Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREIIMAR Helmingur vinnunnar íannarravasa HVER íslendingur vinnur að meðaltali í 157 daga fyrir opin- bera aðila á árinu 1996. Þessa daga nýtum við ekki til tómstunda með fjölskyldunni eða á annan þann hátt sem við sjálf viljum. Er þetta réttlátt? Með öðrum orð- um þarf hver sá sem vill vinna fyrir tekjum að greiða tæplega helming þeirra til opinberra aðila hvort sem hann vill það eður ei. En skattgreiðendur geta vissu- lpga sjálfum sér um kennt, því að hver skattgreiðandi er líka kjós- andi og með því að greiða vinstri flokkunum atkvæði í kosningum er verið að greiða atkvæði með skattahækkun. Bæði hefur reynsl- an kennt okkur að vinstri stjórnir hækka alltaf skatta mikið og vitum » HAPPPRÆTTI ¦ Ha§HHg Vínningar í aukaútdrætti _________7. júní ÉjrJ Ferð eða tölvubúnaður fyrir 150.000 krónur; 137.986 Helgarferð fyrir tvo til Prag: 86.886 Aðalútdráttur verður 17.júní. m STARCRAFT ARQICLINE fellihýsi fyrirHíM aðstæður AÐRIR BJOÐA EKKIBETUR: Ryðvörn, stormfestingar, 12 V ísettur rafgeymir og teng- ing fyrir bíl, blaðfjöðrun, 12" dekk, íslenskt kúlutengi, öflugur hitari og margt, margt fleira! Camp-let TRAUSTASTITJALDVAGNINN BENSINN I ,r*^ TVIeira en 25 ára reynsla á íslandi og góður vitnisburður eigenda sýna best að Camp-let er yfirburða tjaldvagn fyrir okkar aðstæður. , ¦'3sm^\ GÍSLI JÓNSSON ehf Bíidshöfða 14 112 Reykjavík S. 587 6644 — áreiðanleiki ár eftir ár — 157 vinnudagar upp í skatta er of mikið, segir Svavar Halldórsson, tekjuskattar verða að lækka. við að þeir byggja á ríkisútþenslu- stefnu en hafa verður í huga að útþensla ríkisvaldsins og halli á ríkissjóði í dag, þýðir skattur á morgun. Óréttlátt skattkerfi . Skattar eru innheimtir vegna þess að reka þarf ríkið og þeim rekstrarfjármunum verður að ná með sköttum. Þeir megingallar eru þó á skattlagningu vinnutekna að hún dregur úr vilja fólks til þess að afla tekna, hún hvetur til svika og undanskota og þessi skattlagn- ing er mjög óréttlát vegna þess að hún bitnar misjafnlega á vinn- andi fólki, sumir greiða mikið en aðrir jafnvel ekki neitt. Aðeins þriðjungur framteljenda greiðir í raun tekjuskatt þegar búið er að taka tillit til ýmissa frádráttar- og afsláttarliða. Eftir því sem skatt- prósentan er hærri þá aukast skattsvik og vinnuvilji minnkar. Við ákveðin mörk kemur að því að tekjur ríkis- ins minnka við það þegar tekjuskattur hækkar. Á Islandi er tekjuskattshlutfallið komið yfir þessi mörk. Eðlilegt er að ein- staklingarnir ráði yfir sinu sjálfsaflafé vegna þess að það voru þeir en ekki þingmenn eða verkalýðsforingjar sem unnu fyrir því með svita sínum. Hug- myndin um félagslegt „réttlæti" byggir á því að ríkið skuli tryggja öllum sömu útkomu að leikslokum þegar réttara er að ríkið tryggi öllum jafna möguleika í upphafi leiks og sömu leikreglur á meðan á leiknum stendur. Svavar Halldórsson Snúum yið Forfeður okkar lögðu sig í þraut- ir og hættu á leið sinni frá Noregi til að nema land á íslandi. Allar veraldlegar eigur, þjóðfélagsstaða og líf voru lögð undir þegar forfeð- urnir flúðu undan ofríki og ekki síst skattpíningu _ yfirvalda í Noregi. Á íslandi fundu þeir gott líf án ofurskatta og ofbeldis yfirvalda. En nú erum við á góðri leið með að skapa hér á landi aftur þær aðstæður sem hröktu forfeður okkar frá Noregi. Það er ekki réttlátt að skattleggja launatekjur í slíku óhófi sem raunin er og það hlýtur að draga úr vinnuvilja fólks og vilja þess til að taka áhættu. Niðurstaðan er því á þá leið að tekjuskattar eru illa réttlætanlegir og háir skattar eðli málsins sam- kvæmt miklu óréttlátari en lágir skattar. Of háir tekjuskattar bjóða heim skattsvikum og svartri at- vinnustarfsemi og því verður að lækka prósentuna. Eg skora á for- ystumenn verkalýðshreyfingarinn- ar að krefjast minnkaðra ríkisút- gjalda og lægri skatta og fá þannig fram raunverulegar kjarabætur. Það er réttmæt krafa íslenskra skattgreiðenda að tekjuskattar verði lækkaðir hið snarasta þannig að tími vinnandi fólks og hvernig honum er varið verði ákvörðun þess sem vinnur vinnuna. Það nær ekki nokkurri átt að vinna í 157 daga á ári fyrir ríkið. Höfundur er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna i Hafnarfirði, ogformaður Kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 852. þáttur ÖRN Ólafsson húsvörður í Reykja- vík skrifar mér merkilegt bréf varðandi stjórn fiskveiða og hug- tök og orð í því sambandi. Umsjón- armaður þarf hér að fara með mikilli gát og kemur þar fyrst til vanþekking hans á efninu og síðan varúð, að hann álpist ekki út á hálan ís afstöðu til eins og annars í fískveiðistjórn. En grípum niður í bréf Arnar Ólafssonar: „Banndagakerfi, skrapdaga- kerfi, aflamark, sóknarmark, leigukvóti, tonn á móti tonni, þorskígildi, frjálst framsal, veiðar utan kvóta, krókaleyfi, línutvö- földun, veiðistofn, nýliðun, hrygn- ingarstofn, fjölstofnarannsóknir, stofnstærðarmælingar, og fjöl- mörg önnur orð og hugtök dynja nú daglega á eyrum og augum fólks úr öllum fjölmiðlum, en sáust varla nema í skýrslum sérfræðinga fyrir örfáum árum, ef þau á annað borð voru þá til í málinu. Það er því ofur skiljanlegt, að fólk, sem ekki á beinna hags- muna að gæta í sjávarútvegi vegna eignarhalds eða atvinnu, sé ekki enn með á nótunum í Umræðunni, slík þjóðfélagsbylt- ing sem það var þegar aflastjórn- un var tekin upp." Eftir nokkuð langt mál um það, sem í daglegu tali og einu lagi kallast kvótakerfi, segir Örn: „Og er ég þar með kominn að kjama þessa máls: Ég tel nauðsynlegt að nota annað orð um heildaraflann, sem kvótarnir eru teknir úr, og það vill svo vel til að þjált og gott orð er til reiðu. Orðið „púlía" heyrist æ oftar notað sem slanguryrði yfir ein- hvers konar heild, t.d. heildar- fjárveitingu eða heildarkvóta, og þótt það hafi ekki enn ratað inn í orðabækur er það örugglega dregið af danska orðinu „pulje", sem upphaflega markir spilapen- ingaskál. Ég tel sjálfsagt að við tökum þetta ágæta orð „púlía" og vinn- um því sama sess í umræðunni um fiskveiðistjórnun og orðið „kvóti" hefur nú og vonast sér- staklega eftir stuðningi frétta- manna í því máli. Þá verður eðlilegt að tala um að Hafrannsóknastofnun leggi til að þorskpúlían eða síldarpúlían á næsta ári verði svo eða svo mikil eða að rannsóknir bendi til þess að óhætt verði að auka loðn- upúlíuna." Rétt er það að „púlía" (eða „púllía") er ekki í íslenskum orðabókum, svo að ég hafi séð, t.d. hvorki hjá Ásgeiri Bl. Magn- ússyni né í Slangurorðabókinni. Það er líka rétt hjá Erni að danska orðið pulje merkir spila- peningaskál. í Nudansk ord- bog, sem hér í pistlunum er þrálofuð, segir að það sé töku- orð úr frönsku poule= hæna, og standa menn skýringaþrota frammi fyrir þeirri merkingar- breytingu. Svo skulum við fletta upp í Dansk-íslenskri orðabók, og þar stendur stutt og laggott: „pulje (r) n. spilapeninga- skál, skál; (í iþróttum) hóp- ur þátttakenda í keppni (einkum í skylmingum)." Umsjónarmaður hefur miklar efasemdir um ágæti orðsins „púl- ía" í merkingu þeirri sem bréfrit- ari vill gefa því, en vegna fyrr- nefndrar vanþekkingar vísar hann málinu til umsagnar les- enda. Að öðru leyti þakkar hann Erni fyrir gott bréf. [Viðbót: Ásgeir Bl. Magnússon segir að kyót, kvóti, kvótur séu tökuorðmyndir, sem komnar hafi verið inn í ísl. á 18. öld, í merk- ingunni „tiltekinn hluti af ein- hverju". Orðin eru ættuð úr lat- ínu, þar sem quota pars merkir „hversu stór hluti". Þá minnir umsjónarmann að við höfum stundum kallað „pott" það sem Danir nefna „pulje".] • Mannsnafnið Garðar er forn- norrænt, fremur austur- en vest- urnorrænt. Við getum sett það í samband við önnur nöfn, svo sem Garður, sem er mun algengara í samsetningum en eitt sér, og svo Gerður sem er bæði títt eitt út af fyrir sig og í samsetningum. Við mættum ætla náin tengsl við orðið garður og hugsa okkur að fyrrgreind nöfn eigi að merkja hlíf eða vernd. Þau væru bærileg hermanns- og valkyrjuheiti. Garðar Svavarsson víkingur er nefndur í Landnámu og fleiri fornum bókum, en ekki virðist nafn hans hafa verið notað hér að skírnarheiti fyrr meir. Það var enn ekki komið í manntal á ís- landi 1870. Ýmis forn nöfn lifnuðu við upp úr þjóðhátíðinni 1874, og Garðar er eitt þeirra. Elsta dæmi, sem ég hef, er Garðar Gíslason, sá er stórkaupmaður varð, fæddur 1876. Svo var komið 1910, að 46 íslendingar báru Garðars-nafn, flestir þeirra fæddir í Eyjafjarð- ar- og Þingeyjarsýslum. Arin 1921-1950, voru 288 sveinar skírðir svo. í þjóðskrá 1989 voru 677, þar af hétu 133 Garðar síð- ara nafni. Salómon sunnan sendir: Hróbjartur prestur til himna gerði reisu, hress mjög í bragði og laus við fyrri kveisu, og kom þar fyrst auga á að hann hélt baugagná, - eða engil með húfu og rauðan skúf í peysu. „Reiði hvers manns er í galli en líf í hjarta, minni í heila, metnaður í lungum, hlátur í milti, lystisemi í lifur." (Fóstbræðra saga.) • e J i i « 4 4 4 « «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.