Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 34

Morgunblaðið - 22.05.1996, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA ROSA GUÐ- MUNDSDÓTTIR + Hulda Rósa Guðmundsdótt- ir fæddist á Isafirði 12. febrúar 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. maí síðastliðinn og fór útför _ hennar fram frá Isafjarð- arkirkju 18. maí. Hulda okkar hefur _^fengið hvíld eftir ianga A>g erfiða sjúkdóms- legu. Okkur bræður langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hulda fékk „yfirráðarétt" yfir okkur bræðrunum fyrir rúmum 27 árum þegar við kynntumst Bjama, yngsta syni þeirra Huldu og Konna. Sá vinskapur varð til þess að Hulda var með okkur bræðuma inn á gafli alla daga ársins, næstu tíu árin. Vinskapurinn byijaði á stormasa- man hátt eins og í öllum góðum ævintýmm. En okkar uppvaxtarár er ekki hægt að kalla annað en ævintýri. Prakkarastrikin sem fjöl- skyldur okkar þurftu að þola vom óft ótrúleg og hefur eflaust þurft sterkar taugar til að horfa uppá endalaus uppátæki okkar, sem stundum enduðu jafnvel á spítala eða í sjóbaði. En það veganesti sem við fengum til fullorðinsáranna í gegnum þetta fikt hefðum við hvergi fengið úr bók. A þessum ámm efuðumst við ekki um hæfni okkar sem viðgerð- armenn og minnumst við nokkura heimilistækja sem við lagfærðum óumbeðnir. Fyrir vikið eignuðust -Hulda og Konni stóran varahlutalag- er, enda vom tækin gjörsamlega ónothæf eftir að við höfðum farið höndum um þau. Hulda á stórt rúm í hjörtum okk- ar bræðra og alltaf tók hún okkur eins og við vomm og við minnumst þess þegar hún þurfti að skamma okkur, ekki síður en allra ánægju- stundanna. Þau vom ófá skiptin sem við komum sjóblautir eða hruflaðir heim til Huldu. Hún var þá útivinn- andi og Konni á sjónum, en þó furðu- legt megi virðast var alltaf full „þurrk- og sjúkraþjónusta" á heim- ili þeirra og alltaf hægt að leita til Huldu. Við kveðjum Huldu með hjartans þökk fyrir umhyggjuna og fyrir allar stundimar sem hún gaf okkur. Minningu hennar munum við varð- veita með okkur. Bjarna, Konna og ijölskyldunni allri vottum við inni- lega samúð og biðjum Guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Heimir og Snorri Már. Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Þannig hljóma orð skáldsins Matt- híasar Jochumssonar í sálminum góða. Þannig fínnst okkur líka að gang- ur lífsins eigi að vera. Þegar við - ^komumst á miðjan aldur upplifum við gjaman hið óumflýjanlega, að því fólki sem tilheyrði kynslóðinni sem fæddi okkur, klæddi og kom til þroska, fækkar óðum. Sérfræðingar í hióni;i-»knM linLnvt viit öfi (:rkíf';iTÍ Skólavöróustíg 12. á horni Bergstadastrætis, sími 19090 Okkur finnst hins vegar ekki tímabært þegar höggvið er úr okkar kynslóð, viljum eiga samleið lengur. Hulda frænka var þriðja bam foreldra sinna, sem eignuðust alls níu börn. Af þeim sem upp komust er Hulda fyrst til að kveðja. Hulda var einstök manneskja. Hún hafði sérlega hlýtt viðmót, vildi öllum vel og gekk gjaman á forða sinn í daglegu amstri án þess að samferða- fólk hennar yrði þess vart. Hún ávann sér traust í starfi fyrir sam- viskusemi og ósérhlífni, en umgjörð alls þessa var falleg kona. Hulda var mikil íjöiskyldumann- eskja og naut þess að fylgjast með börnum, tengdabömum og barna- börnum. Heimili þeirra Hákonar stóð opið gestum og gangandi, allir vom velkomnir og tekið opnum örmum. Það vissu aðeins fáir að til margra ára gekk Hulda ekki heil til skógar. Hún veiktist hastarlega fyrir um það bil tveimur ámm og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með sam- heldni fjölskyldunnar, hvemig þau hafa öll umvafið hana í veikindun- um. Hulda fæddist ekki með silfur- skeið í munni. Hún naut hins vegar ríkulegs ástríkis og öryggis í upp- vexti. Þegar horft er til baka skynj- um við einstakt samfélag, þar sem systkinaböm vora ekki aðeins börn foreldra sinna heldur nutu ástar og umhyggju móður- og föðursystkina. Þennan auð átti Hulda og endurg- alt til fyrri kynslóðar. Bar hún sér- staka umhyggju fyrir öldmðu móð- ursystmm sínum, ínu og Fanneyju, sem era einar eftir af móðursystkin- um hennar. Á sama hátt nutu þær systur þess að stytta henni stundir eftir að Hulda og Hákon fluttu á Hlíf og hreyfigeta Huldu var ekki mikil. Var áberandi hve einstakt samband var þarna á milli, Hulda var þeim sem dóttir og er söknuður þeirra mikill. En mitt í sorginni syngja vorboð- amir og náttúran vaknar af vetr- ardvala og er óðum að klæðast sum- arskrúða. Við drúpum höfði og hugsum hve upphafslínur sálmsins góða em sannar: Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn. ég hlýjar fjölskyldu Til aðstandenda flyt samúðarkveðjur frá minni. Einnig em sérstakar samúð- arkveðjur frá móður minni, Þorvald- ínu og systur hennar, Fanneyju, Jónasardætram, með þökk fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Elín S. Sigurðardóttir. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Mig langar að minnast elskulegr- ar mágkonu minnar, Huldu Rósu, sem lést 9. maí sl. Mér er afar minnisstætt þegar ég sá Huldu fyrst, fyrir um tuttugu og einu ári. Hulda, sem bjó á Isafírði allt sitt líf, var þá á leið til Danmerk- ur þeirra erinda að heimsækja elsta son sinn sem bjó þar á þessum tíma ásamt eiginkonu og ungum syni. Áður hafði ég hitt öll hin systkini Gunnbjörns, sem síðar varð eigin- maður minn. Það var ekki laust við að ég kviði fyrir. Nú var sem sagt komið að því að við hittumst þegar hún og Hákon eiginmaður hennar heimsóttu okkur. En kvíði minn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Djúpu brúnu augun hennar horfðu rann- sakandi á mig um stund, þessi augu sem sögðu svo margt, síðan færðist blíður svipur yfir frítt andlitið, og ég skynjaði að á bak við þennan spegil sálarinnar bjó mikill kærleik- ur. Frá þeirri stundu tókst með okk- ur vinátta sem aldrei bar skugga á. Gunnbjöm hafði oft talað um þessa JONMUNDUR JENSSON + Jónmundur Jensson fæddist í Kaupmannahöfn 15. febrúar 1934. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 1. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Jón- mundsdóttir, hjúkrunarkona, f. 1903, d. 1980, og Jörgen Jensen, rakari og tónlistar- maður, d. 1945. Jónmundur ólst upp í foreldrahús- um, í Kaupmannahöfn, þar til hann missti föður sinn 11 ára gamall, en þá flutti hann til Islands með móður sinni, að Stað í Grunnavík, þar sem þau bjuggu hjá móðurforeldrum Jónmundar, séra Jónmundi Halldórssyni, presti og odd- vita, d. 1954, og Guðrúnu Jóns- dóttur, d. 1951. Að séra Jónmundi látnum fluttu þau mæðgin til Reykja- víkur og bjuggu lengst af á Víðimel 34, þar sem Jón- mundur bjó einn eftir að móðir hans lést. Jónmundur stundaði nám við Héraðsskólana í Reykjanesi og á Laugarvatni og Bændaskólann á Hvanneyri. Hann starfaði um tíma sem verkamaður á Keflavíkur- flugvelli, og í Reykjavík hjá Ríkisskip og Eimskip, en síðan 1961 starfaði hann hjá Pósti & síma, við Fjarskiptastöðina í Gufunesi, lengst af sem bif- reiðastjóri. Útför Jónmundar var gerð frá Neskirkju 10. apríl sl. Þegar ég kvaddi Jónmund vin minn kátan og hressan að vanda 26.- mars sl, hvarflaði ekki að mér að það væri okkar hinsta kveðja. Við hlökkuðum til að hittast aftur eftir fjórar vikur. Svo varð þó ekki. Ég var enn einu sinni minntur á, að að lífið er ekki á okkar valdi. Jónmundur fékk heilablóðfall og lést 1. apríl sl. Ég kynntist Jónmundi fyrst árið 1961, er hann hóf störf við Fjar- skiptastöðina í Gufunesi, þar sem hann starfaði til dauðadags, fyrst sem verkamaður, en síðar sem bif- reiðarstjóri. Hann annaðist akstur á starfsfólki stöðvarinnar til og frá vinnu, ýmsar útréttingar ó.fl., m.a. póstburð milli fjarskiptastöðvarinn- ar og aðalstöðvanna í Landssíma- húsinu þar sem hann var ávallt aufúsugestur. Hann var þannig m.a. tengiliður stöðvarinnar við höfuðstöðvarnar. Hann ók einnig oftsinnis gestum stofnunarinnar, erlendum sem innlendum. Það er skemmst frá því að segja, að Jónmundi fómst þessi störf vel systur sína af mikilli væntumþykju, sem aðeins tuttugu og sjö ára og einungis flórtán ámm eldri en hann, hafði tekið hann inn á sitt heimili og orðið honum sem besta fósturmóð- ir. Á heimili Huldu og Konna dvald- ist Gunnbjöm svo þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur, nítján ára, til þess að hefja nám í prentiðn. Móðir þeirra, Siguijóna, lést þeg- ar Gunnbjörn var á ellefta ári og hélt faðir þeirra, Guðmundur Krist- ján, heimili með þeim bömum sínum, sem ekki höfðu stofnað sínar fjöl- skyldur, næstu þijú árin. Faðir þeirra fiuttist síðan til Keflavíkur og varð úr að tvö yngstu systkinin urðu eftir á ísafirði hjá þeim Huldu og Hákoni. Segja má að hin systkin- in sem enn vom á ísafírði hafi átt meira og minna innhlaup á heimili þeirra. Hún axlaði þá ábyrgð sem á hana var lögð af stakri prýði og reyndist systkinum sínum vel í alla staði og verður það seint full þakkað. Hulda hafði einstaklega þægilega nærvem, það var notalegt að vera í návist hennar og maður fann fyrir trausti og hlýju. Á erfiðleika tíma- bili í lífí mínu hringdi ég oft í Huldu og spjallaði við hana. Hún var hughreystandi og bjart- sýn fyrir mína hönd og gleymdi mér ekki í bænum sínum. Alltaf var mér rórra innanbijósts eftir þessi samt- öl, sem em mér dýrmæt í minning- unni. Hulda var mikil fjölskyldumann- eskja og fylgdist vel með sínu fólki. Hún unni því heitt og alltaf vora allir velkomnir á heimili þeirra Konna. Var það óspart notað, þar sem hún var ein af átta systkinum sem bjó á æskuslóðum þeirra á Isafírði. Hún naut þess að hitta systkini sín og þeirra fjölskyldur og eiga með þeim góðar stundir. Mér eru ógleymanlegar ferðir með henni og fleira fólki norður á Sléttu í Sléttuhreppi, þar sem móðir þeirra ólst upp. Eins minnist ég þess þegar við vomm á ferðalagi í Skaftafelli og fómm austur að Jökulsárlóni og sigldum þar innan um ísjakana. Það ævintýri gleymist bömunum okkar seint. Þeim fannst mjög gaman að ferðast með Huldu og Konna, sem vom einstaklega bamgóð og áttu alltaf ýmislegt gott í pokahorninu. í minningu barnanna ríkir ákveð- inn ævintýraljómi yfir heimsókn- unum tii ísafjarðar og samvist- unum við Huldu frænku og Konna, þar sem alltaf var nóg til að harð- fiski og öðru góðgæti, svo ekki sé nú minnst á sódastrímið sem drukkið var í ómældu magni, allar bragðtegundir. Nú er komið að kveðjustund, sem bar svo óvænt að. Ég bið Drottin Guð að geyma mína elsku- legu mágkonu. Ég kveð hana með innilegu þakklæti fyrir allt sem hún var Gunnbirni, mér og okkar bömum. Elsku Konni og böm, tengda- böm, bamaböm og litlu langömmubömin, ég bið Guð að styrkja ykkur og blessa á þessum erfíðu tímum. Eg sendi ykkur og systkinum Huldu og ástvinum öll- um innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um yndislega konu varðveitast í hjörtum okkar allra. Jónína Auðunsdóttir. Elsku amma. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökkum þér fyrir allar þær dýrmætu stund- ir, sem við áttum með þér, og alla þá ást og hlýju sem þú sýndir okkur. Við gleymum því aldrei hvað það var gott að koma til ykkar afa á Isaljörð, þá gleði sem ríkti þá. Nú ert þú komin til Guðs og laus við öll veikindi og þjáningar og nú líður þér vel. Elsku amma, minning þín mun ávallt lifa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Erla og bræður. úr hendi. Hann var ávallt glaður og hress í viðmóti, afar bóngóður, og vildi allra vanda leysa. Hann var starfi sínu trúr, og tryggur vinnuveitendum sínum. Hann var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hans loforð stóðu ávallt sem stafur á bók. Jónmundur hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, erlendum sem inn- lendum, en þó fyrst og fremst ís- lenskum þjóðmálum. Hann hafði óbilandi trú á stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins, og tók virkan þátt í flokksstarfinu. Hann var m.a. lengi í stjórn Óðins og í full- trúaráðinu, og stórt og óeigin- gjarnt var framlag hans til bygg- ingar Valhallar. Jónmundur hafði ávallt gott samband við forystu- menn flokksins, og hann bar mikið traust og hlýhug til núverandi ráð- herra hans, og veit ég að það var gagnkvæmt. Nokkur síðustu árin var Jón- mundur i sóknarnefnd Neskirkju og sótti hann ávallt messu þegar hann mögulega gat því við komið. Hann bar mikinn hlýhug til prest- anna, sem sýndu honum umhyggju og reyndust honum góðir vinir. Auk stjórnmálanna og kristin- dómsins hafði Jónmundur áhuga á módelsmíði og veiðiskap. Hann hafði einnig yndi af ferðalögum og ferðaðist mikið um Island. Hann hafði þá venjulega með sér tjald og veiðistöng, og á tímabili tók hann talsvert af myndum. Hann hafíð mikla ánægju af að heim- sækja æskuslóðimar á Vestfjörð- um, sérstaklega þó á meðan hann gat í leiðinni heimsótt móðurbróður sinn Halldór Jónmundsson, yfirlög- regluþjón á ísafirði, sem hann hafði mikið dálæti á, en Halldór lést árið 1987. Ein var sú ferð sem Jónmund hafði lengi langað til að fara, og bjóst jafnvel við að geta farið í vor. Það var Bandaríkjaferð. Hann langaði til að heimsækja Hvíta húsið, Pentagon og Smithsonian- safnið í Washington. Sú ferð verður ekki farin. Jónmundur hafði mikið dálæti á Bandaríkjamönnum og var mikill áhugamaður um vestræna samvinnu. Eftir að Jónmundur missti móður sína, sem hann unni mjög, má segja að vinnustaðurinn hafi verið hans annað heimili, og vinnufélagarnir fjölskylda hans. Hann var þó ekki allra. Hann hafði mikla þörf fyrir samræður við fólk, og uppáhalds umræðuefnið var stjórnmál. Þar var hann vel heima. Þegar hann hafði lokið fyrsta akstri dagsins, morgunferðinni, spjölluðum við oft yfir kaffibolla um landsins gagn og nauðsynjar, og það sem efst var á baugi hveiju sinni í lands- og borgarmálum. Þá naut Jónmundur sín vel, og fór oft á kostum. Jónmundur var mikill vexti og myndarlegur, hafði gott skopskyn, gott hjartalag og hugsaði fyrst og fremst um það að verða samferða- mönnum sínum að liði, en síðast um sjálfan sig. Hann var reglumað- ur, umtalsfrómur og félagslyndur og átti marga vini, sem nú sakna hans. Jónmundur vann ávallt langan vinnudag. Osérhlífni og skyldu- rækni gagnvart vinnunni áttu sér lítil takmörk. Margar urðu ferðirn- ar, sumar farnar við slæmar að- stæður, í óveðri og ófærð, aldrei mátti falla úr ferð. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti og söknuður. Þakk- læti fyrir farsælt samstarf og vin- áttu í 35 ár, og einstaka trú- mennsku og samviskusemi í starfi. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ég bið honum Guðs blessunar. Stefán Arndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.