Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 25 AÐSENDAR GREINAR Eðli íslenskra orkulínda í UMFJÖLLUN um orkumál í Morgunblaðinu að undanförnu hefur stundum verið gengið út frá því að munur sé á eðli íslensku orkulind- anna, jarðhita og vatnsorku. Höfund- ar þessarar greinar telja að hér sé um misskilning að ræða. Báðar þess- ar orkulindir eiga rót sína að rekja til samfeildra orkustrauma í náttúru landsins. Úrkoman á fjöllótt landið er undirstaða vatnsorkunnar og stöð- ugur varmastraumur um jarðskorp- una veldur því að jarðhitaorka er mjög aðgengileg á íslandi. Sá varma- straumur felur í sér flæði hitaorku úr iðrum jarðar auk flutnings orku með heitu vatni og kviku. Talið er að verg (brúttó) orka alls rennandi vatns á Islandi nemi um 190 TWh (terawattstundum) á ári. Orku- straumurinn að neðan er svipaður að stærð, eða um 270 TWh á ári. Þeir orkustraumar sem stýra jarðhit- anum og vatnsorkunni hafa verið stöðugir í mjög langan tíma. Úrkom- an hefur að öllum líkindum verið nokkuð svipuð síðastliðin 10.000 ár, en orkuflæðið úr iðrum jarðar hefur lítið breyst í milljónir ára. Af þessum sökum er oft talað um að orkulindim- ar jarðhiti og vatnsorka séu endurnýj- anlegar orkulindir. Notkun slíkra or- kulinda fellur því vel að hugmyndum um sjálfbæra þróun. Þó orkustraumarnir að ofan og að neðan hafi verið stöðugir í mjög langan tíma safnast orka fyrir á viss- um stöðum í báðum tilvikum. Hluti af úrkomunni binst í jöklum lands- ins, í stöðuvötnum og í grunnvatns- kerfum. Á sama hátt er mikill varmi bundinn í heitum berggrunninum undir landinu. Við mat á stærð orku- lindanna þarf bæði að taka tillit til þeirra orkustrauma sem liggja til grundvallar og þeirrar bundnu orku sem getur haft áhrif á nýtinguna. Eftirfarandi tafla gefur yfirlit um orkustrauma og bundna orku á ís- landi. Áætlun á bundinni jarðhita- orku miðast við berggrunn landsins ofan 3 km dýpis. Taflan sýnir að orkustraumarnir eru sambærilegir að stærð, en að bundin jarðvarmaorka er um 1.000 sinnum meiri en bundin vatnsorka. Vergur orku- Verg bundin straumur orka Vatnsorka 190 TWh/a 2.500 TWh Jarðhiti 270 TWh/a 5.800.000 TWh Þessar aðstæður endurspegla annars vegar misstór geymslurými ofan og neðanjarðar og hins vegar mislang- an viðbragðstíma þeirra náttúruafla sem að baki liggja. Bundna vatns- orkan jafngildir meðalúrkomu 13 ára, en bundna jarðhitaorkan sam- svarar varmastraum að neðan í rúm 20.000 ár. Við mat á nýtanlegri orku er beitt ýmsum leiðum til þess að meta hve mikinn hluta af orkunni í töflunni Garðsláttuvélar ÞOR HF ReykjÐvík - Akurayri Reykjavík: Armúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Slmi 461-1070 Það gildir bæði um jarð- hitann og vatnsorkuna, segja Valgarður Stef- ánsson og Guðni Ax- elsson, að orkustraum- urinn hefur meiri þýð- ingu en bundna orkan. má nýta með góðu móti. Koma þá til tæknileg, fjárhagsleg og pólitísk sjónarmið. Þessi sjónarmið breytast mikið í tímans rás. í umræðu um stærð íslenska orkulinda hefur þró- ast sú hefð að miða vatnsorkuna við orkustraum, en jarðhitann við bundna orku. Þetta hefur því miður fætt af sér þann misskilning að eðlis- munur sé á vatnsorku og jarðhita. Sú er ekki raunin, því báðar orku- lindirnar eru endurnýjanlegar í þeim skilningi að þau náttúruöfl sem stýra orkuframboðinu hafa verið stöðugt í gangi í mjög langan tíma. Ekki er fyrirsjáanlegt að miklar breyting- ar verði þar á í náinni framtíð. Þegar kemur að nýtingu vatns- afls, jafnt sem jarðhita, er það bæði orkustraumurinn og bundna orkan sem stjórna því magni sem hægt er að nýta. Sú orka sem við nýtum hvetju sinni kemur að hluta úr orku- straumnum og að hluta úr bundinni orku. Sem dæmi má nefna að þó orkugeta vatnsaflstöðva sé eingöngu miðuð við framlag úr orkustraum, hefur komið í ljós að bráðnun eða stækkun jökla hefur veruleg áhrif á rennsli jökuláa. Framlag úr bundinni orku er í slíkum tilvikum háð árferði. Við jarðhitanýtingu er erfiðara að segja til um hve mikill hluti nýttr- ar orku kemur frá orkustrauminum Guðni Axelsson Valgarður Stefánsson og hve mikill frá bundinni orku. Ef nýtingin er eingöngu sjálfrennsli úr hver eða laug má segja að öll nýting- in komi frá orkustraumnum. Jafnvel þó að boraðar séu nokkrar holur til þess að auka sjálfrennslið er nýting- in að meginhluta til framlag úr orku- straumnum. Ef staðbundin jarðhita- nýting er aukin enn meir, t.d. með dælingu, kemur að því að jarðhita- vökvinn fer að draga til sín varma úr berginu, þ.e. úr bundnu orkunni. Framlag bundnu orkunnar er í slíku tilviki háð því hve mikil staðbundna nýtingin er. I öllum þeim jarðþitakerfum sem nú eru í nýtingu á íslandi (um 200 talsins) er það fyrst og fremst vatnsrennsli íjörðu, sem takmarkar nýtingarhraða, en ekki varminn sem bundinn er í jarðlög- um. Flest þessara jarðhitakerfa hafa verið nýtt í einn til tvo áratugi og nokkur þeirra enn lengur. Samt hafa aðeins örfá jarðhitakerfi náð því marki að hægt sé að greina þær tak- markanir sem bundna orkan getur haft á staðbundna nýtingu. Því verður að hafa það hugfast að langmestur hluti jarðhitanýtingarinnar er framlag úr orkustraumnum. Nýting jarðhita jafnt sem vatns- orku byggir bæði á nýtingu orku- straums og bundinnar orku. Það er því allt of mikil einföldun að heim- færa nýtinguna á annan hvorn þess- arra þátta. í raun gildir það bæði fyrir nýtingu jarðhita og vatnsorku að orkustraumurinn hefur meiri þýð- ingu en bundna orkan. Við mat á jarðvarmaorku landsins þarf þvi bæði að taka tillit til varmastraums og bundinnar orku. Höfundar eru cðlisfræðingur sem starfa við jarðhitarannsóknir. Ekkert stofngjald og fyrstu þnr mcmuðimir ókeypis * Talhólf er örugg geymsia skiiaboða Talhólfíð svarar með þinni eigin rödd Ósýniiegur símsvari á filbo&i * Mœgt er að náigast skilaboð í talhólfið hvaðan sem er • Taihóif byggir á skýrri og stafrœnni upptöku ■ Talhóifið iœtur þig vita ef ný skiiaboð hafa borist Talhóifið segir hvenœr skiiaboðin voru iesin inn TALHÓLF IPÓSTS OGSÍMA Aðeins eiff símfal - og þú erf koininn me5 falhóif Hringdu í grœnf númer 800 6388 Opi6 9.00 -18.00 * Eftir fyrstu þrjé mánuðina eru greiddar ársfjórðungslega 374 kr. Talhólf hefur sitt eigið símanúmer sem hringja má beint í. Til að tengja hólfið þinu númeri nýtir þú þér þjónustuna SÍMTALSFLUTNING sem kostar 3,32 kr. á minútu. Ef þú hringir í talhólfiö eða talhólfið í þig greiðast 3,32 kr. á mínútu. PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.