Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 36
■ '36 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PÉTURÞ.
INGJALDSSON
Péturs Ingjaldssonar, sem var mér
sérstakur velgjörðamaður og vinur.
Þannig hafði hann leitt mig frá
fyrstu skrefum mínum í prestþjón-
ustu. Allt frá vígslu og til hinstu
stundar lét hann sér annt um vel-
ferð mína og ijölskyldu minnar og
okkur þótti gott að mega þakka
og finna hlýhug hans.
Ekki vissi ég mikið um þennan
fyrsta prófast minn, þegar ég kom
til starfa í Húnavatnsprestsdæmi.
Ég hafði hins vegar heyrt margt
j um manninn og sumt af því voru
skondnar sögur. Og sannarlega
’ stóð hann undir nafni sem einstak-
ur og sérstæður persónuleiki, allt
frá fyrsta fundi okkar, þegar hann
var einn vígsluvotta við prestvígslu
mína. En engan þekkti ég, sem
hafði meiri skemmtun af þeim sög-
um, sem sagðar voru, en Pétur
sjálfur. Kímni hans og glettni var
með einstökum hætti og oftar en
ekki spurði hann okkur, strákana
sína, sem hann nefndi okkur sr.
Hjálmar Jónsson, hvað okkkur
þætti um það allt, sem hann gerði
og sagði. Og það var gott að fá
að vera einn af strákunum hans.
Það var ekki aðeins að við ættum
hann að sem vin og leiðtoga, því
við urðum um leið drengirnir henn-
ar Dómhildar.
Sem strákamir hans Péturs og
drengirnir hennar Dómhildar stig-
um við okkar fyrstu spor í prest-
þjónustu og það var gott. Öll þeirra
leiðsögn var hvetjandi og ekki gef-
in með skrúðmælgi eða mörgum
orðum. Pétur talaði hreint og beint
á kjamyrtu máli og lét okkur frá
,• fyrstu tíð heyra bæði lof og last.
Hann var vakandi um velferð
okkar og sem prófastur sinnti hann
| okkur betur og meir en aðrir próf-
astar hafa gert í sínum ágætu
störfum. Og Pétur fór ekki ætíð
troðnar slóðir. Hann fór með sínu
lagi, sínar leiðir, og það skipti hann
engu hvað aðrir gerðu. Einlægni
hans og vinátta var svo sterk, að
hann gat notað önnur orð og ann-
an hljóm í sterkri rödd sinni, sem
dimm og hljómmikil veitti leiðsögn
og umhyggju.
Og þessi umhyggja vék ekki frá
þótt breyting yrði á búsetu og
hann sjálfur léti af störfum vegna
aldurs. Hann fylgdist með og lét
sér annt um velferð mína og fjöl-
skyldunnar. Hann spurði um okkur
hvert og eitt og átti ávallt hlýjar
óskir okkur til handa. Sérstaklega
er mér minnisstætt hve annt hon-
um var um dóttur mína Hönnu
Maríu, sem hann fylgdist með af
áhuga. Séu börnin sönn og ratvís
á hið góða í manninum, þá var hún
ekki ein um að finna þessa leið
að hjarta hans, allt frá fyrsta fundi
þeirra.
í starfi kirkjunnar var Pétur
maður fólksins. Hann lét sig litlu
varða stefnur eða kirkjupólitík.
Hann hélt sínu striki og ég veit
að leið hans lá að hjarta fólksins,
þar sem hann sáði því sem skipti
* hann mestu máli í lífinu. Hann
notaði sín orð og sitt ritual og
nefndi kirkjusiði og söng með sín-
um nöfnum. Oft er gott að mega
vitna í hans orð. Vita að þau gefa
bros og gleði en eiga umfram allt
heiðarleika og trú að leiðarljósi.
Samverustundimar í Húnaþingi
' eru óþrjótandi brunnur orða og
atvika, sem gætu fyllt heila bók.
Þar var engin lognmolla yfir hlut-
i unum og án efa eiga einhver atvik
? þaðan eftir að verða að þjóðsögum.
0g þá væri enginn glaðari en Pét-
; yt ur. Hann helgaði Húnaþingi og
Húnvetningum starfskrafta sína
og þar þótti öllum vænt um hann.
! í hugum okkar, sem nutum leið-
4 sagnar hans og vináttu mun hann
j lifa. Orð hans og kímni munu fylgja
j minningu hans. En ofar öllu mun
; í mínum huga lifa sá drengskapur
Ít-^sem prýddi hann. Einlæg vinátta
og umhyggja, sem byggð var á
sterkri og máttugri trú.
Alla tíð var hann umvafinn
ástríki og umönnun eiginkonu
sinnar. Þannig var hann aldrei einn
í starfi, því hún fylgdi honum
ávallt. Nú síðast þegar þyngt hafði
í lífí hans, vék Dómhildur ekki frá
honum. Hún og synir þeirra lögðu
hann á bænarörmum fram fýrir
Drottinn, sem öllu ræður. Og nú
vitum við að það hefur birt á ný í
lífi sr. Péturs. Trú hans hefur leitt
hann heim til Drottins.
Einlægar samúðarkveðjur til
Dómhildar, Jóns Halls og Péturs
Ingjaldar og fjölskyldu og vina.
Guð blessi minningu hins trúa og
trygga vinar.
Pálmi Matthíasson.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson er lát-
inn. Þar fer af þessum heimi mað-
ur sem setti lengi sterkan svip á
mannlífið á Skagaströnd. Það er
því tregi í mörgu hjarta og gamlar
minningar eflast og skýrast að
gildi með sérstökum hætti við þessi
hinstu skil.
Það er ekki ætlun mín að greina
frá ættum sr. Péturs og tíunda
ævistarf hans, heldur vil ég með
einföldum orðum votta honum
virðingu og þökk að leiðarlokum.
Ég átti því láni að fagna að starfa
með honum að nefndarstörfum um
skeið og svo fóru áhugamál okkar
saman varðandi ættfræði, þjóðleg-
an fróðleik, bókmenntir og fleira.
Fyrstu minningar mínar um
Pétur eru frá unglingsárum mínum
í skólanum á Skagaströnd. Ég var
nokkuð uppreisnargjarn og ekki
auðsveigður að þeim aga sem á
þeim dögum þótti sjálfsagður í
skóla. Sr. Pétur, sem var einn af
kennurum mínum, ræddi þá eins-
lega við mig á svo skynsamlegum
nótum, að ég stilltist strax nokk-
uð. Ekki var hann með beinar ávít-
ur en sýndi mér þó fram á það að
ég mætti að skaðlausu bæta hegð-
un mína. Ekki hygg ég að nokkur
annar hefði náð að tala mig til
með svo áhrifaríkum hætti. Allt frá
þeim degi bar ég sérstaka virðingu
fyrir sr. Pétri og þótt ég væri
stundum óþekkur við hann, þá
þótti mér samt vænt um hann og
hugsaði til hans með hlýju. Ég
varð þess líka áskynja að honum
var vel til mín og er þó mikil spurn-
ing hvort ég hafi átt það skilið.
Sr. Pétur var eftirminnilegur
maður fyrir margra hluta sakir.
Hann var af gamla skólanum, eins
og stundum er sagt, en það felur
meðal annars í sér að halda tryggð
við þjóðlegar hefðir og vera sannur
fulltrúi hinna traustu gilda sem
fyrri kynslóðir hafa eftirlátið okkur
í arf.
Sr. Pétur var jafnan innilega
frábitinn allri sýndarmennsku og
kom ávallt til dyranna eins og
hann var klæddur. Það mun mál
allra sem kynntust honum að hann
reyndist því betur sem kynnin urðu
meiri.
Ég veit að Skagstrendingar al-
mennt munu taka undir það með
mér, að sr. Pétur var vinsæll og
vel metinn af sínum sóknarbörn-
um. Sérstaklega var til þess tekið
hvað hann var jafnan blátt áfram
og hreinn og beinn í allri viðkynn-
ingu. Kímnigáfu hafði sr. Pétur í
ríkum mæli og orðheppinn var
hann eins og ýmsar glettnar sögur
um hann sanna best.
ég vil með þessum orðum þakka
sr. Pétri öll samskipti frá fyrstu
tíð og megi góður Guð blessa þess-
um aldna kennimanni hvíldina að
verkalokum. Eitt er víst og það
veit ég með sanni, að það verður
lengi munað eftir sr. Pétri Þ. Ingj-
aldssyni á Skagaströnd.
Eftirlifandi eiginkonu hans frú
Dómhildi Jónsdóttur votta ég sam-
úð mína svo og sonum þeirra og
öðrum ástvinum.
Rúnar Kristjánsson.
+ Sigurður
Brandsson
fæddist í Ásbjarn-
arhúsi í Ólafsvík
14. okt. 1917. Hann
lést í St. Francisku-
sspítala í Stykkis-
hólmi 31. maí 1996,
78 ára að aldri.
Foreldrar hans
voru Brandur Sig-
urðsson frá Lá í
Eyrarsveit, f. 1890,
ólst upp á Hall-
bjamareyri í sömu
sveit og fórst með
seglskútunni Valtý
í ofsaveðri 28.-29. febr. 1920,
og Scharlotta Jónsdóttir frá
Hrísum í Fróðárhreppi, f. 19.
mars 1897, d. 1. des. 1988.
Hinn 8. maí 1948 kvæntist Sig-
urður eftirlifandi eiginkonu
sinni, Margréti Huldu Magnús-
dóttur frá Tröð í Fróðár-
hreppi, og hófu þau búskap í
Tröð sama vor. Sigurður tók
að sér sem fósturson kornung-
an son Margrétar, Birgi Vil-
hjálmsson, f. 1. febr. 1944.
Böm Sigurðar og Margrétar
eru: 1) Birgir Vilhjálmsson,
sonur Margrétar og fósturson-
ur Sigurðar. Hann er kvæntur
Jónu Valdísi Táfjord. Þeirra
börn em Margrét Sigríður,
Helga Bogey, Vilhjálmur, Ámi
og Magnús. 2) Brandur, bif-
vélavirki, f. 9. sept. 1947,
kvæntur Áslaugu Bjarnadótt-
ur, búa í Garðabæ. Börn þeirra
eru: Heba og Guðjón. 3) Ragn-
heiður Magnea, f. 28. apr.
1949, býr í Gautaborg, gift
Gunnlaugi Jónassyni. Þeirra
börn: Jónas, Sigurður Axel og
Kolbrún Lilja Tores. 4) Ingólf-
Þegar ég fyrir mörgum árum
átti erindi 5 Hróa hf. til lagfæringa
ýmissa sem oft kom fyrir, hófust
kynni með okkur Sigurði Brands-
syni. Maður tók strax eftir þessum
háa, granna og lítið eitt lotna
manni. Oftar en ekki læddi hann
að manni vísukorni eða þá ein-
hverri sögu, kannski aftan úr
heiðni, nú eða þá glænýrri, það
skipti engu, hann var jafnvel
heima í þessu öllu saman hvort
sem það var aftan úr kambríum
eða tertíer eða þá síðan í gær.
Hann Siggi okkar Brands var einn
af þessum íslensku alþýðumönnum
sem hefðu sómt sér vel meðal
lærðra, bæði skarpgreindur, vel
lesinn og mér liggur við að segja
afbrigðilega minnugur. En trúlega
hefur hinn harði skóli lífsins sett
honum ungum þær skorður er
ekki var unnt að komast undan.
En jafnt fyrir því var hann undra-
vel að sér í hvers kyns fræðum,
svo sem fornsögum, sagnfræði og
síðast en ekki síst jarðfræði ís-
lands og jarðarinnar allrar ef því
var að skipta. Hann þekkti þetta
allt saman eins og sína eigin
vasa.
Það var unun að hlusta á hann
segja frá ferðum sínum og
Margrétar nú í seinni tíð, bæði til
Svíþjóðar og suður um Evrópu.
Þar fékk maður að vita flest bæði
um lönd og þjóðir. Löngu liðnir
atburðir og fólk varð Ijóslifandi í
frásögu hans og kónga og drottn-
ingar framtíðarinnar talaði hann
um eins og nágrannar væru úr
næstu húsum, á meðan maður
sötraði kaffið hennar Möggu í eld-
húsinu á Gimli.
Snemma á áttunda áratugnum
gekk Sigurður í Rotaryklúbb okk-
ar Olsara og gjörðist fljótt hinn
vaskasti liðsmaður. Ósjaldan þeg-
ar efni vantaði á fundum flutti
hann okkur ýmsan fróðleik eða
þá kvæði sem hann kunni
ur Jón, f. 9. apr.
1950, býr í Hafn-
arfirði, kvæntur
Sigríði Öldu
Hrólfsdóttur. Þau
eiga ekki saman
börn. Börn Ingólfs
frá fyrra sambýli:
Eiríkur Aron, Eyr-
ún Ösp, Eyjólfur
Gestur og Guð-
mundur Björn. 5)
Kolbrún, f. 25. apr.
1953, d. 23. des.
1985. Hún giftist
Steinþóri Sigurðs-
syni. Börn þeirra:
Rafn og Charlotta Björk. 6)
Valgerður, f. 2. mars 1958, býr
í Gautaborg, gift Bo-Ingmar
Larson. Þeirra börn: Björn
Jóel og Eiríkur Kristján. Sig-
urður og Margrét stunduðu
búskap í Fögruhlíð. Hann vann
utan heimilis á vetrarvertíðum
við saltfiskverkun hjá Víg-
lundi Jónssyni í Hróa í Ólafs-
vík frá 1950. Haustið 1968
brugðujmu hjónin búi og flutt-
ust til Olafsvíkur þar sem þau
eignuðust gott og fallegt heim-
ili. Sigurður vann áfram í
Hróa hf. við fiskvinnslu og síð-
ustu árin þar sem aðstoðar-
verkstjóri. Hann lét þar af
störfum 1986. Síðustu ár starf-
sævinnar, eða frá 1986 til
1990, vann hann sem gæslu-
maður á næturvöktum á Elli-
og dvalarheimilinu Jaðri í Ól-
afsvík.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Ólafsvíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Brimils-
vallakirkjugarði í Fróðár-
hreppi.
ógrynni af og allt utanbókar og
oftast óundirbúið. Að lokinni
langri og farsælli veru í klúbbn-
um okkar er hans nú sárt sakn-
að og verður lengi enn. Jafn-
framt munum við ylja okkur við
minningarnar um góðan félaga.
Þeir sem eru svo lánsamir í lif-
anda lífi að lifa þannig að þeirra
sé minnst með hlýju, gleði og
þakklæti fyrir samfylgdina hafa
svo sannarlega til einhvers dval-
ist hérna í táradalnum. Hann
Siggi Brands var sko ábyggilega
einn af þeirra.
Þau hjónin Sigurður og Mar-
grét máttu taka æði erfiðan slag
núna þegar árin færðust yfír,
bæði heilsubrest hennar og síðar
hans og ekki hvað síst ótímabær-
an missi ástkærrar dóttur er
lést í blóma lífsins. En þau stóð-
ust ■ þessar raunir með stakri
prýði. Samt hlaut að koma að
því að eitthvað yrði undan að
láta, því eins og í sálminum seg-
ir: „Þegar að kallið kemur,
kaupir sig enginn frá.“ Nú er
vinur okkar Sigurður Guðs á
vegu genginn en eftir sitja syrgj-
andi ættingjar sem ég bið guðs
blessunar í sorg þeirra og sökn-
uði. En hjá okkur vakir minning-
in um þennan góða dreng, Sig-
urð Brandsson.
Jón Arngrímsson.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast góðs og trausts
vinar, Sigurðar Brandssonar,
sem nú hefur lokið lífsgöngu
sinni.
Heiðursmanninum Sigurði
Brandssyni og hans ágætu eigin-
konu Margréti kynntumst við
hjónin fljótlega eftir að við flutt-
umst vestur til Ólafsvíkur í byrjun
árs 1975. Þau rúmlega þrettán ár
sem við bjuggum í Ólafsvík vorum
við þess aðnjótandi að eiga þau
SIGURÐUR
BRANDSSON
bæði að sem frábæra nágranna
og trausta og góða vini.
Kynni mín af Sigurði efldust
strax haustið 1975 er ég varð fé-
lagi í Rotaryklúbbi Olafsvíkur,
en þar var Sigurður fyrir sem
afar virkur félagi. Saman störf-
uðum við Sigurður í stjórn
klúbbsins 1978-1979, hann sem
forseti og ég sem ritari. Þá
komst ég að því hvílíkur hafsjór
Sigurður var af fróðleik, sérlega
um jarðfræði og sögu svo ekki
sé minnst á bókmenntir og þá
sérlega ljóðlist. Minni hans og
næmleiki á allt er þessi svið
varðaði var óbrigðult. Hann festi
sér auðveldlega í minni allan
fróðleik, sem hann komst yfir.
Þekking hans á jarðfræði og
jarðsögu var slík að ætla mátti
að um langskólagenginn vísinda-
mann væri að ræða.
Sigurður var afbragðs gáfum
gæddur. Hann hafði gott vald á
íslenskri tungu og hann átti auð-
velt með að setja saman stökur
og kvæði sem oft einkenndust af
græskulausri kímni. Þó að Sigurð-
ur væri ekki langskólagenginn
maður var hann með afbrigðum
vel sjálfmenntaður, enda sílesandi
og stöðugt íhugandi hin flóknustu
mál. Þannig bjó Sigurður yfír mikl-
um þroska og lífsreynslu. Ég er
ekki í vafa um, að Sigurður hefði
getað orðið mikill fræðimaður og
vísindamaður, ef hann hefði átt
kost á skólanámi, en eins og hjá
svo mörgum af hans kynslóð var
lífsbaráttan hörð og Sigurður
þurfti ungur að leggja sitt af
mörkum. Starfvettvangur hans
var í byijun búskapur og sjósókn
og síðar störf við fískvinnslu. Ég
veit að Sigurður gekk að öllum
störfum af miklu æðruleysi. Það
lýsir Sigurði vel, að eitt sinn er
ég innti hann eftir því hvort honum
leiddust ekki einhæf og vélræn
störf. Því svaraði Sigurður neit-
andi, því við slík störf hefði hann
tóm til að láta hugann reika um
hugðarefni sín á meðan. Síðustu
starfsárin sín vann Sigurður við
næturvörslu og aðhlynningu á
Dvalarheimili aldraðra í Ólafsvík
og fórst það starf vel úr hendi
eins og öll önnur. Eins og við öll
önnur störf sýndi hann þar mikinn
dugnað og samviskusemi. í því
starfi kom einnig mjög vel fram
hve hlýr og mannlegur Sigurður
var í samskiptum við aðra. í því
starfi kom sér líka einkar vel hve
jafnlyndur og geðprúður Siggi
var. Undir niðri bjó þó mikil festa
og rík en öguð skaphöfn.
Við hjónin og fjölskylda okkar
höfum átt margar ánægjustundir
með Sigga og Möggu og þeirra
fjölskyldu. Þá sýndu þau öldruðum
föður mínum einstaka ræktarsemi
þegar hann kom í heimsóknir „vest-
ur“ með því að bjóða honum til sín
í kaffi og kökur og skemmtilegt
spjall. Ekki ósjaldan skrapp líka
Siggi yfir götuna til að spjalla við
föður minn. Sömu vinsemd og rækt-
arsemi sýndu þau einnig tengdafor-
eldrum mínum. Fyrir þetta verðum
við ævinlega þakklát og getum aldr-
ei nógsamlega þakkað.
Síðustu árin eftir að við fluttum
suður á ný fækkaði samfundum
eðlilega. Við áttum þó saman
ánægjulegar samverustundir á
síðasta ári bæði hér syðra á okkar
heimili og eins fyrir vestan á heim-
ili Sigga og Möggu. Fyrir þessa
samfundi viljum við sérstaklega
þakka nú.
Við munum sakna þess mikið
að fá ekki lengur að heyra í vini
okkar Sigga Brands og það verður
dauflegra að koma til Ólafsvíkur
en áður. Að leiðarlokum vil ég
fyrir hönd okkar Siggu þakka vini
okkar kærlega fyrir ánægjulega
samfylgd og biðjum góðan guð að
blessa minningu hans. Möggu og
öllum ættingjum færum við inni-
legar samúðarkveðjur og erum
þess fullviss að minningarnar um
góðan dreng munu styrkja þau í
sorginni.
Kristófer Þorleifsson.