Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is 3°.M VfH'A H Tommi og Jenni Ljóska ÉQQ&t bqm) fflir dettut Éq Skreppút og f*rr>e.r\ b'rta d rneoaflþúák/UfjrX óeturáa \Aub\JtÖ$* lceyptsam-X hi/emta ' Jfifþr J^ Dagur fermingarínnar Frá Jakobi Hjálmarssyni: SUNNUDAGINN 9. júní er Dagur fermingarinnar í Dómkirkjunni. Þann dag er 50 ára fermingar- börnum sérstaklega boðið til kirkju en einnig þeim sem fermst hafa á síðustu árum. Til þessa er efnt í tilefni 200 ára afmælis Dómkirkj- unnar sem minnst verður með ýmsum hætti á þessu ári. Dómkirkjan býður til tveggja guðsþjónusta þennan dag. Klukk- an 11 er messa tileinkuð ferm- ingarbörnum síðustu ára. Þar mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédika og sönghópurinn Móðir Jörð syngja gospelsöngva. Klukk- an 14 er messa tileinkuð 50 ára fermingarbörnum. Þar prédikar sr. Hjalti Guðmundsson og Dóm- kórinn syngur. Organisti er Mar- teinn H. Friðriksson. Við báðar messurnar gefst kostur á því að fara til altaris. Með þessu vill Dómkirkjan minnast þessa þáttar síns í lífi Reykvíkinga, ungra sem aldinna, í tvö hundruð ár. Hver árgangur- inn hefur fylgt öðrum til þessarar mikilvægu athafnar sem markar lífsstefnu og sjálfstæða ábyrgð einstaklinganna og þeim hefur verið beðið blessunar og veittur andlegur styrkur til lífsgöngunnar. JAKOB HJÁLMARSSON, dómkirkjuprestur. Til hamingju með hvað? WRITETOyOURBROTHER ON THE DESERT..TELL HIM HE CAN BE AW 006 TELLHIMWELLBEPAL5.. HE CAN CMASE 5TICK5,AND PULL ME IN MY WA60N, ANPLEARNTRICK5,AND.. Vear Spike, This was notmy 'iáea. Þetta skaltu gera. Skrifaðu bróður þínum í eyðimörkinni, segðu honum að hann geti verið hundur- inn minn. Segðu honum að við verðum félagar, hann getur elt prik og dregið mig í vagni og lært hundakúnstir, og... Kæri Sámur, þetta er ekki niín hugmynd. Frá Ólafi R. Jónssyni: ÉG VAR í Kringlunni um síðustu helgi þegar mér var réttur gulur bæklingur sem á stóð „til ham- ingju". Er nú verið að bjóða mér utanlandsfeíð? hugsaði ég. Nei al- deilis- ekki. Myndirnar í þessum bæklingi eru af börnum í Laugar- dalslauginni, sem byggð var á tímum sjálfstæðismanna í meirihluta borg- arstjórnar, nýju göngubrúnni, sem Vegagerð ríkisins gerði yfir Kringlu- mýrarbraut í fyrra og kaffihúsi, sem einstaklingur hefur rekið í miðbæn- um, en þarf nú að borga mun hærri skatta fyrir vegna tilkomu R-listans. Á útsíðum.bæklingsins er mynd af Fríkirkjunni og Listasafni íslands, mynd af borgarfulltrúum R-listans fyrir framan ráðhúsið sem þau for- dæmdu og svo borgarstjóranum, Ingibjörgu Sólrúnu, með yfírskrift- inni „þetta er bara byrjunin". Þá uppgötvaði ég að þetta var bækling- ur frá R-listanum. Byrjunin á hverju? Allar mynd- irnar í bæklingnum minna á að R-listinn er að þakka sér hluti sem honum ber ekki að þakka sér fyrir nema síður sé. Líklega er R-listinn orðinn hræddur við að horfa upp á hverja skoðanakönnunina á fætur annarri, sem sýnir að hann hefur ekki fylgi borgarbúa lengur. Ég þakka R-listanum ekki fyrir klúðrið með Miðbæjarskólann, skattahækkanirnar eða skulda- aukninguna. Ég þakka R-listanum ekki fyrir að afnema heimgreiðslur til foreldra sem kjósa frekar að vera með börnin sín heima en setja þau á niðurgreiddar dagvistarstofn- anir. Það er heldur ekkert stórvirki fyrir R-listann að halda áfram gangstígagerð sem var í fullum gangi í tíð sjálfstæðismanna. í bæklingnum segir að nú ætli þau að líta upp frá verkunum og gera sér glaðan dag. Ég mæli með að gleðifagnaðurinn standi óslitið það sem eftir er kjörtímabilsins. Á með- an taka þau ekki ákvarðanir, því þær virðast fæstar vera í þágu okk- ar borgarbúa. ÓLAFURR.JÓNSSON, Starrhólum 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.