Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ ittí»r0mt#M>í§> STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEXTIR, FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN ISKYRSLU starfshóps, sem viðskiptaráðherra fól að kanna hvort viðskiptahættir helztu aðila sem koma við sögu á skuldabréfamarkaði væru eins og bezt yrði á kosið, var lagt til að bankar taki meira mið af vöxtum á peningamarkaði en verið hefur. Fram kom að vextir á verðbréfamarkaði hafa í megin- atriðum ráðizt af framboði og eftirspurn. Bankar og sparisjóðir virtust hins vegar ekki nota þær upplýsingar sem fást frá peningamarkaðnum til ákvörðunar útláns- vaxta á óverðtryggðum útlánum. Jafnframt er talið að vaxtamunur milli óverðtryggðra inn- og útlána sé óeðli- lega mikill samanborið við vaxtamun verðtryggðra inn- og útlána og bendi það til þess, að markaðsstaða banka og sparisjóða sé þar enn mjög sterk. Talsmenn banka og lífeyrissjóða fögnuðu mjög þeirri niðurstöðu starfshóps viðskiptaráðherra um skuldabréfa- markaðinn að vextir á honum hafi í meginatriðum ráðizt af framboði og eftirspurn. Þar með hafi kenningar um að þessar stofnanir haldi uppi vöxtum í landinu verið afsannaðar. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka hf., vék að þeirri niðurstöðu starfshópsins, að bankar og sparisjóðir virtust ekki nota upplýsingar frá peningamarkaði við ákvörðun á útlánsvöxtum á óverðtryggðum lánum og að þeirri fullyrðingu að vaxtamunur milli óverðtryggðra inn- og útlána væri óeðlilega mikill samanborið við vaxta- mun verðtryggðra inn- og útlána. Taldi bankastjórinn þetta atriði í áliti starfshópsins minniháttar atriði, aðal- atriðið í niðurstöðu starfshópsins væri, að vextir færu í stórum dráttum eftir framboði og eftirspurn í landinu. Þetta má rétt vera en eftir stendur sú spurning, hvers vegna bankar og sparisjóðir nota verðbréfamarkaðinn ekki sem viðmiðun við vaxtaákvörðun á óverðtryggðum lánum með sama hætti og á verðtryggðum lánum. SLÍKUM LÖGUM ÞARF AÐ BREYTA NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í kyn- ferðisofbeldismáli. Málavextir eru þeir, að faðir beitti dóttur ofbeldi árum saman. Héraðsdómur dæmdi viðkom- andi til fjögurra ára fangavistar og til að greiða brota- þola tvær milljónir króna í miskabætur. Málinu var vísað til Hæstaréttar og fór ríkissaksóknari fram á þyngingu refsingar og bóta. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að dómur Héraðsdóms um fangavist var staðfestur, sem er viðurkenning á alvarleika brotsins, en miskabætur hins vegar lækkaðar um helming. Guðrún Jónsdóttir félags- ráðgjafi kemst svo að orði um forsendur dómsins í grein hér í blaðinu: „Það að um er að ræða kynferðislegt ofbeldi föður gegn barni sínu eru, að því er séð verður, talin rök fyrir því að lækka bætur sem barninu voru dæmdar á lægra dómstigi. Hvernig má það vera? Hvernig er hægt að líta svo á að þegar barn er beitt kynferðisofbeldi af föður sínum, verði það til þess að dómarar telja rétt að draga úr bótaskyldu hans gagnvart barni sínu? Það stríðir gegn minni siðgæðisvitund að tengsl föður/dóttur verði til þess að lækka greiðsluskyldu, sem til er komin til þess að reyna að bæta að hluta fyrir brot hans. . . . Önnur röksemd Hæstaréttir fyrir helmingslækkun dæmdra miskabóta í þessu máli er að faðir muni „eftir sem áður bera framfærsluskyldu gagnvart dóttur sinni", eins og segir í dómnum. Framfærsluskylda foreldra gagnvart ófullveðja börnum sínum er lögfest í barnalögum og er réttur allra barna. Hvernig má það vera að þessi réttur hafi áhrif til lækkunar á skaðabótum vegna glæps föður gagnvart barni sínu?" Tekið skal undir með greinarhöfundi að „það er afar brýnt að grandskoða hið bráðasta þau lög sem lækkun miskabótanna byggir á og breyta þeim þannig að þau tryggi það að við sjáum ekki fleiri dóma af þessu tagi." FYRST ber að nefna fyrir- lestra sem fluttir verða í Þjóðarbókhlöðunni í dag á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Landsbókasafns- Háskólabókasafns. Fyrirlesarar eru Andrew Wawn, Gary L. Aho, Marín G. Hrafnsdóttir auk undirritaðs. Málþingið hefst kl. 10 á því að opn- uð verður sýning á verkum Williams Morris, m.a. þýðingum á fornsögun- um, ferðabók frá Islandi og bréfa- skiptum hans við íslendinga. I Englandi ber hæst sýningu Vict- oria og Albert-safnsins í Kensington í London á ótrúlega fjölbreyttum munum sem tengjast lífi Morris. Sýmngin var opnuð almenningi 9. maí og eru sýndir 500 munir, sem flestir bera listrænu handbragði hans göfugt vitni. Sýningunni lýkur 1. september. Hún er opin frá 10 til 17.30 þriðjudaga til sunnudaga og 12 tii 17.30 á mánudögum. Ath. að hætt er að selja inn á hana dag hvern kl. 16.30 og engum hleypt inn eftir þann tíma. Gefir. hefur verið út veglég sýningarskrá upp á 384 síður með 125 myndum til að fylgja sýningunni úr hlaði. I skránni eru 17 ritgerðir sem hver fjallar um ákveðið svið í lífi og listsköpun Morris. Bretar leggja mesta áherslu á feril Williams Morris sem hönnuðar. Á sýninguna eru valdir munir sem sýna dæmi urh skreytilist frá hendi hans: veggfóður, steint gler húsgögn og áklæði, veggmálverk, olíumál- verk, teikningar, veggteppi, glugga- tjöld og keramíkflísar, sumt af þessu hannað í samvinnu Við listmálarann Edward Burne-Jones og arkitektinn Philip Webb. Áhugi Morris á íslandi, og raunar skáldverk hans og þýðingar allar, eru í aukahlutverki. Það er helst að ísland beri á góma í sambandi við lýst handrit hans af þýðingum hans á fornsögunum eða tilraunir hans í prentlist. Aðeins fimm síðum er eytt í umfjöllun og ritgerð um skáldverk hans og þýðingar í sýningarskrá, Af þessu má merkja að skáldið Will- iam Morris, sem var á sínum tíma þekktastur fyrir ljóðabálkinn The Earthly Paradise og sem afþakkaði á sínum tíma tilboð um að verða lárviðarskáld Breta og prófessor í skáldskap við háskólann í Oxford, er nú á dögum ekki hátt skrifaður af bókmenntafræðingum okkar tíma og að verk hans hafa ekki náð því að teljast til sígildra bókmennta. Nokkrar ritdeilur hafa spunnist í breskum blöðum undanfarinn mán- uð í kjölfar harðorðrar greinar eftir Deyan Sudjic, sem birtist í dagblað- inu The Guardian 3. maí sl. Sudjic segir að Morris hafi haft takmark- aða hæfileika sem hönnuður og treyst á félaga sína, Burne-Jones og Webb, bg að kenna megi Morris og tilhneigingu hans til að hafna samtíma sínum og ýta undir gildi miðalda um hnignun hins breska iðnveldis og óraunsæi og fortíðar- dýrkun Breta nú á tímum. Það sem fer mest fyrir brjóstið á andmælend- um Deyans Sudjic er að hann heldur því fram að hægt sé að færa rök fyrir því að Rauðu Khmerarnir sem frömdu þjóðarmorð í Kambódíu séu sporgöngumenn Williams Morris og hafi orðið fyrir áhrifum af byltingar- hugsjónum hans og andúð á borgar- þjóðfélagi nútímans. Aðdáendur Morris ruku auðvitað upp til handa og fóta og báru í bætifláka fyrir átrúnaðargoðið. Martin Kettle benti á- að í hugum breskra sósíalista sé staða Williams Morris traust og mikiívægi hans fyrir breska jafnaðarstefnu verði helst líkt við stöðu George Orwell. Það megi ekki líta svo á að framtíðin verði bjartari við það að tengslin við fortíðina verði rofín. Hið nýja verði að byggja á því gamla. Lesendabréf í The Gu-______ ardian £aka í sama streng. " *~" Einn lesandi bendir á að það stand- ist ekki að skáldskapur Williams Morris eigi ekki erindi til lesenda dagsins í dag. Endurútgáfa rita hans undir titlinum „The William Morris Library" bendi til annars. Þessi lesandi athugar ekki að mörg William Morris í ár eru hundrað ár liðin frá því William Morris, hinn mikli Islandsvinur, lést á heimili sínu í Hammersmith í London 3. október 1896. Sveinn Haraldsson segir frá nokkrum atriðum sem hafa verið skipulögð í minningu Morris. William Morris við fiskát. Skopmynd eftir Burne-Jones. Á sýningu í London er áherslan á hönnuftinum Morris ritanna eru skrif hans um stjórnmál og skáldskapur tengdur slíkum þenkingum. Annar bendir á að þekk- ing Williams Morris á fortíðinni hafí einmitt skotið styrkum stoðum und- ir kenningar breskra jafnaðarmanna um nútíð og framtíð. Sá þriðji heimt- ______ ar að póstyfirvöld bresk gefi út frímerki með mynd af Morris. Það kveður við annan tón í grein í The Daily Express tíu dögum síðar. Þar er Morris - ásamt """""^ félögum hans sem sóttu innblástur til og kenndu sig við for- vera Rafaels í málaralist - kennt um að hafa næstum gengið að breskri list dauðri. Fyrir þeirra daga hafi málararnir Constable og Tumer gert garðinn frægan og Bretar verið fremstir í flokki á þessu sviði. Morr- is og félagar (kallaðir leynifasistar af greinarhöfundi) hafi endurupp- götvað og horfið aftur til miðalda- gilda og bresk myndlist hafí ekki borið sitt barr síðan. Höfundar framangreindra greina eiga það eitt sameiginlegt að þeir einfalda hinn marg- _______ slungna feril Williams Morris, fjalla oft um málin af takmarkaðri þekkingu og líta á viðfangsefnið frá sjónarhorni nútímans í stað þess að dæma Morris út frá sinni samtíð. Ein er undantekning hér á og er það Fiona MacCarthy, sérfræðingur í breskri hönnunarsögu, sem hefur einmitt eytt undanföriium árum í rannsóknir og skrif um líf hans og verk. Fiona MacCarthy - sem um eins m sé le: ur br or Bb in k\ ís og I nýrr ævisögi fjallað i áhuga Mi á Islan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.