Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 12

Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ Forsetakosningar Um hvað? Hér fer á eftir í heild greinargerð sú, sem Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins, sendi frá sér í gær vegna umræðna um hugsanlegt --------------?-- framboð hans til embættis forseta Islands, og þeirrar ákvörðunar hans að verða ekki við tilmælum þar um. SEINUSTU tvær vikurnar hefur heimilisfriðurinn á Vesturgötu 38 verið rofinn. Glóandi símar, bréf og skeyti, voru því til staðfestingar. Ailur þessi atgangur snerist um það að skora á undirritaðan að gefa kost á sér til framboðs í komandi forsetakosningum. Forsetakosningar: um hvað? Rökin sem fram voru borin til stuðnings þessari áskorun voru margvísleg. Sumir lögðu áherslu á að samanlögð starfsreynsla okkar Bryndísar væri góður undirbúnings- skóli. Við værum þekkt af störfum okkar og þyrftum því ekki að kosta miklu tii auglýsinga eða kynningar. Sumir lögðu áherslu á að stór hópur kjósenda væri að þeirra mati „munaðarlaus" í þessum kosningum, þrátt fyrir þau framboð sem þegar væru fram komin. Sumir frambjóð- endur væru einfaldlega ekki nægi- lega þekktir til þess að almenningur gæti með góðu móti tekið afstöðu til þeirra. Sumum óx í augum mikið fylgi samkvæmt skoðanakönnunum við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Á það var bent að Ólafur Ragnar, fyrrv. formaður og þingmaður Al- þýðubandalagsins, hefði allan sinn stjórnmálaferil verið harður and- stæðingur þeirrar meginstefnu í vamar- og öryggismálum, utanríkis- og utanríkisviðskiptamálum, sem meirihluti þings og þjóðar stæði saman um. Þannig hefði hann verið andvígur varnarsamstarfinu við Bandaríkin, aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu, aðildinni að EFTA og nú síðast, aðild okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Menn spurðu hvers konar skilaboð íslendingar væm að senda sam- starfsþjóðum sínum, nú að loknu kalda stríðinu, með því að kjósa mann með slíkan feril til æðstu mannvirðinga lýðveldisins? Sumir vildu meina að mér bæri einhver sérstök skylda til þess, sem einum helzta talsmanni þeirrar utanríkis- Stefnu, sem meirihluti þjóðarinnar styður, að forða slíku „slysi“. Þeir hinir sömu töldu að fram komnir frambjóðendur væm ekki líklegir til að veita Ólafi Ragnari keppni, þar sem þessi málefni væru dregin fram í dagsljósið. Að þeirra mati væri sá hópur kjósenda býsna stór, sem væri að svipast um eftir nýju fram- boði. Þess vegna væri nú, á seinustu stundu, einkum staidrað við okkar nöfn. Ég gaf þau svör að menn ættu að mínu mati ekki að sækjast eftir embætti forseta íslands, enda hefði ég ekki gert það, þrátt fyrir langan aðdraganda. Betur færi á því að menn væru kvaddir til þjónustu með sjálfvakinni samstöðu fólks á breið- um grundvelli. En eftir því sem meiri þungi færðist í þessa málaleit- an, ákvað ég í samráði við konu mína, að gefa málinu nauðsynlegan umhugsunartíma. Niðurstaða okkar Bryndísar ligg- ur nú fyrir. Niðurstaðan er sú að við treystum okkur ekki, að vandlega athuguðu máli, til að verða við þess- um óskum. Við höfum gert grein fyrir ástæðunum í stuttri fréttatil- kynningu. Okkur finnst hins vegar að við skuldum því góða fólki, sem þessi niðurstaða kann að valda von- brigðum, nánari skýringar á níður- stöðunni. Fyrst og fremst urðum við að skoða okkar eigin hug og nán- ustu samstarfsmanna okkar. Við athuguðum betur en áður, í samráði við lögfróða menn, hvert væri ná- kvæmlega hlutverk forsetaembætt- isins í íslenzkri stjórnskipun. Loks létum við kanna viðhorf kjósenda og fylgisvonir, eftir því sem unnt var, og skýrðum frá niðurstöðunni í fréttatiikynningu. En fyrsta spumingin sem við þurftum að svara einlæglega var einfaldlega sú, hvort við hefðum áhuga á að sækjast eftir þessu „tign- arsæti"? Til þess að svara því þurfa menn að hafa skýrar hugmyndir um, hvert sé hlutverk forseta íslands í íslenzkri stjómskipun. Er forseta- embættið eingöngu „táknræn tign- arstaða“ eða hefur það sjálfstæðar valdheimildir, sem nýta má í þágu þjóðþrifamála? Þrátt fyrir að skoðanir sérfræð- inga í stjórnskipunarrétti séu nokkuð skiptar í þessu efni, liggur kjarni málsins þó ijós fyrir. Það breytir ekki því að hugmyndir almennings um hlutverk forsetaembættisins eru vægast sagt mjög á huldu. Sú skoð- un er útbreidd að forsetinn eigi ekki að vera stjórnmálamaður. Samt er embættið pólitískt í eðli sínu (það deilir löggjafarvaldinu með Alþingi og er að forminu til æðsti handhafi framkvæmdavaldsins). Flestir viður- kenna að stjómmálareynsla (þekk- ing á störfum stjórnmálaflokka, þingflokka, Alþingis, ríkisstjóma og reynsla af stjórnarmyndunarviðræð- um svo dæmi sé tekið) geti komið forseta að góðu haldi. Þversögnin er sú, að ef forseti léti reyna á form- legar vaidheimildir sínar, hefði hann fyrr en varir blandast inn í pólitísk ágreiningsmál og sæti þá ekki leng- ur á friðarstóli. Til þess að forðast þetta verður það þrautalendingin fyrir forsetann „að setjast í helgan stein". En hvert er þá innihald embættisins? Um hvað er þjóðin að kjósa? Um hvað stendur valið milli einstakra frambjóðenda, ef forsetaframbjóðendur forðast eins og heitan eldinn að taka afstöðu til nokkurs máls? Kosningar sem snú- ast ekki um málefni hafa tilhneig- ingu til að umhverfast í ógeðfellt auglýsingaskrum, um meinta verð- leika frambjóðandans eða að kosn- ingabaráttan fordjarfast undir yfir- borðinu í persónuníð- og gróusögur um mótframbjóðendur, eins og dæmin sýna. Erum við t.d. að kjósa með eða á móti stefnu fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins í utanríkismál- um? Eða erum við að kjósa um það, hvaða hjón muni koma best fyrir sem gestgjafar á Bessastöðum? Spyr sá sem ekki veit. En spurningarnar vekja upp aðra spurningu: Erum við ekki komin út í hreinar ógöngur með stjórnskipulegt hlutverk forsetaemb- ættisins, ef almenningur í iandinu, fólkið sem velur forsetann, hefur engar fastmótaðar hugmyndir um til hvers er ætlast af forsetanum? Og fær engar upplýsingar frá fram- bjóðendum, hvernig þeir hyggjast beita meintum völdum forsetaemb- ættisins? Forsetinn og Alþingi Forsetinn og löggjafarvaldið: Stjómarskráin gerir ráð fyrir því að forsetinn deili löggjafarvaldinu með Alþingi (staðfesting laga, útgáfa bráðabirgðalaga og málskotsréttur til þjóðaratkvæðagreiðslu). Þegar nánar er að gáð er Ijóst að þetta vald er formsatriði. Með undirskrift sinni gefur forseti lagafrumvörpum lögformlegt gildi. Áhrif á efni þeirra hefur hann ekki. Málskotsréttur: Sá misskilningur er útbreiddur að forseti hafi neitun- arvald gagnvart staðfestingu laga. Það hefur hann ekki, hvorki algert né frestandi neitunarvald. Þrátt fyr- ir synjun forseta um staðfestingu taka lögin gildi. Eftir það getur for- seti skotið málinu til þjóðaratkvæð- is. Þar með er forseti knúinn til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni, í andstöðu við ríkisstjórn og meiri- hluta þings. Þar með væri kippt fótunum und- an meintu hlutverki forsetans sem sameiningartákns eða sameiningar- afls, en í því felst að forsetinn sé hafinn yfir flokkapólitík og blandi sér ekki í pólitísk ágreiningsefni. Það segir allt sem segja þarf um þetta stjórnarskrárákvæði (26. gr.) að þótt reynt hafi á það í þrígang á embættisferli þriggja forseta (Sveins Bjömssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Vigdísar Finnbogadóttur) hefur enginn þeirra séð ástæðu til eða treyst sér til að beita því lögform- lega valdi forsetans, að skjóta máli til þjóðaratkvæðagreiðslu og grípa þannig fram fyrir hendurnar á meiri- hluta Alþingis. Aldrei hefur á það reynt að forseti synji um staðfest- _ „Embætti forseta íslands er „táknræn tignarstaða" eins og Sigurður Líndal hefur orðað það.. .Stjórnmála- maður sem sezt að á Bessastöðum er þar með að setjast í helgan stein. Það er ótímabært í mínu tilviki." ingu sína á útgáfu bráðabirgðalaga. Þannig er það staðfest í orði og verki að forsetinn er „ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum“ og „lætur ráð- herra framkvæma vald sitt“ (11. og 13. gr. stjórnarskrár). Þjóðaratkvæði Árið 1983 lagði þáverandi forsæt- isráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, fram frumvarp til laga um breyting- ar á stjórnarskrá. Tillögurnar voru niðurstaða stjórnarskrárnefndar, sem unnið hafði gott starf undir fonnennsku dr. Gunnars. Í þessu frv. til stjórnskipunarlaga var gert ráð fyrir að breyta 26. gr. stjórnarskrárinnar á þann veg að áður en forseti tæki ákvörðun um staðfestingu laga, gæti hann leitað álits þjóðarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu. Starfsmaður stjórnarskrár- nefndar á þessum árum, dr. Gunnar G. Schram, hefur lýst því að með þessu móti hefði forseti tækifæri til að kanna fyrirfram hug þjóðarinnar til málsins, í stað þess að ganga í berhögg við vilja Alþingis, áður en þjóðin hefði látið álit sitt í ljós. Ef frumvarpið væri samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu væri forseta skylt að staðfesta það. Með þessu væri lagasynjunarrétti forseta haldið í stjórnarskránni, en í nýrri gerð og á þann hátt að framkvæmanlegt væri, án stjórnarkreppu og jafnvel stjórnkerfiskreppu í kjölfarið. Á þennan hátt væri komið í veg fyrir árekstra milli forseta og Al- þingis, sem núgildandi ákvæði hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér, að sögn dr. Gunnars. Næði þessi stjórnarskrárbreyting fram að ganga gæti þetta ákvæði orðið virkt og þannig orðið að raunverulegum „öryggisventli“ í stjórnkerfinu, með- an ekki hefur verið sett almenn lög- gjöf um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslu og réttindi borgaranna til þess að krefjast slíkrar málsmeð- ferðar. Forsetinn og framkvæmdavaldið Forsetinn og framkvæmdavaldið: Margar greinar stjórnarskrárinnar kveða á um að forseti sé handhafí framkvæmdavaldsins. Hann er sagð- ur „skipa ráðherra", „veita emb- ætti“, „gera samninga við önnur ríki“, geta „rofið Alþingi“ o.s.frv. í reynd er þetta vald í annarra höndum. T.d. er skipun ráðherra á valdi formanna flokka í samsteypu- stjórn og þingflokka eftir atvikum. Forsætisráðherra og Alþingi fara með þingrofsvaldið. Forseti kemur ekki nærri samningum við önnur ríki. „Um nokkrar tilteknar athafnir hefur forseti heimild til beinna ákvarðana, án atbeina ráðherra, sbr. forsetabréf um hina íslenzku fálka- orðu og forsetabréf um starfsháttu orðunefndar" (Sigurður Líndal, Skírnir 1992). Það er allt og sumt. Þetta staðfestir að forseti er „ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum" og að hann „láti ráðherra fram- kvæma vald sitt“ og „að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmd- um öllum“. Forsetinn og stjórnarmyndun. Oft er því haldið fram að forsetinn hafi bak við tjöldin mikil áhrif á stjórnar- myndun. í stjórnmálasögu lýðveldis- ins fyrirfinnst aðeins eitt dæmi um það og annað í tíð Sveins Björnsson- ar sem ríkisstjóra varðandi myndun utanþingsstjórnar á stríðsárunum. Þetta vald er augljóslega í höndum formanna þeirra flokka, sem semja um samsteypustjórnir, og þar með á ábyrgð þingflokka. Áhrif forsetans í þessum efnum eru alla vega óbein og á þau reynir einungis í algerum undantekningartilvikum. Þrátt fyrir þekktan áherslumun sérfræðinga í stjórnskipunarrétti í túlkun á stjórnskipulegu hlutverki forsetaembættisins og sjálfstæðum valdheimildum þess, er niðurstaðan samt sem áður þessi: Embætti for- seta íslands er „táknræn tignar- staða“, eins og Sigurður Líndal hef- ur orðað það. Sá sem sækist eftir því embætti í því skyni að beita „sjálfstæðum vald- heimildum" þess í þágu þarfra um- bótamála eða sem „öryggisventli“ til að standa vörð um stjómarskrána (þótt forseti sé sannarlega ekki stjómlagadómstóll) eða til að veita Alþingi aðhald með málskoti til þjóð- aratkvæðagreiðslu, fer villur vega. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir þá staðreynd að forsetinn er eini þjóðkjörni embættismaðurinn í stjórnkerfinu og sækir því umboð sitt beint til þjóðarinnar. Spurningin er: Umboð til hvers? Ef forsetinn kysi að láta reyna á formlegt vald sitt, hrasar hann um leið um þrösk- uld þingræðisreglunnar. Hann lendir í átökum við meirihluta þings og sitjandi ríkisstjórn, sem gæti hæg- lega endað í því að annar hvor yrði að víkja. Það yrði ekki aðeins stjórn- arkreppa heldur stjórnkerfiskreppa. Þetta er afleiðingin af vanrækslu- synd Alþingis áratugum saman, sem er sú að skjóta á frest endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meðal þess sem þarfnast endurskoðunar er stjórn- skipulegt hlutverk forsetans, sem aldrei var hugsað til hlítar. Auk þess var 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsréttinn frá upphafi van- hugsuð, með þeim afleiðingum að ákvæðið hefur reynzt ónothæft eins og dæmin sanna. Sá sem vill „virkja Bessastaði" sem sjálfstætt stjórn- vald í krafti umboðs þjóðarinnar, mun því hvarvetna reka sig á tak- mörk valdsins, láti hann á reyna. Forsetinn situr því í „táknrænni tignarstöðu". Þrátt fyrir þjóðkjörið er hann eins og „kóngur eða drottn- ing án kórónu". Virkur stjórnmála- maður sem sækist eftir því að setj- ast að á Bessastöðum til að beita þar formlegu valdi forsetans í sam- ræmi við sannfæringu sína, fer villur vega eða er að reyna að villa á sér heimildir. Sá sem situr á Bessastöð- um er „seztur í helgan stein“. Sameiningarafl En þrátt fyrir þá niðurstöðu að försetinn sé í reynd valdalaus er ekki þar með sagt að hann sé endi- lega áhrifalaus. Veldur hver á held- ur, segja sumir. Þrátt fyrir allt er hann eini embættismaðurinn í stjórnkerfinu, sem sækir umboð sitt beint til þjóðarinnar, jafnvel þótt hann kunni að ná kjöri með innan við þriðjung eða jafnvel fjórðung atkvæða, skv. óbreyttum reglum. Þá beinist athygli manna að full- yrðingum eins og þeim að forsetinn eigi að vera sameiningarafl eða sam- einingartákn. Hvað felst í því? í því felst að forsetinn sé hafinn yfir flokkapólitík og flokkadrætti. Að hann blandi sér ekki í deilur um pólitísk ágreiningsefni. Að hann efni ekki til átaka við meirihluta Alþing- is, með því að beita valdi sínu í and- stöðu við þingið. Hvað er það þá sem forseti gerir? Er hann eins konar „skólameistari" sem vandar um við þjóð sína eða vísar henni veginn varðandi siðferði- leg álitamál? Getur hann verið eins konar „yfirmenntamálaráðherra" sem ræðir vanda þjóðlegrar menn- ingar smáþjóða í heimi sem orðinn er að „litlu þorpi“ fyrir áhrif fjar- skipta- og fjölmiðlabyltingar og al- þjóðavæðingar á öllum sviðum? Eða er það skrautfjöður í hatti forsetans að geta beitt embætti sinu til að opna viðskiptaaðilum dyrnar í ein- ræðisríkjum eða annars staðar, þar sem pólitísk og viðskiptaleg spilling er landlæg, vegna góðra sambanda á þeim bæjum frá fyrri tíð? Í því tómarúmi sem umlykur forsetaemb- ættið virðist umræðan fyrir þessar forsetakosningar einkum vera slegin á þessum nótum. Litum nánar á þessar fullyrðingar. Vilji forsetinn taka upp mál, kalla þjóðina „á Sal“ að hætti skólameist- ara, verða það þá ekki að vera óum- deild mál eða a.m.k. um þau fjallað á þann hátt að óumdeilt sé? Þetta hefur stundum verið kallað skóla- meistarahlutverk forsetans. Þó er sá munur á að skólameistari þarf einatt að taka í taumana gagnvart nemendum sínum (ogjafnvel kenn- urum). Hann þarf stundum að vanda um, finna að og leiðbeina nemendum sínum. Á stundum þarf hann jafnvel að beita aga - og typtunarvaldi, ef úr hófi keyrir. Satt að segja sitja fæstir skólameistarar, sem taka starf sitt alvarlega, lengi á friðar- stóli. Engu að síður hefur sumum for- setum, sem sitja valdalítil forseta- embætti, tekist að hefja þau til vegs með þessum hætti. Dæmi um þetta eru t.d. fv. forseti Þýzkalands, Weizsácker, forseti Tékklands, Hav- el og forseti Eistlands, Meri. Hér skiptir máli að forseti nýtur virðing- ar fjölmiðla ■ (öfugt við stjórnmála- menn). Orðum hans er gefinn gaum- ur, - orð hans eru ekki slitin úr samhengi. Hann getur ávarpað þjóð sína beint og milliliðalaust, a.m.k. með þeim þjóðum þar sem fjölmiðlar taka hlutverk sitt alvarlega. Hann getur veitt vönduð og yfirveguð við- töl, ef efni og innihald er af því tag- inu, að það veki menn til alvarlegrar umhugsunar og umræðu. Þetta gerði Weizsácker iðulega og stundum við litla hrifningu póli- tíska valdsins í Bonn. Dæmi um það er umfjöllun hans um málefni inn- flytjenda í Þýzkalandi og réttindi minnihlutahópa. Um sögulegar og siðferðilegar skyldur Vestur-Þjóð- verja, ekki aðeins við bræður sína

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.