Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR8.JÚNÍ1996 29 árs skeið var forseti William Morris- félagsins í London - er höfundur greinar sem fjallaði um og kynnti fyrir lesendum The Sunday Times sýningu Victoria og Albert-safnsins á verkum Morris og sem birtist í blaðinu í aprílmánuði. Greinin er ríkulega myndskreytt og forsíða menningarblaðsins lögð undir klippi- mynd af Morris sem skeytt er sam- an úr ljósmynd og veggfóðursbút- um. Höfundurinn fjallar, eins og við má búast, um framlag Morris til skreytilistar og hönnunar af þekk- ingu og fordómaleysi og er þessi grein góð auglýsing ekki aðeins fyr- ir sýninguna margumtöluðu heldur einnig ævisögu þá sem Fiona MacC- arthy skrifaði um Morris og gefin var út í árslok 1994. Ævisagan er gríðarlegt rit, 800 síðna doðrantur, og að mati undirrit- aðs besta ævisaga sem skrifuð hefur verið um Morris, en þær eru ófáar sem komið hafa út á þeim hundrað árum sem liðin eru frá dauða hans. Höfundur fjallar um allar hliðar hins margslungna viðfángsefnis og er enginn einn þáttur undanskilinn. Eins og geta mátti sér til leggur hún mesta áherslu á hinn myndræna þátt ferils Williams Morris en bókin inniheldur jafnframt gagnmerkt og auðlæsilegt yfirlit yfir afskipti hans af stjórnmálum. Áhersla er lögð á áhuga Morris á íslandi og íslenskum fornbók- menntum og lagður undir það efni sérkafli. Eins og kom fram í fyrir- lestri höfundarins - sem undirritað- ur hlýddi á í húsakynnum hins breska „Art Workers' Guild" í Lond- on nokkru fyrir útkomu bókarinnar - gerði hún sér ferð til íslands á meðan á efnisöflun til ævisögunnar stóð. Þessi ferð jók skilning hennar á þeim áhrifum sem land og menn- ing höfðu á Morris. í kjölfar Islands- kaflans fylgja fjöldamargar tilvísan- ir til skrifa Morris um sögur og kvæði, þýðinga hans, ummæla um ísland og áhrifa sem íslensk fortíð og samtími hafði á pólitískan þanka- gang hans. Það er undirstrikað að Island skipaði sérstakan sess í huga Williams Morris sem ekki er hægt að líta framhjá þegar fjallað er um ævi hans og verk. Höfundi hættir til að skripla á skötunni þegar hún heimfærir ein- faldaðan freudisma upp á viss við- fangsefni í skáldskap Morris og til- mæli í bréfum hans og auðvitað kemst hún ekki yfir að fjalla ná- kvæmlega um tilurð hinna fjölda- mörgu skáldverka hans og þýðinga. En það má fullyrða að seint verður betur gert en hér hefur verið og er bókin mikill fengur áhugamönnum um Morris og eigulegur gripur enda prýða hana yfir 200 ljósmyndir og teikningar. Ætla má að fæstir nema allhörð- ustu aðdáendur Morris leggi í að lesa svo ýtarlega og margorða ævi- sðgu. Því má benda lesendum á að gera sér ferð í Þjóðarbókhlöðuna til að sjá muni þá sem sýndir eru í minningu hans í sumar. Þar er að sjálfsögðu lögð áhersla á aðeins eina hlið á margþættum ferli hans, þá sem snýr að okkur íslendingum. En ég vona að lesendur hafi fengið með lestri þessarar greinar, einhverja nasasjón af hve fjölþætt áhugamál og viðfangsefni Williams Morris voru og hve umdeildur áhrifavaldur hann er í Bretlandi í dag. Heimildir: Benson, Ross. „Experts are Using Artistic Lic- ence to Paper over Morris's Faults." Daily Ex- press, laugardagur 18. mai 1996, bls. 11. Feaver, William. „Wiilíam the Plunderer." The Observer Review, sunnudagur 12. maí 1996, bls. 13. Hardwick, Paul, S.C. McFarlane, David Page, H.E. Roerte og Roger Simon. „Letters to the ____________ Edítor; Morris: A Rich Tapestry." The Guardian, miðvikudagur 8. maf 1996, bls. 18. Kettte, Martin. „Ðefence of an Icone Who Still Inspires." The Gu- ardian, laugardagur 11. maf 1996, bls. 28. MacCarthy, Fiona. William Morr- is: A Life for Our Time. London: Faber and Faber, 1994. MacCarthy, Fiona. „The Man Who Saw Beauty Everywhere." The Sunday Ti- mes Culture, 21. april 1996, bls. 8-10. Parry, Linda. Wiiliam Morris London: Philip Wilson f samvinnu við Victoría og Albert-safnið, 1996. Pearman, Hugh. „Champion of the Art of Craft." The Sunday Times Culture, 21. aprfl 1996, bls. 11. Sudjic, Deyan. „Papering over the Cracks." The Guardian, fóstudagur 3. maí 1996, bls. 6-7. Samhæfing stjórnsýslu og fjármál fyrstu verkefni bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar I nýrri isögu er illað um ga Morris Islandi FRÁ ísafirði, Stjórnsýsluhúsið til vinstri á myndinni. Stjórnsýslan dreifist i- NÝTT sveitarfélag sem hlotið hefur nafnið ísafjarðarbær tók til starfa 1. júní er ísa- fjarðarkaupstaður, Suður- eyrarhreppur, Flateyrarhreppur, Mos- vallahreppur, Mýrahreppur og Þing- eyrarhreppur sameinuðust eftir langan undirbúningstíma. Þorsteinn Jóhann- esson, yfirlæknir við Fjórðungssjúkra- húsið á ísafirði, var kosinn forseti bæjarstjórnar. Hann á jafnframt sæti í bæjarráði og verður formaður ráðsins seinna ár kjörtímabilsins og er því valdamesti maðurinn í bæjarstjórninni þau tvö ár sem hún starfar, eða fram að næstu almennu sveitarstjórnar- kosningum. í ísafjarðarbæ eru um 4.600 íbúar, þar af um 3.500 á ísafirði. Sveitarfé- lagið er óhemju víðlent, nær frá Geir- ólfnúpi á Ströndum, um íiornstrandir, Jökulfirði, utanvert ísafjarðardjúp utan landsvæðis Bolungarvíkurkaup- staðar, Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð og suður á Langanes í Arnarfirði. Sveitarfélagið er alls tæp- lega 2.000 ferkílómetrar að stærð. Hluti starfseminnar á Þingeyri Þorsteinn segir að fyrstu verkefni bæjarstjórnar verði að sameina og samhæfa stjórnsýsluna í nýja sveitar- félaginu. Er það töluvert verk þar sem sérstakt stjórnkerfi var í hverju hinna sex sveitarfélaga. Segir hann að mikil undirbúningsvinna hafí þegar farið fram. Ráðgjafarfyrirtæki var fengið til að gera úttekt á stjórnsýslunni og vinna tillögur í samvinnu við samein- ingarnefnd og framkvæmdastjóra sveitarfélaganna. „Það er óæskilegt að öll starfsemin færist á einn stað, í Stjórnsýsluhúsið á ísafirði. Núverandi meirihluti reynir að dreifa störfum út um byggðirnar. Við viljum að hluti stjórnsýslunnar verði á Þingeyri sem er á hinum enda sveitarfélagsins," segir Þorsteinn. Segir hann að áhugi sé á að hafa rekstrarstjórn heilsugæslunnar á Þingeyri og Flateyri og öldrunarheim- ila beggja staðanna í húsnæði gömlu hreppsskrifstofunnar á Þingeyri. Einn- ig séu uppi hugmyndir um að reka ákveðinn hluta bókhaldskerfisins frá Þingeyri. Á tölvuöld ætti til dæmis innheimta fasteignagjalda að geta far- ið fram hvar sem er en þyrfti ekki endilega að vera í mesta þéttbýlinu. Verði af þessu myndi sveitarfélagið hafa einn til einn og hálfan starfs- mann á skrifstofu sinni á Þingeyri. Starfsmennirnir myndu jafnframt verða þjónustufulltrúar fólksins í Dýrafirði. Ráðinn verður skólafulltrúi og að sögn Þorsteins hefur komið til tals að hann hafí aðsetur í húsnæði gömlu hreppsskrifstofunnar á Flateyri, enda yrði skólafulltrúinn þar mjög miðsvæð- is fyrir alla skólana. Væntanlega þarf einnig starfsmann á skrifstofu og er ætlunin að þetta starfsfólk muni verða þjónustufulltrúar Önundarfjarðar, Samhæfíng stjórnsýslunnar úr sex sveitarfé- lögum og endurskipulagning fjármála verður meginverkefni bæjarstjórnar hins nýja ísafjarðarbæjar. Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar, segir Helga Bjarnasýni að hann muni að því búnu beita sér fyrír viðræðum um sameiningu Bolungarvíkur og Súðavíkur við stóra sveitarfélagið. Þorsteinn Jóhann- esson, yfirlæknir og forseti bæjar- stjórnar ísafjarð- arbæjar. með svipuðum hætti og skrifstofufólkið á Þing- eyri. Vera tengiliðir við aðalskrifstofurnar í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Þrátt fyrir ráðningu skólafulltrúa og bæjarrit- ara, sem einnig er fyrir- hugað að ráða, er gert ráð fyrir því að hjá nýja sveitarfélaginu verði fímm til sjö stöðugildum færra en hjá sveitarfélög- unum sex. Munar þar mest um þrjá sveitar- stjóra sem sjálfkrafa hætta störfum við sam- eininguna. Auk þeirra eru tveir skrifstofumenn að hætta að eigin frumkvæði og segir Þorsteinn að hagræðingin verði látin koma til framkvæmda án uppsagna en ekki ráðið í þau störf sem losna. Öllum öðrum núverandi starfsmönnum sveitarfélaganna verði boðin end- urráðning. Fulltrúar alls byggðarlagsins Þorsteinn segir að dreifing stjórn- sýslunnar sé liður í því að eyða tor- tryggni milli byggðanna í sveitarfélag- inu sem hann viðurkennir að sé enn til staðar. „Það tekur mörg ár að láta byggðirnar renna saman. Við vonumst til að ná tökum á þessu stóra sveitarfé- lagi á tveimur árum, við ætlum okkur þann tíma til þess. Þessa músik verð- um við að spila af fmgrum fram en ég sé ekki nein stór vandamál. Allar byggðirnar eiga fulltrúa í meirihluta bæjarstjórnar, nema Suðureyri en þar er fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokks- ins búsettur og mun hann vafalaust taka mikinn þátt í störfum bæjar- stjórnar. Fulltrúar í nefndum bæjarins verða af öllu svæðinu. Munu því radd- ir allra byggðanna heyrast. Þó vil ég leggja áherslu á að við erum fyrst og fremst fulltrúar alls byggðarlagsins því við erum kosnir fulltrúar heildar- innar og verðum að hugsa strax þann- ig. Það verður kannski erfiðast að breyta því," segir Þorsteinn þegar hann er spurður um tilfmningar íbú- anna vegna sameiningar- innar. Undirbúningur sam- einingar var búinn að standa lengi og það voru einmitt tilfinningar íbú- anna og ef til vill enn frekar forystumanna ýmissa sveitarfélaga sem lengst töfðu sameiningu sveitarfélaga á norðan- verðum Vestfjörðum. Þorsteinn var formaður sameiningarnefndarinn- ar en vill ekki taka beint uhdir þessa lýsingu. „í samstarfsnefnd um sam- einingu var samstilltur hópur þar sem menn báru traust hver til ann- ars. Okkur tókst að eyða tortryggninni og það réð úrslitum um að gengið var til sameiningar," segir Þorsteinn. Hann segir að tilkoma jarðganganna og umræða um að sveitarfélögin yrðu að sameinast þeirra vegna hefði haft minna að segja í þessu. „Göngin urðu hins vegar til þess að auðveldara var að jafna þjónustu milli byggðarlag- anna og það er þýðingarlaust að sam- eina sveitarfélögin nema hægt sé að veita öllum íbúum sömu þjónustu," segir Þorsteinn. Skuldar 1,6 milljarða Mörg gömlu sveitarfélaganna áttu við fjárhagserfiðleika að etja, bæði vegna framlaga til atvinnulífsins og mikilla framkvæmda síðustu árin. Talið er að ísafjarðarbær taki við skuldum upp á 1,6 milljarða kr. Á móti koma framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, 130-170 milljónir kr. að mati Þorsteins. Skuldirnar nema nærri því tveggja ára tekjum nýja sveitarfé- lagsins en þær eru áætlaðar 800-900 milljónir kr. Nú verður gengið í endur- skipulagningu fjármálanna og telur Þorsteinn unnt að ná fram verulegri hagræðingu á því sviði. „Þetta á að vera yfirstíganlegt með góðum skiln- ingi landsfeðranna," segir Þorsteinn. Hann segir jafnframt ljóst að þessar miklu skuldir takmarki möguleika bæjarins til að ráðast í stórfram- kvæmdir næstu tvö árin. Þorsteinn tekur ekki undir það að sveitarstjórnir minni staðanna hafi verið að keppast við að framkvæma sem mest fyrir sameiningu. „Sveitar- stjórnarmenn gera sér grein fyrir því að fólk flyst í burtu ef ekki er boðið upp á frambærilega þjónustu á stöð- unum. Hér á Vestfjörðum hefur verið næg atvinna og frekar vantað fólk en hitt. Samt hefur fólki fækkað. Ef til vill er það vegna þess að vantað hefur aðstöðu, til dæmis til að nota í frí- stundum. Þetta sjá sveitarstjórn- armenn og hafa verið að reyna að bæta úr, meðal annars með byggingu íþróttahúsa og sundlauga. Það hefur kostað gífurlega skuldaaukningu. Nú er aðstaðan fyrir hendi og hún getur nýst íbúum alls sveitarfélagsins. íþróttamenn og áhugahópar, sem ekki fá nógan tíma í nýju og glæsilegu íþróttahúsi hér á Isafírði, hugsa sér til dæmis gott til glóðarinnar að nýta íþróttahúsið á Flateyri. Ekki verður eins mikil þörf á að fara í auknar fram- kvæmdir á þessu sviði hér." Ekki lagðir peningar í atvinnurekstur Miklir erfiðleikar eru í atvinnulífínu á Þihgeyri. Skömmu eftir kosningar til nýrrar bæjarstjórnar var öllu starfs- fólki tveggja stærstu fyrirtækja stað- arins, Kaupfélags Dýrfírðinga og Fáfnis hf., sagt upp störfum. Þorsteinn segir að það sé ekki í verkahring bæjarstjórnar að skipta sér af atvinnu- rekstri. Treysta verði stjórnendum at- vinnufyrirtækjanna á svæðinu til þess að leysa málin. Segist hann binda vonir við að viðræður um sameiningu fyrirtækja muni leiða til þess að rekstri Fáfnis verði haldið áfram. „Bæjar- stjórn mun stuðla að því eins og henni er unnt, án þess að til fjárveitinga komi því peningarnir eru ekki til," segir Þorsteinn. Bæjarsjóður tekur við eignarhlutum sveitarfélaganna í ýmsum atvinnufyr- irtækjum á landinu. ísafjarðarkaup- staður átti til dæmis verðmætan hluf í Togaraútgerð ísafjarðar hf. sem ger- ir út rækjuskipið Skutul og Þingeyrar- hreppur og Mýrahreppur áttu hlut í Fáfni hf. og útgerðarfélaginu Slétta- nesi hf. Þorsteinn segir að bæjarstjórn hafí heimild til að selja hlutabréfín í Togaraútgerðinni og vel komi til greina að nota þá fjármuni eða eignar- hlutinn til styrktar atvinnulífinu á svæðinu. Vill frekari sameiningu Bolungarvíkurkaupstaður og Súða- víkurhreppur eru einu sveitarfélögin í gömlu Isafjarðarsýslum sem ekk"i runnu inn í nýjan Isafjarðarbæ. Þor- steinn-vonar að þau sameinist nýja sveitarfélaginu síðar. „Þegar við erum búnir að átta okkur alveg á fjárhags- stöðu ísafjarðarbæjar er eðlilegt að ræða við Bolvíkinga og Súðvíkinga. Ég mun beita mér fyrir því að það verði gert," segir Þorsteinn Jóhannes- son. . \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.