Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
SKÝRR færir út kvíamar í Eystrasaltsríkjunum
Stofnun hugbún-
aðarfyrirtækis í
Lettlandi íathugun
SKÝRR hf. hefur í samvinnu við
nokkra erlenda aðila ákveðið að
kanna hagkvæmni þess að setja á
fót hugbúnaðarfyrirtæki í Riga í
Lettlandi. Um yrði að ræða sams
konar fyrirtæki og ElSdata Systems
Ltd. í Eistlandi sem stofnað var á
síðasta ári, en SKÝRR á 25% hlutafj-
ár í því fyrirtæki. Aðrir hluthafar
eru finnska fyrirtækið KT-Datacent-
er Ltd. í Helsinki með 25% og eist-
neskir aðilar með 50% hlutafjár.
Hagkvæmniskönnunin er fjár-
mögnuð af Norræna verkefnaút-
flutningssjóðnum, NOPEF, en sjóð-
urinn fjármagnaði einnig hag-
kvæmniskönnun sem framkvæmd
var vegna stofnunar ElSdata á síð-
asta ári. Verkefnisstjóri þessa verk-
efnis er Torben Friðriksson, sérfræð-
ingur í fjármálaráðuneytinu, en hann
vann að stofnun ElSdata fyrir hönd
SKÝRR, ásamt Jóni Þór Þórhalls-
syni, forstjóra SKÝRR.
íslenskur hugbúnaður kynntur
á sýningu í Tallin
Torben segir að undir lok þessa
mánaðar verði þeir Jón Þór staddir
í Vilnius í Lithauen til að ræða við
þarlenda aðila um samstarf um hag-
kvæmniskönnun einnig þar í landi,
með stofnun samskonar fyrirtækis
í Vilnius að markmiði.
Torben segir að dagana 24.-27.
apríl sl. hafi ElSdata tekið þátt í
árlegri tölvusýningu í Tallin í Eist-
landi. Þetta var fímmta árið í röð
sem þessi sýning var haldin og voru
þar kynnt á vegum SKÝRR hf. kerfi
eins og BAR (bókhalds- og áætlana-
kerfi ríkisins) sem notað hefur verið
svo til allstaðar innan ríkisgeirans
hér á landi síðan 1986.
Kerfi þetta hefur verið í notkun
hjá allt að 70 aðilum í Eistlandi um
tæplega tveggja ára skeið undir
nafninu Eesti-BAR. Einnig voru
kerfi eins og Eignaskrárkerfi ríkisins
„Stjórnandinn11 sem viðbót við BAR,
kallað Eesti-BAR Financials og „Ax-
el“, hugbúnaðarkerfi til töflugerðar
í íjolbrautaskólakerfum, kynnt á
sýningunni og vöktu almennan
áhuga margra sýningargesta, að
sögn Torbens.
ElSdata Systems Ltd. hefur, að
sögn Torbens, annars vegar á boð-
stólum ýmis hugbúnaðarkerfi á veg-
um SKÝRR hf. og KT-Datacenter
og hinsvegar ýmis kerfi frá íslensk-
um og finnskum hugbúnaðarfram-
leiðendum fyrir milligöngu Skýrr
hf. og KT-Datacenter Ltd., sem álit-
ið er að kynna megi og selja í Eist-
landi. Þá annist fyrirtækið ýmiskon-
ar ráðgjafaþjónustu og hugbúnað-
arvinnu.
Framtíð Skotlands-
bankaíóvissu
London. Reuter.
STANDARD LIFE lífeyrissjóðurinn
hefur til athugunar að selja stóran
hlut sinn í hinum 300 ára gamla
Skotlandsbanka (Bank of Scotland)
og talið er að ákvörðunin geti leitt
til tilrauna fjársferkra aðila til að
taka við rekstri bankans.
Bankinn hefur staðfest blaðafrétt-
ir um að Standard Life íhugi mögu-
leika á sölu á 32,2 hlut sínum að
öllu eða einhverju leyti. Standard
Life hefur átt 900 milljónir punda í
bankanum síðan 1985.
Sérfræðingar segja að tilkynning-
in valdi verulegri óvissu um framtíð
bankans. Bankinn er talinn hlynntur
því að mikið af eignarhlut Standard
Life verði seltr stórum stofnunum,
en verið getur að bjóðandi komi fram.
Vandséð er hvaða aðili kunni að
bjóða í bankann að sögn séfræðing-
anna.
aco
SKIPHOLTI 17 • 105 REVKJAVIK
SIMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622
ElSdata, sem er að hluta í eigu SKÝRR, tók nýlega þátt í tölvu-
sýningu í Eistlandi. F.v. Torben Friðriksson, varaformaður ElSd-
ata, Urmas Kohal, framkvæmdastjóri, Regina Raag, verkefnis-
stjóri, Juha Soini, stjórnarmaður, Juri Voore, ráðgjafi, og Vesa
Pariviainen, tölvunarfræðingur.
Kl
Fonysta
í faxtækjum
ERLENT
Fylgi
Nastases
minnkar
Búkarest. Reuter.
STUÐNINGUR við framboð
Ilies Nastases, fyrrverandi
tennisstjörnu, til borgarstjóra í
Búkarest virðist vera að
minnka samkvæmt skoðana-
könnun, sem birtist í blaðinu
Libertatea á mánudag.
Samkvæmt könnuninni nýtur
Nastase, sem býður fram fyrir
stjórnarflokk sósíaldemókrata,
24% fylgis og er það átta pró-
sentustigum minna fylgi, en
hann hafði í mars. Helsti and-
stæðingur hans, Victor Ciorbea,
var með 18% fylgi.
Samkvæmt annarri könnun,
sem einnig var birt á mánudag,
hafði Ciorbea forystu með 24%
fylgi. Þar hafði Nastase 21%
fylgi-
Borgarstjórnarkosningar
verða haldnar í Búkarest 2. júní.
VALUJET-flugfélagið varð fyrir áfalli í fyrrasumar er eldur
kviknaði í hreyfli í flugtaki með þeim afleiðingum að þotan
eyðilagðist. Flugfreyja hlaut slæmt brunasár og nokkrir farþeg-
ar meiddust lítilsháttar. Hreyflarnir voru keyptir notaðir frá
Tyrklandi en í ljós kom að eldurinn kviknaði af völdum tæring-
ar sem hulið var yfir þar í landi í stað þess að gera við hana.
Hrasaði
um flug-
ritann
SEABORN Beck Weathers ræðir við blaðamenn eftir að hafa
verið bjargað af Everest. Er hann kalinn á kinnum og nefi.
Tveir klifurmenn
lifðu af stórhríðar-
byl á Everest
Kathmandu. Reuter.
KRAFTAVERK þykir að tveir
fjallagarpar frá Taiwan og
Bandaríkjunum skyldu lifa af
harða vist í efstu hlíðum Everest-
fjallsins eftir að fárviðri skall á
er leiðangursmenn voru á leið
af tindi fjallsins. Atta menn úr
þremur leiðangrum eru taldir
hafa farist í veðrinu.
„Ég var án matar, vatns, súr-
efnis, svefnpoka og tjalds í 63
klukkustundir," sagði Gau Ming-
ho, 47 ára ljósmyndari og foringi
leiðangurs frá Taiwan á hóteli í
Kathmandu í gær. Hann kól á
höndum, fótum og nefi og var
dúðaður af umbúðum.
A mánudag var hann og
bandaríski fjallgöngumaðurinn
Seaborn Beck Weathers, sóttir
af herþyrlu í búðir í 5.900 metra
hæð á Everest-fjallinu en svo
hátt til fjalla hefur sjúkraflug
ekkii verið farið áður.
„Ég er ánægður en mjög veik-
burða,“ sagði ljósmyndarinn frá
Taipei. Hann komst á tind Ever-
est á föstudag klukkan þrjú eft-
ir hádegi en hreppti ásamt fleir-
um stórhríðarbyl á leiðinni af
tindinum, sem er 8.848 metra
hár.
„Ég var þá í 8.500 metra hæð,
sat nánast fastur en komst niður
um 200 metra þar sem ég varði
nóttinni." Gau sagðist hafa verið
svo kaldur og stífur á höndum
er hann vaknaði að útilokað var
fyrir hann að nota talstöð sem
hann hafði meðferðis.
„Þegar ég vaknaði hafði ég
glatað tímaskyni og átti erfitt
með að átta mig. Fingurnir höfðu
kalið, ég var veikburða og gat
ekki staðið í fæturna," sagði
hann. Nepalskur leiðsögumaður
fann Gau síðdegis, kom á hann
böndum og bar hann á bakinu
niður í búðir í 7.900 metra hæð
á laugardagskvöldi. Annar leið-
sögumaður, sherpi, hjálpaði hon-
um síðar niður í næstu búðir þar
sem tveir bandarískir læknar
hlúðu að honum.
Weathers, 49 ára meinafræð-
ingur frá Dallas í Texas, kól einn-
ig á höndum, nefi og kinnum.
Þjáðist hann af augnmeini í klifr-
inu og komst ekki alveg á sjálfan
tindinn.
Miami, Atlanta. Reuter, Daily Tclegrapli.
RANNSÓKN hófst í gær á flugrita
DC-9 þotu bandaríska flugfélags-
ins ValuJet sem fórst með 109
manns innanborðs skammt frá
Miami á Flórída sl. laugardag.
Fannst flugritinn, svonefndur
svartur kassi, fyrir tilviljun er kaf-
ari, sem leitaði líka farþega, hras-
aði um hann í eðju á slysstað í
Everglades-blautlendinu. Þar er
enn leitað að hljóðrita sem varð-
veitir samtöl flugmanna.
.Komið hefur í ljós að flugmenn
urðu að kalla til flugvirkja til að
gera við sjálfvirk öryggi fyrir elds-
neytisdælur þotunnar fyrr um dag-
inn sem hún fórst. Margsinnis
hafði þotunni verið snúið við vegna
bilana á undanförnum tveimur
árum. Hún var af gerðinni DC-9-
32, knúin Pratt & Whitney hreyfl-
um.
Farþegarnir 104 voru nær allir
bandarískir, meðal annars fórst
fimm manna fjölskylda sem var
að snúa heim úr viku siglingafríi
við strendur Flórída.
Leit að þeim sem fórust hefur
lítinn árangur borið. Ekkert lík
hafði fundist í gær, aðeins fjöldi
lítilla líkamshluta. í dag fer fram
minningarathöfn í Flórída um þá
sem fórust með ValuJet-þotunni.
Slysið hefur sagt til sín á fjár-
málamarkaði því hlutabréf í Valu
Jet lækkuðu um 23% í verði í gær
en bréf annarra flugfélaga breytt-
ust ekki í verði. Þá hafa margir
afpantað ferðir með félaginu. Fé-
lagið hefur flutt um 20.000 far-
þega á dag og sérfræðingar sögðu
að útilokað væri að segja á þessu
stigi um framtíð félagsins. Leiddi
athugun loftferðaeftirlitsins (FAA)
í ljós alvarlegar brotalamir í rekstri
ValuJet kynni það öðru fremur að
skaða það til langframa.
Með öllu er óljóst hvað olli því
að þotan stakkst nær lóðrétt í jörð-
ina norðvestur af Miami-flugvelli,
20 mínútum eftir flugtak. Er hún
hafði verið á lofti í um átta mínút-
ur tilkynntu flugmennirnir um að
reykur bærist fram í stjórnklefann.
Þá var þotan í 10.500 feta hæð
og sagðist flugstjórinn ætla snúa
aftur til flugvallarins í Miami.
Þangað komst hún aldrei því eftir
20 mínútna flug og er hún átti um
24 km ófama til baka hvarf hún
af ratsjám, stakkst til jarðar.