Morgunblaðið - 22.05.1996, Page 18

Morgunblaðið - 22.05.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Norðmenn segja mótmælí við hvalveiðum minni en áður Bandaríkjamenn og Þjóðverjar gagnrýna kvóta og veiðar VERÐLAGSDEILUR marka upphaf hrefnuveiða Norðmanna sem hófust í vikunni. Samtök hráefnisframleið- enda í fiskiðnaði hafa ákveðið lág- marksverð 26,50 norskar krónur (um 270 íslenskar krónur). Það er 1,50 krónum (um 15 íslenskum krónum) lægra verð en í fyrra, en kaupendur segja það hins vegar allt of hátt. Mótmæli hafa borist gegn veiðunum, en Norðmenn segja andstöðu minni en áður. Kvóti aukinn 35 hvalveiðiskip eru nú á Barents- hafi og hafsvæðunum umhverfis Bjarnarey og Jan Mayen. Hrefnu- kvótinn er 404 dýr, sem veiða má í ágóðaskyni, auk þess, sem veiða á 21 hrefnu í vísindaskyni. Heildar- kvótinn á síðasta ári var 232 hrefn- ur. Þegar Norðmenn ákváðu kvótann var gengið út frá því að stofninn á veiðisvæðinu væri 110 þúsund skepn- ur. Stofnstærðin er hins vegar um- deild og vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins mun ekki gefa út álit í málinu fyrr en um miðjan júní. Hrefnuveiðum Norðmanna og þeirri ákvörðun að auka kvótann hefur ekki verið tekið þegjandi. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýska- lands, mótmælti veiðum Norðmanna í yfirlýsingu áður en þær hófust og skoraði á þá að hætta veiðum á bæði sel og hval. Bandaríkjastjóm mótmælti einnig, en hótaði hins vegar ekki að grípa til aðgerða, sem umhverfisverndar- sinnar vilja beita Norðmenn. „Bandaríkjamenn eru alfarið and- vígir hvalveiðum í ágóðaskyni, sem hafa höggvið stór skörð í sumar teg- undir og leitt aðrar í útrýmingar- hættu,“ sagði í yfirlýsingu James Bakers, stjómanda úthafs- og lofts- lagsstofnunar Bandaríkjanna og full- trúa Bandaríkjanna í Alþjóðahval- veiðiráðinu. Baker sagði að Bandaríkjamenn gerðu sér grein fyrir því að Norð- menn hefðu lagt fram formleg mót- mæli þegar hvalveiðiráðið samþykkti bannið við hvalveiðum í ágóðaskyni árið 1982 og væru því ekki bundnir af því. Hann skoraði hins vegar á Norð- menn að hlíta banninu. Baker kvað skorta alþjóðlegt eft- irlit með því hvernig Norðmenn settu hrefnukvótann og vísaði til þess að hvorki Alþjóðahvalveiðiráðið né vís- indanefnd þess hefðu fjallað um málið. Ólöglegur útflutningur? Baker iýsti einnig yfír áhyggjum vegna fregna um að Norðmenn hefðu flutt út hrefnukjöt með ólöglegum hætti. Hann skýrði mál sitt ekki nánar, en skoraði á Norðmenn að grípa til nákvæms eftirlits til að framfylgja útflutningsbanni sínu. Náttúruvemdarsamtökin World Wildlife Fund gagnrýndu vfirlýsingu Bandaríkjastjórnar og sögðu hana „ótrúlega máttlausa, sláandi uppgjöf fyrir norskum sjóræningjum, sem stunda hvalveiðar. Clinton forseti hefur snúið baki við skýrri skuldbind- ingu sinni um að vernda hvali fyrir tilgangslausri slátrun. Aðgerðarleysi Bandaríkjamanna skiptir sköpum um það að hvalveiðar í ábataskyni eru að hefjast á ný.“ Hófstilltari viðbrögð? „Viðbrögðin í ár eru sýnu hófstilit- ari en undanfarin ár,“ sagði Hallvard Johansen, aðstoðarráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins. Rune Aasheim, blaða- og menn- ingarfulltrúi við norska sendiráðið í París, sagði að engin viðbrögð hefðu borist við hvalveiðunum og Cecilie Wiiloch, sendiráðsritari í Bonn, kvaðst engar spurnir hafa af fyrir- huguðum aðgerðum umhverfísvernd- arsamtaka í Þýskalandi. Sjálfsmorð yfirmanns bandaríska sjóhersins Boorda hafði rétt til að bera merkin Washinjjton. Reuter. MÁL Jeremy „Mike“ Boorda, yfir- manns bandaríska flotans, hefur tek- ið óvænta stefnu því fregnir herma að hann hafi haft rétt tii að bera heiðursmerki sem grunsemdir voru um að hann mætti ekki. Grunurinn virðist hafa orðið til þess að hann svipti sig lífí í vikunni sem leið. Boorda var borinn til grafar í Arl- ington-kirkjugarðinum á sunnudag og minningarathöfn fór fram í gær í dómkirkjunni í Washington, að við- stöddum Bill Clinton Bandaríkjafor- seta. Boorda svipti sig lífí á fímmtu- dag, nokkrum klukkustundum áður en hann átti að ræða við blaðamenn tímaritsins Newsweek, er hugðust spyija hann um heiðursmerki fyrir hreysti sem hann mun hafa fengið fyrir framgöngu sína í stríðinu í Víet- nam. Deiit var um hvort hann mætti bera heiðursmerkin og tvö bréf, sem hann ritaði skömmu fyrir sjáifsmorð- ið, staðfesta að hann óttaðist að málið myndi valda honum miklum álitshnekki. Elmo Zumwalt, fyrrverandi flota- foringi, sem var yfírmaður flotans í Víetnamstríðinu, sagði að samkvæmt heiðursmerkjahandbók flotans frá 1965 væri handhöfunum í sjálfsvald sett hvort þeir bæru umrædd heið- ursmerki. John Dalton flotamálaráð- herra tók í sama streng. Boorda hafði þó viðurkennt að það hefðu verið mistök að bera heiðurs- merkin og lagði þau til hliðar fyrir ári þegar íjölmiðiar hófu að gera fyrirspurnir um málið. Sjálfsmorð flotaforingjans hefur vakið upp nokkrar umræður um framgöngu fjölmiðla í málum sem þessu í Bandaríkjunum. Hefur því verið haldið fram að Boorda hafi líkt og fleiri í Bandaríkjunum orðið fórn- arlamb fjölmiðla og hefur þeim bein- línis verið kennt um andlát hans. í nýjasta hefti Newsweek segir að rétt hafí verið af blaðinu að kanna hvort Boorda hefði haft rétt til að bera merkin. „Sjálfsmorðið var ekki aðeins framið áður en greinin birtist, heldur tveimur dögum áður en grein- arskrifunum lauk,“ segir í frásögn blaðsins af efnistökum sínum. Blaðið segir að sjálfsmorð Boorda sé „góð áminning um að þótt frétta- menn drepi ekki getur það sem þeir skrifa eða segja haft alvarlegar af- leiðingar." Reuter Eiffel-turn- inn lokaður EIFFEL-TURNINUM í París var lokað fyrir ferðamönnum í gær vegna verkfalls starfsmanna. Verkfallsmenn krefjast þess að fá að leggja í bílastæði við turn- inn á nýjan leik. Þeir voru svipt- ir réttinum til að leggja þar vegna ráðagerða um að gera svæði fyrir gangandi vegfarend- ur. 24. maí og 7. júní verður dregið aukalega úr greiddum miðum eingöngu! Vinningar í bæði skiptin eru: t 1. Ferð eða tölvubúnaður fyrir 150.000 krónur. 2. Helgarferð fyrir tvo til Prag. Aðalútdráttur er 17. júní Múslimar falla í Kína NÍU múslimskir aðskilnaðar- sinnar voru drepnir í skotbar- daga við iögregluna í Xinjiang- héraði í norðvesturhluta Kína fyrr í mánuðinum, að sögn kín- verskra embættismanna í gær. Yfirvöld í Xinjiang höfðu fyrir- skipað lögreglunni að hand- taka meinta aðskilnaðarsinna sem þau sökuðu um „hryðju- verkastarfsemi" og dráp á sak- lausum borgurum. Þau sögðu markmið aðskilnaðarsinnanna að fá múslimska íbúa héraðsins til að heyja „heilagt stríð“ gegn kínverskum stjórnvöldum. Kosningar boðaðar á Nýja-Sjálandi STJÓRNMÁLAMENN Nýja- Sjálands bjuggu sig í gær und- ir langa kosningabaráttu eftir að Jim Bol- ger forsætis- ráðherra til- kynnti að nýtt þing yrði kosið 12. október. Óvissa ríkir í stjórnmálum Iandsins þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem kosið verður samkvæmt hlutfalls- kerfi á Nýja-Sjálandi. Sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, hefur fylgi Þjóð- arflokks Bolgers og helsta stjórnarandstöðuflokksins minnkað verulega vegna upp- gangs Fyrsta flokks Nýja-Sjá- lands, sem hefur náð 29% fylgi. Aukin and- staða við þró- unaraðstoð JOAO de Deus Pinheiro, sem á sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, kynnti í gær nýja skýrslu sem gefur til kynna að stuðningur almenn- ings við aðstoð við þróunarríkin hafí minnkað. Hann sagði óvissu í efnahagsmálum vera helstu ástæðu afstöðubreyting- arinnar. „Margir Evrópubúar telja ekki að þróunaraðstoðin dragi úr fátæktinni," sagði Deus Pinheiro. Mestur er stuðning- urinn við aðstoðina á Spáni og í Grikklandi, rúm 95%, en tæpur þriðjungur Belga er andvígur henni. Rússar sækja um aðild að OECD RÚSSAR sóttu í gær um aðild að Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD) og Franz Vranitsky, kanslari Austurrík- is, sem stjórnar ársfundi stofn- unarinnar í París, fagnaði ákvörðuninni, sagði hana póli- tísk skilaboð um að Rússar væru hlynntir frjálsum við- skiptum. Vranitsky sagði aðild Rússa geta stuðlað að friði og stöðugleika en nokkrir emb- ættismenn sögðu að með um- sókninni stæði stofnunin frammi fyrir erfiðum spurn- ingum um framtíðarskipan og hlutverk stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.