Morgunblaðið - 22.05.1996, Page 19

Morgunblaðið - 22.05.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 19 ERLEIUT Handtökur í Burma Bangkok. Reuter. HERINN í Burma hefur handtekið a.m.k. 40 lýðræðissinna frá í fyrra- dag en þeir ráðgerðu að sækja fund á heimili umbótaleiðtogans Aung San Suu Kyi um næstkomandi helgi. Suu Kyi sagði í símtali við fréttamenn Reuters að fundurinn yrði eftir sem áður haldinn. Náinn samverkamaður Suu Kyi skýrði frá handtökunum í gær símleiðis frá Rangoon. Hann sagðist vita um rúmlega 40 um- bótasinna sem teknir hefðu verið fastir en talan kynni að vera miklu hærri. Hinir handteknu eru allt menn sem náðu kosningu í þingkosn- ingum 1990 en flokkur Suu Kyi hlaut þá rúmlega 80% þingsæta. Herstjórnin kom þó í veg fyrir að lýðræðisleg stjórn tæki við völdum og hélt Suu Kyi í stofu- fangelsi árum saman. Ráðgerðu stuðningsmenn Suu Kyi að hittast á heimili hennar nk. sunnudag og mánudag og minnast þess, að þá verða sex ár liðin frá þingkosningunum. Reuter LÖGREGLUMENN í sveitum sem beijast gegn mafíunni leiða Giovanni Brusca á milli sín í gær á brott frá lögreglustöðinni í Palermo á Sikiey. Lögreglumennirnir bera grímur til að mafían beri ekki kennsl á þá. Blóðþyrstur mafíuforingi klófestur Palermo. Reuter. ÍTALSKA lögreglan var borin lofi í gær fyrir að hafa gómað æðsta mafíuforingja Sikileyjar, Giovanni Brusca, í fyrradag. Hann er talinn hafa sjálfur ýtt á hnapp fjarstýring- ar sem sprengdi sprengju er varð dómaranum Giovanni Falcone, konu hans og þremur lífvörðum að bana í Palermo í maí 1992. Þing- menn og ráðherrar og Oscar Luigi Scalfaro forseti lýstu ánægju með handtökuna. Brusca hefur farið huldu höfði en hann er 36 ára. Hefur honum verið lýst sem blóðþyrstasta mafíósanum sem leitað var að. Hann er talinn hafa verið útnefnd- ur leiðtogi mafíuforingjanna er Salvatore „Toto“ Riina var klófest- ur í janúar 1993. Auk þess að hafa stjórnað tilræðinu gegn Falcone var hann eftirlýstur vegna sprengjutil- ræða í Róm, Mílanó og Flórens sem urðu fímm manns að bana. Mafíósar í haldi, sem vitnað hafa gegn gömlu félögum sínum, segja, að Brusca hafi skipulagt og stjórn- að sprengjutilræðinu á hraðbraut fyrir utan Palermo 23. maí 1992 er setið var fyrir bílalest Falcone dómara. Sprengjunni var komið fyrir í afrennslislögn sem lá undir veginum og var hún svo öflug að svæðið var eins og tunglgígur eftir tilræðið. Hafi Brusca haldið um fjarstýringu sem kom sprengjunni af stað. Falcone stjórnaði um tíma leit ítölsku lögreglunnar að félögum í mafíunni. Morðið á honum og sam- starfsmanni hans, Paolo Borsellino, sem myrtur var með bílsprengju í Palermo tveimur mánuðum seinna, varð til þess að leit að mafíuforingj- um var stórhert um leið og aðgerð- ir gegn glæpasamtökunum. Sömuleiðis er Brusca sakaður um að hafa í fyrra kyrkt Giuseppe Di Matteo, 11 ára son mafíósa sem gerðist uppljóstrari. Líkið leysti hann síðan upp í sýrubaði. Með ódæðisverkinu vildi hann refsa föð- urnum fyrir samvinnu við lögreglu. Brusca var handtekinn ásamt Vincenzo bróður sínum á felustað þeirra í villu á suðvesturhluta Sikil- eyjar. Þeir höfðust við í húsinu ásamt eiginkonum og fjölskyldum. Það þykir kaldhæðnislegt, að bræð- urnir voru að horfa á heimildaþátt um tilræðið við Falcone er lögregl- an handtók þá. Kína heldur viðskipta- vild í Bandaríkjunum Peking. Reuter. KINVERSK stjórnvöld fögnuðu i gær þeirri ákvörðun Bills Clintons Bandaríkjaforseta að veita Kínveij- um áfram hagstæðustu viðskipta- kjör. Kínveijar hvöttu þó Banda- ríkjamenn til að hætta að endur- skoða viðskiptakjörin á hverju ári og sögðu að slíkt fyrirkomulag væri úrelt. Clinton tilkynnti á mánudag að hann hefði fallist á að Kínveijar nytu áfram bestu viðskiptakjara án nokkurra skilyrða. „Ég tel þessa ákvörðun Clintons mjög viturlega,“ sagði Ciu Tiankai, talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins. Hann hvatti hins vegar Bandaríkjastjóm til að hætta ár- legri endurskoðún viðskiptakjar- anna, sem hann sagði ekki til þess fallna „að stuðla að stöðugum og eðlilegum efnahags- og viðskipta- tengslum ríkjanna“. „Við vonum að Bandaríkjamenn geti breytt þessu úrelta og ranga fyrirkomulagi." Clinton sagði að ef orðið yrði við kröfum um að hætt yrði að veita Kínveijum hagstæðustu viðskipta- kjör vegna mannréttindabrota í Kína myndi það skaða bandaríska hagsmuni. Útflutningurinn til Kína eykst Viðskiptakjör Kínveija falla úr gildi 2. júlí verði þau ekki endurnýj- uð. Forsetinn þarf að skýra þinginu frá ákvörðun sinni fyrir 3. júní og þingið hefur tvo mánuði til að fjalla um málið og getur hafnað fram- lengingunni í atkvæðagreiðslu. Búist er við að hart verði tekist á um málið á þinginu. Útflutningur Bandaríkjamanna til Kína jókst um tæp 27% í fyrra og nam 12 milljörðum dala, jafn- virði 815 milljarða króna, og áætlað er að hann veiti 170.000 Banda- ríkjamönnum atvinnu. Kínveijar seldu hins vegar Bandaríkjamönn- um varning fyrir 45,6 milljarða dala, 3.000 milljarða króna, og munurinn er 33 milljarðar dala, 2.200 milljarðar króna. Sumaruppfærsla! Innritun er hafin í sumarnámskeið Símenntar TVÍ Fyrstu námskeiðin hefjast mánudaginn 20. maí. Innritun og nánari upplýsingar í síma 568 8400 (Helga og Arndís), http://tvi.is/simennt, eða á skrifstofunni, Ofanleiti 1, Reykjavík. simerifit fvi Ofanleiti 1 • 103 Reykjavík • Sími 568 8400 Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands (TVÍ) hefur starfað í 9 ár og útskrifað um 200 kerfisfræðinga sem flestir eru starfandi í íslenskum hugbúnaðariðnaði. Kerfisfræðingar TVÍ eru orðlagðir fyrir trausta og hagnýta þekkingu sem nýtist vel í starfi. Með Símennt TVÍ býðst starfsfólki í hugbúnaðargerð og tölvuþjónustu nýr valkostur í símenntun. í maí og júní verða í boði 15 síðdegisnámskeið sem flest eru byggð á kennsluefni Tölvuháskólans. 3-5 daga hnitmiðuð námskeið um: • Internetið, vefsíðugerð og netforrritun • Hlutbundna forritun í C++ og Delphi • Hlutbundna greiningu og hönnun • Forritun fyrir Windows 95 • Gagnamiðlun frá AS/400 • Kerfisforritun fyrir UNIX • Verkefnastjórnun, tölvuöryggi, vélbúnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.