annarra sem gættu serb- neskra fanga í Celebici. Tadic er ákærður fyrir svipaða glæpi og Delalic í alræmdum ein- angrunarbúðum í Prijedor-héraði þar sem sem múslimar og Króatar voru hafðir í haldi. Veijandi Tadic segir að vitni í málinu hafi villst á mönn- um; annar maður með sama eftir- nafni hafi framið ódæðin. Gow, sem kennir við Lundúnahá- skóla, lýsti upplausn ríkjasambands Júgóslavíu í upphafi áratugarins en átökin milli þjóðanna í Bosníu hófust 1992 í kjölfar þeirra atburða. Hann sýndi með aðstoð korta þróun búsetu þjóðabrotanna og breytingar á landa- mærum Bosníu. Við andlát kommún- istaleiðtogans Josips Titos árið 1980 hefðu byijað deilur í ríkjasambandinu og engin málamiðlun fundist. Er gripið hefði verið til aukinnar mið- stýringar af hálfu sambandsstjómar- innar hefðu einstök ríki ákveðið að segja skilið við hana. Afleiðingar þessara óútkljáðu deilna urðu síðan blóðug átök og þjóðahreinsun. Auk vitnisburðar Gows voru sýnd- ar myndir frá breska sjónvarpinu, BBC, þar sem serbneskir harðlínu- menn úr röðum þjóðemissinna skýra frá því að Slobodan Milosevic Serbíu- forseti hafi veitt aðstoð við þjálfun herflokka Serba í austurhluta Króa- tíu. Sagði Gow að þetta sýndi vel samstarf þessara hálf-sjálfstæðu hópa við ráðamenn Serbíu. Dómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag var settur á laggirnar 1993 og hafa alls 57 manns verið ákærðir fyrir stríðsglæpi í löndum gömlu Júgóslavíu, flestir þeirra eru Serbar. Þrír dómarar, Bandaríkjamaður, Ástrali og Malasíumaður, munu í sameiningu kveða upp úrskurð í máli Tadic en ólíklegt er að það verði fyrr en eftir nokkra mánuði. Tilbod fimmtudag til sunnudags Kantplast 9 metrar kr. 580 (hæð 16,5 sm) Moltukassi 340 lítrarkr. 4.900 Hjólbörur 80 lítra kr. 3.900 Þörungamjöl 5 kg. kr. 3 98 Verð áður kr. £98^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.