Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ 4 Það er hægt að bæta alla gigt Anna Ólöf Unnur Stefanía Sveinbjömsdóttir Alfreðsdóttir FINNUR þú til í höndunum þegar þú burstar tennumar á morgnana? Áttu erfítt með að hneppa skyrtunni? Er vont að halda á símtólinu? Verkj- ar þig í þumalinn þegar þú skrifar? Fimmti hver Islendingur fær gigt. Margir halda að gigtin sé ellisjúkdóm- ur en það er misskilningur því jafn- vel böm geta fengið gigt. Hundrað tegundir gigtsjúkdóma En hvað er gigt? Gigt er sársauka- fullir kvillar og sjúkdómar í stoðkerfi líkamans. Það eru til yfír 100 tegund- ir af gigtarsjúkdómum og orðið gigt er samheiti yfír þá alla. Meðal al- gengra gigtarsjúkdóma má nefna slitgigt, vefjagigt, iktsýki (langvinn liðagigt), sóragigt (psoriasisgigt) og hrygggigt. Flestir gigtarsjúkdómar eru í eðli sínu langvinnir (krónískir). Einkenni þeirra era fjölbreytileg og misjafnlega alvarleg - allt frá því að vera væg yfír í það að vera lífs- Fimmti hver íslendingur fær gigt. Unnur Stef- anía Alfreðsdóttir og Anna Ólöf Svein- björnsdóttir fjalla um námsbraut í iðjuþjálfun við Háskóla íslands. hættuleg. Algengustu einkenni gigtar era stirðleiki, verkir og bólga í liðumj •vöðvum, sinum og sinafestum. I mörgum tilvikum era sjúkdómsein- kennin staðbundin en í öðram út- breiddari. Sumir gigtarsjúkdómar era algengari hjá konum s.s. iktsýki og vefjagigt. Margir tengja gigt við von- leysi og tilgangsleysi og því að ekk- ert sé hægt að gera. Þetta er ekki rétt. Það er hægt að bæta alla gigt. Markmið iðjuþjálfunar Það er mikilvægt fyrir gigtveikt fólk að fá rétta sjúkdómsgreiningu og að meðferð byiji sem fyrst. Flest- ir læknar vita að iðjuþjálfar starfa á Gigtlækningastöðinni. Þeir senda skjólstæðinga sína í meðferð til iðju- þjálfa þar sem þeir læra að takast á við hindranir sem mæta þeim á hveij- um degi í lífí og starfí. Markmið iðju- þjálfans er að bæta líðan og lina þján- ingar skjólstæðingsins. Aðferðimar sem iðjuþjálfínn beitir til að ná því markmiði er m.a. fræðsla. í iðjuþjálf- un lærir viðkomandi ýmis ráð og aðferðir til að vemda liðina og vinna rétt. Það er mikilvægt að hver ein- staklingur taki ábyrgð á eigin heilsu. Iðjuþjálfínn leiðbeinir líka um val og notkun á hjálpartækjum sem gera dagleg störf auðveldari. Hjálpartækin eru af ýmsum gerðum, s.s. sérhann- aðir hnífar, lyklakippur, skæri, hjálp- artæki á baðherbergið og sérhannað- ir stólar. Ef verkir era miklir í úlnlið og/eða þumli er hægt að nota spelku til að draga úr verkjum og auka þannig starfsgetu handarinnar eða hvíla hana. Iðjuþjálfar búa til spelkur og aðlaga tilbúnar spelkur að þörfum hvers og eins. Á Gigtlækningastöðinni era einnig notaðir bakstrar (50° heitt paraffín- vaxbað) á hendur og olnboga til að lina verki og auðvelda hreyfigetu við æfíngar. Hönnun vinnuumhverfís skiptir alla miklu máli og ekki síst þá sem hafa gigtarsjúkdóma. Þjóðfé- lagið í dag er flókið og sérhæfíng mikil. Við verðum sérfræðingar á afmarkaðri sviðum sem eykur ein- hæfni vinnunar. Einhæft álag gerir auknar kröfur um góða vinnuaðstöðu. Iðjuþjálfar fara bæði inn á heimili og vinnustaði og leiðbeina um vinnu- umhverfíð. Það eru oft smávægileg atriði sem þarf að breyta í umhverf- inu en þau geta skipt sköpum fyrir þann sem vinnur þar. Hvíld eykur afköst Á tímum sparnaðar og aðhalds í þjóðfélaginu era gerðar sífellt auknar kröfur um afköst vinn- andi fólks. Þegar staða losnar á vinnustað er oft ekki ráðið í stöðuna heldur álagi bætt á það starfsfólk sem fýrir er. Fólki er nauðsynlegt að vera meðvitað um vinnuumhverfí sitt og kunna réttar vinnuað- ferðir. Á þann hátt er hægt að minnka álagið. Við vitum að það er lík- amanum nauðsynlegt að taka sér hlé frá vinnu með reglulegu millibili. Það getur ver- ið nóg að standa upp frá saumavélinni/tölv- unni, ganga um vinnu- staðinn og t.d. gera æfíngar ogteygj- ur. Þetta er ekki talinn sjálfsagður hlutur á öllum vinnustöðum. Stuttar hvíldarstundir auka afkastagetuna þegar til lengri tíma er litið. Iðjuþjálfa vantar á heislugæslustöðvar Tveir iðjuþjálfar starfa á Gigtlækn- ingastöðinni. Skjólstæðingar okkar koma af öllu landinu þar sem engin önnur göngudeildarþjónusta iðju- þjálfa fyrir gigtarfólk er fyrir hendi. Astæða er til að benda heimilislækn- um á að vera vakandi fyrir þeim meðferðarmöguleikum sem iðjuþjálf- ar bjóða upp á. Við höfum orðið var- ar við að fólk með slitgigt í höndum er stundum afskipt að þessu leyti. Margir skjólstæðingar okkar segja að heimilislæknirinn hefi sagt þeim að við gigt í höndum sé lítið hægt að gera. Á heilsugæslustöðvum um land allt þyrfti að koma á þjónustu iðjuþjálfa fyrir gigtarfólk. Þannig kæmist fólk fyrr í meðferð og með- ferðin yrði markvissari. Fólk þyrfti þá ekki að koma til Reykjavíkur til að fá leiðbeiningar og fá útbúnar spelkur. Það yrði gert í þeirra heima- byggð. Þetta er spamaður fyrir alla. Von okkar er að iðjuþjálfar verði starf- andi á heislugæslustöðvum um Iand allt. Þekking þeirra nýtist sérstaklega vel þegar unnið er með manneskjuna í nánasta umhverfí sínu. Að lokum viljum við lýsa ánægju okkar og stuðningi með tillögu Há- skólaráðs um að hér verði stofnuð námsbraut í iðjuþjálfun við Háskóla íslands. Höfundar eru iðjuþjálfar. „Fimmti guðspjallamaðurinn“ Athugasemd við grein séra Þóris Jökuls Þorsteinssonar í NÝLEGRI grein í Morgunblaðinu eftir séra Þóri Jökul Þor- steinsson sóknarprest á Selfossi, er honum tíð- rætt um, hvort kirkjan hafí not fyrir listamenn í þjónustu sína. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að kirkjan þurfi ekki á listamönn- um á borð við J.S. Bach að halda, en þeir þurfi hins vegar á henni að halda. Þarf kirkjan yfír- leitt á nokkrum að halda? Við skulum at- huga þetta dálítið nán- ar. Þegar meistari okkar og frelsari Jesús Kristur tók að breiða út boðskap sinn valdi hann sér læri- sveina. Hvers vegna skyldi hann hafa gert það? Að sjálfsögðu til þess að ' kenna þeim sinn undursamlega boð- skap og fá þá síðan til að breiða hann út. Sem sagt, lærisveinamir urðu farvegir þess boðskapar, sem Kristur vildi koma framfæri við heim- inn. Eftir dauða Jesú voru stofnaðir hinir fyrstu kristnu söfnuðir, sem áttu lengi vel í ótrúlegum þrenging- um og máttu margir þola pislardauða vegna trúar sinnar. í aldanna rás hefur kirkjan átt marga sanna guðsmenn. Biskupa, presta, nunnur, munka, tónskáld, málara, mynd- höggvara og óbreytta leikmenn sanntrúaða. Allt hefur þetta fólk með starfí sínu og breytni haldið boðskap Krists lifandi, þrátt fyrir að mörg hrapaleg voðaverk og mistök hafí líka verið gerð í nafni kristinnar trúar. Að sjálfsögðu þurfti þetta mæta fólk á boðskap Krists að halda. Hvaða kristinn maður þarf ekki á hon- um að halda? í mínum huga er boðskapur og líf Krists einungis stórkostlega fögur saga, ef við lifum ekki eftir boðskap hans í eigin lífí og höldum honum þannig lifandi. Þess vegna þarf kirkjan á sönnum liðsmönnum að halda, hvort sem þeir era listamenn eða ekki. Fólk sem er sanntrúað, einlægt og vill láta gott af sér leiða. Hinu ber ekki að neita að listamenn á borð við J.S. Bach, Da Vinci, Michelangelo, Beethoven, Rafael, Mozart og margir fleiri hafa með sínum ótrúlegu listagáfum orðið Bach hefur oft, segir Gunnar Kvaran, verið nefndur fímmti Guð- spjallamaðurinn. meiri predikarar en margur biskupinn og presturinn. Hefur Þórir Jökull hlustað á hin magnþrangnu trúarlegu verk J.S. Bachs? Ef ekki, þá mæli ég eindregið með því að hann geri það. Veit Þórir Jökull að Bach ritaði undir mörg verka sinna „Guði einum til dýrðar". Segir það ekki sitthvað um hugarfar hans og guðstrú? Það dylst engum sem hlustar á tónverk J.S. Bachs að hér er á ferð- inni guðlegur innblástur samfara ótrúlegri snilli, enda hefur Bach oft- sinnis verið nefndur fímmti Guð- spjallamaðurinn. Þrátt fyrir þetta þarf kirkjan ekki á J.S. Bach að halda að mati Þóris Jökuls. Allt sem er fagurt, háleitt og ein- lægt er til gagns fyrir kirkju vora hvort heldur er á iistasviðinu eða á öðrum svðum. Þar sem guðstrú og boðskapur Krists eru í fyrirrúmi er öllu óhætt. Höfundur er sellólcikari. Gunnar Kvaran IM Gallup svar- ar rangfærslum VEGNA nokkurra athugasemda og rangtúlkana á niðurstöðum ný- legrar könnunar IM Gallup fyrir félagsmálaráðuneytið vill ÍM Gallup koma eftirfarandi á framfæri: Markmið þessarar könnunar var að athuga viðhorf fólks til núverandi fyrirkomulags á kjara- samningum og einnig afstöðu fólks til þátta sem koma fram í ný- framlögðu frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur. Niðurstöður tveggja spuminga voru birtar í síðustu viku og var orðalag þeirra eftirfar- andi: 1. Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með núverandi fyrirkomu- lag kjarasamninga? 2. Ertu sammála eða ósammála því að auka völd hins almenna félaga í verkalýðsfé- lögum á kostnað stjórna verkalýðs- félaga og trúnaðarmannaráða, eins og lagt er til í nýju frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur? ÍM-Gallup vinnur sam- kvæmt stöðlum og reglum alþjóðsamtaka Gallup, segir Skúli Gunnsteinsson, og fullyrðingar um leiðandi spurningar eru alrangar. Niðurstöðumar voru í stuttu máli á þá leið að u.þ.b. tveir af hverjum þremur sögðust óánægðir með núverandi fyrirkomulag kjara- samninga og tæplega 63% sögðust sammála því að auka völd hins al- menna félaga í verkalýðsfélögum á kostnað stjórna og trúnaðarmanna- ráða verkalýðsfélaga eins og yfir- lýst markmið frumvarpsins er. Rangar fullyrðingar í fjölmiðlum að undanfömu hafa nokkrir tjáð sig um niðurstöður könnunarinnar og viðhaft rangar fullyrðingar sem hér era raktar: Fullyrt hefur verið að könnunin sé leiðandi. Það er rangt. Könnun er aðeins leiðandi ef spurningar hennar beina með einhveijum hætti svarendum í að svara á ákveðinn hátt fremur en annan. í þessu til- viki er auðvelt að sjá að svo er ekki. Báðar spumingar em hlut- laust orðaðar og í jafnvægi og þess vel gætt að bæði jákvæður og nei- kvæður svarmöguleiki komi fram í þeim. Því er allt tal um leiðandi könnun rangt og lýsir vanþekkingu þeirra sem halda því fram. Fullyrt hefur verið að fyrri spurningin gefi misvísandi niðurstöðu og lýsi fyrst og fremst óánægju fólks með launa- kjör en ekki með fyrirkomulag kja- rasamninga. M.ö.o. að fólk sé að svara til um allt annað en spurt er um í könnuninni. Þetta er einkenni- leg túlkun. Þessi spurning er full- komlega hlutlaus, skýr og grein- argóð og samræmist ítrustu kröfum sem Gallup gerir um allan heim. Við hjá ÍM Gallup teljum að það fari ekki á milli mála að spurt er um fyrirkomulag kjarasamninga en ekki um launakjör. Ef fólk hefði misskilið þessa spurningu á þann hátt að spurt væri um launakjör ætti það að sýna sig í hárri fylgni milli tekna og afstöðu til spurning- arinnar. Fylgnin er óveruleg og nið- urstaðan sýnir að mikill meirihluti í öllum tekjuhópum er óánægður með fyrirkomulag kjarasamninga og einnig í öllum starfshópum nema meðal sjómanna, bænda og nem- enda. Niðurstaða könnunarinnar er því skýr; fólk er almennt óánægt með núverandi fyrirkomulag kjara- samninga. Það kemur þó ekki fram hvað fólk er óánægt með, enda var það ekki markmið könnunarinnar. Fullyrt hefur verið að niðurlag spurningar tvö sé misvísandi, þ.e. að frumvarpið leggi ekki til það sem spurt er um. Eitt helsta dæmið um að frum- varpið miði að því að auka vald almennra félagsmanna er að kveðið er á um að vinnustöðvun þurfi að samþykkja í almennum kosningum meðal fé- lagsmanna í stað þess að ákvörðunin geti ver- ið alfarið í höndum stjóma eða trúnað- armannaráða verkalýðsfélaganna. Einnig hefur niðurstaða úr spumingu tvö verið rangtúlkuð með því að slíta hana úr samhengi. Sum- ir leggja eingöngu út frá fyrri hluta spumingarinnar og segja sjálfgefið að fólk vilji auka völd almennra félagsmanna eins og það hafi ein- göngu verið spurt um það. En mikil- vægt er að átta sig á að spurningin snýst um það hvort fólk vilji auka völd félagsmanna á kostnað stjórna og trúnaðarmannaráða verkalýðs- félaganna. Þarna er mikill munur á og ef niðurstaða þessarar spum- ingar er jafnsjálfgefín og sumir segja, hljóta þeir hinir sömu að vera sammála því að breytingar í þessa átt séu tímabærar, þ.e. ef almenningur og kjósendur eiga á annað borð að hafa eitthvað um málið að segja. Verklagsreglur Gallup Bent skal á að ÍM Gallup er í alþjóðasamtökum Gallup fyrirtækja og vinnur samkvæmt þeirra stöðl- um og vinnureglum. ÍM Gallup sem og Gallup um allan heim, hefur gert ijölda mælinga um viðhorf fólks til ýmissa málefna, samtaka, stofnana, reglugerða og jafnvel ein- stakra ráðamanna. Niðurstaða þeirra hefur verið jafnmismunandi sem mælingarnar eru margar. Stjórnvöld og hagsmunahópar í hveiju landi vinna stöðugt með slík- ar upplýsingar og leggja mat á hvernig þær skuli túlka og nota hveiju sinni. Það kemur því fyrir að þeir sem eru óánægðir með nið- urstöður könnunar reyni að kasta rýrð á framkvæmd könnunar, eins og hér virðist vera um að ræða. Gallup sjálfur, George H. Gallup heitinn, þurfti ósjaldan að svara fyrir slíkar athugasemdir í fyrstu tíð þegar þekking á aðferðafræði kannana var lft.il. Verklagsreglur um orðalag spurninga hjá ÍM Gallup eru skýrar. Sérfræðingar ÍM Gallup búa flestar spurningar til sjálfir eða breyta þeim og lagfæra eftir frum- hugmyndum viðskiptavina, enda hefur ÍM Gallup ávallt lokaorðið með orðalag spurninganna. Engra spurninga um viðhorf almennings til þjóðfélagsmálefna er spurt nema spumingarnar séu taldar fullkom- lega hlutlausar og ekki leiðandi. Þó svo að þessi könnun sé unnin að beiðni félagsmálaráðuneytisins hefur það engin áhrif á niðurstöður könnunarinnar þar sem svarendur vita ekki fyrir hvern hún er unnin, auk þess sem orðalag spurninganna var í höndum ÍM Gallup eins og áður greindi. Því er ljóst að aldrei er hægt að kaupa fyrirframgefnar niðurstöður hjá ÍM Gallup undir nokkrum kringumstæðum. Höfundur cr framkvæmdasljóri ÍM Gallup. Skúli Gunnsteinsson 'é € G F’ 4 € I i i i i i ( ( ( { i \ I I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.