Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 22.05.1996, Síða 31
MÓRGUNBLAÐIÐ I ; I ► ) Í I í V I » I H H & i » ; AÐSENDAR GREINAR U mferðaröryggi á Umferðarþingi ’96 Á NÝAFSTÖÐNU Umferðarþingi sem Umferðarráð stóð fyrir birtust margvíslegar upplýsingar sem tejjast fréttnæmar. Áður áætlaður árlegur kostnaður vegna um- ferðarslysa upp á 6-8 milljarða með nýjum reikningsaðferðum hljóðar nú með endur- bættum reikningsað- ferðum upp á 16,2- 18,8 miiljarða króna eða 4-6% af árlegri landsframleiðslu. Þetta, ásamt hörmu- legum afleiðingum sem orsakast oft vegna ungra ökumann, voru þær fréttir sem fjölmiðlar tóku upp og sögðu skilgreinilega frá. En eins og svo oft þá var sagt frá því sem amar að en ekki frá því já- kvæða, þ.e. þeim möguleikum innan samgöngukerfisins sem gætu dregið úr afleiðingum og kostnaði vegna umferðarslysa. Jákvæðir kostir Ef vandamálin, sem greint var frá á þinginu, eru dregin saman var ljóst að þau snúa að umferð vélknú- inna farartækja og þá sér í lagi umferð einkabíla. I erindi Lilju Ól- afsdóttur, forstjóra SVR, kom fram að öryggi þeirra sem velja strætis- vagninn fram yfir einkabílinn er margfalt meira. Miðað við danskar niðurstöður eru farþegar almenn- ingsvagna allt að því 9 sinnum ör- uggari en þeir sem ferðast með einkabílnum. Hér á íslandi er sama staða uppi þó að svarta bletti megi finna í samgöngukerfi SVR. Er þá átt við að- og frágengi við biðstöðv- ar innan Reykjavíkur sem stefnt er að lagfæra á komandi árum með aðgerðum eins og t.d. brú yfir Mi- kiubraut við Rauðagerði. Þó að hækkun bílprófsaldurs, úr 17 í 18 ár, hafi ekki verið rætt sérstaklega á þinginu þá gera flestir sér ljóst að stytting ökualdurs um eitt ár dregur úr umferð einkabíla. í fyrirlestri Helgu Sigrúnar Harðardóttur námsráðgjafa kom fram að á viðkvæmum þorskaárum væri 17 ára unglingur með slæmar fyrirmyndir úr kvikmyndum, auglýs- ingum og tölvuleikjum. Án þess að hægt verði að tengja saman akst- urslag hasarhetjunnar Arnolds Zwarsenegg- ers og unglings, sem sýnt hefur vítavert gá- leysi við akstur, þá er þetta sjónarmið athygli vert. Líklegt er að sjálf- ræðisaldur unglinga verði hækkaður úr 16 árum í 18 ár og er því æskilegt að bílprófsald- ur verði skoðaður í leiðinni. Einnig verður að telja það til frétta að í fyrsta sinn var sérstaklega fjallað um hjólreiðar á þinginu. Guðbjörg Halldórsdóttir, varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna, flutti fyrirlestur um stöðu hjólreiða- manna hér á landi. Þar kom fram að í raun væri hvergi gert sérstak- lega ráð fyrir hjólandi umferð. Sam- kvæmt umferðarlögum eiga hjól- reiðarmenn að vera á götunni en mega samkvæmt undanþágu vera á stígum þar sem gangandi eru. Þessi áhersla er slæm í ljósi þess að á bilinu 90-92% alvarlegra slysa og dauðsfalla hjólandi fólks verður við árekstur við vélknúin ökutæki. Því hljóti það að vera stefnan að sérs- takir hjólastígar verði lagðir svo vernda megi hjólreiðamenn fyrir hinni vélknúnu umferð. Að velja rétt Á síðasta ári létust 24 einstakl- ingar í umferðinni og 239 einstakl- ingar slösuðust mikið. Úr þessum sorglegu staðreyndum má lesa að flest þessara slysa eru vegna notk- unar einkabíla, þeim samgöngu- máta, sem meirihluti íslendinga hefur vanið sig á að nota. Eðlilegt er að spytja hvort ekki þurfi að endurskoða þessa mikiu áherslu sem Á síðasta ári létust 24 einstaklingar í umferð- inni. Oskar Dýrmund- ur Ólafsson segir að árlegur kostnaður vegna umferðarslysa sé 16-18 milljarðar króna. við leggjum á einkabílinn. Það hlýt- ur að vera öllum ljóst, að ef það getur verið allt að því 9 sinnum öruggara að nota þjónustu almenn- ingsvagna, að með því að hækka bílprófsaldurinn um 1 ár og hvetja fólk til þess að draga úr notkun einkabílsins og auka þar með öryggi allra vegfarenda, eigum við að gera það. Eins og skýrsla Hagfræðistofn- unar Háskólans sýndi þá er ekki einungis um óhugnanlegan harm- leik, sem við setjum sjálf á svið, að ræða, heldur er kostnaður vegna umferðarslysa hér á landi efnahags- legt vandamál. Eðlilega verðum við að spyija okkur að því hvernig samgöngu- kerfi við viíjum byggja upp í fram- tíðinni og þá með kalt mat á stað- reyndum í huga? Þjóðin veltir árlega tugum milljarða króna vegna sam- göngumála. Með hliðsjón af kostn- aði vegna umferðarslysa er ljóst að almenningssamgöngur, hjólandi og gangandi umferð, er mun arðbærari kostur en umferð einkabíla. Því er það fræðilega rökrétt að beina íjár- festingum á öruggari og hagkvæm- ari valkosti en hingað til hefur ver- ið gert. Notkun einkabílsins fylgja vanda- mál og spurning neytenda og kjós- enda snýst um það hvort þeir séu tilbúnir til þess að taka afleiðingun- um áfram eða hvort krafa morgun- dagsins verði í raun öruggari og hagkvæmari valkostir. Höfundur situr í Umferðarnefnd Reykjavíkur. Óskar Dýrmundur Ólafsson Höldum áætlun í Artúnsbrekku ÁRIÐ 1994 var gerð síðasta vegaáætlun, sem gilda átti í fjögur ár, frá 1995 til 98. Nú aðeins ári eftir að hún gekk í gildi hefur ríkis- stjómin skorið svo nið- ur hefðbundin framlög og framlög til fram- kvæmdaátaks, að ekki stendur steinn yfir steini. Niðurskurðurinn í ár bitnar harðast á höfuðborgarsvæðinu, því svæði sem hefur verði nokkuð afskipt á undanförnum árum þegar vegafé úr ríkis- sjóði er annarsvegar. Almennur niðurskurður á fram- lagi til vegamála er nú rúm 18%, en fé til svokallaðs framkvæmda- átaks er skorið mun meira eða um 36%. Þetta kemur harkalegast niður á höfuðborgarsvæðinu, en framkæmdaátaksféð, sem skipt er eftir höfðatölu, hefur farið að mikl- um hluta til framkvæmda þar. Þess- ar framkvæmdir skila yfirleitt há- marksarði. Mikil slysahætta - Þetta gerir það nú að verkum að framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru í Ártúnsbrekku í ár tefj- ast. Það veldur því að bráðabirgðaástand mun ríkja á þessari fjölförnu leið í borg- inni. Borgaryfirvöld, umferðarnefnd Reykjavíkurborgar og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst yfir áhyggj- um sínum vegna frest- unar áætlunar um að tvöfalda akbrautir neðan Ártúnsbrekku. „Slysahættan er slík við aðstæður sem þarna skapast, að ekki er réttlætan- legt með nokkrum hætti að fresta framkvæmdum", segir í ályktun frá Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og þar er einnig bent á að vegna aukinnar slysa- hættu gæti kostnaðurinn við frest- unina því orðið meiri en sparnaður- inn. Auknar tekjur Nú hefur komið í ljós að hækkan- ir á bensínverði hafa skilað mun meiri tekjum í ríkissjóð en áætlað var í fjárlögum. Samkvæmt áætlun- Ásta R. Jóhannesdóttir Auknum tekjum af elds- neyti á að veija, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, til slysafyrirbyggjandi • framkvæmda. um FÍB frá 6. maí sl. er tekjuauk- inn áætlaður um 300 milljónir króna á þessu ári. Síðan hefur bensínverð enn hækkað, jafnvel þótt hlutur rík- issjóðs í bensínverðinu hafi lækkað. Þessi tekjuaukning mun ekki skila sér til bifreiðaeigenda eða vega- gerðar að öllu óbreyttu. Vegagerðin telur að um 200 milljónir króna vanti til þess að upphafleg áætlun um framkvæmdir í Ártúnsbrekku standist. Því hef ég ásamt fjórum öðrum þingmönnum lagt fram tillögu um að 200 milljón- um króna af vörugjaldi af eldsneyti verði varið til að flýta vegafram- kvæmdum í Ártúnsbrekku í Reykja- vík. Viyi er allt sem þarf Öllum ætti að vera ljóst mikil- vægi þess að nægt fé fáist til að ljúka sem fyrst framkvæmdum í Ártúnsbrekkunni, svo að draga megi úr hættu á árekstrum og slys- um. íbúar á höfuðborgarsvæðinu ættu því að krefjast þess að þing- menn þeirra styðji þessa auknu fjár- veitingu til verksins. Tekjurnar eru til staðar, - vilji er allt sem þarf. Höfundur er alþingismadur. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1996 31 Hvernig gæludýr mundir þú fá þér ef þú ynnir rúmlega 44 miiljomr i Víkingalottóinu? L| ■ r m u 'IBP1 Til mikils að vinna! Alla miðvikudagafyrirkl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.