Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Frimann Ólafsson BRÚÐHJÓNIN Haraldur Björn Björnsson og Sandra Miinch óku um í gamalli hestakerru eftir hjónavígsiu í Grindavíkurkirkju og vöktu athygli bæjarbúa. Brúðhjón óku um í gamalli hestakeiru Heilsugæslustöðin á Akureyri Fjölskylduráð gjöfin flytur Grindavík Þau vöktu óneitanlega athygli brúðhjónin sem óku um Grinda- vík eftir hjónavígslu á sunnudag- inn. Þar fóru þau um í gamalli hestakerru í eigu Guðmundar Sigurðssonar hestamanns sem hefur undanfarin ár snúið sér að hestaleigu fyrir íslenska og er- lenda ferðamenn. Kerruna kvaðst Guðmundar hafa fengið á Hellu fyrir tveimur árum og verið að reyna fyrir sér með að leigja hana út. Hún hefur Húsavík - Hvammur, heimili aldr- aðra á Húsavík, minntist þess um síðustu helgi að 15 ár voru liðin frá því að fyrstu íbúamir fluttu í Hvamm og 20 ár eru liðin frá stofn- un samtakanna Dvalarheimilis aldr- aðra sf. í Þingeyjarsýslu. En það er félagsskapur 11 sveitarfélaga frá og með Ljósavatnshreppi til Raufar- hafnar, en forveri var Styrktarfélag aldraðra í Þingeyjarsýslum, sem þá hafði starfað um nokkurt skeið og starfar enn. Egill Olgeirsson, stjórnarformað- ur dvalarheimilisins, sagði sögu samtakanna og sagði að samstarf hinna 11 sveitarfélaga hefði verið og væri sérstaklega gott. Hann gat helstu framkvæmda félagsins, sem væm á Húsavík; Hvammur, heimili aldraðra, Litli-Hvammur, Brekku- hvammur og Miðhvammur, en þar era verndaðar þjónustuíbúðir. Einn- ig rekur félagið dagvistun á Kópa- skeri og íbúðir og dagsþjónustu á Raufarhöfn. Egill gat þess að þó þetta væru stórir áfangar væri framkvæmdum síður en svo lokið, því takmarkið væri að halda áfram byggingu með það í huga að veita öldraðum ánægjulegt ævikvöld. einnig verið notuð á hátíðisdögum í Grindavík og verður væntnlega notuð á hátíð sem verður haldin í Grindavík dagana fyrir sjó- mannadaginn. Brúðhjónin fóru um aðalgötuna í Grindavík ásamt meðreið- arsveinum sem báru fána tveggja þjóða, Islands og Þýskalands, það- an sem brúðurin kemur og héldu frá Grindavíkurkirkju til Hafur- bjarnarins þar sem slegið var upp brúðkaupsveislu þeim til heiðurs. Hörður Arnórsson, sem verið hefur forstjóri Hvamms frá upp- hafi, gat margþættrar þjónustu, sem aldraðir hlytu á vegum heimil- isins, en á heimilunum eru 130 íbú- ar. Heimilið er rekið á svonefndum daggjöldum og hefur aldrei orðið halli á rekstrinum þau 15 ár sem það hefur starfað, svo framlag eignaraðila hefur allt farið í upp- byggingu, en ekki í rekstur. Sýslubúum var boðið til samkomu í hinum vistlega samkomusal heimil- isins og jafnframt að sjá sýningu á handverki aldraðra og þeim boðið að skoða hin miklu húsakynni heim- ilisins og jafnframt til skemmtisam- komu, þar sem meðal annars Starfs- mannakór Hvamms og sjúkrahúss- ins söng og Kór aldraðra, sem starf- ar á vegum Félags eldri borgara, undir stjórn Benedikts Helgasonar og við undirleik Bjargar Friðriks- dóttur. Formaður Félags eldri borg- ara ávarpaði samkomuna og þakk- aði það mikla starf, sem forsvars- menn hefðu sýnt í verki. Að lokum var afhjúpað stórt og mikið listaverk eftir Tryggva Ólafs- son, myndlistarmann, sem prýðir samkomusal heimilisins. FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF ' Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri er flutt á 5. hæð Amaro-hússins en hún var áður handan götunnar í húsi Akureyrar apóteks. Tilefni flutningsins era hagræð- ingaraðgerðir sem nauðsynlegt hefur reynst að fara út í vegna niðurskurð- ar fjárheimilda í heilbrigðiskerfinu, segir í tilkynningu vegna flutnings- ins. Grípa hafi orðið til bráðabirgða- lausna til að koma starfseminni fyr- ir, en brýnt sé að húsnæði Heilsu- gæslustöðvarinnar í heild komist sem fyrst í það horf sem framkvæmdaá- ætlanir segi til um. Þjónusta fjölskylduráðgjafar hófst árið 1988 og var þá um braut- ryðjendastarf að ræða. Starf fjöl- skylduráðgjafa er mikilvæg viðbót ANNA Rún Kristjánsdóttir, sem er 15 ára gamall nemendi í 9b í Glerárskóla, hefur náð ólympíulág- markinu í 100 metra bringusundi fatlaðra, það er 2:25 en hún synti fyrir skemmstu á 2:10.19 á móti í HoIIandi, Open Holland. Hún ætlar að nota sumarið til að æfa sig af kappi fyrir ólympíuieikana í Atl- anta í Bandaríkjunum sem haldnir verða í ágúst næstkomandi. Onnu Rún hefur gengið vel í íþróttinni að undanförnu, hún tók þátt í Malmö-open í byrjun apríl og sigraði í þremur greinum, 50 metra bringusundi, 25 metra skriðsund, 25 metra bringusund og fékk silfurverðlaun í 25 metra baksundi. Anna Rún æfir með Sundfélaginu Óðni. Sundáhugi í fjölskyldunni Hún á von á að sumarið verði heldur strembið, en hún ætlar að æfa átta sinnum í viku, alla virka daga og bæta við morgunæfingum þrisvar í viku. „Ég ætlaði í sumar- búðir fyrir fatlaða í Danmörku, en þangað hefur ég alltaf farið. Ég verð að hætta við það og einbeita mér að æfingunum," sagði Anna Rún. Hún byrjaði að æfa sund 8 ára gömul, en áhugi fyrir sund- íþróttinni er mikill í fjölskyldunni. Anna sagði að móðir sín, Helga Alfreðsdóttir hafi synt mikið á yngri árum og eldri systkini henn- ar, Hjörvar og Inga Hrönn æfa bæði sund. „En pabbi er ekki mik- ið í þessu,“ sagði hún um föður sinn, Kristján Björn Garðarsson. Anna flutti með fjölskyldu sinni til Danmerkur þegar hún var þriggja ára þar sem hún bjó um skeið, en einnig átti fjölskyldan heima í Bandaríkjunum í eitt ár. við störf heimilislækna og heilsu- gæsluhjúkrunarfræðinga til að unnt sé að veita fólki úrlausn daglegra heilsufarsvandamála sem upp koma hjá venjulegum fjölskyldum, auk aðstoðar við kreppu- og áfallaúr- vinnslu. Þættir eins og fræðsla um tilfinningalegar þarfir og leiðir til heilbrigðra samskipta, aukin sjálfs- styrkur og ábyrgð á eigin heilsu og lífsstíl eru mikilvægir í nútímasam- félagi, samskipti fólks við heilsu- gæsluna eru almennt mikil og því er þar grundvöllur til að hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. Þjónustan er veitt fólki að kostn- aðarlausu en tímapantanir eru á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Gera má ráð fyrir nokkurra vikna bið nema eitthvað sérstakt komi til. Þegar Anna var í 5. og 6. bekk grunnskóla átti hún heima á Blönduósi, en síðustu ár hefur fjöl- skyldan búið á Akureyri. Anna æfði sund bæði í Danmörku og Bandaríkjunum og sagðist hafa haft góða þjálfara og lært mikið. Aðstaðan á Blönduósi var ekki eins og best verður á kosið, laugin 12,5 metrar. „Ég man ég var rosa- lega stolt einu sinni þegar ég kom heim og hafði synt 100 ferðir.“ Eftir góðan árangur á mótinu í Malmö var ljóst að Anna gæti náð ólympíulágmarkinu og því var stefnan sett á mótið í Hollandi þar sem hún náði lágmarkinu með miklum ágætum. „Þetta var ekk- ert inni í myndinni hjá mér fyrst, ég vissi ekkert af þessu fyrr en Ragnheiður Runólfsdóttir, þjálfi minn sagði mér þetta eftir mótið í Malmö. Ég er því ekki búin að æfa lengi markvisst að því að ná þessu lágmarki," sagði Anna. „Ég trúði því eiginlega ekki fyrst að ég ætti möguleika á þessu, en finnst það mjög gaman núna að vera á Ieiðinni út.“ Stefnir að verðlaunasæti Anna verður meira og minna í sundlaugunum við æfingar í sum- ar, ætlar að æfa þrisvar í viku kl. 7 á morgnana auk hefðbundinna æfinga á hveijum virkum degi. „Það er mjög gaman að þessu, sérstaklega þegar vel gengur og maður sér árangurinn, að maður getur bætt sig,“ sagði Anna sem einnig stefnir að því að komast á ólympíuleikana í Sydney árið 2000. „En fyrst ætla ég að stefna að því að vinna til verðlauna í Atlanta og ætla að reyna að leggja hart að mér við að ná því marki.“ Morgunblaðið/Hólmfríður ÓLI Iijálmar í gijótinu suður á Flesjum þar sem hann fann flöskuskeytið. Fann flösku- skeyti suður á Flesjum ÓLI Hjálmar er ungur gríms- eyskur piltur semer mjög gefinn fyrir fjöruferðir. í einni fjöru- ferðinni fann hann tveggja lítra kókflösku sem væri ekki í frá- sögu færandi nema fyrir það að innihaldið var allóvenjulegt. Það var flöskuskeyti sem reyndar er sent frá Grímsey 6. mars 1993 af kennara sem þá starfaði í eynni, Ingimar F. Jóhannssyni sem býr í Reykjavík. I skeytinu biður hann viðtakanda aðsenda sér póstkort og það mun Óli Hjáimar gera hið fyrsta. Mývatnsrannsókn- ir, veiðistjóri og hreindýraráð Samein- ing könnuð GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hefur skip- að nefnd til að gera athugun á hugsaniegri sameiningu Náttúrurannsóknarstöðvarinn- ar við Mývatn, embættis Veiði- stjóra og hreindýraráðs við setur Náttúrufræðistofnunar íslands á Akureyri. Nefndinni er jafnframt ætlað að kanna möguleika á flutningi yfir- stjórnar Náttúrufræðistofnun- ar Islands frá Reykjavík til Akureyrar. Athugunin er gerð í sam- ræmi við þá stefnu ríkisstjórn- arinnar að sameina og fækka ríkisstofnunum, en í þessu til- viki er um að ræða stofnanir sem að mörgu leyti sinna svip- uðum verkefnum. Nefndin á að skila tillögum sínum fyrir 1. október næstkomandi í bún- ingi frumvarps um breytingar á þeim lögum sem fyrrgreindar stofnanir starfa eftir. Formaður nefndarinnar er Guðjón ólafur Jónsson, aðstoð- armaður umhverfisráðherra, en auk hans eiga sæti í nefnd- inni Árni M. Mathiesen al- þingismaður, Ingimar Sigurðs- son, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu, Snævar Guðmundsson viðskiptafræð- ingur og Vaigerður Sverris- dóttir alþingismaður. Morgunblaðið/Silli HÖRÐUR Amórsson, forstjóri Hvamms, og Egill Olgeirsson, stjórnarformaður dvalarheimilisins. Hvammur minn- ist tímamóta Morgunblaðið/Kristján HELGA Rún Kristjánsdóttir tekur þátt í ólympíuleikum fatlaðra í Atlanta í sumar, hér er hún við Sundlaug Glerárskóla með þjálfara sínum, Ragnheiði Runólfsdóttur. Tekur þátt í ólympíuleikum fatlaðra í sundi í Atlanta Stífar æfingar framundan í sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.