Morgunblaðið - 22.05.1996, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
Ferdinand
NOU) L00K UJMAT
YOU DID1Y0U60T
ME KICKED OOT OF
THESWEETHEART8AIL!
I U)AS HAVIN6 THE
BESTTIME 0F MV
LIFEÍ I UJAS á
MAVIN6 FUN \Jk
r MOU) CAN YOU
MAVE FUN IN A
PLACE OUMERE
D065 AREN'T
^ALLOWED? j
Sjáðu nú bara hvað þú Ég hef aldrei skemmt mér betur á ævinni!
hefur gert! Það er þér Hvernig geturðu skemmt þér á stað þar sem
að kenna að mér var hundar eru ekki leyfðir?
sparkað út af para-
dansleiknum!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Krabbameinsvakar
í bensíni og víðar
Frá Reyni Eyjólfssyni:
9. MAI sl. birtist hér í Mbl. grein
eftir David Butt með titlinum
„Hví var hætt að selja 92 oktana
bensín á íslandi?“. Þar kemur fram
að „blýlausa" bensínið, sem nú er
selt hér, inniheldur á bilinu 38-48%
af arómatískum kolhýdríðum
(hydrocarbons) og 1,7-2,5% af
benzeni, en það tilheyrir sama
efnaflokki og er krabbameinsvaki
(krabbameinsvaldandi efni = canc-
erogen). Sum hinna efnanna liggja
undir grun um sömu áhrif.
Magn þessara efna í bensín-
notkun íslendinga er ekkert smá-
ræði, eða á bilinu 51.700-65.300
tonn af arómatískum kolhýdríðum
og 2.300-3.400 tonn af benzeni á
ári miðað við árið 1994, skv. grein
Davids. Meiri hlutinn af þessu
brennur að vísu upp í bílvélunum,
en umtalsvert magn berst samt út
í andrúmsloftið með útblæstrinum
ásamt öðrum aukaefnum, sem
myndast við brunann. Ekki þarf
að spyrja að því hvort þessi
óþverraefni lendi í fólki þegar það
dregur andann.
Krabbameinsvakar eru ekki að-
eins í eldsneyti; þá er líka að finna
í plasti (nónýl-fenól), plágueyðum
(DDT) og víðar (PCB). Þessi efni
eru áhyggjuefni margra vísinda-
manna og vil ég hér séstaklega
nefna aðgengilega grein Devra
Lee Davis og H. Leon Bradlow í
Scientific American, október 1995,
bls. 144-149, með titlinum „Can
environmental estrogens cause
breast cancer?“, þ.e. „Geta östróg-
en úr umhverfinu orsakað bijósta-
krabba?“. Undirritaður hefur áður
reynt að miðla svolitlum fróðleik
sem áhugamaður um þetta alvar-
lega mál með tveimur smágreinum
í Mbl., sem birtar voru 8. nóv. og
20. des. 1995 („Eru plastumbúðir
undir matvæli heilsuspillandi?" og
„Valda framandöstrógen illkynja
sjúkdómum?“).
Mikill og almennur ótti greip
um sig nýlega vegna mögulegra
tengsla á milli kúariðu og heilar--
ýrnunarsjúkdóma á borð við Cre-
uzfeldt-Jakob veiki og er þó vitn-
eskjan um orsakasamhengið enn-
þá nánast á fræðilegu stigi. Á hinn
bóginn virðast menn hafa litlar
áhyggjur af hættulegum krabba-
meinsvökum, sem eru bókstaflega
alls staðar í umhverfínu og berast
óhjákvæmilega í líkama manna
úr lofti og fæðu. Fullyrða má, að
mönnum stafar margfalt meiri
heilsufarsleg hætta af þessum efn-
um en kúariðu.
REYNIR EYJÓLFSSON,
lyfjafræðingur,
Eyrarholti 6, Hafnarfirði.
Hvers vegna?
Frá Jennu Jensdóttur:
ÞAÐ ERU mikil umbrot í samfé-
lagi okkar og hafa verið um langa
tíð. Þau birtast m.a. í fjölmiðlum
og lýsa betur andlegu ástandi
þjóðarinnar en orð fái tjáð.
Það virðist eins og menningin,
þessi lifandi vöxtur í þjóðarvitund
sé að verða skrælnuð og ófijó. í
dauðateygjum getur hún tekið
upp á því að apa eftir og skreyta
sig lánuðum fjöðrum sem enginn
lífskraftur fæst úr.
Sagan sýnir að á gróskutímum
menningar lifa þjóðir í innilegu
sambandi við móður jörð, virða
hana og rækta. Mannssálir leita
í innsæi sitt og það leiðir af sér
samræmdan þroska sem eykur
skilning á mikilvægi kærleiks-
ríkrar tilveru. Skapandi máttur
lista og menningar blómstrar.
Sáttfýsi og umburðarlyndi búa í
þjóðarvitundinni.
Erum við íslendingar þátt-
takendur í vestrænu menn-
ingarhruni? Þegar innri eldur
kulnar, fyllir tómleiki vitundina.
Sálirnar verða sundurtættar af
neikvæðri íhygli. Trúin verður
að atlögubæru fyrirbrigði. Sið-
gæði er ekki lengur eðlislægt
heldur byggt á innrætingu sem
fæst fyrir rökræður og úrlausnir
í nafni vísinda. Vitsmunaleg
heilaorka eykst vegna tæknilegr-
ar þekkingar. Verklegar fram-
kvæmdir verða stórkostlegri.
Náungakærleikur hverfur, hver
sem betur getur hrifsar til sín
peninga og völd. Auðsöfnun og
örbirgð verða áberandi.
Meðan þessu fer fram hættir
lífssafinn að streyma um sálirn-
ar, andlegir þroskamöguleikar
heyja sitt dauðastríð. Mann-
vonska krælir víða á sér í þeirri
mynd að hnekkja á öðrum, vekja
upp neikvæðar gerðir í lífi þeirra
og reynir að drepa mannorð
þeirra. Feyskinn hugsunarháttur
slíkra sálna ásamt sjúklegri
sjálfsmynd blindar augu þeirra
og vitund um eigin gerðir.
Forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, sér aldrei það myrkur
í samtíðinni, að hún eygi ekki
ljósa punkta og magni þá upp
af kærleika og góðvild. Bendi
okkur einörð á fegurð náttúrunn-
ar og lífsnauðsyn á virðingu fyrir
nánu sambandi og umhyggju fyr-
ir móður jörð er elur okkur og
nærir.
Hvað myndi gerast í þjóðlífi
okkar ef við hefðum hvatningu
hennar og lífssýn að leiðarljósi á
vegferðinni?
JENNA JENSDÓTTIR,
rithöfundur.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.