Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.05.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 21 ERLENT Meciar aft- urkallar andófslög VLADIMIR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, lýsti yfir því að setningu umdeildra laga, sem ætlað var að sporna við andófi og hefðu gefið víðtækar handtöku- heimildir, yrði slegið á frest um óákveðinn tíma. Samkvæmt lögunum, sem voru keyrð gegnum þingið í mars, en for- seti landsins sendi þangað aftur til frekari umræðu, hefði mátt fangelsa fólk fyrir að skipu- leggja mótmæli, koma röngum upplýsingum á framfæri og andróður eða fyrirhugaðan and- róður gegn ríkinu. Meciar sagði á fyrsta blaða- mannafundinum, sem hann hef- ur haldið í eitt ár, að þetta úti- lokaði ekki „hugmyndina um lög til varnar ríkinu", en þau mættu ekki stangast á við við- tekin mannréttindi. Mikið tjón af eldum í Mongólíu ELDARNIR, sem nú hafa logað í skógum og ökrum Mongólíu í rúmlega þijár vikur, hafa valdið veikburða efnahag landsins miklu tjóni. Að sögn Ians Sloa- nes, sendiherra Breta í Mongól- íu, hefur ekki borist nægileg aðstoð frá útlöndum til að beij- ast við eldana og hjálpa þeim sem misst hafa heimili sín. 17 manns hafa látið iífið í eldunum, sem hafa farið yfir 80 þúsund ferkílómetra svæði. Tjónið er talið nema 120 millj- örðum króna. Neyðarfundi um Líberíu aflýst SVÆÐISBUNDNUM neyðar- fundi um ástandið í Líberíu hefur verið aflýst. Opinbera skýringin var í gær sögð sú að gefa ætti stríðsaðilum í Líberíu kost á því að koma sér saman um að halda samkomulag síð- asta árs um að binda enda á borgarastyijöldina í landinu fyrir leiðtogafund Vestur-Afr- íkuríkja í ágúst, en hermt er að hin raunverulega ástæða sé sú að flestir þeir leiðtogar, sem boðaðir höfðu verið til fundarins í Ghana, ákváðu að hunsa hann. Stríðsglæparéttarhöldin í Haag Sakbomingar úr röðum allra deiluaðila títcr Rpntpr W Haag. Reuter. DÓMARAR í stríðsglæparéttarhöld- unum í Haag yfir Bosníu-Serbanum Dusan (Dusko) Tadic fengu í gær að heyra vitnisburð breska sagnfræð- ingsins James Gow sem er sérfræð- ingur í sögu Júgóslavíu. Skýrt var frá því í gær að dómstóllinn hefði tekið í sína vörslu múslimann Zejnil Delalic liðsforingja sem sakaður er um morð, nauðganir og pyntingar í Celebici-fangabúðunum við borgina Konjic í miðhluta Bosníu. Þýska lögreglan handtók Delalic í Múnchen í mars. Króatinn Zdravko Mucic, sem stjórnaði búðunum, var handtekinn í Vín í mars og verður réttað í málum þessra manna og tveggja annarra sem gættu serb- neskra fanga í Celebici. Tadic er ákærður fyrir svipaða glæpi og Delalic í alræmdum ein- angrunarbúðum í Prijedor-héraði þar sem sem múslimar og Króatar voru hafðir í haldi. Veijandi Tadic segir að vitni í málinu hafi villst á mönn- um; annar maður með sama eftir- nafni hafi framið ódæðin. Gow, sem kennir við Lundúnahá- skóla, lýsti upplausn ríkjasambands Júgóslavíu í upphafi áratugarins en átökin milli þjóðanna í Bosníu hófust 1992 í kjölfar þeirra atburða. Hann sýndi með aðstoð korta þróun búsetu þjóðabrotanna og breytingar á landa- mærum Bosníu. Við andlát kommún- istaleiðtogans Josips Titos árið 1980 hefðu byijað deilur í ríkjasambandinu og engin málamiðlun fundist. Er gripið hefði verið til aukinnar mið- stýringar af hálfu sambandsstjómar- innar hefðu einstök ríki ákveðið að segja skilið við hana. Afleiðingar þessara óútkljáðu deilna urðu síðan blóðug átök og þjóðahreinsun. Auk vitnisburðar Gows voru sýnd- ar myndir frá breska sjónvarpinu, BBC, þar sem serbneskir harðlínu- menn úr röðum þjóðemissinna skýra frá því að Slobodan Milosevic Serbíu- forseti hafi veitt aðstoð við þjálfun herflokka Serba í austurhluta Króa- tíu. Sagði Gow að þetta sýndi vel samstarf þessara hálf-sjálfstæðu hópa við ráðamenn Serbíu. Dómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag var settur á laggirnar 1993 og hafa alls 57 manns verið ákærðir fyrir stríðsglæpi í löndum gömlu Júgóslavíu, flestir þeirra eru Serbar. Þrír dómarar, Bandaríkjamaður, Ástrali og Malasíumaður, munu í sameiningu kveða upp úrskurð í máli Tadic en ólíklegt er að það verði fyrr en eftir nokkra mánuði. Tilbod fimmtudag til sunnudags Kantplast 9 metrar kr. 580 (hæð 16,5 sm) Moltukassi 340 lítrarkr. 4.900 Hjólbörur 80 lítra kr. 3.900 Þörungamjöl 5 kg. kr. 3 98 Verð áður kr. £98^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.