Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, í opinberri heimsókn á íslandi Samvinna á mörgum sviðum Jónsson ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneyti og Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri í forsætis- ráðuneyti. Eftir móttökuna héldu gestirnir að Hótel Sögu og því næst fór lög- maðurinn og fylgdarlið í forsætis- ráðuneytið þar sem viðræður fóru fram við Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. Að sögn Davíðs Oddssonar var þar meðal annars rætt um hina miklu aðstoð Færeyinga vegna snjó- flóðanna á Vestfjörðum, síldarsam- starfið, hvernig það hefur gengið til þessa og framhald á því, Vestnor- ræna sambandið og Vestnorræna sjóðinn, og óskir Færeyinga um nán- ara samstarf á sviði fjölmiðlunar. Vel tekist til í fiskveiðimálum Á blaðamannafundi sem haldinn var eftir viðræðurnar sagðist Ed- mund Joensen þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að koma í heimsókn til íslands og hann væri hingað kominn til að styrkja vináttu- EDMUND Joensen lögmaður Fær- eyja kom ásamt Edfríð Joensen, eig- inkonu sinni, og fylgdarliði í opin- bera heimsókn til Islands í gær, en hann mun í dag ferðast um Vest- firði og skoða m.a. aðstæður á Flat- eyri og í Súðavík. Færeyingar hafa gefið rausnarlegar gjafir til upp- byggingar á þessum stöðum eftir snjóflóðin í fyrra, og á blaðamanna- fundi í gær sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að það ýtti undir að færeyskir gestir sem jafnan væru velkomnir á íslandi væru einkar vel- komnir gestir i dag. í för með lögmannshjónunum eru Sámal Petur í Grund, landsstjórnar- maður, Finn Norman Christensen, skrifstofurstjóri landsstjómarinnar, og Maiken Poulsen ritari. Á Reykja- víkurflugvelli tóku á móti gestunum Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen eiginkona hans, en einnig voru viðstaddir þeir Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyti, Klaus 0. Kappel sendiherra Danmerkur, Jón Birgir Morgunblaðið/Sverrir EDMUND Joensen lögmaður Færeyja á blaðamannafundi að lokn- um viðræðum sínum við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Blöndal samgönguráðherra í Stjórnarráðinu í gær. tengsl og samstarf þjóðanna. Aðspurður um hvað hann teldi mikilvægast í samstarfi íslands og Færeyja sagði hann vel hafa tekist til í fiskveiðimálum og mikilvægir væru samningar um gagnkvæmar veiðiheimildir í lögsögum ríkjanna og síldarsamningarnir mörkuðu tímamót. Þetta væri breyting frá því þegar Færeyingar hefðu fengið ein- hliða kvóta í íslenskri lögsögu, því nú veiddu íslendingar síld í fær- eyskri lögsögu og gagnkvæmur samningur væri um veiðar á loðnu og kolmunna. „Það er þvi vaxandi gagnkvæm samvinna, en samvinna sem ekki er gagnkvæm á sér ekki mikla lífs- von,“ sagði Joensen. Samningur um menningarsamstarf í haust Joensen sagði að á öðrum sviðum væri samstarfssamningur Flugleiða og Atlantic Airways mikilvæg, en samningurinn hefur nú tekið gildi og fá Grænlendingar aðild að honum síðar á þessu ári. Þá sagði hann að rætt væri um að efla feijusamgöng- ur milli landanna, en Norræna siglir milli landanna á sumrin. „Færeyingar, íslendingar og Grænlendingar ætla að gera samn- ing um menningarsamstarf síðar á þessu ári og það er líka mikilvægt málefni,“ sagði Joensen. FePðast um Vestfirði í dag fer Edmund Joensen og föruneyti í ferð um Vestfirði með Halldóri Blöndal samgönguráðherra. Fyrst verður farið til Flateyrar og þaðan til Þingeyrar, ísafjarðar og út í Vigur þar sem snæddur verður hádegisverður. Frá Vigur verður haldið til Súðavíkur og • síðan til Bolungarvíkur og ísafjarðar þar sem gist verður um nóttina. Heimsókn lögmannsins hingað til lands lýkur síðdegis á morgun. Æðsti kardínál- inn syngur messu í Landakoti ÆÐSTI kardínáli kaþólsku kirkjunnar, Bemardin Gantin, heimsækir ísland á þessu ári. Hann mun syngja hátíðar- messu í Kristskirkju í Landa- koti laugardaginn 27. júlí og flytja hátíðarræðu, en þá verð- ur þess minnst að 100 ár eru frá því St. Jósefssystur komu til íslands. Bemardin Gantin er fæddur í Benin í Afríku 1922. Hann tók biskupsvígslu 1957. Árið 1973 kvaddi Páll VI páfi hann til Rómar, þar sem hann var skipaður ritari Stjómardeildar trúboðs og 1977 var hann skip- aður kardínáli. Sjö ámm síðar var honum falin stjóm skrif- stofu til eflingar réttlæti og friði og síðan 1984 hefur hann verið yfirmaður Stjómdeildar biskupa. Fyrir þremur árum var Gantin skipaður yfirmaður kardínálasamkundunnar og er hann fyrsti þeldökki kardínál- inn til að veita samkundunni forstöðu. Yfirmaður kardíná- lasamkundunnar verður páfi við lát núverandi páfa þangað til nýr páfi hefur verið kjörinn. Þegar Jóhannes Gijsen, bisk- up kaþólskra á íslandi, var á ferð í Róm i mars sl. lét Gant- in kardínáli þá ósk í ljós að heimsækja Ísland. Biskupinn bauð honum þá að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af aldar- afmæli St. Jósefssystra hér á landi í júlílok þessa árs. Kard- ínálinn féllst á það og syngur hann hátíðarmessu í Krists- kirkju í Landakoti 27. júlí og flytur hátíðarræðu. 47,7% styðja stjómina NÆRRI helmingur kjósenda styð- ur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í síðustu viku. Af þeim, sem svöruðu spurn- ingu um það hvort þeir væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eða andstæðingar, sögðust 47,7% stuðningsmenn stjórnarinnar, 22,7% hlutlausir og 29,6% and- stæðingar. Þriðjungur stuðningsmanna Alþýðuflokks styður stjórnina Ef litið er á stuðning við ríkis- stjórnina í kjósendahópi einstakra flokka kemur í ljós að mikill meiri- Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða andstæðingur? Hlutfail þeirra sem svara Maí 1996 Ipik Stuðnings- I-/ -/o/ menn - -, - /y ' . ■ ■ .......... Hlutlausir Andstæðingar hluti stuðningsmanna stjórnar- flokkanna, eða 70-80%, er jafn- framt fylgismenn stjórnarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti stuðnings- manna Alþýðubandalags og Kvennalista er mótfallinn stjórn- inni og allir sjö stuðningsmenn Þjóðvaka. í hópi stuðningsmanna Alþýðuflokksins er staðan hins vegar með öðrum hætti. Þar segj- ast 30% styðja stjórnina, 25% eru hlutlausir og 45% eru stjórninni andvígir. Könnunin var gerð 11.-18. maí. Úrtakið var 1.500 manna slemb- iúrtak úr þjóðskrá og var nettó- svörun 72,1%. Félagsvísindastofn- un telur úrtakið endurspegla nokk- uð vel þann hluta þjóðarinnar sem er á aldrinum 18-75 ára. Forseti írlands í heimsókn Umboðsmaður um Hegningarhúsið Stærð sjónvarpa og símanotkun samræmd UMBOÐSMAÐUR Alþingis gerði athugasemdir við aðbúnað fanga í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg sl. sumar, en í áliti hans frá því í apríl sl. kemur fram að úr flestu hefur verið bætt. Hann fer þó fram á að reglur um stærð sjónvarps- tækja fanga verði samræmdar raun- verulegri framkvæmd og að fangar í Hegningarhúsinu hafi sama rétt til notkunar síma og fangar í öðrum fangelsum landsins. Umboðsmaður gerði athuga- semdir við að birta væri óviðunandi í tveimur fangaklefum, lítið loft- streymi væri inn um glugga í nokkr- um klefum og bæta þyrfti aðstöðu til líkamsræktar. Fangelsismálayfir- völd hafa nú tekið þijá klefa úr notkun sem fangaklefa og er einn þeirra heimsóknarherbergi, einn setustofa og í einum er grunnað- staða til líkamsræktar. Þá var loft- ræsting bætt. Erfitt að nálgast nógu lítil sjónvörp Umboðsmaður er sáttur við þess- ar breytingar, en bendir á að enn standi sú kvörtun fanga, að þeim sé gert að eiga ekki stærri sjónvörp en með 14” skjá. Mun erfíðara sé að útvega slík sjónvörp en önnur af algengari stærð, með 18 ”-21” skjá. I vissum tilvikum sé þó heim- ilt að hafa stærri sjónvörp en 14”. Þetta segir umboðsmaður að þurfi að samræma. Þá bendir umboðsmaður einnig á, að fangar á Litla-Hrauni og Kvía- bryggju hafi afnot af kortasíma og beinir því til Fangelsismálastofnunar að fangar í Hegningarhúsinu njóti sambærilegra kosta í símamálum. MARY Robinson forseti írlands kemur til íslands í opinbera heim- sókn 28. maí ásamt eiginmanni sín- um, Nicholas Robinson. Forseta- hjónin dve^ja á landinu til 30. maí. Forseti Islands tekur á móti gestunum og situr Irlandsforseti málsverði forsætisráðherra og borgarstjóra. Mary Robinson hefur óskað eft- ir því sérstaklega að heimsækja Hæstarétt og Alþingi en hún er doktor í lögfræði og varð prófess- or 26 ára gömul. Jafnframt fer hún í heimsókn í lagadeild HI. Fylgdarkona hennar meðan á dvölinni stendur verður Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi forseti Hæstaréttar. Þá fer Mary Robinson í Lista- safn íslands og á Kjarvalsstaði þar sem sýningin Náttúra íslands verð- ur í undirbúningi fyrir Listahátíð. Skautasvellið í Laugardal ÍBR sjái um yfir- byggingu BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu vinnuhóps á vegum íþrótta- og tómstundaráðs um formlegar viðræður við ÍBR um hönnun, útboð, framkvæmdir og fjármögnun á byggingu yfir skautasvellið í Laugardal. Jafn- framt verði kannaður möguleiki á rekstri á svellinu á vegum ÍBR. í erindi vinnuhópsins kemur fram að honum hafi verið falið að leita nýrra leiða í hönnun, útboðum, framkvæmdum, fjár- mögnun og ef til vill á rekstri svellsins. Hefur hópurinn í sam- ráði við byggingadeild borgar- verkfræðings látið gera nýja kostnaðaráætlun varðandi yfir- bygginguna og úttekt á rekstr- argrundvelli svellsins eftir að þeirri framkvæmd Iyki. SÁÁ fær lóð við Efstaleiti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda, vilyrði fyrir 2 þús. fermetra lóð við Efstaleiti 7. Að sögn Theódórs Halldórs- sonar framkvæmdastjóra SÁÁ, er gert ráð fyrir að samtökin reisi um 1.400 fermeta hús við Efstaleiti, þar sem starfsemi samtakanna yrði sameinuð und- ir einu þaki. Áætlaður heildar- kostnaður er um 120 milljónir og sagði Theódór að hugsan- lega yrði byggt í áföngum. „Við erum með göngudeild við Síðumúla 3-5 og þar erum við einnig með forvarnadeild," sagði hann. „Skrifstofumar og útgáfu- starfsemin eru í Ármúla 20 og félagsheimilið er í Ármúla 17A. Þessa starfsemi ætlum við að sameina undir einu þaki.“ MR fær styrk BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita Menntaskólanum í Reykjavík rúmlega 579 þús. króna styrk vegna 150 ára af- mælishátíðar skólans. Styrkurinn svarar til leigu á Laugardalshöll en talið var að Háskólabíó myndi ekki rúma hátíðargesti á afmælishátíðinni þann 30. maí næstkomandi. Lítil vél lenti á Nesja- vallavegi LÍTILLI tveggja manna, eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152, var lent á Nesja- vallavegi á mánudag vegna gangtruflana. Tveir menn voru í vélinni og sakaði þá ekki. Vélin skemmdist ekkert við lendinguna, sem tókst mjög vel. Vélin er í eigu flugskólans Flugtaks. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu flaug flugmað- urinn, sem er að ljúka atvinnu- flugmannsprófi, til Hveragerðis og var á leið til Reykjavíkur aftur, um kl. 15, þegar mótor vélarinnar fór að hiksta og missa afl. Vélin var þá í 2000 feta hæð og ákvað flugmaður- inn að lenda á beinum kafla Nesjavallavegar. Lending vélarinnar gekk að óskum og skömmu síðar komu flugvirkjar á vettvang. Þeir fundu bilun í blöndungi og var hann lagfærður á staðnum. Flugkennari settist að því búnu upp í vélina, tók á loft af vegin- um og flaug til Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.