Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ 2% MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 ____________________________ LISTIR Sumartónleik- ar í Stykkis- hólmskirkju „FYRSTA bygging sem grípur auga þess sem kemur í Stykkishólm er kirkjan á staðnum. Hún er fögur og sérkennileg, hönnuð af Jóni Haraldssyni arkitekt. Hún var vígð árið 1990. Byggingin er afar svip- mikil til að sjá og hlýleg og fögur að innan. Hljómburður kirkjunnar er með því besta sem gerist hér á landi og það ásamt nýlegum Steinway-flygli gerir hana að frá- bæru tónleikahúsi og hafa tónlistar- menn sóst eftir að halda tónleika þar. Þegar er kominn út geisladisk- ur sem var tekinn upp í Stykkis- hólmskirkju með leik Guðna Franz- sonar klarinettleikara og Gerrit Schuil píanóleikara," segir í frétt frá Stykkishólmskirkju. Þar segir jafnframt: „Með þetta frábæra tónleikahús í huga hefur nú verið skipulöð röð af sumartón- leikum í kirkjunni, þeir fyrstu 20. maí ogþeir síðustu 26. ágúst. Marg- ir tónlistarmenn íslenskir og erlend- ir munu koma fram, söngvarar og hljóðfæraleikarar. Á tvennum fyrstu tónleikunum munu kennarar við Tónlistarskóla Stykkishólms leika, David Enns píanóleikari, Lana Betts, sem leikur á þver- flautu, barrokflautu og renisans- fiautu og Lárus Pétursson gítarleik- KRISTÍN Bryndís Björnsdóttir sýnir myndir unnar með vatn- slitum og olíulitum, klippimynd- ir og hekluð teppi í Gerðu- bergi, til loka þessarar viku. Þetta er fyrsta myndlistarsýn- ing hennar. Kristín á fimm ára nám í Myndlistarskóla Reykja- víkur að baki og eru flest mál- verkin unnin á námskeiðum þar. Hún hefur heklað myndir ari. Lana Betts og David Enns eru frá Kanada og hafa lokið námi við McGill-háskóla í Montreal og hafa þau haldið fjölda tónleika hérlendis og erlendis. Sérstakt tilhlökkunar- efni verður að heyra Lönu og Lárus og dúka um árabil en teppin sem sjá má í Gerðubergi byrjaði hún að gera árið 1988. „Þetta eru teppi unnin í íslenskt ullar- garn og þau hafa gert heilmikla lukku á sýningunni. Ég held að það hafi aldrei verið svona verk áður á sýningu hér í Reykja- vík,“ segir Kristín. Hún sýnir blaðamanni verk sín og mest er um náttúrustemmningar og leika verk frá endurreisnartímabil- inu á gítar og flautu, slík tónlist heyrist enn of sjaldan á tónleikum. 10. júní fáum við að heyra ungan baritonsöngvara, Ágúst Ólafsson, og meðleikara hans, Sigurð Mar- uppstillingar en einstaka ab- straktmynd er innan um. Hún segist fara út í náttúruna til að skissa og tekur einnig ljósmynd- ir sem hún vinnur eftir. Myndin „Myndun lands“ sýnir okkur eldgos en Kristín segist hafa séð þau ófá um ævina. Hún ættuð úr Þingeyjarsýslu en fluttist ung til VestmannA- eyja þar sem hún ólst upp. Hún teinsson, flytja fjölbreytta efnis- skrá. Meiri söngur verður í júní, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Sól- veig Anna Jónsdóttir halda þá Ijóða- tónleika. Tvennir fiðlutónleikar verða á dagskrá sumartónleikanna, aðrir með þeim Martin Frewer og Sigurði Marteinssyni, en hina halda Elisabeth Zeuthen-Schneider frá Danmörku og Halldór Haraldsson. Þá verða tvennir sellótónleikar, aðr- ir í júlí með Ásdísi Arnardóttur og Jóni Sigurðssyni, en hinir verða í ágúst og munu Sigurður Halldórs- son og Daníel Þorsteinsson þá leika verk eftir Beethoven fyrir píanó og selló. Sjaldan heyrist básúna sem einleikshljóðfæri, en Daði Þór Ein- arsson ásamt Ingibjörgu Þorsteins- dóttur píanóleikara munu flytja dagskrá með skemmtilegum verk- um fyrir þetta glæsilega hijóðfæri. Þær Petrea ðskarsdóttir þver- flautuleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari munu svo ljúka tónleikaröðinni 26. ágúst. Vonandi munu heimamenn og gestir Stykkishólms kunna að meta þessa nýjung í bæjarlífinu, en eitt er víst að ekkert jafnast á við að njóta fagurrar tónlistar í helgu húsi, ganga svo út í kvöldið og njóta sólarlagsins við Breiðafjörð." kynntist manni sínum á ísafirði og eignaðist með honum sex börn og því gafst minni tími fyrir listsköpunina sem blundaði alltaf í henni að henn- ar eigin sögn. „Bakterían var alltaf viðloðandi og ég leyfði henni ekki að koma upp á yfir- borðið fyrr en nú á seinni árum. Ég hef voða gaman af þessu,“ sagði Kristín Bryndís. Vorhátíð fatlaðra FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra heldur vorhátíð fimmtudaginn 23. maí kl. 19-22. Hátíðin verður haldin í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Ýmsir nemendur koma fram t.d. hljómsveitin Plútó og leik- hópurinn Perlan. Einnig verður sýning á hand- og listverki nemenda. Ýmsar uppákomur verða til skemmtunar. Hljóm- sveitin Stælar leikur fyrir dansi. Fullorðinsfræðsla fatlaðra er námskeiðamiðstöð fyrir þroskaheft fólk. Þar eru yfir 300 nemendur á öllum þroska- stigum og með ýmsar ólíkar fatlanir. Boðið er upp á um 70 mismunandi námskeið sem varða tómstundir, heimilishald, vinnufærni og eigin mannrækt, jafnt líkamlega sem andlega. í forsvari fyrir hátíðinni eru skólastjórinn María Kjeld og skemmtinefndin Ásta ísberg leikfimikennari og tónlistar- kennararnir Elísabet Harðar- dóttir, Ragnheiður Haralds- dóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Ari Agnarsson. Alþjóðlegi jazzdagur- inn 25. MAÍ næstkomandi verður Alþjóðlegi jassdagurinn hald- inn hátíðlega í 6. sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Is- lendingar taka þátt í hátíða- höldunum en jazzhátíðin í Vestmanna- eyjum, Dagar lita og tóna, helgar jazz- deginum tón- leika sína þetta kvöld. Á hátíðinni koma fram kvartett Ragnheiðar Ólafsdótt- ir, kvartett Ómars Axelssonar, kvartett Hauks Gröndals, Tríó Ólafs Stephensens, tríó Tómas- ar R. Einarssonar, kvintett Steina Steingríms, Vinir Óla, hljómsveitin Bláin, Háeyrar- kvintettin og síðast en ekki síst kvertett Ann Farholt frá Dan- mörku. „Ann er ein helsta jazzsöng- kona Norðurlanda og er fræg fyrir „skattsöng" sinn, þar sem hún líkist á stundum saxófón- leikara eða básúnuleikara. Með henni eru landar hennar, gítar- istinn Henrik Bay og bassaleik- arinn Guffi Pallesen svo og bandaríski trommuleikarinn Andy Eberhart. Ann og félagar munu svo leika og syngja í Leikhúskjallaranum í Reykja- vík að kvöldi annars hvíta- sunnudags kl. 21.30,“ segir í fréttatilkynningu. * Attunda- stigs próf- tónleikar TÓMAS Guðni Eggertsson píanóleikari flytur próftónleika sína í sal skólans í dag, miðviku- dag kl. 18.30. Tómas er nemandi Vilhelm- ínu Ólafsdóttur. Verkefnin sem Tómas leikur eru Prelúdía og fúga í c-moll eftir J.S. Bach, Etýða í d-moll op. 72 eftir M. Moszkowski, Sónata í As-dúr op. 26 ertir Beethoven, 2. kafla úr Sónötu op. 64 eftir E. Rautavaara, • Allegro úr Fasc- hingsschwank aus Wien op. 26 eftir Schumann. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Söngskólinn í Reykjavík Skólaslit o g lokatónleikar TUTTUGASTA og þriðja starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa 170 nemend- ur stundað nám við skólann í vetur, 140 í dag- skóla og 30 á kvöldnámskeiðum. Nemendur luku í vetur samtals 162 stigprófum í söng og/eða píanóleik, ásamt tilheyrandi kjarnagreinum. Auk þess útskrifast 7 nemendur með burtfarar- eða söngkennarapróf. Innritun fyrir næsta vetur stendur yfir og verða inntökupróf þriðjudaginn 4. júní nk. 32 kennarar, þ.e. söngkennarar, píanókennar- ar og kjarnagreinakennarar eru starfandi við skólann, þar af 11 í fullu starfi. Skólastjóri er Garðar Cortes. Söngskólinn fær árlega prófdómara á vegum „The Associated Board of the Royal Schools of Music“ í London. Prófdómari í vor var prof. Mark Wildman, yfirmaður söngdeildar The Roy- al Academy of Music í London. Skólinn útskrifar að þessu sinni 5 nemendur með burtfararpróf (Advaneed Certificate) og 2 með söngkennarapróf. Burtfararpróf tóku Elma Atladóttir, Eyrún Jónasdóttir, Hulda Björk Garð- arsdóttir, Kolbrún Ásgrímsdóttir og íris Erlings- dóttir. Þær eiga þó allar eftir lokaáfanga prófs- ins, einsöngstónleika. Söngkennaraprófi LRSM (Licentiate of the Royal Schools of Music) luku Elín Huld Árnadóttir og Ragnheiður Hall. 7 nemendur luku 8. stigi, lokaprófi úr al- mennri deild og hafa þeir þegar sungið sína loka- tónleika í Islensku óperunni. Skólaslit og afhending grófskírteina verða fimmtudaginn 23. maí i íslensku óperunni. Skólaslitin hefjast kl. 19.30. Kl. 20.30 verða lokatónleikar skólans, þar sem fram koma nem- endur frá 3. stigi og uppúr. Efnisskráin er fjöl- breytt, íslensk og erlend sönglög og aríur og samsöngsatriði úr söngleikjum, óperettum og óperum. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. NÝÚTSKRIFAÐIR söngvarar ásamt skóla- stjóra á tröppum Söngskólans. F.v. fremsta röð: Garðar Cortes skólasfjóri, Elín Huld Árnadóttir, Eyrún Jónasdóttir, Ragnheiður Hall, Hulda Björk Garðarsdóttir. 2. röð: Kol- brún Ásgrímsdóttir, Elma Atladóttir, íris Erlingsdóttir. 3. röð: Jón Rósmann Mýrdal, Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir, Guðbjörg R. Tryggvadóttir, Diljá Sigursveinsdóttir. Aftasta röð: Rein A.II. Korshamn, Soffía Stef- ánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir. HEKLAÐ veggteppi eftir Kristínu. KRISTÍN Bryndís Björnsdóttir Fyrsta sýning þingeyskrar listakonu Morgunblaðið/Kristinn Ann Farholt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.