Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 15.05.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 23 ■ m. n n ii I mi !Sii [ V • íf ^ || » »* lillli MIII Víðistaðakirkja Snæfellingakórinn í Reykjavík SNÆFELLINGAKÓRINN heldur tónleika í Víðistaða- kirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 17. Á efnisskránni eru negra- sálmar, lofgjörðarsöngur, þjóðlög, dægurlög og syrpa úr brosandi landi eftir Frans Lehár. Sljórnandi er Þóra V. Guðmundsdóttir. Undirleik- ari Peter Máté. Að tónleikum loknum verður boðið upp á kaffi og kökur. Agatha sýn- ir í Nesbúð NÚ stendur yfir sýning Agöthu Kristjánsdóttir að Nesbúð á Nesjavöllum. Sýningin er opin alla virka daga og um helgar. Agatha hefur aflað sér þekk- ingar í gegnum sjálfsnám og sótt námskeið hjá Tómstunda- skólanum, Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs svo og Mynd- menntaskóla Rýmis 1992. Agatha Kristjánsdóttir Einnig hefur hún verið meðlimur í Myndlistarklúbbi áhugamanna um ára bil. Allar myndirnar eru unnar með olíu á mesonit. Greipar Ægis sýnir sand- skúlptúra í TILEFNI af 10 ára afmæli Hótels Keflavíkur opnar lista- maðurinn Greipar Ægis sýn- ingu á sandskúlptúrum. Sam- heiti verkanna er Tár tímans og eiga þau að endurspegla þau tár gleði, saknaðar, hláturs, sorgar, vonar og örvæntingar er fallið hafa hjá þjóðinni í ald- anna rás. Á afmælisdaginn föstudaginn 17. maí verður opið hús og gefst gestum kostur á að kynna sér starfsemi hótelsins. Sellótónleikar SELLÓTÓNLEIKAR verða haldnir í sal Tónskóla Sigur- sveins, Hraunbergi 2, miðviku- daginn 15. maí kl. 20.30. Stefan Thut sellóleikari flytur verk eftir Bach, Hindemith, Hön- igsberg, Reger og Crumb. Aðgangseyrir er 600 kr. Nem- endur 300 kr. Gerningar í Nýlistasafninu GERNIN G AKV ÖLD verður í Nýlistasafninu á Vatnsstíg 3b í kvöld kl .21. Norsku listamennimir Kurt Jo- hannessen og Jorgen Knudsen sem frömdu geming í Nýlistasafninu s.l. haust em komnir aftur til landsins með geming í farteskinu. í för með þeim er norski bogfimi- maðurinn Lars Humlekjær. Nokkrir nemendur úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands munu einnig fremja gerninga við þetta tækifæri. Allir eru velkomnir og aðgang- ur er ókeypis. Vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur Á MORGUN, uppstigningardag, halda báðar lúðrasveitir Tónlist- arskóla Njarðvíkur, yngri og eldri deild, sína árlegu vortónleika á sal Njarðvíkurskóla kl. 14. Stjórnendur era Einar St. Jóns- son og Haraldur Árni Haralds son. Aðgangseyrir er kr. 500 en frítt fyrir börn og er kaffi og meðlæti innifalið í verði. Eldri deildin hyggur á tón leikaferð til Hollands sumarið 1997 og rennur ágóðinn í ferða- sjóð sveitarinnar. Fjórðu og síð- ustu tónleikarnir verða svo í Ytri- Njarðvíkurkirkju laugardaginn 18. maí kl. 17. Skólaslit verða sunnudaginn 19. maí kl. 14 í Ytri-Njarðvíkur kirkju. FJAU RAVEN Góður ferðofélciQÍ Tiður höfuðverkur dregur úr starfsorku og hefur slæm ahrif a andlega líðan fólks. Migrenihöfuðverkur getur verið afskaplega sár en mörg dæmi eru um að fólk þjáist mikið af höfuðverk án þess að vita að það sé með mígreni. Á síðustu árum hefur þekkingu á sjúkdómnum fleygt fram þannig að mun auðveldara er nú að hjálpa sjúklingum með mígreni en áður var. Eftirfarandi spurningar geta hjálpað til við greiningu mígrenis. Auk þess bendum við á þátt um mígreni í Sjónvarpinu, miðvikudagskvöldið 15. maí, kl. 22.40. Ef þú svarar einhverjum þessara spurninga játandi bendir það til þess að þú hafir mígreni. Frekari upplýsinga um migreni má leita hjá Mígrenisamtökunum. w MÍGREN SAMTÖKIN Pegar þú ert með hðfuðverk: o Kemur hann í köstum sem standa yfir (fáeinar klukkustundir og allt að 3 dögum? o Er hann aðeins öðrum megin í höfðinu? o Fylgir ógleði og jafnvel uppköst? o Finnur þú fyrir æðaslætti í höfðinu? o Þolir þú illa skært Ijós, hávaða eða ertandi lykt? o Uður þér svo illa að þér finnst þú jafnvel vera að ganga af vitinu? Q Vilt þú vera í einrúmi og liggja hreyfingarlaus? o Finnur þú fyrir sjóntruflunum, t.d. Ijósglömpum, sikk-sakk mynstri fyrir augunum eða dimmir yfir hluta sjónsviðsins? o Rnnur þú fyrir dofatilfinningu eða fiðringi í andliti og/eða útlimum? Q Fölnar þú upp og lítur svo veikindalega út að ættingjar og þú telur þig hafa mígreni? Hikaðu þá ekki við að leita læknis, hann getur ráðlagt þér og sennilega hálpað þér? PÓSTHÓLF 3307 123 REYKJAVlk SlMI 587 5055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.