Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VEXTIR,
FRAMBOÐ OG
EFTIRSPURN
ISKÝRSLU starfshóps, sem viðskiptaráðherra fól að
kanna hvort viðskiptahættir helztu aðila sem koma
við sögu á skuldabréfamarkaði væru eins og bezt yrði á
kosið, var lagt til að bankar taki meira mið af vöxtum
á peningamarkaði en verið hefur.
Fram kom að vextir á verðbréfamarkaði hafa í megin-
atriðum ráðizt af framboði og eftirspurn. Bankar og
sparisjóðir virtust hins vegar ekki nota þær upplýsingar
sem fást frá peningamarkaðnum til ákvörðunar útláns-
vaxta á óverðtryggðum útlánum. Jafnframt er talið að
vaxtamunur milli óverðtryggðra inn- og útlána sé óeðli-
lega mikill samanborið við vaxtamun verðtryggðra inn-
og útlána og bendi það til þess, að markaðsstaða banka
og sparisjóða sé þar enn mjög sterk.
Talsmenn banka og lífeyrissjóða fögnuðu mjög þeirri
niðurstöðu starfshóps viðskiptaráðherra um skuldabréfa-
markaðinn að vextir á honum hafi í meginatriðum ráðizt
af framboði og eftirspurn. Þar með hafi kenningar um
að þessar stofnanir haldi uppi vöxtum í landinu verið
afsannaðar.
Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka hf., vék að
þeirri niðurstöðu starfshópsins, að bankar og sparisjóðir
virtust ekki nota upplýsingar frá peningamarkaði við
ákvörðun á útlánsvöxtum á óverðtryggðum lánum og að
þeirri fullyrðingu að vaxtamunur milli óverðtryggðra
inn- og útlána væri óeðlilega mikill samanborið við vaxta-
mun verðtryggðra inn- og útlána. Taldi bankastjórinn
þetta atriði í áliti starfshópsins minniháttar atriði, aðal-
atriðið í niðurstöðu starfshópsins væri, að vextir færu í
stórum dráttum eftir framboði og eftirspurn í landinu.
Þetta má rétt vera en eftir stendur sú spurning, hvers
vegna bankar og sparisjóðir nota verðbréfamarkaðinn
ekki sem viðmiðun við vaxtaákvörðun á óverðtryggðum
lánum með sama hætti og á verðtryggðum lánum.
SLÍKUM LÖGUM
ÞARF AÐ BREYTA
NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í kyn-
ferðisofbeldismáli. Málavextir eru þeir, að faðir beitti
dóttur ofbeldi árum saman. Héraðsdómur dæmdi viðkom-
andi til fjögurra ára fangavistar og til að greiða brota-
þola tvær milljónir króna í miskabætur. Málinu var vísað
til Hæstaréttar og fór ríkissaksóknari fram á þyngingu
refsingar og bóta. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að
dómur Héraðsdóms um fangavist var staðfestur, sem er
viðurkenning á alvarleika brotsins, en miskabætur hins
vegar lækkaðar um helming. Guðrún Jónsdóttir félags-
ráðgjafi kemst svo að orði um forsendur dómsins í grein
hér í blaðinu:
„Það að um er að ræða kynferðislegt ofbeldi föður
gegn barni sínu eru, að því er séð verður, talin rök fyrir
því að lækka bætur sem barninu voru dæmdar á lægra
dómstigi. Hvernig má það vera? Hvernig er hægt að líta
svo á að þegar barn er beitt kynferðisofbeldi af föður
sínum, verði það til þess að dómarar telja rétt að draga
úr bótaskyldu hans gagnvart barni sínu? Það stríðir gegn
minni siðgæðisvitund að tengsl föður/dóttur verði til
þess að lækka greiðsluskyldu, sem til er komin til þess
að reyna að bæta að hluta fyrir brot hans. . . . Önnur
röksemd Hæstaréttir fyrir helmingslækkun dæmdra
miskabóta í þessu máli er að faðir muni „eftir sem áður
bera framfærsluskyldu gagnvart dóttur sinni“, eins og
segir í dómnum. Framfærsluskylda foreldra gagnvart
ófullveðja börnum sínum er lögfest í barnalögum og er
réttur allra barna. Hvernig má það vera að þessi réttur
hafi áhrif til lækkunar á skaðabótum vegna glæps föður
gagnvart barni sínu?“
Tekið skal undir með greinarhöfundi að „það er afar
brýnt að grandskoða hið bráðasta þau lög sem lækkun
miskabótanna byggir á og breyta þeim þannig að þau
tryggi það að við sjáum ekki fleiri dóma af þessu tagi.“
FYRST ber að nefna fyrir-
lestra sem fluttir verða í
Þjóðarbókhlöðunni í dag á
vegum Stofnunar Sigurðar
Nordals og Landsbókasafns-
Háskólabókasafns. Fyrirlesarar eru
Andrew Wawn, Gary L. Aho, Marín
G. Hrafnsdóttir auk undirritaðs.
Málþingið hefst kl. 10 á því að opn-
uð verður sýning á verkum Williams
Morris, m.a. þýðingum á fornsögun-
um, ferðabók frá Islandi og bréfa-
skiptum hans við íslendinga.
I Englandi ber hæst sýningu Vict-
oria og Albert-safnsins í Kensington
í London á ótrúlega fjölbreyttum
munum sem tengjast lífi Morris.
Sýníngin var opnuð almenningi 9.
maí og eru sýndir 500 munir, sem
flestir bera listrænu handbragði
hans göfugt vitni. Sýningunni lýkur
1. september. Hún er opin frá 10
til 17.30 þriðjudaga til sunnudaga
og 12 til 17.30 á mánudögum. Ath.
að hætt er að selja inn á hana dag
hvern kl. 16.30 og engum hleypt inn
eftir þann tíma. Gefir. hefur verið
út vegleg sýningarskrá upp á 384
síður með 125 myndum tii að fylgja
sýningunni úr hlaði. í skránni eru
17 ritgerðir sem hver fjallar um
ákveðið svið í lífi og listsköpun
Morris.
Bretar leggja mesta áherslu á
feril Wiliiams Morris sem hönnuðar.
Á sýninguna eru valdir munir sem
sýna dæmi um skreytilist frá hendi
hans: veggfóður, steint gler húsgögn
og áklæði, veggmálverk, olíumál-
verk, teikningar, veggteppi, glugga-
tjöld og keramíkflísar, sumt af þessu
hannað í samvinnu við listmálarann
Edward Burne-Jones og arkitektinn
Philip Webb.
Áhugi Morris á íslandi, og raunar
skáldverk hans og þýðingar allar,
eru í aukahlutverki. Það er helst að
ísland beri á góma í sambandi við
lýst handrit hans af þýðingum hans
á fornsögunum eða tilraunir hans í
prentlist. Aðeins fimm síðum er eytt
í umú’öllun og ritgerð um skáldverk
hans og þýðingar í sýningarskrá,
Af þessu má merkja að skáldið Will-
iam Morris, sem var á sínum tíma
þekktastur fyrir ljóðabáikinn The
Earthly Paradise og sem afþakkaði
á sínum tíma tilboð um að verða
lárviðarskáld Breta og prófessor í
skáldskap við háskólann í Oxford,
er nú á dögum ekki hátt skrifaður
af bókmenntafræðingum okkar tíma
og að verk hans hafa ekki náð því
að teljast til sigildra bókmennta.
Nokkrar ritdeilur hafa spunnist í
breskum blöðum undanfarinn mán-
uð í kjölfar harðorðrar greinar eftir
Deyan Sudjic, sem birtist í dagblað-
inu The Guardian 3. maí sl. Sudjic
segir að Morris hafi haft takmark-
aða hæfileika sem hönnuður og
treyst á félaga sína, Burne-Jones
og Webb, 'og að kenna megi Morris
og tilhneigingu hans til að hafna
samtíma sínum og ýta undir gildi
miðalda um hnignun hins breska
iðnveldis og óraunsæi og fortíðar-
dýrkun Breta nú á tímum. Það sem
fer mest fyrir bijóstið á andmælend-
um Deyans Sudjic er að hann heldur
því fram að hægt sé að færa rök
fyrir því að Rauðu Khmerarnir sem
frömdu þjóðarmorð í Kambódíu séu
sporgöngumenn Williams Morris og
hafi orðið fyrir áhrifum af byltingar-
hugsjónum hans og andúð á borgar-
þjóðfélagi nútímans.
Aðdáendur Morris ruku auðvitað
upp til handa og fóta og báru í
bætifláka fyrir átrúnaðargoðið.
Martin Kettle benti á að í hugum
breskra sósíalista sé staða Williams
Morris traust og mikiívægi hans
fyrir breska jafnaðarstefnu verði
helst líkt við stöðu George Orwell.
Það megi ekki líta svo á —-——
að framtíðin verði bjartari
við það að tengslin við
fortíðina verði rofin. Hið
nýja verði að byggja á því
gamla.
Lesendabréf í The Gu- ___________
ardian taka í sama streng.
Einn lesandi bendir á að það stand-
ist ekki að skáldskapur Williams
Morris eigi ekki erindi til lesenda
dagsins í dag. Endurútgáfa rita
hans undir titlinum „The William
Morris Library“ bendi til annars.
Þessi lesandi athugar ekki að mörg
William
Morris
í ár eru hundrað ár liðin frá því William
Morrís, hinn mikli Islandsvinur, lést á heimili
sínu í Hammersmith í London 3. október
1896. Sveinn Haraldsson segir frá
nokkrum atriðum sem hafa verið
skipulögð í minningu Morris.
William Morris við fiskát. Skopmynd eftir Burne-Jones.
A sýningu í
London er
áherslan á
hönnuðinum
Morris
ritanna eru skrif hans um stjórnmál
og skáldskapur tengdur slíkum
þenkingum. Annar bendir á að þekk-
ing Williams Morris á fortíðinni hafi
einmitt skotið styrkum stoðum und-
ir kenningar breskra jafnaðarmanna
um nútíð og framtíð. Sá þriðji heimt-
________ ar að póstyfirvöld bresk
gefi út frímerki með mynd
af Morris.
Það kveður við annan
tón í grein í The Daily
Express tíu dögum síðar.
Þar er Morris - ásamt
félögum hans sem sóttu
innblástur til og kenndu sig við for-
vera Rafaels í málaralist - kennt
um að hafa næstum gengið að
breskri list dauðri. Fyrir þeirra daga
hafi málararnir Constable og Turner
gert garðinn frægan og Bretar verið
fremstir í flokki á þessu sviði. Morr-
is og félagar (kallaðir leynifasistar
af greinarhöfundi) hafi endurupp-
götvað og horfið aftur til miðalda-
gilda og bresk myndlist hafí ekki
borið sitt barr síðan.
Höfundar framangreindra greina
eiga það eitt sameiginlegt að þeir
einfalda hinn marg- ______________
slungna feril Williams
Morris, fjalla oft um málin
af takmarkaðri þekkingu
og líta á viðfangsefnið frá
sjónarhorni nútímans í
stað þess að dæma Morris
út frá sinni samtíð. Ein
er undantekning hér á og er það
Fiona MacCarthy, sérfræðingur í
breskri hönnunarsögu, sem hefur
einmitt eytt undanförnum árum í
rannsóknir og skrif um líf hans og
verk.
Fiona MacCarthy - sem um eins
árs skeið var forseti William Morris-
félagsins í London - er höfundur
greinar sem fjallaði um og kynnti
fyrir lesendum The Sunday Times
sýningu Victoria og Albert-safnsins
á verkum Morris og sem birtist í
blaðinu í aprílmánuði. Greinin er
ríkuiega myndskreytt og forsíða
menningarblaðsins lögð undir klippi-
mynd af Morris sem skeytt er sam-
an úr ljósmynd og veggfóðursbút-
um. Höfundurinn fjallar, eins og við
má búast, um framlag Morris til
skreytilistar og hönnunar af þekk-
ingu og fordómaleysi og er þessi
grein góð auglýsing ekki aðeins fyr-
ir sýninguna margumtöluðu heldur
einnig ævisögu þá sem Fiona MacC-
arthy skrifaði um Morris og gefin
var út í árslok 1994.
Ævisagan er gríðarlegt rit, 800
síðna doðrantur, og að mati undirrit-
aðs besta ævisaga sem skrifuð hefur
verið um Morris, en þær eru ófáar
sem komið hafa út á þeim hundrað
árum sem liðin eru frá dauða hans.
Höfundur fjallar um allar hliðar hins
margslungna viðfangsefnis og er
enginn einn þáttur undanskilinn.
Eins og geta mátti sér til leggur
hún mesta áherslu á hinn myndræna
þátt ferils Williams Morris en bókin
inniheldur jafnframt gagnmerkt og
auðlæsilegt yfirlit yfir afskipti hans
af stjórnmálum.
Áhersla er lögð á áhuga Morris
á íslandi og íslenskum fornbók-
menntum og lagður undir það efni
sérkafli. Eins og kom fram í fyrir-
lestri höfundarins - sem undirritað-
ur hlýddi á í húsakynnum hins
breska „Art Workers' Guild“ í Lond-
on nokkru fyrir útkomu bókarinnar
- gerði hún sér ferð til Islands á
meðan á efnisöflun til ævisögunnar
stóð. Þessi ferð jók skilning hennar
á þeim áhrifum sem land og menn-
ing höfðu á Morris. í kjölfar Islands-
kaflans fylgja ú’öldamargar tilvísan-
ir til skrifa Morris um sögur og
kvæði, þýðinga hans, ummæla um
ísland og áhrifa sem íslensk fortíð
og samtími hafði á pólitískan þanka-
gang hans. Það er undirstrikað að
Island skipaði sérstakan sess í huga
Williams Morris sem ekki er hægt
að líta framhjá þegar fjallað er um
ævi hans og verk.
Höfundi hættir til að skripla á
skötunni þegar hún heimfærir ein-
faldaðan freudisma upp á viss við-
fangsefni í skáldskap Morris og til-
mæli í bréfum hans og auðvitað
kemst hún ekki yfir að ijalla ná-
kvæmlega um tilurð hinna fjölda-
mörgu skáldverka hans og þýðinga.
En það má fullyrða að seint verður
betur gert en hér hefur verið og er
bókin mikill fengur áhugamönnum
um Morris og eigulegur gripur enda
prýða hana yfir 200 ljósmyndir og
teikningar.
Ætla má að fæstir nema allhörð-
ustu aðdáendur Morris leggi í að
lesa svo ýtarlega og margorða ævi-
sögu. Því má benda lesendum á að
gera sér ferð í Þjóðarbókhlöðuna til
að sjá muni þá sem sýndir eru í
minningu hans í sumar. Þar er að
sjálfsögðu lögð áhersla á aðeins eina
hlið á margþættum ferli hans, þá
sem snýr að okkur íslendingum. En
ég vona að lesendur hafi fengið með
lestri þessarar greinar, einhvetja
nasasjón af hve fjölþætt áhugamál
og viðfangsefni Williams Morris
voru og hve umdeildur áhrifavaldur
hann er í Bretlandi í dag.
Heimildir:
Benson, Ross. „Experts are Using Artistic Lic-
ence to Faper over Morris’s Fau!ts.“ Daily Ex-
press, laupardapur 18. maí 1996, bls. 11.
Feaver, William. „William tlie Plunderer.“ The
Observer Review, sunnudagur 12. maí 1996, bls.
13.
Hardwick, Paul, S.C. McFarlane, David Page,
H.E. Roerts og Roger Simon. „Letters to the
___________ Editor; Morris: A Rich Tapestry."
The Guardian, midvikudagur 8. maí
1996, bls. 18.
Kettle, Martin. „Defence of an
Icone Who Still Inspires.“ The Gu-
ardian, laugardagnr 11. maí 1996,
bls. 23.
MacCarthy, Fiona. William Morr-
is: A Life for Our Time. London:
Faber and Faber, 1994.
MacCarthy, Fiona. „The Man
I nýrri
ævisögu er
fjallað um
áhuga Morris
á Islandi
Who Saw Beauty Everywhere.“ The Sunday Ti-
mes Culture, 21. apríl 1996, bls. 8-10.
Parry, Linda. William Morris London: Philip
Wilson í samvinnu við Victoria og Albert-safnið,
1996.
Pearman, Hugh. „Champion of the Art of
Craft.“ The Sunday Times Culture, 21. apríl 1996,
bls. 11.
Su<ljic, Deyan. „Papering over the Cracks."
The Guardian, föstudagur 3. maí 1996, bls. 6-7.
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 29
Samhæfing stjórnsýslu og ijármál fyrstu verkefni bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar
FRÁ ísafirði, Stjórnsýsluhúsið til vinstri á myndinni.
Stj ómsýslan dreifist
NÝTT sveitarféþag sem hiotið
hefur nafnið ísafjarðarbær
tók til starfa 1. júní er ísa-
fjarðarkaupstaður, Suður-
eyrarhreppur, Flateyrarhreppur, Mos-
vallahreppur, Mýrahreppur og Þing-
eyrarhreppur sameinuðust eftir langan
undirbúningstíma. Þorsteinn Jóhann-
esson, yfirlæknir við Fjórðungssjúkra-
húsið á Isafirði, var kosinn forseti
bæjarstjórnar. Hann á jafnframt sæti
í bæjarráði og verður formaður ráðsins
seinna ár kjörtímabilsins og er því
valdamesti maðurinn í bæjarstjórninni
þau tvö ár sem hún starfar, eða fram
að næstu almennu sveitarstjórnar-
kosningum.
í ísafjarðarbæ eru um 4.600 íbúar,
þar af um 3.500 á ísafirði. Sveitarfé-
lagið er óhemju víðlent, nær frá Geir-
ólfnúpi á Ströndum, um Hornstrandir,
Jökulfirði, utanvert ísafjarðardjúp
utan landsvæðis Bolungarvíkurkaup-
staðar, Súgandafjörð, Önundarfjörð
og Dýrafjörð og suður á Langanes í
Arnarfirði. Sveitarfélagið er alls tæp-
lega 2.000 ferkílómetrar að stærð.
Hluti starfseminnar
á Þingeyri
Þorsteinn segir að fyrstu verkefni
bæjarstjórnar verði að sameina og
samhæfa stjórnsýsluna í nýja sveitar-
félaginu. Er það töluvert verk þar sem
sérstakt stjómkerfi var í hveiju hinna
sex sveitarfélaga. Segir hann að mikil
undirbúningsvinna hafi þegar farið
fram. Ráðgjafarfyrirtæki var fengið
til að gera úttekt á stjórnsýslunni og
vinna tillögur í samvinnu við samein-
ingarnefnd og framkvæmdastjóra
sveitarfélaganna.
„Það er óæskilegt að öll starfsemin
færist á einn stað, í Stjómsýsluhúsið
á ísafírði. Núverandi meirihluti reynir
að dreifa störfum út um byggðimar.
Við viljum að hluti stjórnsýslunnar
verði á Þingeyri sem er á hinum enda
sveitarfélagsins," segir Þorsteinn.
Segir hann að áhugi sé á að hafa
rekstrarstjóm heilsugæslunnar á
Þingeyri og Flateyri og öldrunarheim-
ila beggja staðanna í húsnæði gömlu
hreppsskrifstofunnar á Þingeyri. Einn-
ig séu uppi hugmyndir um að reka
ákveðinn hluta bókhaldskerfisins frá
Þingeyri. Á tölvuöld ætti til dæmis
innheimta fasteignagjalda að geta far-
ið fram hvar sem er en þyrfti ekki
endilega að vera í mesta þéttbýlinu.
Verði af þessu myndi sveitarfélagið
hafa einn til einn og hálfan starfs-
mann á skrifstofu sinni á Þingeyri.
Starfsmennirnir myndu jafnframt
verða þjónustufulltrúar fólksins í
Dýrafirði.
Ráðinn verður skólafulltrúi og að
sögn Þorsteins hefur komið til tals að
hann hafi aðsetur í húsnæði gömlu
hreppsskrifstofunnar á Flateyri, enda
yrði skólafulltrúinn þar mjög miðsvæð-
is fyrir alla skólana. Væntanlega þarf
einnig starfsmann á skrifstofu og er
ætlunin að þetta starfsfólk muni verða
þjónustufulltrúar Önundarfjarðar,
Samhæfing stjórnsýslunnar úrsex sveitarfé-
lögum og endurskipulagning fjármála verður
meginverkefni bæjarstjómar hins nýja
ísafjarðarbæjar. Þorsteinn Jóhannesson,
forseti bæjarstjómar, segir Helga Bjarnasýni
að hann muni að því búnu beita sér fyrir
viðræðum um sameiningu Bolungarvíkur
og Súðavíkur við stóra sveitarfélagið.
með svipuðum hætti og
skrifstofufólkið á Þing-
eyri. Vera tengiliðir við
aðalskrifstofurnar í
Stjórnsýsluhúsinu á
ísafirði.
Þrátt fyrir ráðningu
skólafulltrúa og bæjarrit-
ara, sem einnig er fyrir-
hugað að ráða, er gert
ráð fyrir því að hjá nýja
sveitarfélaginu verði
fimm til sjö stöðugildum
færra en hjá sveitarfélög-
unum sex. Munar þar
mest um þijá sveitar-
stjóra sem sjálfkrafa
hætta störfum við sam-
eininguna. Auk þeirra eru
tveir skrifstofumenn að
hætta að eigin frumkvæði •
og segir Þorsteinn að
hagræðingin verði látin
Þorsteinn Jóhann-
esson, yfirlæknir
og forseti bæjar-
stjórnar ísafjarð-
arbæjar.
koma til framkvæmda án uppsagna
en ekki ráðið í þau störf sem losna.
Öllum öðrum núverandi starfsmönnum
sveitarfélaganna verði boðin end-
urráðning.
Fulltrúar alls
byggðarlagsins
Þorsteinn segir að dreifing stjóm-
sýslunnar sé liður í því að eyða tor-
tryggni milli byggðanna í sveitarfélag-
inu sem hann viðurkennir að sé enn
til staðar. „Það tekur mörg ár að láta
byggðirnar renna saman. Við vonumst
til að ná tökum á þessu stóra sveitarfé-
lagi á tveimur árum, við ætlum okkur
þann tíma til þess. Þessa músik verð-
um við að spila af fíngrum fram en
ég sé ekki nein stór vandamál. Allar
byggðirnar eiga fulltrúa í meirihluta
bæjarstjórnar, nema Suðureyri en þar
er fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokks-
ins búsettur og mun hann vafalaust
taka mikinn þátt í störfum bæjar-
stjórnar. Fulltrúar í nefndum bæjarins
verða af öllu svæðinu. Munu því radd-
ir allra byggðanna heyrast. Þó vil ég
leggja áherslu á að við erum fyrst og
fremst fulltrúar alls byggðarlagsins
því við erum kosnir fulltrúar heildar-
innar og verðum að hugsa strax þann-
ig. Það verður kannski erfiðast að
breyta því,“ segir Þorsteinn þegar
hann er spurður um tilfmningar íbú-
anna vegna samemingar-
innar.
Undirbúningur sam-
einingar var búinn að
standa lengi og það voru
einmitt tilfinningar íbú-
anna og ef til vill enn
frekar forystumanrra
ýmissa sveitarfélaga sem
lengst töfðu sameiningu
sveitarfélaga á norðan-
verðum Vestfjörðum.
Þorsteinn var formaður
sameiningarnefndarinn-
ar en vill ekki taka beint
undir þessa lýsingu. „í
samstarfsnefnd um sam-
einingu var samstilltur
hópur þar sem menn
báru traust hver til ann-
ars. Okkur tókst að eyða
tortryggninni og það réð
úrslitum um að gengið
var til sameiningar," segir Þorsteinn.
Hann segir að tilkoma jarðganganna
og umræða um að sveitarfélögin yrðu
að sameinast þeirra vegna hefði haft
minna að segja í þessu. „Göngin urðu
hins vegar til þess að auðveldara var
að jafna þjónustu milli byggðarlag-
anna og það er þýðingarlaust að sam-
eina sveitarfélögin nema hægt sé að
veita öllum íbúum sömu þjónustu,“
segir Þorsteinn.
Skuldar 1,6 milljarða
Mörg gömlu sveitarfélaganna áttu
við fjárhagserfiðleika að etja, bæði
vegna framlaga til atvinnulífsins og
mikilla framkvæmda síðustu árin.
Talið er að Ísaíjarðarbær taki við
skuldum upp á 1,6 milljarða kr. Á
móti koma framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga, 130-170 milljónir kr. að
mati Þorsteins. Skuldirnar nema nærri
því tveggja ára tekjum nýja sveitarfé-
lagsins en þær eru áætlaðar 800-900
milljónir kr. Nú verður gengið í endur-
skipulagningu fjármálanna og telur
Þorsteinn unnt að ná fram verulegri
hagræðingu á því sviði. „Þetta á að
vera yfirstíganlegt með góðum skiln-
ingi landsfeðranna," segir Þorsteinn.
Hann segir jafnframt ljóst að þessar
miklu skuldir takmarki möguleika
bæjarins til að ráðast í stórfram-
kvæmdir næstu tvö árin.
Þorsteinn tekur ekki undir það að
sveitarstjórnir minni staðanna hafi
verið að keppast við að framkvæma
sem mest fyrir sameiningu. „Sveitar-
stjórnarmenn gera sér grein fyrir því
að fólk flyst í burtu ef ekki er boðið
upp á frambærilega þjónustu á stöð-
unum. Hér á Vestfjörðum hefur verið
næg atvinna og frekar vantað fólk en
hitt. Samt hefur fólki fækkað. Ef til
vill er það vegna þess að vantað hefur
aðstöðu, til dæmis til að nota í frí-
stundum. Þetta sjá sveitarstjórn-
armenn og hafa verið að reyna aó
bæta úr, meðal annars með byggingu
íþróttahúsa og sundlauga. Það hefur
kostað gífurlega skuldaaukningu. Nú
er aðstaðan fyrir hendi og hún getur
nýst íbúum alls sveitarfélagsins.
Iþróttamenn og áhugahópar, sem ekki
fá nógan tíma í nýju og glæsilegu
íþróttahúsi hér á ísafirði, hugsa sér
til dæmis gott til glóðarinnar að nýta
íþróttahúsið á Flateyri. Ekki verður
eins mikil þörf á að fara í auknar fram-
kvæmdir á þessu sviði hér.“
Ekki lagðir peningar
í atvinnurekstur
Miklir erfiðleikar eru í atvinnulífmu
á Þingeyri. Sköminu eftir kosningar
til nýrrar bæjarstjórnar var öllu starfs-
fólki tveggja stærstu fyrirtækja stað-
arins, Kaupfélags Dýrfírðinga og
Fáfnis hf., sagt upp störfum. Þorsteinn
segir að það sé ekki í verkahring
bæjarstjórnar að skipta sér af atvinnu-
rekstri. Treysta verði stjórnendum at-
vinnufyrirtækjanna á svæðinu til þess
að leysa málin. Segist hann binda
vonir við að viðræður um sameiningu
fyrirtækja muni leiða til þess að rekstri
Fáfnis verði haldið áfram. „Bæjar-
stjórn mun stuðla að því eins og henni
er unnt, án þess að til fjárve>t'nga
komi því peningarnir eru ekki til,“
segir Þorsteinn.
Bæjarsjóður tekur við eignarhlutum
sveitarfélaganna í ýmsum atvinnufyr- ,
irtækjum á landinu. Isafjarðarkaup-
staður átti til dæmis verðmætan hlut'
í Togaraútgerð ísafjarðar hf. sem ger-
ir út rækjuskipið Skutul og Þingeyrar-
hreppur og Mýrahreppur áttu hlut í
Fáfni hf. og útgerðarfélaginu Slétta-
nesi hf. Þorsteinn segir að bæjarstjórn
hafi heimild til að selja hlutabréfin í
Togaraútgerðinni og vel komi til
greina að nota þá fjármuni eða eignar-
hlutinn til styrktar atvinnulífinu á
svæðinu.
Vill frekari sameiningu
Bolungarvíkurkaupstaður og Súða-
vikurhreppur eru einu sveitarfélögin í
gömlu Isafjarðarsýslum sem eklTi
runnu inn í nýjan ísafjarðarbæ. Þor-
steinn vonar að þau sameinist nýja
sveitarfélaginu síðar. „Þegar við erum
búnir að átta okkur alveg á fjárhags-
stöðu ísafjarðarbæjar er eðlilegt að
ræða við Bolvíkinga og Súðvíkinga.
Ég mun beita mér fyrir því að það
verði gert,“ segir Þorsteinn Jóhannes-
son.