Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 39 MINNINGAR fróður. Hvers manns hugljúfi var hann, mannvinur og gaf örlátlega af sér, hvar sem hann fór og við hvað sem hann fékkst. Dagfars- prúður var hann og barst ekki á, glaður og gefandi í góðra vina hóp, en þó fremur maður mikilla fram- kvæmda en margra orða. Sem dæmi dreg ég eftirfarandi fram: Við listnám erlendis smíðaði hann sér forkunnar vel gerða skútu. Henni sigldi hann um Atlantsála til og frá Fróni, svo sem gerðu forfeð- urnir, „lagðist í Vesturvíking" allt til Suður-Ameriku til að fanga lista- verkum sínum efnivið með uppdrátt- um og myndatökum, svo allt yrði sem nákvæmast, réttast og fegurst. Já, nákvæmast, réttast og fegurst, því þetta þrennt var aðalsmerki allr- ar verksnilli hans. Af þessu verður séð, þó aðeins sé stórum dráttum dregið, að það var engin ládeyða eða lognmolla kringum Guðmund heldur ¦ ólgandi athafnasemi. Það „stormaði" ljúf- lega, hlýtt og glaðlega af honum í þrotlausum stórvirkjum fram- kvæmdanna. Þrátt fyrir að Guð- mundur ætti ekki fleiri ár að baki var æviskeið hans krýnt mikilli lífs- auðgi og Iífsfyllingu. Síðustu mánuðina og vikurnar andaði þó kalt um hann, unz ná- gusturinn lauk sínu verki og hann var allur. En aldrei var kvartað og aldrei hvikað á velli karlmennskunn- ar. Síðustu ferðina á sjúkrahúsið fór hann gangandi, fársjúkur, og örfá- um dögum áður en hann lézt dreif hann sig á fætur, gekk út í smíða- stöð til að skoða rá og reiða þar sem önnur skúta var í smíðum - rétt til að fullvissast um, að allt væri svo sem skyldi: rétt, fagurt og nákvæmt - listrænt. Sár harmur er nú kveðinn að eft- irlifandi eiginkonu og smásveinuun- um tveim, þeim eldri fímm ára þetta sumar og hinum yngri eins árs, þegar faðirinn þreytti síðustu átökin við hinn banvæna sjúkdóm. Kæra Elísabet! Þessi harmur og sjónarsviptir er harmur okkar allra. Við skipum okkur um þig og dreng- ina þína í hugsun, orði og bæn þess, að kærleiksríkur Guð styrki ykkur og huggi í vonarvissunni um dýrð- lega endurfundi. Látum hina lit- prúðu, fögru og sterku minninga- mynd hefja okkur ofar harmi og trega. Fölna lauf og blikna blóm, blöð sín hneigja undir þennan dulardóm að deyja. Þó fölni laufin, blikni blóm og blundi kraftur, undir vorsins virkum róm þau vakna aftur. (J. Hj. Jónsson.) Hér er góður drengur genginn. Blessuð sé minning Guðmundar. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Guðmundur Thoroddsen sat ekki um kyrrt og lét sig dreyma um fjar- læg höf og lönd. Hann lifði draum- ana sína. Fyrir honum voru draum- ur og veruleiki eitt og sama ævintýr- ið. Ungur smíðaði hann skútu og sigldi um fjarlæg höf, stundum einn, stundum með öðrum. Á milli sigl- inga ferðaðist hann um ísland þvert og endilangt sem leiðsögumaður, málaði myndir og hélt sýningar. Og lék tónlist og söng í góðra vina hópi. Hann var sífellt á ferðinni, ýmist að koma eða fara, skipu- leggja nýja ferð, smíða nýjan bát, mála nýja mynd. Hreyfmgin var Minningarsjóður Skjóls KJeppsvegi 54 sími 5688500 kvik, svipurinn bjartur og einbeitt- ur, lífið til þess að lifa því af al- vöru. Guðmundur var náttúrubarn, ferðalangur og listamaður. Og í ferðinni um lífið naut hann þeirrar gæfu að eignast ástkæra fjölskyldu, Elísabetu Gunnarsdóttur og synina tvo, Jón Kolbein og Einar Viðar. Þeirra er sorgin mest. \ Ég kynntist Guðmundi fyrir þrjá- tíu og sjö árum þar sem við hitt- umst í hópi jafnaldra okkar á lóð- inni fyrir utan Eskihlíðarskóla. Það var fyrsta skóladaginn. Þau kynni hafa dugað okkur vel síðan þótt leiðir hafi legið um ólíka vegu. Ég fann hvaða mann Guðmundur geymdi. Annað veifið síðan mættust leiðir, oft af tilviljun, og var þá margt skrafað. Og hin síðustu tíu árin varð nálægðin meiri og stund- irnar fleiri sem við áttum saman, eftir að Guðmundur kvæntist Elísa- betu Gunnarsdóttur bestu vinkonu Systu konu minnar. Heimsóknir til þeirra vestur á ísafjörð voru engu líkar. Okkur Systu var það mikið gleðiefni þegar Elísabet sagði okkur frá manninum í lífi sínu. Það var í senn eðlilegt og sjálfsagt að þau skyldu hrífast hvort af öðru og sverj- ast saman. Um margt ólík en sam- einuð í viðhorfi til lífsins og virðingu og ást hvort á öðru. Kraftur, dugn- aður og áræði var einkenni þeirra. Ekkert óx þeim í augum. Guðmundur átti ríka ævi og fyllri en margur þótt árin yrðu ekki fleiri. Ferðalög og ævintýri voru honum einskonar lífsverkefni. En að engu var flanað, allt var vel skipulagt og úthugsað og þótt sumar ferðir hans einn á báti um opin höf þættu sjálf- sagt glæfralegar var hann í raun- inni ákaflega varkár og gætinn. Hann tókst á við sérhvert verkefni af yfirveguðu raunsæi, einlægni og alvöru. Og mikilli gleði sem hann var óspar á að deila með öðrum. Guðmundur hafði víða komið og hafði frá mörgu að segja og skemmtilegu. Sérstaklega skemmti- legu. Og af mikilli skemmtan. Ávallt glaður og ljúfur, en undir niðri íhug- ull og alvarlegur. Hláturinn var svo smitandi að engum vörnum var við komið, jafnvel þótt hann heyrðist úr fjarska. En nú er hann hættur að heyrast nema í hugskoti þeirra sem hans nutu. Úr fjarlægum fjarska. Þar heldur hann áfram að kalla fram bros og gleði. í minning- unni. Þegar illvíg veikindi sem á Guð- mund réðust fyrir tæpu ári sóttu að honum efldist þeim Elísabetu ótrúlegur styrkur og æðruleysi. Og þeim gafst svolítill tími til undirbún- ings þess sem varð ekki umflúið. En Guðmundur varð loks undan að láta þvert um hug sinn. Hann barð- ist til hins síðasta. Gafst aldrei upp. Viku fyrir andlát sitt reis hann upp helsjúkur af sjúkrabeði og brá sér út til að sýna bræðrum sínum hvern- ig miðaði smíði bátsins sem hann hugðist nota til skoðunarferða með ferðamenn um firði og víkur Vest- fjarða. Þannig var Guðmundur. Og nú er hann horfinn á vit nýrra ævin- týra. Það er mikil eftirsjá að Guð- mundi Thoroddsen. Hans er sárt saknað. Vegir guðs eru órannsak- anlegir og engin leið að skilja hvers vegna örlögin svipta unga konu manni og að ungir synir fái ekki notið þess að vaxa úr grasi með föður sinn sér við hlið. En þeim verður ætíð styrkur að minningunni um einstaklega ljúfan og góðan dreng. Hann verður með þeim. Megi gæfan marka spor þeirra. Sérfræðingar í blómaskrcytinguni víð öll tækifæri Við Systa, Andrés og Ásgeir vott- um Elísabetu, Jóni Kolbeini, Einari Viðari og öðrum skyldmennum þeirra og Guðmundar okkar dýpstu samúð. Hugurinn er hjá ykkur. Þórður Kristinsson. Guðmundur Thoroddsen mynd- listarmaður og leiðsögumaður frá ísafirði lést laugardaginn 25. maí langt fyrir aldur fram frá henni Elísabet, Jóni Kolbeini og Einari Viðari sem er aðeins eins árs gam- all. Átakanlegra verður það varla þegar menn í blóma lífsins fá illvíg- an sjúkdóm og deyja frá fjölskyldu sinni og verkum. Ég kynntist Gvendi fyrir fimm árum. Hahn var náttúrubarn af Guðs náð og leiðsögumaður og ég var bílstjóri hjá íslenskum fjallaferð- um. Það æxlaðist svo að við lentum oft saman í ferðum og í hverri ferð fórum við á einhvem stað sem við\ höfðum ekki séð áður. Þannig náð- um við að halda ferðunum skemmti^ legum fyrir okkur og farþegana. I hálendisferðum gerist ýmislegt sem er alls ekki á dagskrá og þá er oft gott að hafa leiðsögumann sem er rólegur og jákvæður. Einu atviki man ég sérstaklega eftir sem lýsir jákvæði hans mjög vel. Við vorum að fara norður fyrir Hofsjökul sam- an, í fyrsta skipti, en það er leið sem er mjög fáfarin. Stefnan var að gista við Laugafell en á miðri leið í einni brekkunní gefur sig eitt hjólið undir honum Lofti gamla og þó að honum Lofti sé ýmislegt til lista lagt þá keyrir hann ekki á þremur hjólum. Mér fannst útlitið nokkuð dökkt. Við horfðum báðir út um rúðurnar þungt hugsi. Þá segir Gvendur: nei, sérðu hvað við erum ofsalega heppn- ir - þarna er vatn og mosi við hlið- ina sem við getum tjaldað á. Svo á morgun get ég gengið á jökulinn með fólkið. Heldurðu að við getum ekki langt af stað ekki á morgun heldur hinn? Reyndar varð stoppið nú ekki syo langt því við fengum varahluti um nóttina sem félagi minn færði okkur. Við gátum haldið áfram morguninn eftir. í ferðum þessum var oft glatt á hjalla og sérstaklega eftir að ferða- mennirnir voru komnir í svefn. Ég á margar ógleymanlegar minningar frá þessum tímum. Þó að Gvendur hafi lifað stutt þá lifði hann mjög viðburðaríku lífi, ferðaðist á skútunni sinni um mörg heimsins höf, fór yfir Sahara-eyði- mörkina á mótorhjóli og svona mætti lengi telja. Hann var byrjaður að smíða draumaskútuna sína sem hann ætlaði að nota fyrir ferðamenn og sameina þannig áhugamál sitt og atvinnu nálægt fjölskyldu sinni. Gvendur var sá maður sem ég síst af öllum tryði til að gera nokk- uð á annars manns hlut og það er ekki laust við að maður kveðji þig klökkur. Við Martha þökkum góð kynni og vottum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Þinn vinur, Ástvaldur Óskarsson AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR • Fleirí minningargreinar um Guðmund Thoroddsen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu napsfoi daea. Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek + Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði fæddist að Garði í Ólafsfirði 9. janúar 1914. Hún lést á Dyalarheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði þann 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Guðvarðarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Systkini hennar eru: Óskar, Kristinn, Fjólmundur, ísól, Guðlaug og Ragna. Hún var gift Þorleifi Sigurbjörnssyni frá Grímsey sem er látinn. Börn þeirra eru Sólveig Anna gift Einari Þórarinssyni og eiga þau työ börn, Karl Garðar kvæntur Önnu Freyju Eðvarðsdóttur og eiga þau þrjú börn og Sigrún gift Gesti Sæmundssyni og eiga þau fjögur börn. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. Við leiðarlok leitar hugurinn til gamalla daga. Á barnaskólaárum okkar systkinanna í Hólkoti fórum við oftast gangandi milli heimilis og skóla ef veður var gott, en urð- um ella að hafa öruggt athvarf í bænum. Það var því árlegt úrlausn- arefni móður okkar að koma okkur krökkunum fyrir í bænum. Ég minnist þess að hún bar oft kvíð- boga fyrir þessu verki sem þó alltaf reyndist ástæðulaus. Svo var fyrir að þakka hjálpsömu og örlátu fólki sem hljóp undir bagga. I þeim efnum var stór hlut- ur hjónanna að Aðalgötu 20, móð- ursystur minnar Aðalheiðar sem við kveðjum í dag og eiginmanns henn- ar Þórleifs, sem látinn er fyrir mörgum árum. í þrjá vetur dvaldi sá er hér skrifar, að miklu leyti á heimili þessara elskulegu hjóna, við gott atlæti. Húsbóndinn, Lalli, var sjómaður á eigin báti sem hann gerði út í félagi með öðrum en Alla vann gjarnan í frystihúsinu þegar þar var vinnu að fá. Þetta var því dæmigert sjómannsheimili. Þar ríkti góður andi, samheldni og um- hyggja. Og hjónin komu fram við mig alveg eins og ég væri eitt af þeirra eigin börnum. Alla frænka, eins og við höfum alltaf kallað hana, var atorkusöm og greind kona. Hún var prýðilega ritfær og á efri árum skrifaði hún nokkrar bækur sem gefnar voru út og fengu góðar móttökur. Hún starfaði mikið að félagsmálum, var um tíma formaður kvenfélagsins Æskunnar. Og einnig í forystusveit slysavarnadeildar kvenna í Ólafs- firði. Að baki bjó eðlislæg og rík þörf hennar fyrir að láta gott af sér leiða. Alla var mikil hannyrða- kona, og bar heimili hennar því glöggt vitni og æði oft sat hún við saumavélina. Smekkvísi og mynd- arskapur voru henni í blóð borin. í hugann koma nú glöggt fram minningar frá gömlum vetrardög- um í Ólafsfirði. Þær minningar framkalla þakklæti og virðingu til húsráðendanna að Aðalgötu 20. Með þær kenndir í huga kveð ég Öllu frænku. Pjölskyldu hennar og skyldmönn- um votta ég innilega samúð. Oskar Þór Karlsson. t Alúðarþakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför i - * SIGNHILDAR S. KONRAÐSSON. '¦'*'*«§,, i Ástarþakkir til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala fyrir einstaka góðvild og hlýju. Guð blessi ykkur öll. áám/Éjta Ragnheiður Björnsdóttir, Borgþór Björnsson, Signhild Borgþórsdóttir og aðrir ástvinir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURLÍNU BJÖRNSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafn- istu, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun og hlýhug. Guoríður Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson, Gunnar Björn Jónsson, Signðui Einvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, BÁRU VILBERGS. Bjarni lsleifsson, Svanlaug Júlfana Bjarnadóttir, Gylfi Már Bjarnason, Kolbrún Lilja, Elsa Eirfksdóttir, Berglind, Petra Dfs, Bjarni ísleifur, Bára Líf, Andri Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.